Tíminn - 03.11.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 03.11.1972, Blaðsíða 15
Föstudagur 3. nóvember 1972 TÍMINN „Og þetta segir þú, sem ert fædd i Burma. ” Frú McNairn var hneyksluð. „Uppalin hér, fyrir utan þessi sjö ár i Englandi. Vitanlega svitna þeir. Það er heitt i dag, þar að auki eru þeir ekki vanir að gera nokkurn skapaðan hlut, húðlatir eins og þeir eru.” Þessa þulu þekkti dóttirin frá gamalli tið og lét henni ósvarað. Hún var sér þess fullkomlega meðvitandi, að það var ekki þessi mann- vesalingur og sú tilfinning að vera þrælahaldari, sem setti hana úr jafnvægi, heldur var það Paterson og þær vonir og draumar, sem við hann voru bundnar. Hún sat niðursokkin i endurminningarnar frá fyrstu kynnum þeirra. Þau höfðu hitzt af hreinni tilviljun á farmiðasölu i London. Þau hlaut að vekja undrun þeirra beggja að heyra hvort annað spyrja eftir skipsferð til sama litla bæjarnins við Irrawaddyfljótið, þau gátu blátt áfram ekki stillt sig um að brosa. Svona ánægjulega hafði samband þeirra Patersons hafizt. Nitján ára var hún og hafði nýlokið skólagöngunni i Englandi. Paterson var tuttugu og þriggja og i hennar augum fær um að leggja heiminn undir sig. Burma þekkti hún frá bernsku sinni. Hún þekkti litla bæinn.fljótabátana, sem komu alla leið frá Rangonn blómskrúðið og þrúgandi hitann, rykið og fallegu hvitu turnspirurnar, stingandi birtuna úti á sléttunni og bláu fjöllin i fjarska, hljómfögru musterisklukkurnar, og jakarandtrén. Henni var það óblandin ánægja að lýsa þessu öllu fyrir Paterson. Nú fór móðir hennar að veifa til einhvers, sem kom úr úr enska klúbbnum. „Þarna kemur ungfrú Ross,” hrópaði hún, og einhverra hluta vegna gleymdi hún sér alveg og baöaði út höndunum svo að skein i bæturnar undir höndum hennar. „Ungfrú Ross! Ungfrú Ross! Kerrumaðurinn stanzaði i skugga trjánna, og ungfrú Ross kom til þeirra. Hviti léreftskjóllinn hennar gerði það aö verkum, að hún liktist hjúkrunarkonu. „Viljið þér ekki verða samferða, ungfrú Ross?” „Verða samferð? Hvert ættum við að fara? Ungfrú Ross hafði upphaflega komið til Burma sem trúboði ensku kirkjunnar, en siðan tekið Búddatrú og ákveðið að eyða ævinni i Burma. Andlit hennar var fingert og augun virtust daufleg, en báru þó vott um innri festu. Hún minnti á visið lauf á nöktu tré. Lauf, sem ekki fær lengur næringu, en er samt nógu sterkt til að tolla. „Við förum auðvitað til herra Paterson. Við verðum öll að vera farin á brott þegar i kvöld. Hugsa sér, þetta hélt ég að þér hefðuð frétt.” „Jú, ég hef heyrt þess getið.” „Þá hittumst við hjáPaterson á eftir.” „Nei, við sjáumst ekki,” svaraði ungfrú Ross, „ég verð á sjúkra- húsinu.” „Þér bókstaflega verðið að koma með okkur,” sagði frú McNairn ákveðin. „Hvað verður eiginlega um yður, þegar Japanirnir koma hingað?” „Sennilega nauðga þeir mér, svaraði ungfrú Ross brosandi og gekk á brott. Frú McNairn var svo hneyksluð, að hún missti málið algerlega og þær héldu þögular áfram. Vegurinn var á enda, og þær hossuðust áfram eftir djúpum troðningum. Brátt sat Connie niðursokkin i hugsanir sinar um Paterson. Hann hafði farið til Burma um það bil fjórum mánuðum á undan henni. Á þeim tima skrifaði hún móður sinni mörg bréf, og sagði henni frá öllu. Allt, sem hún sagð um sinar eigin tilfinningar, gagnvart