Tíminn - 03.11.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 03.11.1972, Blaðsíða 19
Föstudagur 3. nóvember 1972 TÍMINN 19 íþróttir Framhald af bls. 16. um lokið og lét þyngja i 137,5 kg. sem var það þyngsta sem hann hafði áður snarað. Frammistaða Gústafs haföi komið svo á óvart, að taugar Evri þoldu ekki álagið og misstókst honum i þriðju og siðustu tilraun sinni og var þar með úr leik. Honum hafði mistek- izt i þrem tilraunum og var þvi búinn að missa rétt til áframhald- andi þátttöku i mótinu. Þá reyndi Mansson við sömu þyngd en mistókst. Við það fór nú að fara um Sviana, sem voru farnir að eygja öruggan sigur eft- ir að Evri var fallinn úr. Áður en Gústaf var kallaður á pallinn, hafði hann látið tilkynna nýja þyngd, 140 kg. Þvi féll það i hlut M&'nssons að gera sina siðustu tilraun á undan Gústaf, þvi að hann ætlaði að reyna aftur við 137,5 kg. Með hinum mestu erfiðismunum tókst honum að reisa sig upp með stöngina og ná gildri lyftu. Nú var þyngdin aukin i 140 kg. og var það siðasta tilraun Gústafs. Gaf hann sér góðan tima til undirbúnings, þvi að nú var mikið i húfi. Tækist honum að snara þessari þyngd,yrði Mans- son að vinna 5 kg. af honum i jafnhöttun, þar sem Gústaf var léttasti keppandinn. Og Gústaf brást ekki vonum manna, átaka- laust rauk stöngin upp og lyftan var i höfn. Með þessum árangri var hann búinn að bæta isl. metið um 7,5 kg i snörun bæði i unglinga og fullorðins flokkum, en hann hafði átt gamla metið sjálfur, sem var 132,5 kg. 1 jafnhöttun byrjaði hann á 160 kg.sem gekk leikandi létt. Mans- son byrjaði á sömu þyngd og tókst honum að fullklára lyftuna þó erfitt væri, og erum við þá komin að þvi, sem sagt er frá i upphafi. Var framkvæmd mótsins i alla staði mjög góð og Norðmönnum til mikils sóma. Var stigakeppnin mjög hörð milli Svia og Norð- manna, en þegar yfir lauk höfðu Sviar sigur, fengu 98 stig. Gústaf hafði undirbúið sig mjög vel undir mót þetta. Hafði hann dvalizt i Fredriksstad við æfingar með þeim Eivind Rekustad og sjálfum Olympiusigurvegaranum i létt-þungavigt, Leif Jensen. Voru þeir Rekustad, sem er einn af sex beztu lyftingarmönnum i heimi i þungavigt og Jensen ósparir á að gefa Gústafi góð ráð. Var það alveg sérstakt, hve vel Rekustad reyndi að leiðrétta þaö, er hann taldi að betur mætti fara i æfingaprógrammi Gústafs, þar sem hann gat átt von á þvi að Gústaf myndi bæta Norðurlanda- met sin i unglingaflokki. en þau eru öll i eigu Rekustad. fk ALLIR VEGIR FÆRIR Á Yokohama SNJÓBÖRÐUM KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA Er Kjell Moberg formaður norska lyftingasambandsins ósk- aði Gústafi til hamingju með sig- urinn varð honum að orði. — Það koma fáir lyftingamenn frá Is- landi, en þegar þeir birtast reyn- ast það vera menn, sem þegar á sinum fyrstu erlendu mótum skipa sér á bekk með beztu lyft- ingarmönnum heims. — Borgarstjórn Framhald af bls. 11. Theadorakis Framhald af bls. 1. Sv. — Stundum ber ég mig saman við furutré. Kvoðan rennur úr sárum minum. Skáld og aðrir listamenn eru til- finninganæmari en