Tíminn - 03.11.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 03.11.1972, Blaðsíða 17
Föstudagur 3. nóvember 1972 TÍMINN 17 Reykjavíkurmótið í handknattleik: Baráttan verður milli Víkings, Fram og Vals, um Reykjavíkurm.titilinn Axel markhæstur í Reykjavíkurmótinu - Haukar og Grótta leika um lausa 1. deildarsætið 8. og 12. nóv. n.k. Nú eru aðeins þrir leikir eft- ir i Reykjavikurmótinu i handknattleik og er staðan þessi: Fram 6 5 0 1 89: 64 10 Valur 6 4 1 1 74: 52 9 Vikingur 6 3 3 0 76: ; 64 ' 9 KR 7 4 0 3 85: : 75 8 Árraann 6 2 2 2 78: :61 6 Þróttur 6 1 2 3 73: :59 5 1R 6 1 1 4 66: : 76 4 Fylkir 7 0 1 6 48: : 105 1 Markhæstu leikmenn i mót- inu eru þessir, inn i sviga eru mörk leikmanna, skoruð á mótinu i fyrra. Axel Axelsson, Fram 31 (18) Einar Magnúss. Vik. 26 (17) Björn Jóhanness. Arm. 21 (5 ) Björn Pétursson KR 21 (6 ) Vilberg Sigtryggss. A. 20 (11) 76 hafa skorað t Reykjavikurmótinu, sem stendur nú yfir, hafa 76 leik- menn sk.orað, flestir úr Fram, eða 13. i fyrra skoruðu 77 leik- menn i mótinu, en þá var einu liði minna, svo að það er verri útkoma i mótinu i ár. Haukar — Grótta Eins og fram hefur komið, verður fjölgað um eitt lið i 1. deildinni i vetur. Haukar, sem féllu s.l. keppnistimabil, og Grótta, sem var i öðru sæti i 2. deild, leika um sætið sem losn- ar. Tveir leikir verða leiknir og fer fyrri leikurinn fram i Hafnarfirði 8. nóvember og siðari leikurinn fer fram á Sel- tjarnarnesi 12. nóvember n.k. Blómaleikir Um siðustu helgi léku fjórir landskunnir leikmenn blóma- leiki i handknattleik. Það voru þeir Birgir Björnsson, FH, sem hefur leikið 450 leiki með liði sinu. Framararnir Sigurð- ur Einarsson (300 leiki), Þor- steinn Björnsson (200 leiki) og Axel Axelsson (100 leiki), fengu allir afhentan blómvönd og styttur, þegar Fram mætti Stadion i Evrópukeppninni. Birgir fékk afhentan blóm- vönd, þegar FH lék gegn Stadion. Næstu leikir Þrir siðustu leikirnir i Reykjavikurmótinu, verða leiknir á sunnudagskvöldið i Laugardalshöllinni: Þá leika þessi lið. Ármann—Vikingur Þróttur—1R Valur—Fram Axel Axelsson og Þorsteinn Björnsson fengu afhenta blómvendi og bikara, áður en fyrri leikur Fram gegn Stadion hófst. Axel er nú markhæstur i Reykjavikurmótinu. (Timamynd Róbert.) Valur vann ÍR og línuspilarar Fram,skutu KR-inga í kaf Þrjú lið eiga nú mögu- leika að hljóta Reykja- vikurmeistaratitilinn i handknattleik. Það eru Fram, Vikingur og Valur, en liðin eiga öll eftir að leika einn leik i mótinu, Vikingur gegn Ármanni, Valur gegn Frám. Ef Fram vinnur Val, er liðið orðið Reykjavikurmeistari, en ef liðin gera jafntefli og Vikingur vinnur Ár- mann, þá þurfa Fram og Vikingur að leika auka- leik um titilinn. Auka- leik þarf einnig, ef Valur vinnur Fram og Vikingur Ármann, þá eru það Vikingur og Valur, sem leika til úr- slita. Þrír leikir voru leiknir i mótinu á mið- vikudagskvöldið og voru þeir með daufara móti — sá leikur sem skapaði einna mestu spennuna, var leikur Vals og ÍR. Ónákvæmir íR-ingar óheppnir með skot. Það er ekki orðið einleikið, hvað leikmenn 1R, skjóta oft I stangir í leik. Hvað eftir annað eru þeir komnir í dauðafæri — i staðinn fyrir að senda knöttinn i netið skjóta þeir i stangirnar. 1 leiknum gegn Val, áttu þeir átta stangarskot og þrjú vitaköst fóru til spillis. Valsmenn byrja leikinn gegn 1R, með þvi að skora fimm fyrstu mörkin, það var ekki fyrr en á 10. minútu, að Þórarinn Tyrfingsson skoraði fyrsta mark IR-liðsins. Siðan saxa IR-ingar jafnt og þétt á forystu Vals — á 7. min siðari hálfleiks tekst 1R að jafna 10:10,og var þá leikurinn orðinn nokkuð spennandi IR-ingar ná knettinum og fá góða mögu- leika á þvi að taka forystuna i leiknum, þegar vitakast er dæmt á Valsliðið — Agúst Svavarsson tók vitakastiðog lét verja frá sér. Var þetta þriðja vitakastið hjá 1R, sem var misnotað. Bergur Guðnason kemur svo Val áftur yfir á 12. min, og stuttu siðar skorar Stefán Gunnarsson 12:10. Jóhannes Gunnarsson minnkar muninn i 12:11, með marki úr hraðupphlaupi — Brynjólfur Markússon fær gullið tækifæri til að jafna, þegar