Tíminn - 04.11.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.11.1972, Blaðsíða 9
Laugardagur 4. nóvember 1972 Otgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: 1‘ór-;:;: arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timans) Auglýsingastjóri: Steingrimur. Glslasqm. Ritstjórnarskrif-g: stofur í Edduhúsinu við Lindargötu, símar 18300-18306»::;:: Skrifstofur í Bankastræti 7 — afgreiðslusfmi 12323 — auglýs .. ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurrsimi 18300., AskriftargjaUí;;;: j £25 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-.:;:;:; takið. Blaðaprent h.f. Nýjar samningaviðræður við Breta Eins og kunnugt er hefur verið ákveðið eftir bréfaskipti forsætisráðherra Bretlands og Is- lands að taka upp að nýju viðræður um hugsan- lega bráðabirgðalausn landhelgisdeilunnar. Ákveðíð er, að viðræður þessar verði á ráð- herrastigi, en ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um það enn, hvar eða hvenær þessar viðræður fara fram. Þessar væntanlegu samningaviðræður bar á góma i umræðum á Alþingi i fyrradag, er til umræðu var tillaga rikisstjórnarinnar um kaup á nýju varðskipi. í þeim umræðum upplýsti Ólafur Jóhannes- son, forsætisráðherra, að við siðustu talningu, sem fram hefði farið á íslandsmiðum i þessari viku, hefðu brezkir togarar að ólöglegum veið- um innan 50 milna markanna, verið færri en nokkru sinni siðan fiskveiðilögsagan var færð út i 50 milur, eða ekki nema 16 talsins. Forsætisráðherra sagðist að sjálfsögðu ekk- ert geta um það fullyrt, hvað þessu ylli, hvort um væri að ræða tilviljun eða ekki. Hins vegar kvaðst hann gjarna vilja trúa þvi, að Bretar hefðu tekið eitthvert tillit til þeirra áskorana, er fram hefðu komið af okkar hálfu um það, að fátt eða ekkert mundi greiða betur fyrir frið- samlegu bráðabirgðasamkomulagi i þessari deilu en það, að Bretar kölluðu skip sin út fyrir landhelgismörkin á meðan á samningaviðræð- um um lausn deilunnar stæði. Þessa áskorun vildi hann nú endurtaka og itreka. Forsætisráðherra sagði, að það væri ein- dregin ósk sin, að takast mætti að leysa fisk- veiðideiluna á friðsamlegan hátt með bráða- birgðasamkomulagi. Það er sannfæring min sagði forsætisráðherra, að það sé báðum aðil- um fyrir beztu, þótt báðir verði nokkuð til að slaka frá þvi, sem þeir helzt kysu. Forsætisráðherra taldi það ekki á sinu valdi að fullyrða neitt um það, hvort takast mætti i þeim ráðherraviðræðum, sem fram undan eru, að komast að bráðabirgðasamkomulagi, en það væri hans skoðun, að við ættum mikið á okkur að leggja til þess að reyna að komast að samkomulagi. Og við skulum alveg gera okkur það ljóst, sagði ráðherrann, að við fáum aldrei með samkomulagi þá lausn á þessari deilu, sem við getum verið algerlega ánægðir með. Við verðum þvi að vera við þvi búnir að sjá af einhverju frá þvi, sem við hefðum talið æski- legast og frá þvi, sem við teljum raunar okkar ótviræða rétt, að ráða algerlega þessari nýju fiskveiðilögsögu. Menn verða að horfast i augu við það, að bráðabirgðasamkomulag byggist á þessu, ef nokkur von er til að það megi nást. En forsætisráðherrann lagði jafnframt á það áherzlu, að auðvitað gæti aldrei orðið um neitt samkomulag til bráðabirgða að ræða i þessari fiskveiðideilu, nema það sýni alveg ótvirætt, að það feli i sér verulega takmarkaða fiskveiði- möguleika þessara þjóða , sem við eigum i deilu við. Það verða þessar þjóðir að gera sér ljóst, að bráðabirgðasamkomulag við