Tíminn - 04.11.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.11.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Laugardagur 4. nóvember 1972 Stjórnarfrumvarp um varnir gegn mengun sjávar Dagskrá Alþingis næstkomandi mánudag Á dagskrá Alþingis á mánudag- inn, 6. nóvember, eru fjögur mál. 1 efri deild er á dagskrá stjórnar- frumvarp til fyrstu umræðu. Er það frumvarp til laga um heimild fyrir rikisstjórnina til þess að staðfesta fyrir tslands hönd al þjóðasamning, er gerður var 15. febrúar 1972, um varnir gegn mengun sjávar vegna losunar úr- gangsefna frá skipum og flugvelum. Hinn 12. april 1972 samþykkti Alþingi frumvarp til laga um bann við losun hættulegra efna i sjó. Felur það i srsjó. Felur það i við losun allra efna og efnasam- banda, sem hættuleg geta verið sjávarlifi eða heilsu manna, og eru þessi ákvæði i samræmi við samkomulag, sem utanrikisráð- herrar Norðurlanda gerðu meö sér 26.-27. april 1971, þar sem full- trúar frá öllum NEAFC-rikjum, nema Sovétrikjunum, Póllandi, og trlandi voru mættir. Alþjóða- samningur sá, sem áðurgreindu lagafrumvarpi er ætlað að stað- festa, er árangur þessarar ráð- stefnu og annarrar, sem haldin var i Paris 6.-8. desember 1971. Samningurinn var undirritaður i Osló 15. febrúar s.l. af fulltrúum hinna 12 rikja, sem að honum stóöu, Belgiu, Bretlands, Dan- merkur, Finnlands, Frakklands Vestur-Þýzkalands, tslands, Hol- lands, Noregs, Portúgals, Spánar og Sviþjóðar. Samkvæmt samningnum tekur hann gildi á 30. degi eftir þann dag, sem 7. staðfestingar- og aðildarskjöl berast til varðveizlu, en hún er hjá norsku rikisstjórninni. t viðauka með samningnum eru upptalin þau efni, sem algerlega er bannað að losa i hafið. Þá eru einnig talin upp efni, sem kasta má i hafið með sérstöku leyfi stjórnvalda viðkomandi lands, en fastanefnd er einnig falið að fylgjast með þessum heimildum. Bannað er að losa nema litið magn þessara efna, og er magnið einnig háð ákvörðun nefndarinn- ar. Engin þessara efna má losa á minna dýpi en 2.000 metrum, og ekki nær land en 150 sjómilur. t stórum dráttum er svæðið, sem bannið nær til, allt hafsvæðið austan við linu i suður frá suður- odda Grænlands, suður að norð lægri breiddargráðu Gibraltar sunds. Aðildarrikin skuldbinda sig einnig til að forðast losun skaðlegra efna i hafið utan þess svæðis, sem samþykktin nær til. Annað mál, sem á dagskrá er i efri deild á mánudaginn, er stjórnarfrumvarp um breytingu á lögum frá 1968, um bann gegn veiðum með botnvörpu og flot- vörpu. Frumvarpið er til stað- festingar á bráðabirgðalögum frá 30. ágúst i sumar, er sett voru vegna breyttra viðhorfa við gildistöku reglugerðar frá 14. júli i sumar um fiskveiðilögsögu Is- lands, þar sem hún er afmörkuð 50 sjómilur utan við grunnlinu frá 1. september 1972. Brýna nauðsyn bar til að skipa veiðiheimildum islenzkra skipa með öðrum hætti en leiddi af ákvæðum frá 1968. Verður þetta þriðja umræða um frumvarpið. Á dagskrá neðri deildar er i fyrsta lagi atkvæðagreiðsla um lagafrumvarp, er fjallar um breytingu á lögum um Iðnlána- sjóð. Flutningsmenn frumvarps- ins eru Jóhann Hafstein og Lárus Jónsson, og var það flutt siðast- liðinn þriðjudag. t öðru lagi er til fyrstu umræðu lagafrumvarp um breytingu á lögum frá 1966, um framleiðslu- ráð landbúnaðarins, verðskrán- ingu, verðmiðlun og sölu