Tíminn - 04.11.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 04.11.1972, Blaðsíða 13
Laugardagur 4. nóvember 1972 TÍMINN 13 BETUR SJÁ AUGU EN AUGA i Timanum laugardaginn 28. október s.l. birtist grein eftir Ilalldór Jónsson bifreióarstjóra, þar sem hann fann aö ýmsu, er verðar merkingar og flcira á göt- um Reykjavíkur. Var það álit rnanna, að hann hefði margt til sins máls i þessari grein, sem skipt var i 7 kafla og fylgdi mynd hverjum þeirra. Við áttum i vikunni tal við Guttorm Þormar hjá umferðar- deild borgarinnar og báðum hann um að segja sitt álit á þessum ábendingum Ilalldórs. Guttormur sagði, að margt af því, sem þarna hefði komið fram ætti rétt á sér. Það mætti vissulega finna að ýmsu i sambandi við merkingar og fleira á götum borgarinnar. Þótt umferðarlögregla og starfs- menn umferðardeildarinnar væru mikið á ferðinni, væri vafa- laust inargt sem færi fram hjá þeim. Ábendingar væru því alltaf mjög vel þegnar, þvi betur sæju augu en auga. Hann vildi þó gjarnan svara þessum ábending- um Halldórs og útskýra ýmislegt i sambandi við þær. 1. Biðskyldumerkið á myndinni sést vel úr hliðargötunni, sem á að vikja fyrir aðalbrautinni, og er það aðaltilgangur merkisins. Á aðalbrautinni eiga hins vegar að vera aðalbrautarmerki, tigullinn, en það verður að viðurkenna, að þau vantar mjög viða, þótt unnið hafi verið að þvi að koma þeim upp smám saman að undanförnu. Það þarf mikinn fjölda af þessum merkjum ef vel á að vera og heildarkostnaður við uppsetningu þeirra ca. 2 milljónir. Margt annað, sem er meira aðkallandi vegna umferðaröryggis hefur verið látið sitja i fyrirrúmi. Ef til vill má finna að þvi, að biðskyldu- merkið skuli vera á sömu stöng og bann við innakstri, þar sem lögun skiltanna er ekki eins. 2. Það er spurt, hvort eitthvað sé sjáanlegt, sem bannar akstur inn á eystri akbraut Höfðatúns, og svarið er já. Það er aksturs- stefnumerki i miðeyju Höfðatúns við Borgartún og aðrar þver- götur. Merkið sést hins vegar ekki á myndinni. Þetta er sú merking, sem alls staðar er höfð þar sem götu er skipt með miðeyju, akstursstefnumerkið kemur i stað innakstur bannaður. Varúðarlinan hafði hins vegar ekki verið máluð yfir alla ak- brautina, þegar myndin var tekin og hefur verðið hamlað þvi og önnur brýn verkefni. 3. Gatnamót Elliðavogs og Miklubrautar voru opnuð 12. október s.l. undir brúna á Miklu- braut — Vesturlandsvegi. Lagðist þá niður vinstri beygja, sem áður var tekin til austurs inn á Miklu- braut á þeim stað þar sem myndin er tekin, þannig að nú er einungis tekin þar hægri beygja inn á Miklubraut til vesturs. Á þessum stað er enn stöðvunar- skylda frá þvi að vinstri beygja var leyfð og var það áður óbrotin lina, en sú lina var slitin af. 1 ráði erað breyta stöðvunarskyldunni i biðskyldu eins og er alls staðar annars staðar á hægri beygjum inn á Miklubraut og var linan þvi nú merkt með tilliti til þess, svo að ekki þurfti að má hana út við breytinguna. Fullvist má telja, að brotna linan er ekki verri en engin lina. þangað til þessi breyting hefur verið formlega staðfest, en merkingin stangast óneitanlega á. 4. A gatnamótum Háaleitis- brautar og Kringlumýrarbrautar eru brotnar markalinur á milli eyjuendanna, en ekki