þær um þessi mál þjóna ekki neinum tilgangi, nema það verði tryggt. TÍMINN ERLENT YFIRLIT Brezkir Kanadamenn snérust gegn Trudeau Telja hann of vinveittan Quebecmönnum ÚRSLIT þingkosninganna i Kanada urðu mikill og óvænt- ur persónulegur sigur fyrir Trudeau forsætisráðherra. Þær urðu jafnframt mikið áfall fyrir stofnanir þær, sem annast skoðanakannanir. Þær höfðu yfirleitt spáð þvi, að Frjálslyndi flokkurinn myndi halda meirihluta á þingi, en missa þó nokkur þingsæti. Þær höfðu einnig spáð þvi að thaldsflokkurinn myndi gera litið betur en að standa i stað. Hins vegar höfðu þær spáð ný- demókrötum nokkrum ávinn- ingi. Úrslitin urðu mjög á ann- an veg. Siðustu skoðanakannanirn- ar höfðu spáð þvi, að Frjáls- lyndi flokkurinn fengi 39% af atkvæðamagninu, en hann fékk 45,7% i þingkosningunum 1968. íhaldsflokknum var spáð þvi, að hann fengi 33% af at- kvæðamagninu, en hann fékk 31.4% af atkvæðamagninu 1968. Nýdemókrötum var spáð þvi, að þeir fengju 21% af at- kvæðamagninu, en peir lengu 17.2% i kosningunum 1968. Loks var Sósialkreditistum spáð, að þeir fengu 7% en þeir fengu 4,4% i kosningunum 1968. Úrslitin urðu þau i kosning- unum á mánudaginn, að Frjálslyndi flokkurinn fékk um 38% af atkvæðamagninu, Ihaldsflokkurinn um 35%, nýdemókratar um 18% og kreditistar um 9%. Þótt breytingarnar yrðu ekki meiri en þetta, miðað við spár skoðanakannananna, gerðu þær geysilega mikið strik i reikninginn. Við þetta bættist svo það að tap Frjálslynda flokksins varð allt i þeim fylkjum Kanada, þar sem enskættaðir menn eru búsett- ir, en hinsvegar styrkti hann heldur atkvæðatölu sina i franska fylkinu, Quebec. Quebec, sem kýs 74 þingmenn af 264, sem alls eiga sæti á þinginu, fékk Frjálslyndi flokkurinn 56 þingmenn kosna, eða sömu tölu og áður. Utan Quebec fékk hann nú aðeins 53 þingmenn kosna, en hafði fengið 99 þingmenn kosna þar i kosningunum 1968. Það var tap hans i ensku fylkjunum, sem réði mestu um úrslitin. EFTIRGREINDAR ástæður eru taldar hafa ráðið mestu um tap Trudeaus og Frjáls- lynda flokksins i ensku fyíkj- unum: 1. Trudeau er grunaður um að halda um of fram hiut frönskumælandi manna, þar sem hann er franskur i aðra ættina. Trudeau hefur lika lát- ið það vera aðalmál sitt, að reyna að jafna þjóðflokkadeil- una og koma þannig i veg fyr- ir, að Kanada klofnaði. Hann hefur þó hvergi gengið lengra en að reyna að tryggja frönskumælandi mönnum fullt jafnræði, t.d. i sambandí víð opinberar stöðuveitingar. 1 þvi sambandi beitti hann sér fyrir lagasetningu, sem gerir kröfur til, að opinberir starfs- menn séu jafnfærir i frönsku og ensku. Þetta var upphaf- lega stutt af öllum flokkum, en siðar hafa lög þessi sætt mik- illi gagnrýni i ensku fylkjun- um og það talinn óþarfi að knýja menn þar til að læra frönsku. Sú gagnrýni hefur bitnað mest á Trudeau og reynist hún honum þung i skauti I kosningabaráttunni, þótt andstæðingarnir gættu þess yfirleitt að nota sér hana ekki opinberlega. Trudeau heilsar upp á rikisstjórahjónin daginn eftir kosningarnar. Klæðaburður hans, eins og sá, scm sést á inyndinni, fellur brczkum Kanadamönnum ekki vel i gcð. 2. Yfirlætisfull framkoma Trudeaus og hálfgerður hipp- astill i klæðaburði virðist falla breskættuðum Kanadamönn- um illa i geð, þótt þeir létu þetta gott heita i kosningunum 1968. Virðuleg og hæglát fram- koma Stanfields virtist sam- rýmast betur smekk þeirra. 3. 