Tíminn - 04.11.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.11.1972, Blaðsíða 6
6 vmwm TÍMINN SH!I T'irim'jvn.i Heimsþing Holland er undariegt og áhuga- vert land, litið land en sagnfrægt. Einu sinni var það eitt auðugasta land Evrópu, rómað um allan heim fyrir auðæfi og fagrar listir. • — Nú er það eitt þéttbýlasta land i viðri veröld. Sagt er, aö landrými sé svo litið miðað við fólksfjölda að aukning byggðar verði ein- göngu inn i himininn, það er upp i loftið með hærri hósum. Engin borg er eins táknræn fyrir Holland, sögu þess menn- ingu og svip og Amsterdam, höfuðborg Niðurlanda, sögufræg borg, full fornminja, þar sem nýtt og gamalt er hvarvetna svo samanslungið i listum, siöum, byggingum og strætum, að vart verður lengra komizt. Breiðstræti með farkostum af fegurstu gerð, þjótandi með ofsahraða skiptast þar á við öngstræti svo gömul og þröng, að helzt þyrfti hundakerru eða barnavagn til að vera viss um að sleppa i gegn. Á strætunum og meira að segja i stórum samkomuhúsum og danssölum i Amsterdam er hægt að mæta finustu frúm i brakandi silki og loðpelsum eftir nýjustu Parisartizku við hliðina á skeggj- uðum karlmönnum, sem klæðast reyndar dragsiðum maxikjól og eru með blóm i hárinu og á háhæl- uðum skóm. Annað er eftir þessu af fjarstæðum. Amsterdam er gömul borg og virðuleg, en þar virðist þó rikja algjört frelsi, ekki sizt i sambúð kynjanna, og um leið er hún alþjóðleg borg, með fólk af öllum kynþáttum, litum, siðum og tung- um og virðist þar enginn á annan halla og allt er leyfilegt. Og með eitt er hún þó kannski sérstæðust, hún vill vera miðdepill heimsins, þar sem hægt er að eiga stefnu- mót við hvern sem er og halda öll möguleg mót og þing fyrir fólk úr öllum áttum. Og þvi hefur þar verið komið upp heppilegri þing- höllum og mótsvæðum en miklu stærri lönd og mannfleiri borgir geta státað af. En þar ber hin stórkostlega heimsmótamiðstöð Evropaplein af öilum öðrum. Hún er raunar reist i alveg nýju hverfi i þessari fornu borg, en samt svo nærri gömlu miðborginni að undrun sætir. Annars er það hið fræga Singel- svæði, meö öllum sinum söfnum, búöum, vöruhúsum og kirkjum frá 16., 17. og 18. öld ásamt „kanalnum”, sem er skipaskurður, sem dregur að sér athygli flestra virðulegra og hugsandi gesta. En hér er ekki timi til að lýsa þvi nánar. Amsterdam verður að sjá augliti til auglitis, finna hjart- slátt hennar við eigin barm, annars fara allar lýsingar fyrir ofan garð og neðan. Það var raunar eitt heimsþing i Evrópaplein, sem hér átti að vekja athygli á Eitt þing af þeim tugum eöa hundruðum móta og funda, sem þessi fruðulega borg býður heiminum árlega. Þarna i Evrópapelin — sem gæti kannski þýtt Evrópuvellir eða Iðavellir á islenzku, eru húsa- kynni satt að segja furðuleg að stærð, en ekki þó siður að allri gerð og fyrirkomulagi, sem nú er vist farið að nefna hönnun. Þar eru ekki einungis stórir salir og þó einri stærstur til fundarhalda, heldur einnig margir minni salir fyrir alls konar sérdeildir og mál- efnaflokka og nefndir, sem nú tiðkast mjög að skipta i, stórum hópum heimsþinga og stórmóta. Þannig er talið að málefnin skýrist glöggar og betur komi fram skoðanir þeirra, sem hafa sérþekkingu á einstökum atriðum og ekki sizt, að þannig geti fleiri látið ljós sitt skina — komizt að með sina skoðun. Samt eru yfirleitt allar meiri háttar ræður og yfirlitserindi flutt i stóra eða stærsta salnum. En i þessari byggingu, sem nefna mætti nýjasta nýtt i sam- fundatækni og þingaðstöðu, eru margar fleiri vistarverur t.d. sýningarsalir og gangar, eldhús og söluborð, að ógleymdum borð- sal fyrir þúsund eða þúsundir borðgesta. I nánd við þessa byggingu Iða- valla eða Evrópaplein er einn hinn fegursti og fjölskrúðugasti blóma- og