Tíminn - 07.11.1972, Page 3

Tíminn - 07.11.1972, Page 3
Þriðjudagur 7. nóvember 1972 TÍMINN 3 Úttekt á Mbl. Mikill skjálfti er nú i her- búðum Sjálfstæðisflokksins og menn eru teknir að hervæðast fyrir Landsfundinn, sem verð- ur i vetur. Enn eitt dæmið kemur fram i opnu bréfi, sem Eilert Schram skrifar Eykon, ritstjóra Mbl., og birtist sl. sunnudag. Þar lýsir Ellert þvi, bvernig Mbl. er misnotað af ritstjórninni til að mismuna mönnum og skoðunum innan flokksins og notað pukrunar- laust sem valdatæki i innan- iiokksátökum. Ellert segir m.a.: ,,Sá „stóri og voldugi” Sjálf- stæðisflokkur fær inni fyrir náðog miskunn vilviljaðra rit- stjóra. Þannig eiga þingmenn flokksins undir þingfréttarit- urum, hvort málflutningur þeirra kemst til skila, og málssvarar Sjálfstæðisflokks- ins eru háðir mati og jafnvel duttlungum ykkar á rit- stjórnarskrifstofunum, hvort stefna flokksins er túlkuð — og hvernig hún er túlkuð. Okkur er báðum kunnugt um, að þetta ástand hefur oft og einatt valdið kurr I flokkn- um sjálfum. Þessu til viðbót- ar, segja sumir, að ritstjórn blaðsins geri skoðunum mis- munandi hátt undir höfði, að skoðanir ritstjoranna séu ekki spegilmynd af skoðunum þess brciða hóps, sem styðji flokkinn, að flokkurinn sitji tiðum uppi með stefnu, sem inótuð er og mörkuð er af ykk- ur á ritstjórninni, frekar en þeim, sem til þess eru valdir ai' flokksmönnum sjálfum”. En við þetta er aðeins þvi að hæta, að Mbl. mismunar að sjálfsögðu enn meir málefnum og mönnum að eigin geðþótta I almennum fréttaflutningi, ekki siður cn skoðunum og mönnum innan Sjálfstæðis- flokksins. „Fólkið velur borgarstjórann” í siðustu borgarstjórnar- kosningum var það lielzta áróðurstromp Sjálfstæðis- flokksins, að fólkið ætti að velja borgarstjórann. Minni- hlutaflokkarnir byðu ekki upp á neitt borgarstjóraefni. Sjálfstæðisflokkurinn byði upp á (íeir Ilallgrimsson og hann lýsti þvi yfir , að hann kysi ekkerl frekar en að fá að þjóna fólkinu i Reykjavik i næstu 4 ár sem borgarstjóri. Það er fólkið, sem velur borgarstjór- ann sagði Mbl. Og fólkið valdi borgarstjórann og treysti orð- um hans um að hann sæti út kjörtimabilið. Nú hefur Geir sagt af sér störfum. Innanflokksátökin eru mikilvægari loforðum gef- in Reykjvíkingum. Atta Sjálf- stæðismenn komu saman og völdu eftirmann hans í kyrr- þey. Farið var með valið á eftirmanninum með hinni mestu leynd. Það mátti ekki spyrjast úr. Það kynni að vera að fólkið hefði aðrar skoðanir, sem kynnu að vaida truflun i innsta hring Sjálfstæðisflokks- ins. Ef Geir og Sjálfstæðisflokk- urinn hefðu lifað eftir kenn- ingunni frá siðustu kosningum um að fólkið ætti að velja borgarstjórann, hcfði Sjálf- stæðisflokkurinn efnt til funda með borgarbúum til að ráðg- ast við þá um val borgarstjór- ans. Svo var ekki gert. Það var átta manna klika i Sjálf- stæðisflokknum, sem styðst við minnihluta atkvæða i Reykjavik, sem út um valið gerði. En viti menn. Þegar þessar ráðstafanir eru um garð gengnar boðar borgarstjórinn til margra funda með Reyk- vikingum. Ekki til að ráðgast við fólkið um eftirmanninn. Nei. Fundirnir eru til þess að Framhald á bls. 19 Ódýr fargjöld