aðrir, og þvi eru þeir oft dýpra særðir en aðrir. Þeir eru næmari fyrir aðstæðum annarra, svo að tilfinningahiti þeirra fær meiri útrás. Að minnsta kosti gildir þetta um mig. Sp. — Hvað dregur áheyrendur (aðra en Grikki) að hljómleikum þinum? Sv. — Þeir þekkja tónlist mina úr myndum eins og „Zorba” og ,,Z”. Þeir eru forvitnir um mig, persónulega, um skoðun mina á griskum stjórnmálum. Þeir þekkja mig sem tónskáld, sem kafað hefur djúpt i anda griskrar tónlistar. Fólk sem kemur á hljómleika mina, segir mér, að sjálf laglinan, hrein tilfinning tónlistarinnar seiði þá til sin og umbreyti þeim til betri vegar. Hér er ekkert háfleygt né fræði- legt á ferðinni. Sp. — Hvers vegna neitar Bandarikjastjórn að leyfa þér að heimsækja landið. Sv. — Ameríka er eitt af fáum löndum i heiminum, sem og Spánn og Portúgal, er útiloka mig frá að heimsækja sig. Enda myndi ég ekki fara þangað hvort sem væri. Ég býst við, að stjórn Bandarikjanna telji mig hættu- legan mann, vegna þeirra áhrifa, sem ég kynni að hafa á æskufólk- ið. Ef ég væri enn meðlimur Kommúnistaflokksins, myndi hún hleypa mér inn i landið. En ég er það ekki. Ég er frjáls maður, og þess vegna óttast þeir mig. — Stp (þýttog endursagt) liann niikil storf auk borgar- stjórastarfsins, nt.a. þing- niennska og varaformennska i Sjálfstæðisflokknum. Ég hef áður látið þá skoðun i Ijós opinbeiiega, að borgar- stjórastarfið eitt sé hverjum manni nægilegt verkefni og ekki sé heppilegt né eðlilegt, að sá, sem þvi gegnir, sé jafn- hliða með margþætt störf á öðrum vettvangi. i reynd hefur borgarstjóri fallizt á þetta sjónarmið með þvi að óska eftir lausn frá borgarstjórastarfinu. i þeirri ákvörðun felst einnig að min- uin dómi viðurkenning á þvi, að liann telji þýðingarmeira að sinna þingstörfum og vinna að málefnum Sjálfstæðis- flokksins en að gegna borgar- stjórastarfinu út kjörtimabilið eins og hann var ráðinn tii. Persónulega færi ég Geir liallgrimssyni þakkir fyrir gott samstarf að borgarmál- um Reykjavikur sl. 10 ár. Auk Kristjáns tóku til máls Sigurjón Pétursson Alfreð Þorsteinsson, Björgvin Guð- mundsson, og Ólafur Ragn- arsson. Var lausnarbeiöni borgarstjóra siðan samþykkt samhljóða. Að atkvæðagreiðslu lokinni var gengið til kosninga,og var Birgir Isleifur Gunnarsson kjörinn borgarstjóri með átta atkvæðum meirihlutafíokk- anna,,en fulltrúar minnihlut- ans sátu hjá. Geir Hallgrims- son ávarpaði hinn nýja borg- arstjóra, sem sagði siðan nokkur orð. Neyðarblys sást yfir Sandgerði Klp—Reykjavík. Utn kl. 15.00 i gær sáu skipverj- ar á togskipinu PÍtri Thorsteins- syni, sent voru á siglingu við Garðskaga, hvar neyöarblys sveif yfir Sandgerði og stefndi inn til lands. Kona i Sandgerði svo og fólk i Garðinum sá þetta einnig, og lét það þegar Slysavarnar- félagið vita. Leiðinda veður var við Reykja- nes i gærdag, snjókoma og haugasjór, og var óttast, að eitt- hvert skip eða bátur væri i háska. Slysavarnarfélagið hafði sam- band við alla báta, sem voru á þessum slóðum, og voru á skrá hjá tilkynningarskyldunni. Ekk- ert var að hjá