Tíminn - 04.11.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.11.1972, Blaðsíða 5
Laugardagur 4. nóvember 1972 TÍMINN 5 9 þús. tunnur grásleppuhrogna — en þrifnaði ábótavant Rúmar 9000 tunnur af grá- sleppuhrognum hafa verið fluttar út á þessu ári Er það um 2000 tunnum færra en árið 1971, en á þvi ári voru fluttar úr 11.244 tunnur. Ástæðan til minni framleiðslu og útflutnings nú en i fyrra er fyrst og fremst sú, að Vestur- Þjóðverjar, er keypt hafa um og yfir 50% af heildarútflutningi héðan árlega, héldu að sér höndum og keyptu engin hrogn, fyrr en komið var undir lok veiði- timabilsins. Vitað var i upphafi veiðanna, að V-Þjóðverjar væru mjög tregir til hrognakaupa héðan i ár, vegna verðhækkunar, er nam 15.00 dollurum á tunnu, og eins af þvi, að óvenju miklar birgðir voru i þarlendum verk- smiðjum frá fyrra ári. Þetta varð m.a. til þess, að margir lögðu ekki út i hrognkelsaútgerð. Árið 1971 reyndust 306 salt- endur hafa framleitt grásleppu- hrogn, en i ár voru þeir 244. 1 fréttabréfi Fiskmats rfkisins segir, að fiskmatið hafi byrjað eftirlit með framleiðslu og út- flutningi á grásleppuhrognum á s.l. ári. Þá voru allar söltunar- stöðvar skoðaðar af starfs- mönnum fiskmatsins og fyrir- mæli gefin um lagfæringar á hús- næði,áhöldum og umhverfi. Mikil breyting hefur nú orðið til hins betra i sambandi við hreinlæti og búnað við verkun. Þurfti aðeins að neita þrem framleiðendum um leyfi til söltunar á þessu ári. Það telst vist góð útkoma, þar sem fyrirmæli voru gefin um lag- færingar til 290 aðila á s.l. ári. Við útflutningsmat og gerla- rannsóknir á árinu hafa verið dæmdar frá vegna meintra skemmda 50 tunnur. Helztu ástæður þessara skemmda eru skortur á hreinlæti, ýmist um borð i bátunum eða i landi, handahófsleg söltun,og ekki hefur verið skafið ofan af hrognaspegl- inum i þeim tilfellum, þegar orðið hefur að margsalta i tunnurnar til þess að fá þær fullar. — Þá eru dæmi um illa meðferð á hrogn- unum meðan þau biða afskip- unar. Dæmi eru um, að tunnurnar hafi ekki verið látnar liggja á stöfum, heldur látnar standa upp á endann og hrognin pækluð i gegnum sponsgatið á efra botni. Ennfremur segir i frétta- bréfinu, að fram til þessa hafi er- lendir framleiðendur hafnað 43 tunnum vegna meintra skemmda af framleiðslu ársins 1972. Þar af voru 38 tunnur frá tveim fram- leiðendum, sem allar voru fluttar út með sama skipinu. Talið er,að hrognin hafi ekki þolað langa geymslu i ókældu húsnæði, og svo bættist það við, að þau voru flutt út með skipi, sem var ekki með kæliútbúnað. Einnig hafði ekki verið sett rotvarnarefni i þessar tunnur. Á þessu ári hefur mest verið flutt út af grásleppuhrognum af Faxaflóasvæðinu, eða 1900 tunnur, þar voru framleiðendur 37. Afkastamestu framleiðendur- nir eru við Skjálfandaflóa, af svæðinu kringum Skjálfandaflóa voru fluttar út 1122 tunnur,og þar eru framleiðendur aðeins átta. — Mesti útflutningur grásleppu- hrogna er af Norðurlandi eystra, þaðan voru fluttar út 3621 tunna á árinu, eða 38.6% aflans. Frímerkjasýning í tilefni 100 ára afmælis íslenzkra frímerkja Á næsta ári verða 100 ár liðin frá þvi, að fyrstu islenzku fri- merkin, hin svonefndu skildinga- merki, voru gefin