Tíminn - 04.11.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.11.1972, Blaðsíða 1
IGNIS KÆLISKAPAR RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIÐJAN SÍMI: 19294 253. tölublað — Laugardagur 4. nóv. 56. árgangur. kæli- skápar RAFTÆKJADEILD Hafnarsiræti 23 Simar 18395 & 86500 NYR AAIÐBÆR í KÓPAVOGI Fyrsta skóflustungan aö nýja miðbænum I Kópavogi tekin i gær. Timamynd: G.E. Hreppsfjóri við lög- gæzlu á plastkænu Erl—Reykjavik 1 gær hófust framkvæmdir við gcrð nýja miðbæjarins i Kópa- vogi. i þessum fyrsta áfanga er gert ráð fyrir um 14.000 gólfflat- armetrum og munu'i honum risa á þriðja hundrað ibúðir og tvö hundruð yfirbyggð bilastæði auk verzlana. Nú þegar er búið að úthluta lóð- um á svæði, sem afmarkast af Vallartröð að austan og Alfhóls vegi að norðan. Framkvæmdir eru i höndum tveggja byggingar- aðila, og er gert ráð fyrinað þess- um fyrsta áfanga Ijúki eftir þrjú ár. Þetta kom fram i samtali, sem Timinn átti við Björn Einarsson bæjarverkfræðing i til- efni dagsins. Björn sagði enn fremur, að a næstunni myndu hefjast fram- kvæmdir við annan áfanga mið- bæjarins við Digranesveg. Þegar er búið að úthluta mestu þar, en þar mun risa svipað hverfi og það, sem áður er getið. Stöðugt er unnið að teikningum á miöbæjar- byggingunum, og sagði Björn, aö mikil eftirspurn væri alltat ettir lóðum, einkum þó við þá yfir- byggðu verzlunargötu, sem á að risa þarna. Skemmdir á Skagaströnd JJ—Skagaströnd Ilér urðu þó nokkrar skemmdir íofviðrinu á dögunum, auk þeirra skemmda á linum, er áður hefur verið sagt frá. Járn fauk af hlöðu og útihúsum, bæði í kaupstaðnum og á Syðri-Ey, og einn bátur, Guðbjörg, sökk við bryggju á föstudagskvöldið. Hann náðist upp á laugardagsmorguninn, þó skemmdur nokkuð. Hassmálið fyrir sakadóm Rvíkur i fyrri daga bar stundum við, að hreppstjórar mönnuðu báta og freistuðu þess að hafa hendur i hári veiðiþjófa, sem voru með veiðarfæri sin fyrir allra augum uppi i landsteinum. Nú er slikt sjálfsagt fátitt, og þess vegna er i frásögur færandi, að hreppstjór- inn i þeim hreppi, Haganesheppi, fór að bregða þessu fyrir sig núna á dögunum. —Þetta var þriðjudag. 26. o'k'tö ber, sagði Haraldur Hermanns- son á Yzta-Mói — hreppstjórinn i Ný brú við Foss hól fyrir nýár JGK—Reykjavik. Alhvítt er nú i Bárðardal og fé við hús. Slæmt veður var þar um siðustu helgi og tepptust vegir i bili, en Bárðdælir telja sig hafa sloppið við fjárskaða. Leitum er lokið og heimtur góðar. Bændur heyjuðu vel i sumar, eiga mikil hey og allvel verkuð. Nýja brúin við Fosshól er vel á veg komin, búið er að steypa aðalgólfið, landbrýr, verða steyptar fljótlega, ef veður hamlar ekki, og starida vonir til, að verkinu verði lokið fyrir nýár. Er kærkomin samgöngubót að hinni nýju brú, þvi sú gamla var afar þröng og nánast farartálmi f snjóum og háikii". þessari sögu. Það var dragnótar- bátur hér fyrir framan, en svo hagar til, að friðað svæði er frá svonefndu Músarnesi i Olnboga utan við Hraunakrók. Þarna er oft koli á sumrin, og i hann hafa þeir verið að sælast. Það var hringt til min úr Haga- nesvik, og þá var báturinn svo nærri landi, að hann sást ekki héðan að heiman. Ég brá við og kvaddi til tvo menn, Alfreð Jóns son á Reykjarhólí og Jónasv Svavarsson, tengdason hans. Báturinn, sem við mönnuðum, var raunar plastkæna, en þeir á dragnótarbátnum lögðu samt á flótta, þegar við vorum hálfnaðir til þeirr'a, og stefndu til hafs með allt aftan i sér. Við gátum ekki róið þá uppi, en við sáum bæði nafn og númer. Að sjóferðinni lokinni tjáði ég sýslu- manninum á Sauðárkróki mála- vexti og óskaði