Tíminn - 04.11.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 04.11.1972, Blaðsíða 15
Laugardagur 4. nóvember 1972 TÍMINN 15 Ný vefstofa á Hellu SB—Reykjavik. Nýtt iðnfyrirtæki tekur til starfa á Hellu á Rangárvöllum innan skamms. Er þarna um að ræða vefstofu, sem framleiða mun fínan vefnað. Fram- kvæmdastjóri Vefstofunnar er Þorvaldur Hallgrimsson frá Akureyri. Vefstofan er hlutafélag og eru eigendur Kaupfélagið Þór og fimm einstaklingar. Samkvæmt áætlun átti vefstofan að vera tekin til starfa, en dráttur hefur orðið á komu hráefnis, sem fengið er frá Þýzkalandi. Er Þorvaldur erlendis um þessar mundir þeirra erinda að sækja efnið, sem er einkum rayon og önnur gervi- efni. Úr þvi verða ofin efni i undirföt, kjóla og gluggatjöld, svo að eitthvað sé nefnt. Tauið verður siðan væntanlega litað á Álafossi, en einnig hafa Danir boðizt til að lita það fyrir sanngjarnt verð. Vefstólar eru sex talsins, sjálf- virkir, þannig að starfsmenn verða aðeins tveir við þá. St&larnir eru keyptir frá Danmörku og eru nokkurra ára gamlir. Eftir útreikingum,sem gerðir hafa verið, ætti fram- leiðsla hinnar nýju vefstofu að verða fyllilega samkeppnisfær, hvað verð og gæði snertir. Fyrsta framleiðslan kemur væntanlega á markaðinn i desember nk. Þess má geta , að Þorvaldur Hallgrimsson hefur starfað við vefnað á Akureyri um 30 ára skeið, en undanfarin ár hefur hann verið i Danmörku að kynna sér nýjungar. „Leikur að orðum” ~ hettíð Rikisútgáfa námsbóka hefur á siðustu árum gefið út tvö hefti af upprifjunar- og vinnubókinni Leikur að orðum eftir kennarana Rannveigu Löve og Þóru Kristinsdóttir. Nú er komið út þriðja hefti þessarar bókar, og nefnist það Leikur að orðum 2. hefti A.Þetta nýja hefti er ætlað til notkunar á eftir 1. heftinu og til þess að undirbúa barnið enn betur, áður en það tekst á við samhljóðasam- böndin i næsta hefti. í þessu hefti er notkun upphafsstafa æfð ýtar- lega i léttum tengingum. Málfræðikunnátta, sem börnin ómeðvitað búa yfir, er könnuð og treyst með einföldum æfingum, t.d. eintala og fleirtala, greinir og mismunandi beygingarmyndir orða, án þess þó að orðið málfræði sé nokkru sinni nefnt. Tillögur um vinnubrögð eru á hverri blaðsiðu og geta kennarar fært sér þær i nyt eftir þörfum. Leikur að orðum er 48 bls. i stóru broti. Prentun annaðist Prentsmiðja Hafnarfjarðar hf. Yfirlýsing frá Samtökunum Framkvæmdastjórn Samtaka frjálslyndra og vinstri manna vill að gefnu tilefni lýsa yfir eftir- farandi: Landsfundur SFV, sem haldinn var 29. september — 1. október s. 1. lýsti yfir vilja samtakanna til að gerast aðili að sameiningu lýðræðissinnaðra jafnaðar- og samvinnumanna i einum stjórn- málaflokki fyrir næstu almennar kosningar. 1 þeim tilgangi kaus landsfundurinn sérstaka nefnd til að vinna að undirbúningi málsins og ræða við alla þá aðila aðra, samtök og einstaklinga, sem til slikrar sameiningar vilja ganga. Það er háð niðurstöðum þeirra viðræðna um stefnu og skipulag nýs flokks og siðar ákvörðun aukalandsfundar SFV, hvort af aðild samtakanna að sameiningu verður. Það er þvi rangt, að á landsfundinum hafi verið sam- þykkt skilyrðislaus og einhliða sameining við Alþýðuflokkinn. Að lokum hvetur framkvæmda- stjórnin til áframhaldandi og aukinna viðræðna milli þeirra aðila, sem hlut eiga að máli og áhuga hafa á sameiningu, og von- ar jafnframt, að árangur þeirra verði jákvæður. Nú er hálkan og snjórinn komin og snör handtök þarf til aö koma bílnum á snjóbarða. Viö viljum spara þér tímann og birtum hér verö á nokkrum algengum stæröum Yokohama snjóbaröa. Ef þú hefur tíma, skaltu hringja vrðar og bera saman viö aðra. Ef ekki, máttu taka orö okkar fyrir því, aö þaö er leit aó hagstæóara verói á jafn góöum snjóböröum og Yokohama. ÞÉR ERU ALLIR VEGIR FÆRIR Á YOKOHAMA Komiö inn úr kuldanum meö bíiinn á meöan viö skiptum um. HJÓLBARÐAR Höfóatúni 8-Símar 86780 og 38900 ÞM YOKOHAMA nylon- snjóbaröar, 4ra striga, fullnegldir meö Krupp snjónöglum. 520-12 Kr. 2342,- 550-12 — 2362,- 600-12 — 2411,- 550-13 — 2426,- 560-13 — 2624,- 590-13 — 2844,- 615-13 — 2731,- 612-13 — 2878,- 640-13 — 2821,- 645-13 — 2904,- 650-13 — 2845,- 700-13 — 3532,- 560-14 — 2845,- 615-14 — 3033,- 640-14 — 3230,- 645-14 — 3160,- 695-14 — 3351,- 700-14 — 3516,- 735-14 — 3812,- 560-15 — 2971,- 600-15 — 3216,- SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFELAGA • VÉLADEILD Verö meó söluskatti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.