út. Póst- og simamálastjórnin hefur ákveðið að minnast þessara merku timamóta með ýmsum hætti, svo sem með útgáfu fri- merkja, útgáfu bókar um sögu islenzkra frimerkja, er Jón Aðal- steinn Jónsson cand. mag. hefur tekið saman,og að auki verður haldin mikil frimerkjasýning. Frimerkjasýningin verður hin stærsta, sem haldin hefur verið á islenzkum frimerkjum, og er gert* ráð fyrir, að sýnt verði i 300 römmum, Akveðið er, að sýn ingin verði haldin i nýja mynd- listarhúsinu á Miklatúni, og verður hún opnuð föstudaginn 31. ágúst 1973 og stendur i 10 daga. Sýningarefnið verður fyrst og fremst islenzk frimerki og verða auk innlendra safna, söfn þekktra frimerkjasafnara á Norðurlöndum til sýnis. Meðal annars verður Hans Hals- safnið sýnt, en það er i eigu Póst- og simamálastjórnarinnar. Auk þess munu póststjórnir Norður- landa sýna valin söfn frimerkja Undirbúningur að sýningunni er þegar hafinn, og sérstök sýn- ingarnefnd hefur verið skipuð, en i henni eru: Jón Skúlason, póst- og simamálastjóri. Finnur Kol- beinsson, lyfjafræðingur, Gisli Sigurbjörnsson, forstjóri, Halldór Sigurðsson, fulltrúi, Jónas Hall- grimsson, forstöðumaður, Rafn Júliusson, póstmálafulltrúi. Sigurður H. Þorsteinsson, kennari. Framkvæmdastjóri sýn- ingarinnar verður Guðlaugur Sæmundsson fulltrúi. Póstog simamálastjórnin hefur ákveðið nokkrar frimerkjaút- gáfur á 100 ára afmæli islenzka frimerkisins. Þau frimerki, sem ákveðið er að gefa út, eru þessi: frimerki i tilefni af þvi, að öld er liðin frá þvi, að fyrsta islenzka frimerkið var gefið út. Evrópu- frimerki, frimerki til minningar um Ásgeir Ásgeirsson, áður for- seta íslands, Norðurlandafri- merki, frimerki i tilefni af fri- merkjasýningu þeirri, sem fyrir- hugað er að halda á næsta ári og frimerki i tilefni aldarafmælis Al- þjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Jónas Guðmundsson, stýriniaður,eys af gnægtabrunni andans yfiraðdáendur sína i Iðnaðannannafél agssalnum i Keflavik, þar sem hann sýnir á sjötta tug oiiumynda. Sjómannslist á Suðurnesjum Þótt Jónas Guðmundsson stundi jöfnum höndum verzlunar störf, málaralist og ritstörf titlar hann sig stýrimann og er vel að þeim sómatitli kominn, þvi hann hefur stundað sjómennsku frá blautu barnsbeini, fyrst á fiski- bátum og togurum og siðar sem stýrimaður hjá Landhelgisgæzl- unniog á kaupskipum. Annars er Jónas orðinn það þekktur maður af margbrotnum verðleikum sin- um, að hann þarf ekki að kynna. Hann hefur ritað sjö bækur, reyndar átta, þvi innan tiðar er von á nýrri bók frá honum, sem ber heitið Grænlandsfarið, þar sem hann segir frá siglingum sin- um til 'Grænlands og kynnum af þarlendum. Eins og að likum lætur hjá jafn- mikilvirkum manni og Jónasi, er skammt stórra högga á milli. Fyrir nokkrum vikum hélt hann málverkasýningu i Reykjavik og seldi mikið. Nú er hann búinn að opna sýningu i Iðnaðarmanna félagshúsinu i Keflavik, sem opin verður fram á sunnudagskvöld. Suðurnesjamenn virðast vel kunna að meta list Jónasar, þvi á fyrstu klukkustundunum, sem sýningin var opin(festi sem svar- ar annar hvor sýningargestur mynd kaup á mynd, enda ekki undarlegt þvi efnivið sinn sækir listamaðurinn á þær slóðir, sem Keflvikingum