1 kosningabaráttunni hirti Trudeau ekki nægilega um að svara gagnrýni andstæðinga sinna i sambandi við atvinnu- leysismálin, dýrtiðarmálin og skattamálin. Hann lét sér i staðinn nægja að hamra á þeim áróðri sinum, að staða Kanada væri sterk og Kanada nyti vaxandi álits og tiltrúar út á við. Svo virðist sem Trudeau hafi orðið hér á pólitisk skyssa, sem getur átt rætur i ofmetnaði hans. Það er a.m.k. álit margra erlendra blaðamanna, sem hafa ritað um kosningaúrslitin eftir að hafa fylgzt með kosninga- baráttunni. Yfirleitt telja þeir Trudeau mikilhæfasta stjórn- málamann Kanada, en sér- vizka hans og ofmetnaður er honum samt fjötur um fót. I KOSNINGABARATTU sinni lét Trudeau það óspart koma i ljós, að hann hefði litið álit á þeim Stanfield, for- manni ihaldsflokksins, og Lewis, formanni nýdemó- krata. Þeir svöruðu hins vegar með þvi að samræma áróður sinn og mun Stanfield hafa átt frumkvæði að þvi, en andúð beggja á Trudeau hjálpaði til. 1 áróðri sinum gætti Stanfield þess, að láta hvergi bera á nokkurri ihaldsmennsku, heldur lagði aðaláherzlu á hagsýna og þjóðlega umbóta- stefnu. Hvergi kom þvi til beinna árekstra milli hans og Lewis. En báðir hömruðu þeir á dýrtiöinni og atvinnuleysinu, sem Trudeau réöi ekki við. Lewis ásakaði hann beinlinis fyrir að ætla að útrýma dýr- tiðinni með atvinnuleysi, en það væri vonlausasta og heimskulegasta úrræði gegn dýrtið, sem til væri. Þá deildi Lewis hatrammlega á skatta- undanþágur, sém stórfyrir- tæki njóta, ef þau eru að reisa verksmiðjur eða að hefja námurekstur i afskekktum landshlutum. Trudeau hefur gripið til þessa ráðs til að stuðla að jafnvægi i byggð landsins og til að flýta fyrir nýtingu náttúruauðæfa. Mest- megnis munu bandarisk lepp- fyrirtæki hafa notið þessara skatthlunninda og voru þau þvi stimpluð sem eitt dæmið um undanlátssemi við banda- riskt fjármagn. Bæði Ihalds- flokkurinn og nýdemókratar notuð sér með góðum árangri vaxandi andúð almennings á bandarisku fjármagni. ÚRSLIT kosninganna urðu þau, að Frjálslyndi flokkurinn hlaut 109 þingsæti i stað 155 i kosningunum 1968, Ihalds- flokkurinn fékk 109 i stað 72 i kosningunum 1968, nýdemókratar fengu 30 i stað 22 i kosningunum 1968 og kreditistar 15 i stað 14. Einn nýkjörinn þingmaður er svo óháður. Ekki er óliklegt, að þessar tölur geti raskazt eitt- hvað, þar sem endurtalning er eftir i nokkrum kjördæmum. Trudeau hefur ákveðið að segja ekki af sér, heldur biða úrskurðar þingsins. F'rjáls- lyndi flokkurinn hefur það umfram fhaldsflokkinn, þótt þingsætatalan sé jöfn, að hann hlaut nokkuð meira atkvæða- magn, eða 38% af heildarat- kvæðamagninu, en Ihalds- flokkurinn 35%. Bersýnilegt er, að það verða nýdemókrat- ar, sem koma til með að ráða mestu á þinginu. Lewis hefur sagt, að þeir taki ekki þátt i neinni sambræðslustjórn, en geti stuttu minnihlutastjórn, sem sinni efnahagsmálum af alvöru. Málefnalega væri samvinna Frjálslynda flokks- ins og nýdemókrata eðlilegri, en persónulega kemur þeim Stanfield og Lewis betur sam- an. Lewis, sem er 63 ára gam- all, er lögfræðingur að mennt- un, fæddur i Póliandi, en flutt- ist ungur til Kanada. Hann hefur lengi látið stjórnmál til sin taka. Hann hefur verið for- maður nýdemókrata siðan vorið 1971. Flestir álita stjórnmála- ástandið i Kanada ótryggt og spá þingkosningunum næsta vor. Einna alvarlegast þykir þó, að kosningaúrslitin geta bent til, að seilan milli ensk- ættaðra og franskættaðra manna eigi eftir að fara harðnandi. Þ.Þ. — TK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.