á land- búnaðarvörum o.fl. Flutnings- menn frumvarpsins eru Ellert B. Schram, Ragnhildur Helgadóttir, Matthias Bjarnason, Lárus Jóns- son og Sverrir Hermannsson. Breytingin, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, er meðal annars sú, að inn i núgildandi lög um framleiðsluráð landbúnaðarins komi ný grein. Greinin fjallar i stórum dráttum um það, að koma skuli á fót sérstakri 7 manna nefnd, er fjalli um umsóknir rriat- vöruverzlana um leyfi til sölu og dreifingar á neyzlumjólk, rjóma og skyri. Nefndina skipi menn frá öllum aðilum er hagsmuna eigi að gæta i þessu sambandi, og skuli formaður tilnefndur af heilbrigð- isnefnd. Enn fremur segir i hinni nýju grein að sæki aðili um söluleyfi, sem ekki hafi haft það áður, skuli fyrrgreind nefnd þá kynna sér fjárfestingar- og dreifingarkostn- að mjólkursamsölu eða mjólkur- samlags á viðkomandi verzlunar- svæði með það i huga, að mjólk- urframleiðendur verði ekki fyrir fjárhagslegu tjóni við veitingu nýs mjólkurleyfis. Þá er einnig tekið fram i frumvarpinu, að samsölustjóra sé skylt að veita umbeðið leyfi, ef nefndin mælir með þvi. Þotur F.í. með merki 1100 ára búsetu í landinu Málverkasýning í Norræna húsinu - Sjálfmenntaður listamaður - súrrealismi + popplist Stp—Reykjavik í dag hefst málverkasýning Gunnars Arnar Gunnarssonar i Norræna húsinu. Verður sýningin opin til 12. nóvember, frá kl. 2 til tiu á kvöldin. Fréttamaður hitti listamanninn snöggvast að máli i gær, þar sem hann var að ljúka við að koma fyrir myndum sinum i sýningarsalnum i kjallara Norræna hússins. Manni kom helzt I hug, er inn var komið, að hér væri á ferðinni sýning fleiri listamanna, þvi svo margar voru myndirnar. Það kom þó fljótt i ljós, að ekki var þvi þannig varið, enda báru allar myndirnar sterk einkenni eins og sama manns. Alls eru málverkin 64, allt oliu- málverk af ýmsum stærðum. Eru öll til sölu, og kosta frá 5 til 60 þúsund hvert. Að sögn lista- mannsins eru þau sambland af súrrealisma og popplist, en Mikil húsnæðis- þörf víða um land ÞÓ—Reykjavik Undanfarið hefur staðið yfir könnun á vegum Húsnæðismála- stofnunar rikisins, á húsnæðis- skorti i landinu. öllum sveitar- félögum voru send bréf þar að lútandi, og þessa daga hefur Hús- næðismálastofnuninni verið að berast svör frá sveitarfélögunum. Sigurður Guðmundsson, for- stöðumaður Húsnæðismálastofn- unarinnar, sagði i viðtali við blaðið, að mörg svör væru þegar komin, og sýniiegt væri, að viöa væri mikill húsnæöisskortur, og þá sérstaklega á leiguibúðum. Ekki sagðist Sigurður geta nefnt neinar tölur að svo komnu, enda er búizt við svörum frá fleiri sveitarfélögum á næstunni. annars kvað hann það annarra að dæma um slikt. Benti hann á, að sumar myndirnar væru ádeila, og þó fremur ábending til fólks um hin ýmsu vandamál heimsins. Gefa nöfn þessara málverka ádeiluna til kynna, svosem Varúð — niengun, Sálræn fóstureyðing, Mennirnir i hlokkinni o.fl. Þetta er önnur einkasýning Gunnars, en sú fyrri var i Unuhúsi árið 1970. Þá hefur hann eitthvað tekið þátt i samsýning- um m.a. á vegum Félags isl. myndlistarmanna i fyrra, en einnig nokkuð utan borgarinnar. Myndirnar á sýningunni nú eru unnar á siðustu tveimur árum. Gunnar örn er algjörlega sjáif- menntaður i myndlist, en hann sagði, að það kæmi mörgum á óvart. Kvað hann köllunina hafa komið