Tíminn - 07.11.1972, Síða 6

Tíminn - 07.11.1972, Síða 6
6 TÍMINN Þriðjudagur 7. nóvember 1972 Nú standa yfir hausthreingcrningar á vegum borgarinnar. Blómin, sem verið hafa vegfarendum til augnayndis i sumar, eru fölnuð, og starfsmenn borgarinnar hreinsa nú tii i beðunum og búa þau undir næsta sumar. iiannes Ilafstein horfir hér á tiltektirnar við Stjórnarráðið. Tímamynd Gunnar. VETRARSTARFSEMI PÓLY- FÓNSKÓRSINS AD HEFJAST Mörgum Ileykviking- um mun i fersku minni flulningur Fólýfónkórs- ins á Mattheusarpassiu liaehs i Háskólabiói um siðustu páska. Var verk- ið ílutt þrisvar við hús- fylli, og hlutu flytjendur mikið lof, en þeir voru um 200 talsins. Allmarg- ir söngvaranna voru nemendur Kórskóla Pólýfónkórsins, sem helur nú starfað i tvo vetur með ágætum árangri og um 200 tnanns stundað þar nám i söng, nótnalestri og kórsöng. Nýtt námsskeið hefst hjá Kórskólanum næstkomandi mánudagskvöld og stendur i 10 vikur. Kennslan fer fram i Voga- skólanum eins og æfingar kórs- ins, og er kennt 2 stundir i senn á mánudagskvöldum. Kennslan er fólgin i að læra rétta öndun og undirstöðu réttrar raddbeitíngar, kennd eru undirstöðuatriði tón- listar, taktæfingar, heyrnarþjálf- un, nótnalestur og nótnaskrift, en mjög heíur þótt skorta á að fólk, sem áhuga hefur á söng, hafi hlot- ið slika undirbúningsmenntun. Inntökuskilyrði eru engin, enda er kennslan i upphafi miðuð við byrjendur, þótt þeir, sem talsvert hafa lært, telji sig hafa haft henn- ar mikil not á þeim námskeiðum, sem haldin hafa verið til þessa. Kennarar verða hinir sömu og i fyrra, Ingólfur Guðbrandsson, söngstjóri, Ruth 'Magnússon, Einar Sturluson og Lena Rist. Þarna gefst almenningi tækifæri til að búa sig undir þátttöku i kór- starfi, og þannig hefur t.d. mörg- um opnazt leið inn i Pólýfónkór- inn. Gert er ráð fyrir að nemend- ur Kórskólans séu á aldrinum 16- 40 ára. Krægir einsöngvarar á jólaora- loriu Hachs. Nýlega hófust æfingar á jólaóratoriu Bachs, sem flutt verður af Pólýfónkórnum, ein- söngvurum og hljómsveit milli jóla og nýárs. Mikil eftirvænting rikir vegna þessar hljómleika, en þá fær kórinn til liðsvið sig fræga erlenda einsöngvara, þau Neil Jenkins, tenor og Söndru Wilkes, sópran, sem sungu hér i Austurbæjarbiói i september og hlutu frábærar undirtektir áheyr- enda og gagnrýnenda. Mun það mörgum tilhlökkunarefni að heyra Neil Jenkins i hlutverki guðspjallamannsins, en hann er nú af mörgum talinn fremsti órtoriutenór Breta og arftaki Pet- er Pears. Kórinn mun gefa út sér- stakt jólakort, sem verður jafn- framt aðgöngumiði að hljómleik- unum og er hin ákjósanlegasta jólagjöf. Hefst sala þeirra i byrj- um desember. Sönglör til útlanda að sumri og plötuúlgáfa. Pólýfónkórinn hefur þrisvar fariði söngferðir til Evrópulanda, siðast 1970 til Austurrikis. Enn hefur kórnum verið boðin þátt- taka i stærsta söngmóti Evrópu, Europa Cantat, sem haldið er þriðja hvert ár og fer næst fram i Frakklandi. Jafnframt hefur kór- inn i huga að syngja á hljómplötu i utanferðinni, en margir sakna þess, að söngur þess kórs, sem haldið hefur upp einna umfangs- mestu söngstarfi hér á landi, skulu ekki enn fást á hljómplötu og sjaldan heyrast i útvarpi. Jafnvel girðingar- staurarnir málaðir tima, þegar unglingar höfðu litið að gera, að þeir máluðu þessa girðingarstaura. og svo hefur flogið fiskisagan og þetta ein- hvernveginn komist ihámæli.En það má áreiðanlega finna eitt- hvað áþekkt annars staðar. Þar eru bara notuð nýju fúavarn- arefnin, sem eru i rauninni betri, þótt þau vekji kannski ekki eins mikla athygli við fyrstu sýn — málningin vill flagna af trénu eins og allir vita. Þess vegna væri það ranglátt að hampa mér sérstaklega, sagði bóndi, og þess vegna bið ég ykkur að sleppa að minnsta kosti nöfn- um. Eindregnar óksir hógværra manna verður að virða. Bær þessa manns talar eftir sem áður sinu máli. — J.H. Kyrir nálega heilli öld orti eitt þjóðskáldanna um bændabýlin þckktu, sem stóðu undir hliðar- brckkum með livit stofuþil og likt og buðu gestum heim. Þessi hvitu stofuþil voru vitnisburður þess Handy (er til) pappírs HANDÞURRKUR á alla vinnustaði Á. A. PÁLMASON Simi 11517 tima um hýbýlaprýði og ræktar- seini við heimilið. Þessi geðþekkta mynd hefur varðveitzt i huga landsmanna og I söng á vörum þeirra. En svo er fyrir að þakka, að einnig nú eru til sveitabæir, þar sem svo er um allt höndum farið, að samtiðar- skáldin ættu að festa það i minni óborinna kynslóða. Einn þeirra bæja, sem dregur að sér auga vegfarandans, er i Hvitársiðu. Þar hafa jafnvel girð- ingarstaurarnir meðfram ak- brautinni heim að bænum verið málaðir. En þegar við töluðum við bóndann á þessum bæ, svar- aði hann aðeins: — Ég vil ekki, að það sé verið að nafngreina mig i blöðum af þessu tilefni. Það var einhvern íslenzkt slökkvilið hlaut 1. verðlaun f alþjóðlegri keppni Klp-Reykjavik Á föstudaginn var i 250 manna hófi á Kefla vikurf lugvelli, slökkviliði Keflavikurflugvallar afhent fyrstu verðlaun i keppni á vegum alþjóölegu brunamála- stofnunarinnar. Eru þessi verð- laun veitt fyrir þjálfun og störf slökkviliðs, svo og cftirlit og kynningu brunavarna. Þetta er ekki i fyrsta sinn sem slökkviliðið á Keflavikurflugvelli fær verðlaun i þeim flokki, sem það telst til. Hefur það áður fengið ýmislegar viðurkenningar fyrir eldvarnir, þjálfun liðsins og annað. En þetta er i fyrsta sinn, sem það hlýtur þessi eftirsóttu verðlaun, sem um 60 stöðvar viðsvegar um heim kepptu um. Afhending verðlaunanna, fór fram i slökkvistöðinni, sem var fagurlega skreytt i tilefni dagsins. Voru þar staddir starfs- menn stöðvarinnar ásamt eigin- konum svo og aðrir islenzkir og bandariskir gestir. Ræður fluttu capt. McDonald yfirmaður flota- stöðvarinnar Páll Ásgeir Tryggvason, formaður vara- málanefndar og Bealing aðmiráll, sem afhenti Sveini Eirikssyni, slökkviliðsstjóra verðlaunin, sem er fagur áletraður skjöldur. Allir ræðu- mennirnir báru lofsorð á slökkvi- liðið og þökkuðu þvi frábær störf á liðnum árum. Sveinn slökkvi- liðsstjóri þakkaði hólið og beindi siðan orðum sinum til sinna manna og þakkaði þeim fyrir góða samvinnu og dugnað i starfi. Það kom fram hjá ræðu- mönnum, að tjón af völdum elds- voða á Keflavikurflugvelli á árunum 1951 til 1961 hefði numið árlega um 75 þúsund Bandarikja- dölum. Þegar sjóherinn hefði svo tekið við yfirstjórn á Keflavikur- flugvelli árið 1961 hefði hann fljót- lega stofnað slökkvilið, sem aðal- lega hefði verið skipað ís- lendingum og undir stjórn Sveins Eirikssonar. Hafði það unnið vel og skipulega að eldvarnareftirliti á vellinum og verið sérstaklega vel þjálfað af yfirmönnum þess. Sem dæmi mætti nefna, að á árunum 1961 til 1971 hefði tjón af eldsvoðum hrapaðniður i um 5000 dali á ári, og á siðasta ári hefði tjónið aðeins numið 200 Banda- rikjadölum. Væri varla hægt að ætlast til minna á jafn umsvifa- miklu svæði og Keflavikurflug- völlur væri. Að lokinni afhendingu verðiauna til slökkviliðsins á Keflavikurflug- velli. Talið frá vinstri: Capt. McDonald, Sveinn Eiríksson siökkviliðs- stjóri og aðmir. Bealing með verðlaunaskjöldinn á milli sin og Páll Ásgeir Tryggvason, formaður varnamálanefndar. Nýr blaðafull- trúi hjá Menn- ingarstofnun Bandaríkjanna ÞÓ—Reykjavik Hörður H. Bjarnason, hefur verið ráðinn blaðafulltrúi við Menningarstofnun Banda- rikjanna i stað Ólafs Sigurðs- sonar, sem tekið hefur við störfum hjá F.t.L. Hörður er fæddur i Reykjavik 1944, og lauk hann stúdentsprófi árið 1965 frá Menntaskólanum i Reykjavik. Hörður hóf siðan nám við Macalester College, St. Paul, Minnesota i ársbyrjun 1968 og lauk þaðan BA-prófi 1970.Fram- haldsnám i alþjóðasamskiptum og alþjóðalögum lagði Hörður stund á við Minnesotaháskóla frá 1970, og lauk hann M.A. prófi þaðan i september s.l. Þar tók hann blaðamennsku sem aukafag jafnframt aðalfögum. Með námi sinu við Minnesota- háskóla stundaði Hörður rann- sóknir á alþjóðasamskiptum og á vegum Midwestern Universities Consortium og var ráðinn sem aðstoðarkennari við háskólann. liörður H. Bjarnason. BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA S6NDIBIL ASTOÐIM Hf EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.