Tíminn - 07.11.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.11.1972, Blaðsíða 1
IGNIS KÆLISKÁPAR EH RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIÐJAN SIMI: 19294 254. tölubl. —Þriðjudagur 7. nóv. —56. árg. kæli- skápar RAFTÆKJADEILD Hafnarslræti 23 Simar 18395 & 86500 HOLSKEFLURNAR GINU YFIR GRINDAVÍKURHÖFN Svona litu brimskaflarnir i Grindavik tít um hádegisbilið i gær. Brotsjórinn, sem við sjáum á myndinni, er svona 4-5 metra hár, en heimamenn sögðu, aðþegar brimið var sem mest hafi bortsjóirnir komist upp i eina 12 metra. Timamynd íií Tveggja ára og vann 356 þúsund krónur: Pabbi smíðaði fening handa stúlkunni sinni - svo að h Þau fluttust búferlum úr kaup- stað úti við sjó fyrir sem næst ein- um mánuði og settust að I fjalla- sveit, langt inni i landi. Litla telp- an þeirra er ekki nema tveggja ára, og þegar hún lagðist til svefns á sunnudagskvöldið, vissi enginn, að til neinna stórtfðinda hefði dregið. En það var ekki langt liðið á daginn i gær, er það vitnaðist, að hún var orðin forrik. Hún hafði unnið 356.500 krónur i knattspyrnugetraun. Þessi litla stúlka heitir Maria Jensdóttir og á nú heima á Hellu hrauni 7 i Mývatnssveit, For- eldrar hennar, Kristin Eggerts- dóttir og Jens Gislason, fluttust þangað frá Siglufirði i haust, ún gæti tekið þátt í getraunakeppninni eins og hinir þegar Jens fékk vinnu i Kisiliðj- unni. — Við keyptum að gamni okkar fjóra getraunaseðla, sagði Kristin i gær, er Timinn átti tal við hana. Við erum fjögur i fjölskyldunni, og það fyllti hver út sinn seðil — Maria litla lika. Pabbi hennar telgdi handa henni tening, sem hún kastar upp i loftið, og svo er fyllt út eftir þvi, hvaða tala kemur upp. Miðinn hennar var fylltur út i fjórða sinn á laugardag — sjálf kastaði hún teningnum, en ég skrifaði fyrir hana tölurnar. Svo var þetta sent, og við vissum ekki neitt fyrr en við fréttum, að hún hafi verið með ellefu rétta og unnið meira en hálft fjórða hundrað þúsund krónur. Maria litla Jensdóttir botnaði ekkert i, af hverju var svona mikil kæti i kringum hana i gær. Peningar eru ekki fyrir- ferðarmikill þáttur i lifi hennar enn sem komið er. Hún veit bara, að mamma er glöð, þegar hún er væn stúlka, og það hefur stundum verið glatt á hjalla, þegar hún hefur verið að kasta teningnum sinum. — En þvi er ekki að leyna, sagði móðir hennar, að þetta kemur sér vel fyrir okkur. Við ætluðum ekki að setjast að fyrir fullt og allt hér i Mývatnssveit, heldur flytjast aftur til Siglu- fjarðar. Þess vegna vorum við búin að kaupa þar hús, og nú eignast Maria litla hlut i húsinu, og allt verður léttara en annars hefði orðiðl Bátur upp á hafnargarð í Grindavík - trilla sökk á Stokkseyri ÞÓ—SB—Reykjavik. i óveðrinu, sem geysaði I fyrri- nótt, var foráttubrim viða við suðurströndina. Á Stokkseyri sökk tiu lesta trillubátur við bryggju, og i Grindavik gekk sjór hátt á land og olli þar talsverðum usla.Þar kastaðist vélbátur upp á bryggjuhaus, en sogaðist svo út aftur, og fiskverkunarhús laskað- ist. 1 Grindavik var sjógangur mestur frá klukkan sex til átta i gærmorgun, og er hætt við, að verr hefði farið, ef sjóvarnar- garðarnir, sem gerðir voru þar i sumar, hefðu ekki verið komnir. Grindvikingar, sem við hittum að máli þar syðra i gærmorgun, sögðu okkur, að ölduhæðin hefði sennilega verið um tólf metrar, þegar verst lét, og gengu hol- skeflurnar þá óbrotnar alveg inn á garðana. Röskuðust þeir litil- lega og stórgrýti hentist upp á gamla hafnarbakkann. Það var fiskverkunarhús Hóps h.f., sem laskaðist, enda gekk sjórinn alveg upp að þvi og fisk- verkunarhúsi Þorbjarnar h.f. Þarna voru einnig sildarsöltunar- plön og lágu tómar sildartunnur á við og dreif um allt, innan um grjót og þang, sem sjórinn hafði borið á land. Verkinu ekki lokið — og þá fór svona. Fyrstan manna i Grindavik hittum við Guðmund Þorsteins- son, framkvæmdastjóra Hóps, og var hann að vinna við fisk i hús- inu, ásamt starfsfólki sinu. Hann sagöi að meira en litið hefði geng- ið á, er sjórinn skall á framhlið hússins á flóðinu um morguninn. Búið var að steypa hluta af fram- hliðinni, en þar sem bárujárnið Framhald á bls. 13 Heilsuhæli í Skjaldarvík Eins og kunnugt er, þá getur heilsuhælið i Hveragerði ekki tekið á móti nema hluta af þvi fólki, sem sækir þar um vist. Þörf er á nýrri svipaðri stofnun. Af þessari ástæðu ákvað Náttúru- lækningafélag Akureyrar á siðastliðnu ári að beita sér fyrir byggingu heilsuhælis á Norður- landi og hóf þegar fjársöfnun I þvi skyni. Nokkuð hefur verið rætt um staðarval fyrir hælið og komu einkum til greina þrir staðir: Skjaldavik við Eyjafjörð, Mý vatnssveit og Laugarbakki i Mið- firði. Hafði bæjarstjórn Akur- eyrar boðið land undir hælið i Skjaldarvik og að gefa eina mill- jón til byggingarinnar, ef hún yrði reist i Eyjafirði. Þá hafði og verið boðið land undir bygginguna á hinum stöðunum. Fjölmennur fundur var haldinn i NLKA. i Amaróhúsinu þann 3. nóv. s.l. Formaður félagsins, Framhald á bls. 19 Staðarberg GK 350 hentist upp á bryggjuna f Grindavfk f óveðrinu f gærmorgun. Báturinn er 70 smálestir að stærð, og mun hann vera nokkuð skemmdur eftir. Staðarberg hét áður Arnfiröingur. — Tima- mynd GE.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.