Tíminn - 04.11.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.11.1972, Blaðsíða 7
Laugardagur 4. nóvember 1972 TÍMINN 7 Verðugir samherjar Nú licfur heldur bctur hækkað hagur Strympu og er Spegillinn ekki litiö upp meö sér i dag. liann er gerður að umtalsefni i Staksteinum Moggans undir fyrirsögninni „Léleg blaða- mennska”, og er að vonum und- anskilin þeim hugmyndum, sem Staksteinar teija falla undir lé- lega blaðamennsku, þvi þar segir: Það eina, sem enn er óhult fyrir snati pólitikusanna er Spegill Timans, — slúður- fregnir af frægu fólki erlendu. Ilér gætir að visu ofurlitillar missagnar, en það fyrirgefst, þvi Spegillinn flytur einnig inn- lendar slúðurfregnir, rétt eins og Staksteinar Moggans. Spegill Timans og Staksteinar Moggans eiga flcira sameigin- legt, Lesendur blaöanna geta gengið að þvi visu, að slúörið i báðum dálkunum er dagvisst, hvort i sinu blaði á hverju sem annars gengur. Spegillinn hefur, eins og Staksteinar, ástundað vandaða blaða- mennsku „óhulta fyrir snati pólitikusanna”, og mun leitast við að halda áfrain á sömu hraut. Heitir Spegillinn á £tak- steina að snúa nú bökum saman og verjast ágangi pólitíkusa og framapotara og berjast fyrir frjálsri hugsun og skoðana- myndun og halda i hciðri þeirri blaðamennskuhugsjón, að birta aldrei nema það, sem sannast reynist, og vera öruggt vigi slúðurfregna af erlendum og innlendum vettvangi. Látum nú ekki deigan siga, áfram með slúðrið. Litli og stóri Clint Eastwood er að leika i kúrekamyndinni Joe Kidd, sem á að verða ein af þeim beztu. En myndin er tekin af honum á milli atriða i mynda- tökunni og þá brá hann sér á bak smáhestinum þeim arna, sem alls ekki er með i kvikmyndinni, enda myndi slikt hross eyði- leggja hvaða heiðarlega kú- rekamynd sem er. Sómakær eiginmaður Paul Newmann og Joanne Woodward hafa verið lengur i hjónabandi, en nokkui' önnur fræg hjón i Hollywood New- mann er mjög dáður af kven- fólki og þykir tiðindum sæta, að hann skuli ekki hafa nokkru sinni verið bendlaður við annan kvenmann en konu sina siðan þau giftust. Ósvifinn blaðamaður spurði Newmann að þvi hvort hann ætti ekki einhver viðhöld en tækist að halda ástarævintýrum sinum leyndum. Newmann er laus höndin þegar þvi er að skipta og hefur gefið manni á hann fyrir minni sakir en svo nærgöngullar spurningar, en leikarinn var hinn rólegasti og svaraði að bragði: —bvi skyldi ég vera að éta hamborgara úti i bæ, þegar ég fæ steik heima? Morð Trotskys i kvik- mynd. Kiehard Kurton leikur Trotsky i nýrri kvikmynd, sem fjallar um siðustu æviár hins landflótta byltingarmanns. Alain Delon leikur morðingj- ann. Að sögn er farið nákvæm- lega eftir heimildum, en Trotsky var myrtur með isöxi i húsi sinu i Mexikó. Launmorð- inginn læddist inn i húsið og réðst að gamla manninum, sem snérist til varnar og urðu mik- il átök áður en útsendaranum lókst að greiða banahöggið. Lögreglan i Mexikó náði mann- inum og var hann i fangelsi i fjölmörg ár þar til honum var sleppt lausum ekki alls fyrir löngu, og er ekki vitað hvað af honum varð eftir það. En það eru fleiri en Burton og Delon, sem taka þátt i bardag- anum. Gerð var brúða, sem likt- ist Kurton i hlutverki Trotskys og var „banahöggið” greitt brúðunni', og lifir Richard Bur- ton góðu lifi eítir sem áður. A annarri myndinni situr leikar- inn undir þessum meðleikara sinum, en á hinni sést morðing- inn færa Isöxina i höfuð brúð- unnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.