Paterson, var sannleikanum samkvæmt, en þegar að þvi kom að lýsa þvi, sem hún hélt að væru tilfinningar Patersons, gaf hún imyndar- aflinu of lausan tauminn. Það gerði ekki svo mikið til, þótt hún tryði þessu sjálf, en það sem verra var, móðir hennar trúði þvi lika. Paterson hafði komið til Rangoon til að taka á móti henni. Það hafði hreint ekki verið ánægjuleg móttaka. Alla leiðina leit Paterson út fyrir að vera fokreiður. Hann vissi ekki betur en móðir hennar hefði komið þessu til leiðar. Honum fannst hann sitja fastur i gildru, og var neyddur til að leika sitt hlutverk sem hamingjusamur elskhugi i góðri stöðu, eigin húsi og með ótakmarkaða framtiðarmöguleika. Ekki gat hann vitað, að það var hún, sem átti sök á þessum andstyggilega skopleik, með þvi að láta sér detta i hug að fara að skrifa móður sinni um óska- drauma sina. Hann hafði farið til Rangoon i kurteisisskyni, honum þótti þetta leiðinlegt hennar vegna, en einmitt þess vegna varð þetta eins leiðinlegt og raun bar vitni. Nú gerði hún sér grein fyrir þvi, aö lygar hennar höföu haft þveröfug áhrif við það, sem hún ætlaðist til og óskaöi sér. Hún áttaði sig á þvi, að Paterson elskaði hana ekki og hafði aldrei gert, og henni fannst ekki lengur, að hún væri að koma til gamal- kunnugs staöar, til litlu blómum prýdda þorpsins með grannar glampandi turnspirurnar og blómailm á kyrrum kvöldum, heldur til framandi og óvinveitts lands, þar sem brennandi heitt loftið var mettað brennisteinsgulu ryki frá sléttunni, og lifið haföi glatað allri fegurö, en var orðið að afskræmdriskopmynd. Um leiö og kerrann kom inn i garðinn hjá Paterson, hrökk hún upp úr hugleiðingum sinum við, að frú McNairn, sem i ánnað skiptið þenna dag gleymdi sér svo illa, að bæturnar komu i ljós, hreytti út úr sér: „Þarna er þessi viðbjóðslega stelpugæs. Þá veit maður það, hún býr hér, sem sagt ennþá.” Connie leit upp og koma auga á Burmastúlkuna Nadiu, þar sem hún kom neðan frá fljótinu, gekk i gegnum trjálundinn og hvarf að lokum inn um bakdyrnar á húsinu. A höfðinu bar hún fléttaða körfu fulla af ávöxtum, sem hún hafði verið að tina til miðdegisverðar. Hún studdi körfuna með báðum höndum og þegar hún teygði sig svona sá i hana bera milli blússunnar og pilsins. Húðin var kaffibrún og hafði sömu mýkt og nýju laufin i bananapálmunum. A göngunni aðskildist rauða pilsið stundum svo að skein i nakta fæturnar, þeir virtust jafn fallega brúnir og silkimjúkir og húðin á likama hennar. Frú McNairn var bæði hneyskluð og reiö. Hún pataði með sólhlifinni i áttina til ökumannsins og hvæsti: „Þú skalt bara spara þér að segja, hvað þetta kostar, ég ákveð sjálf, hversu mikið ég borga.” t sama bili kom hún auga á tvær hvitklæddar manneskjur koma inn i garðinn annars staðar. Hún benti aftur með sólhlifinni og sagði: „Guðisé lof að Portman hjónin eru hér lika.”. Tvennt var það, serú sérstaklega vakti athygli frú Portman, þegar hún kom inn i borðstofuna. í fyrsta lagi voru kampavinsglös á borðinu, sem á var kinverskur silkidúkur og skreytingar úr appelsinugulum og rauöum blómum, i öðru lagi tók hún eftir Burmastúlkunni, sem flýtti sér inn i eldhúsið, þegar þau komu inn. Frú Portman grandskoðaði stúlkuna til þess að komast aö raun um, hvort hún væri barnshafandi, og þau fáu andartök, sem hún hafði til umráða nægðu til, að hún sannfæröist um aðsvo væri. Paterson stóð við borðsendann og Tuesday aftan við stólinn hans. Drengurinn var eins og peð við hliðina á Paterson. Paterson visaði gestunum til sætis. „Frú Portman, hægra megin viö mig. Og Betteson næst, siðan Connie við hlið Bettesons.” 