Tíminn - 04.11.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 04.11.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Laugardagur 4. nóvember 1972 Hann hugsaði sig um dálitla stund. Þetta var ekki svo auðvelt, þegar herrarnir voru þrir, en dömurnar fjórar. Endirinn varð sá, að frú Betteson með heklaða silkisjalið sitt settist á móti honum við hinn borðsendann. Paterson beið þar til allir voru seztir og sagði svo: „Mér fannst við hafa þörf fyrir góða máltið, áður en við leggjum af stað. i þvi fólsteitthvað á þessa leið: „Þetta var þó likt honum,” en hún leit alls ekki til hans. Betteson múldi ristað brauð milli fingranna, molarnir dreifðust yfir allt borðið. Hann leit upp og sagði: „Nei, nú ýkið þér dálitið.” Frú MeNairn leit ekki af einu blóminu á borðinu, hún ákvað að halda fast við þá ákvörðun, að segja ekki orð fyrr en einhver sneri sér beinlinis að henni. Hún heyröi Connie spyrja: „Hversu lengi verðum við á leiðinni? Þrjá daga?” „Lengur” svaraði Paterson. Connie sagði ekki fleira, hún var hæstánægð. Nú fengi hún að vera með Paterson i að minnsta kosti þrjá daga, þetta yrði næstum eins og það var i Englandi. Frú Betteson lét skyndilega til sin heyra með flissi og tisti, sem hljómaði eins og misheppnað skot úr púöurkerlingu, siðan sagði hún: „Herra Paterson?, þetta er englabarn, sem þér hafið. Joe, hefur þú tekið nógu vel eftir honum?” Tuesday var að ausa súpunni. Hann gerði það með miklum hátiöleik Ekki liði á löngu þar til honum hlotnaðist stórkostlegur og langþráður heiður. Hann hafði fengiö leyfi til að taka tappana úr kampavins- flöskunum. „Hann er gersemi, herra Paterson. Það var hann, sem bjó til súpuna? Er það ekki?” Jú.hann bjó til súpuna.” „Hann er dásamlegur.” Betteson gaf henni þess háttar hornauga, aðhelzt mátli halda, að hún væri snigill, sem hann langaði til að kremja milli handanna. „Hann er hreinasta gersemi. Er hann ekki bróðir stúlkunnar?” Nú varð Betteson að gripa fram i, hann hallaði sér fram fyrir frú Portman og sagði óþarflega hátt við Paterson: „Halið þér hugsað fyrir bensini?” „Það er i lagi,” svaraði Paterson og kinkaði kolli. „Geymarnir i bilnum rúma 120 litra, og þar að auki tökum við 150 litra með i brúsum. Frú Portman hafði alltaf fundizt Betteson eitlhvað það ógeðfelldasta, sem hún gat hugsað sér. Hann var sú manngerð, sem ósjálfrátt minnir á lyktina al' hvitlauk. Þegar hún hafði fengið nóg af að horfa á hann, fór hún að virða Paterson íyrir sér, og sér til mikillar furðu heilluðu varir hans hana. „Þegar við erum komin eina eða tvær dagleiðir, getum við reiknað meðað komast i lest seinni hluta leiðarinnar, haldið þér það ekki?” „Hafið þér aldrei alhugað landabréfið?” spurði Paterson i staðinn fyrir að svara. Portman gramdist þetta svar, en kaus að láta kyrrt liggja. Þegar hann hugsaði sig um, vissi hann vel, að mjóa járnbrautarlinan endaði uppi i fjöllunum i norðri. Samt sem áður fannst honum, að Paterson gæti ekki leyft sér að svara honum svona óskammfeilið. Allir þögðu um stund. Þau voru búin með súpuna og skeiðarnar lágu á diskunum, ekkerl raui' kyrrðina nema rödd Nadiu, sem söng burmanskt lag, dapurlegt og tilbreytingarlaust. Einmitt