skemmtigöngugarður veraldar— Floriade, sem sannar i leiftursýn þeim, sem ekki vissi það áður, að Holland býr yfir sér- stakri og sennilega einstæðri blómræktarmenningu og hjart- grónum smekk fyrir litum og dýrð gróandi lifs . Og einmitt á þessum stað var i byrjun september á þessu ári þing eða námskeið um áfengisböl og eiturefna neyzlu, sem aldrei hel'ur þjakað mannkynið á hrylli- legri hátt en einmitt nú. Og þetta þing gafst undirrituðum kostur á að sækja. Það var hið þritugasta i röð um slik málefni, siðan heims þing hófust um þau árið 1885 og vafalaust eitt hið stærsta. Þarna voru samankomnir að minnsta kosti þúsund þátttakendur frá 63 löndum og öllum heimsálfum. Sérstaka athygli vakti, hve margir komu frá Ameriku. En þaðan hefur ekki verið um átök að ræða gegn áfengisneyzlu. Þykir þessi aukna athygli bera vott um, að nú telji Bandarikjamenn áfengis- og eiturneyzlu það böl, sem versta og erfiðasta vanda þessarar auðugu og voldugu þjóð- ar. Var á sumum að heyra, að það væri enn meiri voði en Vietnam- strið og verstu styrjaldir — og er þá mikið sagt. Aðalfulltrúi Ameriku á þessu þingi var öld- ungadeildarþingmaður frá Iowa, Harold Hughes. Hann kom einnig færandi hendi, og var umsvifa- laust valinn forseti Heimsráðsins i áfengisvarnamálum. En i það ráð valdi þetta þing á sérstökum fundi. Og verður siðar i þessum þætti gerð skýrari grein fyrir þessum nýja forseta. Itáð það eða heimssamtök, sem hafa forstöðu og undirbúning þessara heimsmóta, sem einn þátt starfsemi sinnar nefnast International Council of Alcohol and Additions — Heimssamband gegn áfengi og eiturefnum — skammstafað ICAA og hefur nú starfað i hart nær öld, eða siðan 1880. En þarna var á ýmsum að heyra að ekki hefði alltaf verið vel á verði staðið, en nú færi vakningarkraftur um veröld alla, er.da væru nú annað hvort að gera að duga eða drcpast fyrir slik samtök. Fjármagn til samtakanna og þessarar starfsemi yfirleitt hefur verið svo furðulega litið, að þar höfum við tslendingar lagt fram meira en margar, að ekki sé sagt, flestar margmilljónaþjóðir heims. Sendi islenzka Afengis- varnaráðið 1000 þýzk mörk siðast liðið ár. Og þar vorum við, sem erum þó aðeins 200 þús. jafnvel hærri en aðrar þjóðir Norður- landa. En þetta stendur nú til bóta. Kom þarna fram harkaleg gagn- rýni og háværar áskoranir um meiri áhuga og fórnarlund hinna stærri þjóða. Og þar gaf U.S.A. sitt góða fordæmi og færði sam- tökunum nærri 75þús. þýzk mörk, eöa tvöfalda þá upphæð, sem heimsvelta „ráðsins” nam siðastliðið ár. Að sjálfsögðu var engin leið að taka þátt i öllu þessu mikla þingi. Þar voru fluttar 250 ræður, erindi og fyrirlestrar um hin fjölbreyttu vandamál þjóðanna i baráttunni, styrjöldinni við Bakkus og hans þjóna. Flest var þetta hávisinda- legt. Nú trúir enginn neinu nema visindalegum rannsóknum, at- hugunum, tölvum og skýrslum, sem allt er endurskoðað og út- reiknað af sérfræðingum. Raunar var bót i máli að meginefni og aðalþættir var vél- ritað og varð af þvi heil biblia heim að flytja. En mikinn tima þarf til úrvinnslu þess alls, ef til kæmi. En þarna komu fram i tali hinar fjarlægustu skoðanir, allt frá þvi að láta alkoholista og eiturlyfjaneytendur gjörsamlega afskiptalausa, þar yrði hvort eð er engu bjargað, þeir mundu aldrei kunna við sig i hópi algáðra fremur en kölski i himnariki, allt væri unnið fyrir gýg. Ilins vegar töldu aðrir, að rétt væri að verja meira fjármagni, viti og kröftum til varnar gegn þessum voða en varið væri til her- mála, geimferða og sjúkdóms- tjih'i eíL'LÍL* Laugardagur 4. nóvember 1972 bindindismanna rannsókna samanlagt. Þessi þrenning: áfengi, tóbak og eitur- efni væru hvort eð er undirrót flestra mannlegra meina, einkum i velferðarrikjum heims. Heimsþing þetta var haldið