Tíminn - 07.11.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 07.11.1972, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 7. nóvember 1972 TÍMINN 13 FORÁTTUBRIM Framhald af bls. 1. var eitt lét allt undan. Á lögnum kafla hafði bárujárnið losnað og veggurinn gengið inn. Sem betur fór komst ekki sjór að ráði i hús- ið þvi að tréþil, sem var innan undir bárujárninu stóðst átökin. Guðmundur sagði, að sjór hefði nú náð að skella á húsi Hóps vegna þess, að nýi varnargarður- inn vestan við gamla hafnargarð- inn, er rétt framan við fiskverk- unarstöðina, og þvingar hann sjó- inn upp i krikann, þar sem húsið stendur, þegar brimið fer ham- förum i sliku aftaka sunnanveðri. — Það verður að bæta við varnargarðinn hér fram með hús- inu, ef ekki á illa að fara, sagði Guðmundur. Hann gat þess lika, að hann væri hræddur við kvöld- flóðið, ef vindur gengi ekki til vesturs, þegar liði á daginn. Að lokum sagði Guðmundur, að flóðið i gærmorgun hefði fyllilega jafnast á við flóðið, sem kom i Grindavik fyrr á þessu ári. 11 stakkar af saltfiski undir urð. Niðri i fjörukambinum hittum við Tómas Þorvaldsson, framkvæmdastjóra Þorbjarnar h.f. Ekki vildi hann fullyrða, að þetta væri mesta brim, sem hann myndi eftir. Það væri oftast svo, að menn segðu siðasta brimið mest, er komið hefði. — Árið 1954 kom gifurlegt brim i Grindavik, sagði Tómas. Þá gekk sjórinn inn i hús Þorbjarnar, og þangað kastaðist keila með einni holskeflunni, er lenti á hús- inu. Sennilega hefur fiskurinn rotazt hér fyrir utan og hafrótið svo fleygt honum upp. Þegar þetta gerðist átti Tómas ellefu stakka af saltfiski á fjöru- kambinum, og þegar veðrið, lægði voru þeir allir komnir á kaf i grjót. Einnig sagðist Tómas muna eftir gifurlegu hafróti árið 1924, og lét þá illa fyrir framan Járn- gerðarstaði, og þar átti Tómas heima. Eins og fyrr segir var ljótt um- horfs á sildarplani Þorbjarnar. Sildartunnur lágu á við og dreif og grjót, þang og spýtnabrak þakti algjörlega sildarplanið. Sagði Tómas, að oft hefðu 5-6 þús- und sildartunnur legið þarna i stöflum, og hefði nú farið illa, ef sildarsöltun hefði verið á þessu hausti. Annars urðu engar veru- legar skemmdir hjá Þorbirni. Næturvaka hafnarstjórans. Ingólfur Karlsson, hafnarstjóri Grindvikinga, hafði i mörgu að snúast, þegar við hittum hann á nýju hafnaruppfyllingunni, þar sem menn voru i óðaönn að binda báta sina, sem rammlegast fyrir kvöldflóðið og bjarga veiðarfær- um, sem lágu á bryggjunum. Ingólfur sagðist aldrei hafa séð annað eins brim i Grindavik. — Það hefði illa farið, ef þess hefði ekki notið, sem gert var i sumar — nýja garðsins vestan við höfn- ina og endurbótanna á austur- garðinum, sem skemmdist nokk- uð i siðasta stórbrimi. Ingólfur kvaðst hafa verið niðri við höfn frá þvi klukkan fjögur i fyrrinótt, og mestu lætin hefðu verið um sexleytið og á sjöunda timanum, þegar Staðarbergið, sjötiu lesta stálbátur, kastaðist upp á bryggjuna. Þetta gerðist allt i einni svipan. Ein báran hratt bátnum, að miklum krafti upp á bryggjuna. Báturinn hélzt þar unz útsogið kom, en þá féll hann fram af bryggjunni. Staðarbergið lá vestast i vesturhöfninni, en þegar veðrið fór að lægja á fjör- unni, þá var báturinn færður yfir á annan og öruggari stað. Ingólfur sagði, þegar við kvöddum hann, að hann væri mjög hræddur um, að skemmdir myndu hljótast á kvöldflóðinu, það eina, sem gæti bjargað þeim, væri að veðrið lægði og áttin snér- ist meira i vestur. En annars sagöist hann vera hræddur um að brimið yrði enn meira en i morg- un, þar sem straumur væri stækkandi og brimið hefði haldið áfram að grafa sig i allan dag. Sem betur fór gekk hann i vestrið. Um háflóð i gærkvöldi kom þó svo mikill sjór inn á höfn- ina, að hann jaðraði við bryggjubrúnir. Þá voru fjörtiu bátar þar inni, en ekki var þeim talin hætta búin. 12 tonna bátur sökk á Stokkseyri. Foráttubrim var i Sandgerði þessa sömu nótt, en siðdegis i gær hafði vind lægt mikið og áttin breytzt. Engar skemmdir urðu af veðrinu i Sandgerði. Mjög flóðhátt var i Þorlákshöfn um klukkan sex i gærmorgun og gaf yfir allar bryggjur. Brimið skildi eftir sig mikið af þangi og þara, en engar skemmdir urðu. Hafnarnesið veitir vernd i þessari átt, en hefði áttin verið suðaust- læg, er hætt við að verr hefði far- ið. Á Eyrarbakka varð brimið eitt þaö mesta, sem menn hafa séð. Afspyrnurok var og skvettist sjór inn um hlið á sjógarðinum. Eng- inn bátur var i höfninni og bryggjan er i vari, svo ekkert skemmdist, en þari er á við og dreif um allt. Öveðrið var mikið á Stokkseyri og sökk þar 12 lesta trilla við bryggju. Ekki er vitað um skemmdir á henni, en reynt verð- ur að ná henni upp við fyrsta tækifæri. Hafrótið var geysilegt og gekk sjór upp úr sjógarðshlið- um. Er þetta mesta brim, sem komið hefur á Stokkseyri um langan tima. Orðsending frá happ- drætti Framsóknarflokksins Happdrættisskrifstofan Hring- braut 30 er opin til kl. 6.30 í kvöld og næstu kvöld. Þeir.sem fengið hafa heimsenda miða eru vin- samlega hvattir til að nota tæki- færið og gera skil. Á afgreiðslu Timans, Banka- stræti 7 er einnig tekið á móti uppgjöri á afgreiðslutima blaðs- ins svo og hjá trúnaðar og um- boðsmönnum happdrættisins úti á landi. Einnig hefur happdrættið giró- reikning nr. 34444, við Samvinnu- banka islands og má greiða inn á það númer I bönkum, sparisjóð- um og pósthúsum um allt land. Snæfellsnes Almennur stjórnmálafundur verður haldinn að Lýsuhóli, Staðarsveit, sunnudaginn 13. nóv. kl. 15.00. Frummælendur Eysteinn Jónsson, alþingismaður, Hall- dóra Sveinbjörnsdóttir, húsfrú og Alexander Stefánsson, odd- viti. Stór björg köstuðust inn á hafnarbryggjuna í Grindavik, sum björgin voru i kringum hálft tonn að þyngd, og hér sjáum við tvær ungar stúlkur, sem hafa fengið sér sæti á einu bjarginu. Framhlið fiskverkunarhúss Hóps, h.f. var illa farin. Bárujárnið á hliðinni og þaki hússins var laust, og ekki þarf mikið til að verr fari. Óskar Guðmundsson á hafnarbakkanum i Grindavik. Grjót og þang var um allar götur i nágrenni hafnarinnar i Grindavik. Tímamyndir GE.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.