þá dró Tuesday tappann úr l'yrstu kampavinsflöskunni. Það heyrðist hár hvellur og frú McNairn tókst á loft, þrátt fyrir ásetning sinn gat hún ekki stillt sig um að hrópa: „Ó, ég hélt þetta væri skot.” „Þetta var bara englabarnið,” sagði frú Betteson róandi. Úr þvi að hún var nú einu sinni byrjuð að tala, gat hún ómögulega stillt sig um að halda áfram. „Hvenær haldið þér, að við ættum að leggja af stað? ” „Rétt eftir miðnættið,” svaraði Paterson. „Er ekki ástæðulaust að draga brottförina svo lengi?” „Ég hef ekki trú á, að þér eigið mikinn tima eftir, þegar þér eruð búnar að ganga frá farangrinum og brenna skjöl og þess háttar.” Fara aðrir með en þeir, sem hér eru staddir? Ég hef ungfrú Ross sér- staklega i huga.” „Ég býst ekki við að ungfrú Ross kæri sig um að koma með okkur.^. „Ég veit þaðekki, en ég tala við Fielding eftir hádegið. Ég hitti hana á leiðinni hingað Þess vegna hélt ég.... Hvað er annars um dr. Fielding og telpuna hans? Ég þarf að fá hjá honum dálitið af kólerubóluefni. Þau litu öll i einu upp úr fiskinum, sem Tuesday hafði nýlega borið fyrir þau. „Kólerubóluefni?” „Nú eruð þér að mála skrattann á vegginn, eða hvað?” sagði Betteson.” „Að visu tökum við 300 iitra af vatni með okkur,” sagði Paterson, „en þrátt fyrir það getum við ekki verið örugg.” „Ég er ennþá á þeirri skoðun, að réttast væri að aka til Mandalay,” sagði Portman. „Reynið það, ef yður langar til. Annars hélt ég, að það hefði verið útrætt i morgun.” Paterson leit i kringum sig við borðið, og augu hans staðnæmdust við andlit frú Betteson, vingjarnlegt, barnslegt og dálitið hrörlegt andlit. „Nú en...Skál, samt,” sagði Paterson og lyfti glasinu. Það leyndi sér ekki, að þeim hafði brugðið við þetta tal um kóleru. Þau dreyptu á drykknum. Glösin voru köld og þétt móða á þeim innanverðum. Séð gegnum glasið liktist kampavinið sólskini, sem þrengir sér gegnum rimlatjöld. „Þetta bragðast nú heldur en ekki vel, sagði Betteson. „Þér eruð heppinn að eiga svona góða vöru,” sagði Portman, ,, og það á þessum timum.” „O jæja, sem vinnuveitandi hefur maður ákveðnar skyldur,” svaraði Paterson. Portman sendi konu sinni þýðingarmikið augnaráð. Reyndar var þessi hádegisverður alveg með ágætum, hugsaði Portman. Súpan var fyrsta flokks, og fiskurinn var næstum eins góður og „bekcti” þótt hann væri veiddur hér niðri i fljótinu. „Bekcti” var aðeins hægt að fá á Indlandi og það var eftirlætisréttur Portmans. Þegar að kjúklingnum kom, var hann ekki harður og skorpinn eins og þegar burmönsku þjónarnir hans matreiddu, heldur mjúkur og ljós eins og hann átti að vera, og hvað gat verið heimilislegra en nellikukeimurinn i sósunni. En hann skyldi þó sitja á sér að hæla matnum. Hann ætlaði ekki að slá Paterson gullhamra að óþörfu, og svo mundi Celiu sárna það. Þeim hafði ekki orðið eins oft sundurorða af neinu og illa matreiddum kjúklingum. 1 Burma voru oftar kjúklingar á borðum en nokkuð annað,en einhverra hluta vegna, hafði Celiu aldrei tekizt að kenna þjónustufólkinu að matreiða þá á réttan hátt. Portman var feginn, að konan hans tók ekki eftir þvi, hve hann naut matarins, hún var niðursokkin i samræður við ungfrú McNairn. „Hvað ætlar þú að taka með þér, Connie? Af fötum á ég við?” Lárétt 1) Stara.