undir yfirskriftinni: Man and his Mind-Changers-, sem mætti kannske þýða á islenzku: ,,Mað- urinn og sálbreytingaefnin”. Aðalumræðurnar voru fluttar árdegis. Siðan skipt i um 10 umræðudeildir siðdegis og að minnsta kosti 5 fyrirlestrar i hverri deild i fimm daga. Mikið bar þar á þreytu og allt að þvi uppgjöf. Þarna var of mikið á borö borið. Canadamenn hafa liklega stað- ið sig bezt. Tveir þeirra E. Pop- ham og Harold Kalant fengu verðlaun, svonefnd Jellinck verð- laun, sem þykja mikill heiður á svona stað. Sá fyrrnefndi benti á, að bezta vörn gegn áfengisböli væri að hafa það nógu dýrt. Hinn benti á skaðsemi þessara drykkja og efna fyrir lifur, hjarta og lieila. Maður hafði nú eitthvað heyrt um þetta áður. En hitt er annað, hvort nokkuð tillit er tekið til staðreynda i framkvæmd. Browning-verðlaunin, sem þykja vist dýrmætust fékk doktor frá Washington, Nathan Eddy að nafni, lyfjafræðingur að mennt og starfsmaður i hungurvörnum Sameinuðu þjóðanna. En um af- rek hans er mér ekki kunnugt, en ævilangt hafði hann unnið að þessum vörnum. Suma dagana vannst þó timi til að fara i veizlur og ferðalög. En til þess þurfti að greiða mótsgjald að upphæð 65 dollara. En þvi hafði islenzkur fulltrúi ekki gert ráð fyrir og fór þvi á mis við þann fagnað. Og einu er óhætt að bæta við: Amst- erdam er dýr borg. Þar kostaði hótelherbergi 50 þýzk mörk yfir nóttina eða sem næst 1300 isl• krónum. Næstsiðasta dag heimsþingsins var ráðsfundur ICAA. Þar var mikið um þakkir. En flestar þeirra fékk hinn virðulegi öld- ungur og ,,ráðs” fulltrúi Svia, fyrrverandi „landshöfðingi” þar og forseti ICAA hin siðustu ár. Hann var nú gerður að heiðurs- forseta, þar eð hann gaf ekki kost á sér lengur til starfa fyrir aldurs sakir, og leystur frá störfum með dýrmætri gjöf, sem virtist vera klukka, hinn mesti kjörgripur. En eins og áður er að vikið hér var nú valinn til forseta ICAA fulltrúi Bandarikjanna á þessum fundi, Harold E. Hughes, þing- maður, hinn gjörvulegasti höfð- ingi að sjá, breiður um brjóst og herðar, bjarturog einarður á svip og virðulegur i framkomu og fasi. Það er Ruben Wagnson einnig. En ekki varð þó sjónarsviptir þarna uppi á pallinum, þegar þessi fimmtugi foringi tók við fundarstjórn. Vissulega er það sterkur þáttur til að móta hið margumrædda almenningsálit gagnvart mikils- verðum málefnum, að þar fari menn fyrir, sem múgurinn litur upp til. Heyrðust menn óska að þessi nýkjörni forseti áfengisvarna i heiminum, mætti sem fyrst eign- ast aðra æðri forsetatign, verða nefnilega forseti Bandarikjanna og feta þar i fótspor Abrahams Lincolns hins ógleymanlega mál- svara bindindis og frelsis. Sú ósk virðist ekki eins mikil fjarstæða og virzt gæti i fyrstu. þegar litið er yfir fortiðarferil Harold Hughes. Hann er eins og áður er sagt þingmaður fylkisins Iowa. En þar hefur hann verið kosinn landstjóri þrisvar eða þrjú timabil. En slikt er mjög sjald- gæft og sannar mjög stöðugar vinsældir. Á þingi Bandarikjanna i Was- hington er hann starfandi i mörgum hinum ábyrgðarmestu nefndum t.d. atvinnu- og vel- ferðarnefnd. Ekki má þá heldur gleyma að siðustu þrjú árin hefur hann starfað i Áfengisráði Bandarikjanna, sem vinnur að vörnum gegn áfengi og eitur- lyfjum. Hann er þvi ekki ókunnugur þessum vandamálum, þótt segja megi, að slikar varnar og rann- sóknir, sem einmitt hann hefur unnið að og stofnað til séu alveg ný málefni á þessum vettvangi i U.S.A. Þar er nú markvisst unnið bæði að fyrirbyggjandi vörnum og hins vegar endurhæfingu og lækn- ingum á fórnardýrum fiknilyfja og áfengis. Var um þetta samin ný löggjöf i báðum deildum Oldungadeildar Bandarikjaþings árið 1970. Svo glöggt má sjá, að hér þykir mikils með þurfa. Hann og fylgismenn hans leggja þó aðaláherzlu á, að