óbrotnar og er þetta i fullu samræmi yið það sem annars staðar tiðkast og getur ekki talizt röng merking. Þaö er heldur ekki bannað að aka út á milli eyjuendanna og biða þar i vari, þótt ekki sé ætlazt til að þar hlaðist upp fjöldi bila eins og oft gerist á þessum gatnamótum. Greinarhöfundi og öðrum til fróðleiks má geta þess, að þarna er nú verið að setja upp um- ferðarljós, sem ættu að gera um- ferðina um gatnamótin skipulegri og þótt árekstrum á gatna- mótunum fækki liklega ekki með tilkomu umferðarljósanna, má gera ráð fyrir, að eðli þeirra breytist og þeir verði ekki eins harðir. Aftaná árekstrar aukast venjulega með tilkomu um- ferðarljósa. 5. Leiðamerkingin á Miklu- braut er alls ekki fullkomin, en ég geri ráð fyrir, að margir telji þó skilti þessi til bóta, þótt ófullkom- in séu og þau hjálpi ókunnugum til að rata um borgina. Mér vitan- lega hafa ekki orðið slys af þeirra völdum. 6. Gatnamót Kringlumýrar- brautar og Sléttuvegar. Slys- staðurinn hefur ekki flutzt til við lokun Sléttuvegar, það sýnir slysakort lögreglunnar. Á gatna- mótum Sléttuvegar og Kringlu- mýrarbrautar urðu alls 40 árekstrar á s.l. ári og þar slösuðust 18 manns, sem var það mesta á einum gatnamótum i Reykjavik á árinu 1971. Það var reynt að sporna við þessum slys- um með minni aðgerðum, sem þvi miður ekki báru nægilegan árangur. Sléttuvegi var lokað 30. október 1971, þannig að ekki var leyft að aka þvert yfir Kringlu- mýrarbraut. Á gatnamótum Hamrahliðar og Kringlumýrar- brautar urðu 15 árekstrar og 2 slasaðir árið 1971, en á fyrstu sex mánuðum þessa árs hafa orðii'' þar 4 árekstrar og enginn slasaður. Lokun Sléttuvegar veldur hins vegar verulegum óþægindum og töfum fyrir um- ferð frá ibúðarhverfunum sunnan Miklubrautar og austan Kringlu- mýrarbrautar til suðurs. Þessi umferð verður að blandast um- ferð Miklubrautar, sem er mjög óeðlilegt og miklar tafir verða oft á vinstri beygju af Miklubraut til suðurs i Kringlumýrarbraut og jafnvel á Háaleitisbraut sunnan Miklubrautar. Það hefur þvi verið lögð áherzla á að hraða byggingu brúar á Bústaðaveg yfir Kringlumýrarbraut til þess að létta á þessum gatnamótum. Var sú brú á áætlun þessa árs, en var þvi miður frestað vegna breytinga á fjárhagsáætlun. 7. „Furðuverkið við Elliða- árnar” Spurt er hvort talið hafi verið ástæðulaust að setja „slaufu” fyrir hægri beygju inn á Elliðavog til norðurs og svarið er já. Það er talið ástæðulaust af þeirri einföldu ástæðu, að engin umferð kemur inn á Miklubraut austan Skeiðarvogs og Skeiðar- vogur er m.a. einmitt ætlaður til að taka þverumferð af Miklu- braut á Elliðavog. Mjög itarleg umferðarkönnun var gerð vegna þessara gatnamóta og sýndi hún, að ekki er þörf á þessari beygju við Elliðavog. Hins vegar hefur ekki verið talin þörf á að banna hana á meðan Reykjanesbrautin er aðeins ein akbraut. Þegar vestari akbraut Reykjanes- brautar og Elliðavogs verður gerð innan fárra ára verður miðeyjan höfð heil og fer þá vinstri beygjan af. Það er i rauninni einkennilegt, að greinarhöfundur skyldi ekki frekar benda á gatnamótin norðan við brúna, þvi þar er mun meiri hætta en á þeim stað, sem bent er á. Við þau gatnamót, sem eru krossgatnamót, verður um- ferð úr Breiöholti að taka