Tíminn - 07.11.1972, Side 15

Tíminn - 07.11.1972, Side 15
Þriðjudagur 7. nóvember 1972 TÍMINN 15 Umsjón Alfreð Þorsteinsson Reykjavíkurmótið í handknattleik: Góður loka- spretturVals varð Fram að falli.... - aukaleik þarf því um Reykjavíkurmeistaratitilinn Valsmenn settu heldur betur strik i reikninginn ó sunnudags- kvöidiö, þegar þeir sigruðu Fram i siðasta leik Reykjavíkurmóts- ins. Framliðið hafði yfir framan af, en undir lokin jöfnuöu Va 1 s- menn og komust yfir. Með þess- um sigri tryggði Valur sér auka- leik um Reykjavikurmeistarati- tilinn og mætir Viking, sem sigr- aði Armann, fyrr um kvöldiö. Það var mikil stemming i Laugar- dalshöllinni, þegar Fram og Val- ur mættust. Ahorfendur skiptust i tvo hópa — annar söng „Við erum beztir”, en það voru áhangendur Fram, sem sungu það. Ahangend- ur Vals, klöppuðu i takt og kölluð Valur, þegar það átti við. Valsmenn gættu Alxels Axels- sonar vel i leiknum og fylgdi Jón Karlsson, honum eins og skuggi. Ahorfendur kunnu ekki að meta þessa leikaðferð Vals — þeir baul- uðu alltaf þegar Jón fékk knött- inn. Björgvin Björgvinsson opn- aði leikinn með góðu makri, en hann stökk glæsilega inn úr horni. Jón Karlsson jafnaði fyrir Val 1:1, þegar hann brauzt i gegnum vörn Fram. Næsta mark leiksins, skoraði gamla kempan, Ingólfur Óskarsson, með skoti niður við gólf. Stefán Gunnarsson jafnaði 2:2, með gegnumbroti. A 9. min. tók Ingólfur, aftur forustuna fyrir Fram. En hún dugði ekki lengi, þvi að fyrirliði Vals, Gunnsteinn Skúlason, kastaði sér inn úr horni og sendi knöttinn i netið. Þegar fyrri hálfleikur er hálfnaður, kemur inn á hjá Fram stórefni- legur nýliði — Sveinn Sveinsson, svipuð manngerð og Axel Axels- son. Sveinn var ekki búinn að vera lengi inn á, þegar hann vatt sér upp og sendi knöttinn i netið. Stuttu siðar átti hann gott skot, sem lenti i þverslá. Sigurbergur Sigsteinsson, skorðaði svo fimmta mark Fram, en Bergur Guðna- son, minnkaði muninn í 5:4 úr vitakasti. Rétt fyrir leikshlé, fór Axel illa af ráði sinu — hann mis- notaði þá vitakast. Sveinn Sveinsson, skoraði fyrsta markið i siðari hálfleik og Sigurbergur bætti svo sjöunda marki Fram við og staðan er þá orðin 7:4 fyrir Fram og útlit fyrir Framsigur. En Adam var ekki lengi i paradis — um miðjan sið- ari hálfleik jafnaði Stefán Gunn- arsson fyrir Val 9:9 og Valsmenn bættu siðan við þremur ,örkum — Ólafur Jónsson (15. min.) Gunn- steinn Skúlason (16. min.) og Torfi, 30 sek. fyrir leikslok. Sið- asta mark leiksins, skoraði Sigur- bergur fyrir Fram og lokatölur urðu 12:10 fyrir Val. Valsliðið lék sinn bezta leik i Reykjavikurmótinu — leikmenn liðsins eru mjög jafnir. Ólafur Benediktsson og Jón Karlsson, voru beztir og er Jón sá maður, sem sóknarleikur liðsins byggist á — hann lætur kvöttinn ganga og ógnar stöðugt með uppstökkum. Varnarleikur Vals, er sterkasta hlið liðsins. Framliðið lét brjóta sig niður, i siðari hálfleik og einkenndist leik- ur liðsins, á feilsendingum og ónákvæmu spili. Axel Axelsson gekk ekki heill til skógar, og hafði það sin áhrif — einnig að hann var tekinn úr meðferð. Þorsteinn Björnsson átti góðan leik i mark- inu. Sveinn Sveinsson, hinn ungi nýliði liðsins, kom mjög vel frá sinum fyrsta leik — það er greini- legt að þarna er mjög gott efni á ferðinni og framtiðarleikmaður. Þeir sem skoruðu i leiknum voru þessir: VALUR: Ólafur Jónsson 3, Jón Karlsson, Gunnsteinn, Stefán og Sigurbergur