Tíminn - 07.11.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.11.1972, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 7. nóvember 1972 TÍMINN 7 Framlög til hjálparstarfs íSúdan Yfirmaður Flóttamannahjálp- ar Sameinuðu þjóðanna, Sadruddin Aga Khan prins skýrði frá þvi fyrir skömmu, að rikis- stjórnir og ýmis samtök hefðu nú lagt af mörkum 900 milljónir króna til hjálparstarfsins i Súdan, þar sem loftbrú hefur verið mynduð til að flytja matvæli til bágstaddra flóttamanna i suður- hluta landsins. Hann skýrði enn- fremur frá þvi að enn skorti mikið á að fjárþörfinni væri fullnægt, — það vantaði að minnsta kosti 2200 milljónir króna. Rikisstjórnir Norðurlandanna hafa lagt fram allmikið fé til hjálparstarfsins. Frá Danmörku hafa komið um 30milljónir króna, frá Sviþjóð rúmlega 50 milljónir, frá Noregi 9 milljónir og frá Finn- ☆ landi um 24 milljónir. Þar að auki hefur norska Flóttamannaráðið lagt fram 18 milljónir króna og Spænski Rauði krossinn 6,8 millj- ónir króna. Þá hefur danska leiguflug- félagið Sterling Airways lánað þrjár flugvélar af gerðinni DC6B til hjálparstarfsins i 10 mánuði. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna þarf aðeins að greiða laun flugmanna og rekstrar- kostnað, en ekki leigu fyrir flug- vélarnar. Talsverðum hluta matvælanna, sem flutt eru til Suður-Súdan er varpað niður i fallhlifum, þar sem ekki eru flugvellir fyrir hendi. Hjálparsamtök hafa nýlega af- hent Flóttamannahjálpinni tvö þúsund fallhlifar til notkunar i þessu skyni. Talið er að um 500 þúsund manns hafi misst heimili sin i borgarastriðinu i Súdan sem staðið hefur i 17 ár, og ennfremur ☆ að 180 þúsund Súdanir séu nú flóttamenn i grannlöndunum. 1 ágúst og september er búizt við að margt af þessu fólki snúi heim að nýju og geta þá skapazt mikil vandamál, sem leysa verður, ef friður á að haldast i landinu. ☆ Reglur um notkun endurvarpshnatta Utanrikisráðherra Sovétrikj- anna, Andrei Gromyko, hefur farið fram á, að á næsta alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna verði settar reglur um notkun endurvarpshnatta til beinna sjón- varpssendinga. Ráðherrann tók fram, að i þess- um reglum yrði meðal annars að felast, að ekki yrði hægt að sjón- varpa til annarra landa um endurvarpshnetti nema með þeirra samþykki. ☆ Samvaxnir tviburar. Þessir samvöxnu tviburar fæddust 28. október s.l. á sjúkrahúsi á Formósu. Tviburarnir eru nú á sérstakri barnadeild i Háskólasjúkra- húsinu. Brjóstkassar þeirra eru ☆ I.ærir að stjórna heimsveldi Prinsinn af Wales þarf margt að læra áður en hann sezt i hásætið. Meðal annars þarf hann að kunna góð skil á hinum ýmsu greinum hernaðarlistar og hefur hann til dæmis fengið all- samvaxnir, en börnin eru bæði við góða heilsu eftir atvikum. Læknar munu athuga gaum- gæfilega.hvort hægt verður að skera börnin sundur. Fer það eftirþvi hvort báðir tviburarnir hafa fullkomin hjörtu og lungu og að hvað miklu leyti liffæri þeirra eru samvaxin. ☆ góða þjálfun i að stjórna orustu- þotum. Nýverið var hann á ferð i Vestur-Berlin og heimsótti þá bækistöðvar brezka hersins þar. Var prinsinn þar i þrjá daga að heræfingum i námunda við Ber- linarmúrinn og lærði þar með meiru, að skjóta af eldflaugna- byssu, sem ætluð er til að granda skriðdrekum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.