Tíminn - 07.11.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 07.11.1972, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 7. nóvember 1972 TÍMINN 11 HOFN rVNDI rt Ágústsson r Sigurðsson langt fram eftir þessari öld væri staðurinn að hluta i höndum brezkra útgerðarmánna, en af þeim munu Hellyersbræður nafn- togaðastir. Coot, fyrsti togarinn, sem islendingar gerðu út strand- aðisuður á Vatnsleysuströnd, þar sem enn má sjá ketilinn úr honum. Þvi betur urðu þau ekki enda- lok togaraútgerðar frá Hafnar- firði, en á henni hefur mikill hluti atvinnulifsins byggst fram til þessa, og enn er von á áframhaldi i þá átt, þvi að senn mun von á nýjum skuttogara frá Spáni. Er það Júni hinn nýji, eign Bæjarút- gerðar Hafnarfjarðar, en lang- stærsta útgerðin hefur verið rekin á hennar vegum og gengið vel. Er þáttur Bæjarútgerðarinnar i atvinnulifi Hafnarfjarðar ó- metanlegur. Auk Bæjarútgerðarinnar má nefna fyrirtækin Venus Óseyri, Einar Þorgilsson og co., Hreifa, Fiskverkun Bessa Gislasonar Ishús Hafnarfjarða-, Norður- stjörnuna og Lýsi og Mjöll h.f. sem öll reka umfangsnn ;la starf- semi við höfnina, ásamt fleiri, sem of langt yrði upp að telja. blaðamenn Timans voru staddir i 'Er blaðamenn Timans voru staddir i Hafnarfirði fyrir skömmu gekk mikið á við höfniná. Þar voru þá staddir bandarisku isbrjótarnir, sem mjög hefur verið getið i fréttum, en það munu vera fyrstu banda- risku herskipin, sem koma til Hafnarfjarðar. Þá var þarna pólska þjónustuskipið Levanter að landa smokkfiski frá Ný- fundnalandi i beitu handa Islend- ingum. Fiskiskip bæjarbúa lágu nokkur við festar og bjuggust til veiða. Þeirra á meðal voru Eld- borg, stærsta fiskiskipið, sem smiðað hefur verið hérlendis til þess. Haukanes lá þarna einnig undir einhverjum viðgerðum eða breytingum. Enn mátti sjá þarna nýjan bát, Borgþór GK 100 rétt kominn á flotfrá skipasmiðastöð bæjarbúa, Bátalóni, en það fyrirtæki hefur athafnasvæði sitt við höfnina ásamt Slippnum, þar sem fjöldi báta stóð uppi. Er viðar er farið um hafnar- svæðið komum við að fyrstu flotbryggju, sem byggð var á tslandi, og við hana liggja nokkrir smábátar bundnir. Það er þægi- legt fyrir trillukarlana að geta alltaf lagzt að jafnhárri bryggju, hvort heldur er flóð eða fjara. Þessi flotbryggja var einu sinni uppi á Hliðarvatni, þar sem hún hét Hótel Vikingur, og átti að sigla um vatnið með veiðiglaða gesti innanborðs. En það ævintýri fékk skjótan enda, og þvi liggur pramminn nú suður i Hafnarfirði, þar sem meiri afla er landað við hann, en orðið hefði uppi á Hliðarvatni, jafnvel þótt þar sé góð veiði. Aöeins 15% af hafnár- svæðinu nýtt í daq Við höldum á fund Gunnars H. AgUstssonar hafnarstjóra til að fræðast af honum um höfnina og umferð um hana, en rétt er að geta þess strax, að auk Hafnar- fjarðarhafnar er höfnin i Straumsvik eign Hafnarfjarðar- bæjar, og eru allar tölur, sem farið er með samlagðar fyrir báðar hafnirnar. - Umferð um höfnina er mikil og fer alltaf vaxandi, segir Gunnar. — A sl. ári námu flutn- ingar um höfnina um 450,000 tonnum. Af þvi voru 90.000 tonn olia, en Oliufélagið h.f. hefur hér birgðastöð. 30.000 tonnum af fiski var landað hér og 300.000 tonn fóru um höfnina á vegum Alvers- ins i Straumsvik. Það sem eftir er, er svo ýmiss konar varningur þ.