Sigsteinsson, sést hér kasta sér inn á linu i leik FramogVals — á siðustu stundu, sló varnarmaöur i hendina á Sigurbergi, sem fékk dæmt viti. (Timamynd Gunnar.) Torfi tvö mörk hver og Bergur Guðnason 'eitt. FRAM: Sveinn og Sigurbergur, þrjú hvor, Ingólfur 2, Björgvin og Andrés Bridde eitt hvor. Lokasprettur Ármanns kom of seint. Vikingur sigraði Armann 15:13 og með þeim sigri tryggði liðið sér réttindi, til að leika aukaleikinn um Reykjavikurmeistartitilinn. Leikur liðanna var nokkuð jafn framan af, en i siðari hálfleik náði Vikingur góðu forskoti, sem Ar- mannsliðið réði ekki við, þó að það hafi tekið góðan endasprett. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn — Vikingsliðið hafði alltaf forustu, en Armanni tókst að jafna 1:1, 2:2, 3:3 og 6:6. Tvö sið- ustu mörkin i fyrri hálfleik, komu frá Vikingunum Guðjóni Magnús- syni og Jóni Sigurðssyni. 1 siðari hálfleik, auka Vikingar forskotið og var Einar Magnússon, mark- hæsti leikmaður Reykjavikur- mótsins, kominn i ham og sendi knöttinn fjórum sinnum i netið, hann skoraði alls sjö mörk i leikn- um og skauzt upp fyrir Axel Axelsson, Fram, á listanum yfir markhæstu menn mótsins. Þegar staðan var orðin 15:9 fyrir Viking, sækja Ármenningar i sig veðrið og minnka muninn i 15:13. Bezti maður Ármanns, var hinn frábæri linuspilari Vilberg Sigtryggsson. Hann skoraði sex mörk af linu og vitaköstum i leiknum. Vilberg á tvær systur i handknattleik og leika þær með meistaraflokki Vals og KR — það eru þær Svala Sigtryggsdóttir úr Val og Sigrún, sem leikur með KR. En nokkuö einkennilegt, að ekkert systkin- anna leika með sama félagi. i R og Þróttur skiptu meö sér stigum. Þriðji leikurinn á sunnudags- kvöldiö, var leikur IR og Þróttar, sem lauk með jafntefli 13:13. Þróttarar fengu gott tækifæri, til að gera út um leikinn, á siðustu minútunni — þá var dæmt vita- kast á 1R. Trausti Þorgrimsson tók vitakastiö, en markvörður IR, Geir Thorsteinsson varði. Þróttur tók fljótlega forustuna i leiknum og liöið komst i 10:6 i byrjum siö- ari hálfleiks. Þá tók IR-liðið góð- an sprett og jafnaði 10:10 og á 14. min. kom Ólafur Tómasson, IR yfir 11:12, en á 18. min tókst Þrótti aftur að jafna 13:13, sem urðu lokatölur leiksins. — sos. Jón Sigurðsson, slorar mark gegn Armanni. Skafti markvörður gerir góða tilraun til að verja. Armenningarnir Jón Hermannsson og Hörður Kristinsson, fylgjast spenntir með. (Timamynd Gunnar) Víkingur meistari án auka- leiks? Verða Vikingar Reykja- vikurmeistarar i handknatt- leik án aukaleiks við Val? Þessari spurningu veltu hand- knattleiksunnendur fyrir sér i Laugardalshöllinni i gær- kvöldi eftir leik Vals og Fram, en þá hafði kvisazt út, að Vikingar ætluðu að kæra leik 1R og Vikings, sem lauk með jafntelfi, á þeirri forsendu, að markvörður ÍR i þessum leik Geir Thors teinsson, hefði verið ólöglegur. Eins og kunnugt er, skipti Geir um félag i haust. Hann var mark- vöröur Gróttu, en ákvaö að ganga i raöir IR-inga . Fyrir einhvern klaufaskap gengu iR-ingar ekki nógu tryggilega frá þessum félagaskiptum Geirs, að þvi að haidið er, og ætla Víkingar að krefjast þess, að þeim verði dæmd bæði stigin i leiknum. Fallist dóm- stólar ha n dk n a 11 leiks- hreyfingarinnar á það sjónar- mið, hafa Vikingar hlotið einu stigi meira en Valur - og jafn- framt Reykjavikurmeistara- titilinn í handknattleik 1972.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.