rannsóknar. -JH. Stp—Reykjavik 1 gær bárust Sakadómi Reykja- vikur gögn i hassmálinu marg- umtalaða, er upp kom siðastliðið vor. Að sögn Þórðar Björnssonar yfirsakadómara er hér um aö ræða sameiginlega ákæru á hendur (i mönnum i einu og sama máli, en auk þess ákæru á hendur einum manni sérstaklega. Þá kom einnig i gær sátta- heimild fyrir 30 menn samtals. Það er sem sagt ljóst, að dómur hlýtur að ganga i máli 7 manna, og málum 30 manna má ljúka með dómsátt, hverju fyrir sig. Yfirsakadómari sagði, að reynl yrðiaðhraða málinueins og unnt væri. Ekki kvaðst hann þó geta sagt um, hvenær málið yrði tekið fyrir. þvi að hann ætti eftir að af henda það dómara, sem siðan réði hraða málsins. Eins og menn muna eflaust var hið svokállaöa hassmál i vor mjög viðamikið og alvarlegt, a.m.k. miðað við það sem þekkzt hefur hér á landi. Voru þvi gerö ýtarleg skil eftir atvikum i fjöl- miðlum, er það kom upp, en minna má á, að um var að ræða hátt á f jórða kiló af hassi og 200 LSD-pillur, sem smyglað hafði verið til landsins. Einbúi í heilli sveit í fimm ár samfleytt — og sýnir ekki á sér neitt fararsnið i l'iinin ár samfleytt hefur fimmtugur maður búið aleinn i heilli sveit, sem i eina tið var raunar heilt prestakall, svo að það sé ekki á oddi haft, er sjálfsagt var: Heill hreppur. i nokkur ár var hann eini hreppsbúinn, og við það sat þar til nú ekki fyrir löngu, að sveitin var með lögum sam- einuð öðru hreppsfélagi. Þessi bóndi, sem sjálfsagt er nú afskekktastur allra manna, er búskap stunda á landinu, er Kristinn Halldórs- son á Sævarenda i Loð- mundarfirði. Hann á yfir fjöll að sækja, ærið langa leið, til næstu byggðarlaga, og hjá honum hafa engir dvalizt þessi fimm ár, nema ihlaupafólk stöku sinnum stuttan tima á sumrin. Einn vetur voru þó Borgfirðingar með fé á öðrum bæ i Loðmundarfirði, sökum heyleysis af völdum kals heima fyrir, en i Loðmundar- firði, þar sem byggð var niður fallin, mátti heita, að hvergi vottaði fyrir kali. Kristinn Halldórsson kom i Loðmundarfjörð frá Seyðis- f'irði nokkrum misserum áður en aðrir fluttu þaðan brott. Hann kunni vel við sig og vildi hvergi fara, þótt aðrir hnigju að þvi ráði. Hann býr i allgóðu húsi hefur sima a vélar til heyskapar og hefur á annað hundrað fjár á fóðrum, af- burðafallegt en engan búfénað annan. Daglegir förunautár hans eru vænn hundur og. skynsamur köttur. Klöngrast má á jeppum og trukkum langa fjallaleið úr Borgarfirði til Loðmundarfjarðar, og þá leið fær Kristinn fóðurbæti og þungavöru, sem þolir geymslu, en oliu með báti, sem lagzt getur að klöpp i blækyrru- veðri, svo að dæla má úr honum i geymi. Auk þess fær hann brýnar nauð- synjar, sem hann vanhagar um, með trillubátum frá Seyðisfirði. En þá verður að sæta færi, þegar gott er i sjó og veður einsýnt.og kostar hver bátsférð á að gizka tvö þúsund krónur. Eitthvað nálægt niu kiló- metrar er til byggðra bóla á hvorn veginn, sem farið er. Til Seyðisf jarðar liggur leiðin um Hjálmardalsheiði, sem er meira en sjö hundruð metrar á hæð, en á leiðinni til Húsa- vikur, þar sem er næsti bónda- bær, er eitthvað fjögur hundruð metra hár háls. Þetta eru þvi allstrernbnar bæjar- leiðir gangandi manni. Jeppa slóðin til Borgarfjarðar er miklu lengri. Þvi má bæta hér við, að Loð- Kristinn Halldórsson i bæjar- dyrum á Sævarenda. Ljósmynd Elin Pálmadóttir. mundarfjörður er gröðursæl sveit með miklu fjölgresi. Þar gengur f jöldi fjár á sumrin, og til réttar kom um tvö þúsund f jár i haust, og var þó margt af fé, sem þar gekk i sumar, horfið á heimaslóðir um réttaleytið. -JH.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.