á.m. korn, en hér voru fyrstu geymarnir fyrir laust korn reistir. A næstunni er eitt af skipum Eimskipafélagsins væntanlegt með laust korn i þá. Einnig má geta um danskt gas- flutningaskip, sem er á leiðinni til Alversins, með fljótandi kosan- gas. Þá er væntanlegt hingað japanskt skip til að taka hvalkjöt á vegum S.l.S. en Loftur Bjarna- son hefur sin frystihús hér. Það eru þvi skip frá mörgum þjóðum sem hér eiga leiö um. Hér i höfninni er aðstaða til að taka á móti stærstu skipum, sem lagzt geta að bryggju hérlendis eða um 25.000 tonna skipum i Hafnarfjarðarhöfn og allt að 50.000 tonna i Straumsvik, en þar er fullkomnasta höfn á landinu, einkum i þvi er lýtur að löndunar- búnaði. Nú er malbikun hálfs hafnar- bakkans lokið, og vonir standa til, að hægt verði að ljuka þvi verki næsta sumar. Eins er unnið að undirbúningi fyrir uppsetningu á ljósamöstrum til að íýsa hafnar- svæðið upp með. Að tilkomu þeirra veröur mjög mikil bót. Eins er unnið að uppsetningu á nýjum friholtum. Fullkomnasta hafnarvog, sem notuð yrði hérlendis er i pöntun, en sá galli er á gjöf Njarðar, að hana átti að fá frá Bretlandi, og hefði þvi hafnbannið getað farið illa með okkur þar. Vonandi kemst hún þó heim yfir hafið nógu snemma til að hægt verði að taka hana i notkun fyrir næsta sumar. Hér eru möguleikar margir og litið nýttir, þvi að enn eru aðeins um 15% af hafnarsvæðinu innan hafnargarðanna kominn i notkun miðað við það, sem ráð er fyrir gert á skipulagi hafnarinnar, en likan af hafnarsvæðinu hefur verið gert. Hér er þvi aðstaða fyrir mörg fyrirtæki til starfsemi við höfnina, ef þau aðeins óska þess Nú um áramótin bætist nýr hafsögumaður við, Sigurður Hall- grimsson, fyrrum skipstjóri á Disarfelli. Flytur Landhelgisgæzlan til Hafnarfjarðar? Að undanförnu hefur húsnæðis- leysi Landhelgisgæzlunnar nokkuð borið á góma, þá erfiðu aðstöðu sem hún nú býr við i Reykjavik og hugsanlegrar úrbæt ur. Hefur þá verið minnzt á hugsanlegan flutning hennar til Hafnarfjarðar. t sambandi við þetta spyrjum við Gunnar, hvað málunum liði. — Já.þaðerrétt, segirhann, að bæjaryfirvöld hafa sýnt mikinn áhuga á að fá aðalstóðvar Land- helgisgæzlunnar fluttar. hingað, þvi að hér er mjög góð aðstaða fyrir skip rikisins. Stórum lóðum i miðju bæjarins upp af miðri höfn- inni er enn óráðstafað, og rikið á lóðir þar hjá, þar sem lögreglu- stööin stendur nú, en okkur finnst vel hlýða að hafa hana i námunda við aðalstöðvarnar. Þess má geta, að auk hinna óráðstöfuðu lóða, liggur nú á lausu stór og mikil húseign, eign Dvergs h.f., sem er eitthvert elzta fyriræki i Hafnarfirði, Húsið er ekki full frágengið, en á efstu hæð þess leigir bærinn húsnæði i vetur undir kennslustofur frá Flens- borg, en þar standa nú yfir miklar byggingaframkvæmdir. Hús þetta, sem stendur næst kirkjunni, hlýtur að henta g'æzl- unni vel, en ef það er ekki þegið, er lóðunum fyrir miðju hafn- arinnar óráðstafað, eins og áður sagði Við Hafnfirðingar vonum að Landhelgisgæzlan þiggi boð okkar um að flytjast hingað, og teljum það til hagsbóta fyrir báða aðila. Það hlýtur að vera hag- kvæmara fyrir gæzluna, að geta verið á hafnarbakkanum