fjölgafélögum Norræna félagsins Félagar i Norræna félaginu i Reykjavik eru nú komnir á 6. þús- und. I deildunum i Kópavogi og Hafnarfirði eru þeir á þriðja hundrað. Mjög mikil aukning hef- ur orðið á félagatölu i deildum Norræna félagsins á undanförn- um árum. Hin lágu fargjöld til Norðurlanda eiga sjálfsagt sinn þátt i þvi, þar eð afsláttur á far- gjöldum er háður þvi, að fólk sé i Norræna félaginu. Á þessu ári samþykkti sænska þingið að veita 60 þús. sænskar krónur til eflingar menningar- samskipta Svia og tslendinga. Frumkvæði að þessari rausnar- legu fjárveitingu átti rithöfundur- inn Per Ólaf Sundmann, mikill ts- landsvinur, er tekur öflugan þátt i norrænu samstarfi. Hann er þing- maður Miðflokksins sænska. Fé úr sjóðnum er ráðstafað af Nor- ræna félaginu i Sviþjóð i samráði við Norræna félagið hér heima. Af þessu fé hafa verið veittir styrkir, til námskeiðs Norræna félagsins og Bókavarðarfélags ts- lands. sem haldið var i Norræna húsinu i sept. s.l. Hér var nýlega á ferðinni hýbýlafræðingur sænskur Lis Granlund og hefur haldið fyrirlestur i Norræna hús- inu um búnað húsa i Sviþjóð. Hún naut styrks af nefndu fé. Þá er i ráði að tslendingar ferðist til Sviþjóðar á vegum norrænu félaganna til fyrirlestrahalds. Sýning á islenzkum handritum stendur nú yfir i Stokkhólmi i Nordiska museet og nýtur hún framlaga frá sænska menningar- sjóðnum. Stuðningur í landhelgismálinu Þann 23september sl. hélt sam- bandsstjórn norrænu félaganna finnsku (Pohjola-Norden) árs- fund sinn i Kuopio i Finnlandi. Meðal fjölmargra samþykkta fundarins var ein, sem varoar hagsmunamál okkar Islendinga, landhelgismálið. Sambandsstjórnin lýsti þvi yfir að hún virti aðgerðir tslendinga i landhelgismálinu bæði með það i huga, að verið væri að vernda það næringarforðabúr heimsins, sem hvildi á islenzka landgrunninu og einnig lýsti sambandsþingið yfir skilningi sinum og stuðningi við aðgerðirnar á þeim forsendum, að tslendingar væru með þeim að tryggja, áframhaldandi tilveru sina. Norræna félagið hefur sent sambandsstjórn Pohjola-Norden þakkarbréf fyrir velvild þeirra og skilning á þessu hagsmunamáli tslendinga. Ekkí bæjar- verkfræðingur Björn Einarsson tækni- fræðingur vill vekja athygli á þvi vegna orðlags i fréttagrein i blaðinu að hann er ekki bæjarverkfræðingur i Kópavogi, heldur forstöðumaður upplýs- inga- og framkvæmdastofnunar vegna miðbæjarfram- kvæmdanna. bankinn rr baklijarl 'BÍNAÐARBANKINN —• Og þá er að bjóða i þennan, ætli það sé ekki nóg að setja á hann svona 150 þúsund? ÞAR SELST ALLT SEM SNÝST Úr vinnusal stórgripasláturhússins. Það var sýnilega eitthvað mikið um að vera i portinu hjá Inn- kaupastofnun rikisins við Borgar- tún,er við áttum leið þar framhjá s.l. föstudag. Við brugðum okkur inn til að kanna málið og komumst að þvi, að þarna fór fram uppboð á 21 bil, sem höfðu verið i eigu rikisins. Ekki var betta bó uDóboð, eins og þau einu sönnu nefnast, heldur voru menn að skoða bilana og gera skrifleg tilboð i þá. Or þessum tilboðum er siðan lesið og þau hæstu tekin, þ.e.a.s. ef bjóðandinn fellur þá ekki frá boðinu. Það var litrikur hópur, sem var að skoða bilana,þegar