eru kunnastar, á sjóinn. Skip og bátar eru stýri- manninum svo hugleiknir, að þótt hann sé, i bili að minnsta kosti, seztur að i landi fer ekki á milli mála, að sjór og sjómennska standa hug hans nærri, og hið sama kemur fram i bókum hans. En stýrimaðurinn er ekki við eina fjöl felldur i málaralist sinni fremur en öðrum greinum, lands- lag, þorp, jöklar og hamrar eiga lika sinn sess i myndum hans á sýningunni i Keflavik. Iðnnemasamband Góður afli Grímseyjarbáta JGK—Reykjavik I sumar hefur verið unnið við hafnargerð i Grimsey.og er verið að byggja hafnargarð i stað þess, sem hvarf i djúpið um árið. Nú standa yfir grjótflutningar til Grimseyjar frá frá Akureyri.en heppilegt grjót i garðinn finnst ekki i eynni. Róðrar liggja nú niðri vegna ógæfta, en afli i sumar var mjög góður og eru horfur á,að árið i ár verði metár, hvað afla snertir. Þegar eru komin á land hundrað tonnum meira en á öllu árinu i fyrra,en þá var meðalár. Fiskur- inn var saltaður og hefur þegar verið fluttur út, aðallega til Grikklands og italiu. AAisskilningur Þau mistök urðu i blaðinu i gær, þar sem sagt var frá uppljóstrun um smygl á Keflavikurflugvelli, að sagt var, að tvær yfirflug- freyjur hjá öðru flugfélaganna væru viðriðnar málið. Þetta er ekki rétt, heldur voru það umsjónarflugfreyjur félagsins, en svo eru þær flugfreyjur nefndar, sem stjórna þjónustu við farþega i hverri ferð. Eru við- komandi yfirflugfreyjur beðnar velvirðingar á þessum mistökum, sem stafa af miskilningi á starfs- heitum kvenna i þessari stétt. Þritugasta þingi Iðnnemasam- bands Islands lauk á sunnudag. A þessu þritugasta þingi iðnnema voru mættir 80 fulltrúar hvaðan- æfa af landinu. Á þinginu voru m.a. tekin fyrir kjaramál, félagsmál, iðnfræðsla og þjóðmál. Iðnfræðslumálin voru veigamesta mál þingsins,og staðfesti það álit milliþinga- nefndar I.N.S.Í. um iðnfræðslu. t nefndarálitinu er lögð til einföld- un á framkvæmdahlið gildandi laga um iðnfræðslu. 1 nefndarálit- inu er lögð áherzla á,að lögin verði tviræðari til að þau nái þeim tilgangi, sem þeím i upphafi var ætlað. M.a. er lagt til, að framkvæmdavald iðnfræðslu- mála verði fært inn i mennta- málaráðuneytið og iðnfræðsluráð i sinni núverandi mynd lagt niður, einnig er lagt til,að iðnskólar verði rikisreknir. Þá lagði þingið áherzlu á að, meðan framkvæmdavald Iðn- fræðsluráðs hefur ekki verið fært inn í ráðuneytið,sé nauðsynlegt að tryggja ráðinu fjárhagslegan rekstrargrundvöll, og að rikis- valdið leggi fram stóraukið fé til uppbyggingar iðnfræðslu i land- inu, sérstaklega þar sem fyrirsjá- anlegt er, að á næstu árum verður íslands öll iðnfræðsla færð inn i verk- námsskóla. Á þinginu kom mjög sterklega fram stuðningur við tillögur nefndarinnar um framtiðarskipu- lag iðnfræðslu, en það er gert ráð fyrir;að iðnnám i skóla taki 2 til 3 ár og siðan taki við eins árs starfsreynsla úti i atvinnulifinu fyrir sveinspróf, og að þegar verði farið að undirbúa þessa þró- un með byggingu á skólahúsnæði, heimavistum og mötuneytum, sem hægt væri að starfrækja með öðrum framhaldsskólum. Formaður Iðnnemasambands íslands var kosinn að þessu sinni Rúnar Bachmann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.