með allt sitt, heldur en að vera 2-3 km frá, eins og nú er i Reykjavik. Það má benda á að i Hafnarfirði myndi Landhelgisgæzlan skipa verð- ugan heiðurssess i hjarta bæjar- ins i stað þess að falla i skugga annarra stórfyrirtækja i Reykja- vik eins og verið hefur. Hafnargarður úr heims- styrjöldinni. Eftir að hafa rætt við Gunnar á skrifstofu hans, gerist hann leið- sögumaður okkar um höfnina, og segir okkur sögu hennar. Auk þess, sem áður hefur verið getið, segir hann okkur frá innsigl- ingarmerkjum allt frá gamalli tið. Eizta mannvirki til þeirra leiðbeininga má sjá á Asfjalli fyrir ofan bæinn. Þar er varða, sem notuð var til leiðsagnar við innsiglingu á Bessastaðaseylu. Skyldi þá Bessastaðakirkja bera i vörðuna. Hafnarfjarðarviti, sem áður stóð einn sér uppi á hamrinum, er nú nær færður i kaf af öðrum byggingum, sem umhverfis hafa risið. Enn má þó sjá ljós hans glampa suður á Garðskaga, og visa hafnfirzkum skipum i Garðsjó leiðina heim. Er viðar er farið um hafnar- svæðið, ber okkur að hluta i syðri hafnargarðinum, er átt héfur sinn þátt i að skapa mannkynssöguna. Fremsti hluti garðsins er sem sagt hingað kominn frá Nor- mandi, þar sem hann gengdi slnu hlutverki i innrásinni. Eins og mönnum er kunnugt, smlðuðu Bandamenn sérstaka höfn og drógu hana i hlutum til Frakk- lands. Siðar hefur hluti þessara mannvirkja borizt til Hafnar- fjarðar. Fullkomnasta höfn á Islandi Eftir að hafa kynnzt Hafnar- fjarðarhöfn, liggur leiðin til Straumsvikur, þar sem nú er full- komnasta höfn á tslandi. Hafnar- svæðið er enr. opið, en á næstunni stendur til að loka þvi, og verður þar þá fyrsta lokaða höfnin hér- lendis. þessi lokun hafnarinnar gæti leitt til þess, að i framtiðinni komi hér frihöfn. Er- við komum suður eftir liggur griskt skip, KEA, við bryggju og er að losa súrál handa verksmiðjunni. Þetta er stórt skip 23.000 tonn, og hingað komið beint frá Ástraiiu, fyrsta skipið, sem þannig kemur hingað. Vafa- laust er það eign einhvers hinna auðugu grisku skipakónga, ekki þó Onassis þvi er við spurðum þess var þvi neitað. Þetta er tuttugasta skipið, sem kemur með súrál, en eftir stækkun verksmiðjunnar, sem nú er nýlokið. koma þau sennilega örar. En Straumsvik geymir fleira en nútlma álbræðslu, þar er einnig að finna fornar menjar, m.a. elstu kaupstaðargótu á tslandi. - Góðir stækkunarmöguleikar eru á höfninni i Straumsvik, og verði reist saltverksmiðja á Suðurnesjum, munu vörur frá henni fara um Straumsvik Staðurinn á þvi framtiðina fyrir sér. Bandarisku isbrjótarnir tveir liggja við þann hluta hafnargarðsins, sem dreginn var frá Englandi, með viðkomu i Normandi i innrásinni þar. Fyrir ofan Hvaleyri stendur þessi steinn, ristur rúnumog margs konar táknum. A þessum staft állta sumir, að Hrafna-Flóki hafi stigið á land, og að i Hafnarfirði sé elzta þekkt höfn á tslandi. Framtíðarlfkan af Hafnarfjarðarhöfn. Fiskverkunarhús til vinstri, en Slippurinn til hægri. Við bryggj- una aðeins vinstra megin við miðju, stendur Landhelgisgæzlunni til boða að fá athafnasvæði fyrir skip sin og lóðunum þar upp af er óráðstafað. Aðeins til hægri við bryggjuna er hús Dvergs h.f., sem nú er falt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.