vinstri beygju til vesturs af Eliiðavogi. Ástand þetta er þó til bráðabirgða eins og margt sem gert er. Næsta vor er ráðgert aö gera slaufu fyrir þessa umferð i hægri beygju inn á Miklubraut og veröur miðeyju Elliöavogs þá lokað við þessi gatnamót. Nýkomnir blöndungar f Nýkomnir Willys Ilambler Chevrolet Ford Opel Skoda Bílabúðin h.f. Ilverfisgötu 54, Simi 16765. BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA Hálfnað erverk þá hafið er sparnaður skapar verðmati Samvinnnbankinn Bifreiða- viðgerðir — Fljótt og vel af hendi leyst. — Reynið viðskiptin. — BIFREIÐASTLLINGIN Síðúmúla 23. Sími 81330. Veljið yður í hag - Úrsmíði er okkar fag OMEGA Nivada rOÁMEr JUpina. PIEHPOní Baldvli Laugavegi 12 - Simi 22104 Hjúkrunarkonur Stöður hjúkrunarkvenna á nokkrum deildum Lands- pitalanseru lausar til umsóknar. Umsóknum, sem greini menntun og fyrri störf/sé skilað til skrifstofu rikisspital- anna fyrir 17. þ.m. Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi á sama stað. Nánari upplýsingar gefur forstöðukonan i sima 24160. Reykjavik 3. nóvember 1972. Skrifstofa rikisspitalanna. Tilboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar er verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðjudaginn 7. nóvember kl. 12-3. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5. Sölunelnd varnarliðseigna. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik fer fram opinbert uppboð að Stórhöfða 3, Vökuporti, Artúnshöfða, hér i borg, laugardag 11. nóvember 1972, kl. 13.30 og verða þar seldar eftir- taldar bifreiðir: R-287 R-368 R-427 R-1188 R-1219 R-2214 R-2753 R-2812 R-R-3811 R- 4154 R-4741 R-4889 R-4946 R-5033 R-5420 R-5881 R-6053 R-6801 R- 7099 R-7178 R-8220 R-8370 R-8696 R-9577 R-10352 R-11527 R-11854 R-12277 R-12383 R-12529 R-12550 R-13049 R-13911 R-14259 R-15195 R-16464 R-16572 R-17657 R-17956 R-18227 R-18777 R-20032 R-20108 R-20198 R-21118 R-21230 R-21317 R-21426 R-21539 R-21549 R-21989 R-22545 R-22728 R-23867 R-24058 R-24402 R-24645 R-24805 R-24871 R -25264 R-25273 R-25339 R-25856 R-26089 R-26493 R-27302 R-27961 R-27966 R-28987 A 2109, L-525 og traktorsgrafa Rd. 198, traktors- grafa John Deer 255 og Rd. 168, dráttarvél. Ennfremur verða á sama stað og tima eftir kröfu tollstjórans, lögmanna, banka og stofnana seldar eftirtaldar bifreiðir: R-489 R-3641 R-4613 R-5322 R-6559 R-7178 R-7553 R-7590 R-8792 R- 8917 R-9007 R-9324 R-9422 R-9529 R-9595 R-10352 R-10748 R- 11833R-12788 R-12853 R-13228 R-13537 R-13541 R-15038 R-15065 R- 15885 R-15920 R-16079 R-16815 R-17004 R-17296 R-17738 R-18144 R- 18184 R-18737 R-18982 R-19476 R-19523 R-2049? R-20634 R-20797 R- 21185 R-21212 R-21787 R-21966 R-22382 R-22545 K-22598 R-22812 R- 22950 R-23471 R-23703 R-23941 R-24043 R-24606 R-25208 R-25447 R- 25526 R-25856 R-25956 R-26391 R-27149 R-27302 R-27313 R-27892 R- 28240 R-28441 L-1036 Y-948 Y-1034 Y-1398 Y-2041 Y-2138 og traktorsgrafa Rd, 198 svo og óskrás. bifreiöir VW 1600, Ford Escort Super 1300 árg. ’69 Opel Karavan árg. 1965, Ford Zephyr árg. 1967 og Honda bifhjól. Greiösla við hamarshögg. Avisanir ekki teknar gildar nema með samþykki uppboðshaldara. Borgarfógetaembættið i Reykjavik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.