okkur bar að garði. Mest bar þó á mönnum, sem sýnilega unnu við bilavið- gerðir eða önnur óþrifleg störf, en þó mátti sjá einn og einn i hvitri skyrtu og með bindi inn á milli. Maður var fljótur að sjá þá út, sem eitthvert vit höfðu á þessum málum. Fyrir það fyrsta voru þeir óhreinir upp fyrir haus og þeir voru ófeimnir við að skriða undir bilana, hrista þar allt og skaka og gramsa siðan i vélinni, svo að hún stóð næstum gljáfægð eftir. Hinir létu sér aftur á móti nægja að skoða bilinn að innanog reka puttana á stöku stað i brettin eða hliðarnar. Einstaka var svo hugaður að sparka i dekkin og skella hurðunum, en siðan var tekið til við að fylla út uppboðs- plöggin. Sumir höfðu náð sér i marga miða, og skrifuðu án afláts verð, sem þeir töldu sanngjarnt. Mátti þar sjá allt frá 200 þúsund krónum niður i 5 þúsund krónur og allir töldu sig þar með vera að setja rétt verð á vöruna. Rétt fyrir klukkan 5 var hætt að taka á móti,og var þá farið að opna kassann, sem uppboðs- miðarnir höfðu verið settir i. Unnu þrir menn við það starf, enda miðarnir á milli 500 og 1000 talsins. Þeim var raðað upp og siðan lesin upp 5 hæstu tilboðin i hvern bil. Fjöldi manns var við- staddur þessaa upptalningu og hristu „sérfræðingarnir” höfuðið hver i kapp við annan þegar tölurnar voru lesnar, enda sumar anzi háar fyrir lélega bila. A mánudaginn var unnið að þvi að láta þá vita, sem áttu hæstu til- boðin, en þegar við höfðum sam- band við Innkaupastofnunina siðar um daginn, kom i ljós, að aðeins tveir bilar af þessum tuttugu og eina voru farnir. Hæstu bjóðendur i hina bilana höfðu Nýtt sfórgripa- sláturhús á Húsavík Þann 25. október s.l. tók Kaupfélag Þingeyinga I notkun nýtt stórgripasláturhús. Þessi starfsemi er i sömu byggingu og sauðfjársláturhúsið, en það var tekið i notkun i fyrrahaust. Þetta nýja stórgripasláturhús var skipulagt og teiknað af teikni- stofu Sambandsins, en iðnaðar- menn i Húsavik hafa unnið við framkvæmdirnar. Húsið er vel búið tækjum og biður upp á hið fullkomnasta hreinlæti. Möguleikar eru til að geyma gripakjötið dögum saman, i réttu hita- og rakastigi, fyrir frystingu, en um það eru mjög sterkar óskir, sérstaklega frá hótelunum og ýmsum verzlunum. Gerð og fyrirkomulag stór- gripasláturhússins er við það miðað, að þar geti unnið aðeins tveir menn eða allt að tólf, eftir þvi sem þörf er á. fallið frá tilboðum sinum og verið var að ná i næstu menn. Að sögn Gunnars Óskarssonar fulltrúa hjá Innkaupastofnuninni, eru svona uppboð haldin 4 til 5 sinnum á ári og þá seldir á milli 15 og 20 bilar i hvert sinn. Verðið er misjafnt, þvi bilarnir eru eins misjafnir og þeir eru margir. Sumir fara á aðeins 10 til 15 þús. krónur og eru allir bilarnir borgaðir á staðnum, þvi að þeir eru seldir gegn staðgreiðslu. Allt gengur út á þessum uppboðum. og er það afar sjáldgæft, ef ein- hver bill selst ekki. Menn hafa gaman af þvi að bjóða i bilana og skoða þá, og aldrei er hörgull á kaupendum — þvi að allir gera góð kaup. Starfsmenn Innkaupastofnunarinnar yfirfara tilboðin, en þau skiptu hundruðum i þetta sinn. (Tfmamyndir GE)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.