hann komst einn fram völlinn, en skot hans lenti i stöng. Siðasta mark leiksins, skorar Bergur Guðnason og urðu lokatölur 13:11. IR-liðið var nokkuð óheppið i leiknum og það lét æsa sig upp — t.d. þegar staðan var orðin 10:10, þá kom mikið fum á leik liðsins, þá hefði mátt halda, að það væri ein min. til leiksloka, en ekki 13 min. eins og var þá. Vörnin hjá 1R var mjög léleg i leiknum og lak mikið i gegn hjá henni á miðjunni — varnarmennirnir léku allt of framarlega og voru hornmenn- irnir stundum komnir langt fram á völl. Sóknin var ekki nógu góð, stórskytturnar Brynjólfur og Ágúst virðast litið ætla að læra af reynslunni — þessir kraftmiklu menn stökkva mikið upp fyrir framan varnir og skjóta, en leik eftir leik láta þeir varnirnar verja frá sér. Það er einn leikmaður 1R, sem á hrós skilið fyrir leik sinn, það er Þórarinn Tyrfings- son, sem nú er að verða eini leik- maður IR-liðsins, sem ógnun er að. Valsliðið er ekki enn búið að finna sig, en maður hefur það á tilfinningunni, að liðið sé að ná saman. Leikmennirnir byrjuðu vel og skoruðu fimm fyrstu mörk leiksins, en siðan dofnaði yfir liðinu. Linumennirnir nýttu ekki mörg góð tækifæri, sem þeir fengu — en Valsmenn opnuðu oft mjög vel lélega vörn 1R. Bergur var iðinn að koma knettinum i netið, hann skoraði sjö mörk, fjögur með langskotum og þrjú úr vitum. 1 Valsliðinu vakti einn ný- liði mikla athygli, sérstaklega fyrir harðan leik, það var Gisli Gunnarsson, sem var ófeiminn að sparka löppunum undan mót- herjanum. Ólafur Benediktsson, kom i markið i siðari hálfleik og varði hann mjög vel, og geta Valsmenn þakkað honum sigurinn gegn 1R. Dómarar leiksins, þeir Einar Hjartarson og Sveinn Kristjáns- son, voru frekar lélegir. Einar tók tvo góða „þætti” — i fyrra skiptið visaði hann Gisla Gunnarssyni, réttilega út af og dæmdi auka- kast. Þegar Gisli var kominn af leikvelli, tók Brynjólfur auka- kastið og skaut i mannlaust markið, en Jón Breiðfjörð, var þá að ræða við hinn dómarann, Svein Kristjánsson. Með réttu, hefðu IR-ingar átt að biða eftir flaut- unni. Þá tók Einar góðan „þátt”, þegar hann hótaði að visa þjálfara 1R, út úr húsinu. Einnig Oft var hart barizt á linunni i leik Vals og ÍR. Hér sést Stefán Gunnars- son missa knöttinn. Ilér á myndinni sést hinn skemmtilegi linumaður Fram, Björgvin Björgvinsson. liann skoraði sex mörk gegn KR á miðvikudaginn, og hann var potturinn og pannan i leik Fram. hafði maður það á tilfinningunni, rétt $ spöðunum — ef þeir gera aðdómararnirdæmduaukaköstá þa£ þurfa þeir engu að kviða. 1R eftir pöntun Valsmanna. Þróttur átti ekki i erfið- leikum með Fylki. Þróttur átti ekki i erfiðleikum með nýliðana i Fylki og sigraði létt 18:8. Fylkismenn tóku forustu i leiknum 2:3 um miðjan fyrri hálfleik, en þegar hálfleiknum lauk, var staðan orðin 7:3 fyrir Þrótt. Þrjú fyrstu mörkin i siðari hálfleiknum skoruðu Þróttarar einnig,og um miðjan siðari hálf- leik var staðan orðin 16:4. Undir lokin fóru Þróttarar að slaka á,og Fylkismenn notfærðu sér það og skoruðu fjögur mörk — loka- staðan varð 18:8 l'yrir Þrótt. Það er greinilegt, að Þróttar- liðið verður ekki auðunnið i 2. deildinni i vetur og mætti segja mér, að liðið verði næsta 1. deildarlið. Leikmenn liðsins eru mjög ungir og hafa þeir framtið- ina fyrir sér. Verða þeir að halda Linuspilarar Fram gerðu útaf við KR. Axel Axelsson, eina langskytta Fram, slasaðist strax i byrjun leiks Fram og KR, og þurfti hann að yfirgefa leikvöllinn. Linuleik- mennirnirhjá Fram létu þaðekki á sig fá — heldur tóku þeir leikinn i sinar hendur og sýndu listir sinar gegn KR. Björgvin Björg- vinsson sýndi snilldarleik og skoraði hann sex mörk i leiknum. Staðan i hálfleik var 8:5 fyrir Fram.og lokatölur urðu 17:13. Mörk Fram skoruðu, linumenn- irnir Björgvin 6, Andrés Bridde 4, Sigurbergur Sigsteinsson 3 og Sigurður Einarsson 2. Þá skoruðu langskytturnar, Ingólfur Óskars- son og Guðmundur Sveinsson, sitt hvort markið. Flest mörk KR, skoraði Þorvarður Guðmunds- son, fimm. SOS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.