1249 Lárétt 1) Hestar.- 6) Andi.- 8) Hlutir,- 10) Máttur,- 11) 550.- 13) Seinastir.- 14) Eins.- 16) Vot,- 17) Miskunn.- 19) Stefnur.- Lóðrétt 2) Kærleikur.- 3) Stafur,- 4) Fæða.- 5) Tindar,- 7) Fánar,- 9) Strák.- 11) öðlast,- 15) Svar.- 16) Væta,- 18) Kindum.- Ráðning á gátu No. 1248 Lárétt 1) öryggi,- 5) Lóa,- 7) Kl - 9) Mura.- 11) Rós.- 13) Rig.- 14) Oðar,- 16) MN,- 17) Rakna.- 19) Lakkar,- Lóðrétt 1) ölkrús,- 2) Yl - 3) Góm,- 4) Gaur,- 6) Fagnar - 8) Lóð.- 10) Rimna- 12) Sara.- 15) Rak - 18) KK - 15 li:il IU, ■ FÖSTUDAGUR 3. nóvember. 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfitni k 1.5 0 Morgúnstund barnanna kl 8.45: Liney Jóhannsdóttir heldur áfram lestri þýð- ingar sinnar á sögunni um „Húgó og Jósefinu” eftir Mariu Gripe (6) Tilkynning- ar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Fræðsluþáttur um al- mennar tryggingarkl. 10.25 Umsjónarmaður örn Eiðs son Morgunpopp kl. 10.40: Rex ogThe Slider leika og syngja Fréttir kl. 11.00. Tónlistarsagan: Endurt þátt- ur Atla Heimis Sveinss. Kl. 11.25 Tónlist eftir Cesar Frank: Fernardo Cermani leikuráorgel Piéceheroique/Valentin Gheorghiu og útvarps- hljómsveitin i Búkarest - leika Sinfónisk tilbrigöi fyrir pianó og hljómsveit: Richard Schumacher stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna. Tónleikar. 14.15 Við sjóinn Hjálmar R. Bárðarson siglingamála- stjóri talar um öryggi skipa (endurt) 14.30 Siðdegissagan: „Draumur um Ljósaland” eftir Þórunni Elfu Magnús- dóttur Höfundur les. (13) 15.00 Miðdegistónleikar: 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. 16.15. Veðurfregnir . Tilkynn- ingar. 16.2 5 Popphornið örn Petersen kynnir. 17.10 Þjóðlög frá ýmsum lönd- um. 17.40 Tónlistartimi harnanna Þuriður Pálsdóttir ser um timann. 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill 19.35 Þingsjá Ingólfur Kristjánsson sér um þátt- inn. 20.00 Tónlcikar Sinfóniu- lil jóms veitar tslands i Iláskólabiói kvöldið áðu'. Stjórnandi: Sverre Brulan frá NoregiEinleikari á selló: Hafliði Hallgrimsson a. „Mistur” eftir Þorkel Sigurbjörnsson (frumflutn- ingur) b. Sellókonsert op. 107 eftir Dmitri Sostakhovitsj.. c. Sinfónia nr. 2 „Hinar fjórar lyndis- einkunnir” op. 16 eftir Carl Nielsen. 21.30 „Séra Jóhann” Gestur Guðfinnsson flytur erindi úr Þórsmörk. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir 'Útvarpssagan: „Út- brunniú skar” eftir Graham Greene Jóhanna Sveinsdótt- ir les þýðingu sina (6) 22.45 Lög unga fólksins Sigurður Garöarsson kynnir 23.45 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. liiffliill FÖSTUDAGUR 3. nóvember 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Svanasöngur „Stemmningsmynd” frá skógarhéruðum og óbyggö- um Finnlands. Þýðandi Kristin Mantyla. (Nordvision — Finnska sjónvarpið) 20.50 Fóstbræður Brezkur sakamálaflokkur. Þýðandi Vilborg Sigurðardóttir. 21.45 Sjónaukinn Umræðu- og fréttaskýringaþáttur um innlend og erlend málefni. 22.45 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.