Tíminn - 07.11.1972, Síða 10

Tíminn - 07.11.1972, Síða 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 7. nóvember 1972 flEIWC ■ x Gunnar II. Agústsson hafnarstjóri i Ilafnarfiröi i Straumsvikurhöfn,sem er fullkomnust islenzkra hafna í Hafnarfirði er ein elzta og bezta höfn landsins, og þar hefur verið mikill verzlunarstaður um aldir. Glóandi hraunflóð hefur einhvern tima endur fyrir löngu steypzt þar fram af sjávar- bakkanum, storknað skyndilega, er það minntist við hafið, og myndað með þvi aðdjúpa höfn, sem einnig var vel skýlt i hraun- krikanum. Menn hafa snemma uppgötvað kosti hafnarinnar, svo snemma, að firðinum hafði þá ekki enn verið gefið nafn — það veitti höfnin honum fyrst, enda ekki óeðlilegt að hann flikaði þvi bezta, sem hann hafði upp á að bjóða. Siðan hefur Hafnarfjörður og nafngjafi hans mjög komið við sögur, þótt fátt eitt sé hægt að telja hér. En leitum nú aftur til upphafs tslandsbyggðar. Herjólfshöfn hin forna f Hauksbókartexta Landnámu segir svo um brottför Hrafna- Flóka og förunauta hans, sem aðeins þrir eru nafngreindir, frá tslandi: „Þeim beit eigi fyrir Reykjanes, og sleit frá þeim bátinn og á Herjólf, — hann köm i Herjólfshöfn. Flóki kom i Hafnar fjörð, — þeir fundu hval á eyri einni út frá firðinum og kölluðu þar Hvaleyri — þar fundust þeir Herjólfur. Um sumarið sigldu þeir til Noregs. Flóki lastaði mjög landið, en Herjólfur sagði kost og löst af landinu, en Þórólfur kvað drjúpa smjör af hverju strái á landi þvi, er þeir höfðu fundið, — Grlska flulningaskipið KEA I Straumsvikurhöfn, hingað komið meö 22.0(10 tonn af súráli beint frá Astraliu. KEA er tuttugasta súrálskipið, sem hingað kemur. Fyrsta flotbryggja á islandi, áður Hótel Vikingur á Hlíðarvatni. þvi var hann kallaður Þórólfur smjör.” Nú er hin forna Herjólfshöfn týnd, eða a.m.k. nafnið, en ekki er fjarri lagi að ætla, að það sé ein- mitt hún, sem gefið hefir firðinum nafn, og höfnin i Hafnarfirði heiti að réttu Herjólfshöfn. Það nafn ætti að athuga, og hvort ekki væri rétt að taka það upp að nýju. Það eykur tilkomuleik hafna eins og annars, er þær fá sin sérstöku nöfn, eins og t.d. Friðarhöfn i Vestmannaey jum. Ef til vill. hefur Herjólfur kynnzt i Hafnarfirði einhverju þvi, er kom honum til að lita á landið undir viðara sjónarhorni en skipstjóri hans. E.t.v. hefur hann fyrstur uppgötvað kosti haínarinnar og fiskimiðin skammt undan og séð hversu vel hún myndi liggja við verzlun er land færi að byggjast. Undir hamrinum væri skjólgott og hlý- legt, og hinn ánægjulegasti bú- staður. Ekki er þess getið, að hann hafi átt afturkvæmt i fjörðinn, en snemma er getið um skipakomur þangað og umfangs- mikla verzlun, einkum þó eftir að erlendar þjóðir tóku að sælast eftir verzlun við fslendinga. Englendiiigar og Hansa- menn i Hafnarfirði. Þegar liður á miðaldir fara er- lend stórveldi mjög að lita hýru auga til fslandsverzlunar og hinna gjöfulu fiskimiða við strendur landsins. Þótt Hansa- menn væru Englendingum sterk- ari i verzlunarmálum og hefðu flestir hinna betri hafna á sinu valdi, voru Englendingar betri fiskimenn og gátu rekið nokkra verzlun einkum þó á hinum minni höfnum. Ein aðaiverzlunarhöfnin á þessum tima var i Hafnarfirði, og þaf er vitað, að fyrsti enski kaupmaðurinn, sem hingað sigldi, hafði aðsetur. Siðan er alloft getið um verzlun Englend- inga þar. Nefndist verzlunar- staður þeirra Fornubúðir og munu hafa staðið i Háagranda undan Oseyri. Róstusamt var löngum með enskum og þýzkum hér við land og brugðu Englendingar m.a. á það ráð, er við þekkjum enn i nú- tiðinni, eða að veita skipum sinum herskipavernd. Þjóð- verjar höfðu höfn i Straumi, en fiskiskip Englendinga héldu sig gjarnan við Hafnarfjörð. Reyndu þýzkir allt hvað þeir gátu að koma þeim þaðan og kom til bar- daga vafalaust oftar en einu sinni. Þarsem nú heita Jófriðarstaðir og klaustrið stendur, munu áður hafa heitið Ófriðarstaðir og dregið nafn af bardaga milli Hansamanna og Englendinga einhvern tima á árunum milli 1480 og 1490. Um það leyti munu enskir hafa hrökklast burt úr firðinum, og réðu Hansamenn þar siðan lögum og lofum fram að einokun, en munu þó hafa hafzt við eitthvað fram yfir 1602. Varð staðurinn mjög þýzkur á þessum tima, eins konar Björgvin Islands, þótt eigi gæti þeirra áhrifa lengur. Hafnarfjöröur áokkaröld. Upphaf islenzkrar togaraút- gerðar var frá Hafnarfirði, þótt

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.