þessi mál séu tekin heilsufræðilega fremuren sem lögfræðileg glæpa- málefni. En þar er oft mjótt á milli. Harold Hughes var þekktur um öll Bandaríkin áður en hann komst á þingið i Was- hington. Hann hefur lengi verið forseti á landstjóraþingum, val- inn til þess vanda og heiðurs af demokrötum meðal landstjór- anna, auk þess sem honum hafa þar verið falin hin vandasömustu verkefni til úrlausnar. Árið 1968 var hann þvi hátt á lista demokrata til forsetakjörs og nýtur þar bæði álits, virðingar og vinsælda. En hann er ekki að eðlisfari metorðagjarn. A landstjórnarárum Harold Hughes i Iowa hafa orð'ið þar mjög mikilsverðar breytingar til bóta félagslega og i löggjöf. Ðauðarefsing hefur þar verið afnumin. Skólaréttindi látin ná jafnt til allra, án tillits til litar- háttar eða þjóðfélagsaðstöðu. Tæknimenntun stóraukin og námsstyrkir hækkaðir, einkum til iðnnema. Aðstoð til lækninga, endurhæfingar og atvinnu fyrir andlega fatlað fólk, er að sögn al- veg orðin til fyrirmyndar i Iowa, eftir að Harold Hughes gjörðist þar landstjóri. Svipað má segja um kjara- bætur fyrir aldraða og umsjón með umkomulausum börnum i þessu riki Hughes. En sérstaklega skal hér bent á, hvernig hann hefur mótað - afengislöggjöf þessa rikis bæði til sóknar og varnar i þessum mikla vanda. En það hefur svo aftur aukið efnalega velmegun og hag- sæld ibúanna á öllum sviðum. Harold Hughes ann heimalandi sinu öllu öðru meira. Hann þekkir vel hérað sitt og fólkið þar, upp- alinn i smáborg, mikill unnandi iþrótta og ósnortinnar náttúru- fegurðar. Hann er i senn bóndi og kaupsýslumaður að ætt, hefð og uppruna og þeirra beztu dyggðir i blóð runnar, tryggð, skapfesta og drenglund að dómi allra, sem bezt þekkja hann. Utanlands hefur hann ekki dvalið nema i siðari heimsstyr- jöld i Norður-Afriku, Sikiley, og ttaliu. Harold Hughes fæddist á stór- um búgarði i nánd borgarinnar Ida Grove 10 . febrúar. 1922, og gekk þar i skóla. Hann var iþróttahetja skólans i æsku, eink- um i knattspyrnu. Hann tilheyrir Metodistakirkj- unni og er mjög trúrækinn. Hann er margfaldur doktor og heiðurs- doktor við marga skóla. Konan hans heitir Eva Mercer, Þau gift- ust 1941 og eiga þrjár uppkomnar dætur. Það er mikilsvert að kynna vel þennan forystumann i áfengis- vörnum veraldarinnar. Óskandi að sem flestir hrifust af honum, hugsjónum hans, störf- um, dug hans og dáð og glæsi- mennsku. Almenningsálitið er sterkasta vopnið a mörgum sviðum. Það væri vel, ef það gæti snúizt á sveif með þeim, sem vilja og vita bezt i voða áfengis og eiturneyzlu. Þetta miklaheimsþing i Hollandi var sannarlega gleðilegt tákn þess, að enn er unnið vel og óskað góðs á þessu sviði. Vissulega má vona, að þvi hafi tekizt vel að fræða og velja. Fulltrúarnir frá 63 löndum þurfa að bera áhrif þess og fræðslu með sér heim og vinna heilshugar á sama veg, þegar komið er að störfum heima fyrir. Aldrei má sofna sinnulaus. Val foringjans á þessu þingi gefur miklar vonir. Hann verkar sem heilhuga, þróttmikill og áhugasamur. En samt þýðir ekki að byrgja augun fyrir þeim sannleika: ,,Að illu heilli fer að orustu sá, er ræður heimskum her”. Séu liðsmenn ekki lika vaskir og batnandi, vaxandi og vakandi , þá duga hvorki dýrðlegar hallir og blikandi blómagarðar á Iða- völlum Amsterdam né fork- unnarglæstir forsetar úr Was- hington til að bjarga heill heimsins. Ég vil ljúka þessum orðum, meö þökkum til Afengisvarnar- iráðs íslands, sem valdi mig að fulltrúa á þetta heimsmót og gerði mér kleift að komast þangað. Reykjavik, 14.10.1972 Árelius Nielsson. A inyndinni til vinstri sér yfir ráðstefnusalinn, en á þeirri til hægri fyrrverandi og núverandi forseti samtakanna. Wagnsson t.v. og Harold E. lltiges.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.