þeim og samkvæmt upplýsingum, sem fengust á næstu verstöðvum var enginn bátur á sjó utan þeirra, sem til- kynningarskyldan vissi um. Víðivangur Framhald af bls. 3. siöasta Alþingi voru sett iög um slika lánafyrirgreiöslu við iðnaðinu að frumkvæði ríkis- s t j ó r n a r i n n a r . M e ð framkvæmd þessara laga mun öll sú framleiösla iönaöarins, sem til útflutnings fer, falla undir nákvæmlega sams konar lánareglur og endurkaupareglur, eins og nú gilda gagnvart sjávarútvegi, en auk þess koina svo einnig lán eltir sérstökum regluni út á aðra framieiðslu iðnaðarins, sem ætluð er innanlands markaði. Þessa dagana er þvi mikið baráttumál að komast heilt i höfn. — TK. Eftir að hafa kannað allar hugsanlegar hliðar, urðu menn ásáttir um, að þarna hefðu ein- hverjir i landi verið að verki, og þá liklegast börn, sem hefðu kom- izt yfir neyðarblys með einhverj- um hætti. Varla ætti að þurfa að brýna fyrir fólki, og þá sérstaklega við sjávarsiðuna, hversu hættulegur leikur þetta er. Svo gæti farið, að björgunarsveitir yrðu kallaöar út með þessum hætti og á meðan yrði alvarlegt slys, þar sem þeirra væri brýn þörf. Hálfnað er verk þá hafið er sparnaður skapar verðmæti Samvinnubankinn ■B« ■ ■ ■ i !■■■■■! ■.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v. Fundir Framsóknarmanna í Suðurlands- Vesturlands- og Reykjaneskjördæmi Reykjanes- kjördæmi Kópavogur, 1 Félagsheimilinu, laugardaginn 4. nóv. kl. 15.00. Frummælendur: ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra og Elias Snæland Jónsson, blaða- maður. I’ólkvangi, Kjalarnesi, laugardaginn 4. nóv. kl. 15.00. Frummælendur: Björn Fr. Björnsson, alþm., Bjarni Guð- björnsson, alþm., og Baldur Óskarsson, forstööumaður. Suðurlands- kjördæmi Vík Mýrdal, föstudaginn 3. nóvember kl. 21.00. Ræðumenn: Ásgeir Bjarnason, alþm., Páll Þorsteinsson, alþm. og Alfreð Þorsteinsson, blaða- maður. Selfossi, Tryggvaskála, föstudaginn 3. nóv. kl. 21.00. Frummælendur: Halldór E. Sigurðsson, fjármálaráöherra og dr. Ólafur R. Grimsson. Hvolsvelli, föstudaginn 3. nóv. kl. 21.00. Frummælenöur: Stefán Val- geirsson, alþm. og Friðgeir Björnsson, lögfr. Klúöum, föstudaginn 3. nóv. kl. 21.00. . Frummælendur: Vilhjálmur Hjálmarsson, alþm. og Jónas Jónsson, ráöherraritari. Guðmundur Birkir Þorkelsson þjóðfélagsfræðinemi Þorlákshöfn, föstudaginn 3. nóv. kl. 21.00. Frummælendur Ágúst Þorvalds son alþingismaður, Tómas Árna- s°n forstjóri og Eggert Jóhannes- son húsasmiður. Vestmannaeyjum Bæjarleikhúsinu sunnudaginn 5. nóvember kl. 15.00 Frummælendur: Eysteinn Jónsson, forseti sameinaös þings og Steingrimur Hermannsson, alþm. Vesturlands- kjördæmi Horgarnesi, föstudaginn 3. nóv. kl. 21.00. Frummælendur: Éinar Ágústs- son, utanrikisráðherra og Þor- steinn Geirsson', lögfr. Lýsuhóli, Staðarsveit Aður auglýstur fundur verður sunnudaginn 13. nóvember kl. 15.00 en ekki fðstudaginn 3. nóv. Húðardal, laugardaginn 4. nóv. kl. 14.00. Frummælendur: Björn Páls- son, alþm. og Tómas Karlsson ritstjóri. !■■■■■■ I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.