- 6) Smáregns.- 8) Lausung.- 10) Blóm.- 12) Titill.-13) Eldivið.-14) Taut.- 16) Nóasonur.- 17) Mann,- 19) Arga,- Lóðrétt 2) Dýr,- 3) Hvilt - 4) Tvennd,- 5) Bál- 7) Svívirða.- 9) Maðk,- 11) Kveða við.- 15) Skrá,- 16) tlát,- 18) Eins. Ráðning á gátu No. 1249 Lárétt 1) Fákar,- 6) Sál,- 8) Dót,- 10) Afi,- 12) DL,- 13) ÆO,- 14) AAA,- 16) Úrg,- 17) Náð,- 19) Ismar.- Lóðrétt 2) Ast,- 3) Ká,- 4) Ala,- 5) Oddar,- 7) Flögg.- 9) Óla,- 11) Fær,- 15) Ans,- 16) Úða,- 18) Am,- [/ U i | 1 L i ‘/ 'L O ri íT 'V /ö ■ l/ i' 1 r, I D R E K I LAUGARDAGUR 4. nóvember 7.00 Morgunútvarp ar kl. 9.30. Létt lög milli liða. MorgunkaffiðkL 10.25: Páll Heiðar Jónsson og gestir hans spjalla um vetrardagskrána o.fl. Einnig greint frá veðurfari og ástandi vega. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Óskalög sjúklinga 14.00 Háskólahátiðin 1972: Útvarp frá Háskólabiói 15.15 islenzk hátiðartónlist 15.40 islenzkt mál 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir Stanz Árni Þór Eymundsson og Pétur Sveinbjarnarson sjá um þáttinn. 16.45 Siðdegistónleikar: 17.40 útvarpssaga barnanna: „Sagan hans Iljalta litla” eftir Stefán Jónsson. Gisli Halldórsson leikari les. (6) 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Frá Norðurlöndum Sigmar B. Hauksson talar. 19.40 i vinnustofu listamanna Þóra Kristjánsdóttir talar við Þorvald Skúlason list- málara. 20.00 Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar. 20.55 Framhaídsleikritið „Landsins lukka” eftir Gunnar M. Magnúss. 3. þáttur: Umsvif i Skagafirði. Leikstjóri: Brynja Bene- diktsdóttir Sögumað- ur/Gunnar M. Magnuss. 21.45 Göinlu dansarnir 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 4. nóvember 17.00 Endurtekið efni Horft á hljóð Fræðslumynd um hljóðið og eðli þess. Þýðandi og þulur Guðbjartur Gunnarsson. Aður á dagskrá 9. september sl. 17.30 Skákkennsla Umsjónar- maður Friðrik Ólafsson. 18.00 Þingvikan Þáttur um störf Alþingis. Umsjónar- menn. Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 1830 iþróttir Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. Hlé. 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Heimurinn minn Banda- riskur gamanmyndaflokk- ur, byggður á sögum og teikningum eftir James Turber. Christabel Þýðandi Guðrún Jörundsdóttir. 20.50 Kvöldstund i sjónvarps- sal Þáttur i léttum tón með músik og öðru skemmtiefni. Meðal þátttakenda eru Bjarki Tryggvason, Stein- unn Karlsdóttur og Sólskins bræður. 21.25 Lifsgátan Fræðslumynd um ráðgátur erfðafræðinn- ar. Er hægt að breyta erfða- eiginleikum? Verða börn framtiðarinnar „fram leidd” á rannsóknarstöfum og búin eiginleikum eftir út- reikningi tölvu? Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 21.55 úr iifi læknis (Le grand patron) Frönsk biómynd. Leikstjóri Yves Ciamti. Að- alhlutverk Pierre Fresnay. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. Myndin greinir frá yfirlækni á stóru sjúkra- húsi. Hann sinnir starfi sinu af miklum áhuga og nær at- hyglisverðum árangri i lif- færaflutningum. En heimili sinu sinnir hann miður. 23.30 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.