yfir sig, er hann var við byrjandanám i sellóleik úti i Kaupmannahöfn, og þeirri köllun hefur hann sinnt siðan (frá 1965) Jafnframt þvi að mála.vinnur Gunna á lager, svo að afkasta- geta hans er mikil, en myndirnar á sýningunni bera flestar vott um, að mikil vinna liggur á bak við þær. Gunnar á nokkur málverk i Listasafni rikisins, i safni Reykjavikurborgar, svo og i nokkrum einkasöfnum. Hefur hann selt mikið af myndum siðan hann byrjaði að mála, en sagði, aö myndir sinar hefðu fyrst vakið athygli að einhverju marki og góðar undirtektir á sýningunni hjá F.t.M. i fyrra. t upphafi kvaðst Gunnar einkum hafa fengizt við að mála ýmiss konar Gunnar Örn Gunnarsson víö eitt stærsta og dýrasta verkið á sýningunni i Norræna húsinu, Varúö — Mengun. Málverkið er f mjög spennandi lit- um, og enda þótt þeir komi ekki fram á þessari mynd, sést greinilega, hve bældur krafturinn er mikill. Efst i horninu gefur aö lita mann meö gasgrimu. (Timamynd: Róbert) „mannverur”, en siðan hefði örn (sk.st. — G. Orn) er stillinn breytzt, og myndefnið Reykvikingur > nánar sagt með. Vesturbæingur, 25 ára að aldri, Það má geta þess, að Gunnar Er hann giftur og á fjögur börn. leikar á að fá erlenda ferðamenn til tslands að vetri til, og þar með betri nýtingu flugvélakosts félagsins, svo og gistihúsa, lang- ferðabfla, o.fl. Aðgerðir i þvi augnamiði að lengja ferða- mannatimabilið voru ákveðnar. Á meðfylgjandi mynd, sem tekin var við Bændahöllina, þar sem aðalskrifstofa Flugfélags tslands er til húsa,eru taldir frá vinstri: JóhannD. Jónsson, Egilsstöðum; Skarphéðinn Árnason. Oslo, Stuart Cree, Glasgow, Ingvi M, Árnason, Reykjavík Karl Sigur- hjartarson, Reykjavik, Reynir Adolfsson, tsafirði, Sveinn • Sæmundsson, Reykjavik, Birgir Þorgilsson, Reykjavik, Vil- hjálmur Guðmundsson, Kaup- mannahönf, örn Ó. Johnson, Reykjavik, Einar Helgason, Reykjavik, Sveinn Kristinsson, Akureyri, Andri Hrólfss- son Vestmannaeyjum, Sig- fús Erlingsson, Stokkhólmi Jóhann Sigurðsson, London, Gunnar Jóhannsson, Frankfurt am Main, Þorsteinn Thorlacius, Reykjavik, Vignir Þorbjörnsson, Hornafirði, Gunnar Hilmarsson, Reykjavik, Birgir Ólafsson, Reykjavik, Grétar Haraldsson, Keflavikurflugvelli. Allar þotur og skrúfuþotur Flug- félags tslands munu bera þjóð- hátiðarmerkið i tiléfni 1100 ára búsetu á lslandi. þjóðhátiðarárið. — Flug til Sviþjóðar hefst i júni næsta ár. Þetta, ásamt fleiri atriðum,var ákveðið á haustfundi Flugfélags Islands, sem haldinn var i Reykjavik 30. okt. — 2. nóv. s.l. Fundinn sátu forstjóri félags- ins, yfirmenn frá skrifstofum félagsins innanlands og erlendis og fulltrúar. A þessum árlega haustfundi voru að vanda rædd ýmis vandamál, sem steðja að rekstri félagsins, tillögur til stjórnar félagsins og forstjóra ræddar og samþykktar. Eins og oft áður eru ýmsar blikur á lofti, enda þótt flutningar með flugvélum félagsins hafi aukizt eðlilega það sem af er þessu ári. Aukning i áætlunarflutinu 1. jan. — 30. sept. varð 7.7% milli landa og 15.1% innanlands. Sumaráætl- un F'lugfélagsins 1973 verður stærri I sniðum en áður. Lagt var til, að flug yrði hafið til Sviþjóðar, og er ákveðið, að þotur félagsins fljúgi til Gautaborgar. Flug þang- að mun hefjast i júni 1973. Meðal annars, sem tekið var fyrir á fundinum, voru mögu-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.