Tíminn - 07.11.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 07.11.1972, Blaðsíða 20
Þorlákshöfn: Engin síldar- söltun í haust SB-Reykjavik Tvö frystiskip, Ljósafoss og Jökulfell, tóku nýlega 4300 kassa af freðfiski á Þorlákshöfn. At- vinna er sæmileg á Þorlákshöfn, einkum við fiskvinnu, en i haust er engin sildarsöltun þar i fyrsta sinn i mörg ár. Bátar eru á togveiöum og netum, en það er nýmæli að farið sé að leggja net svo snemma vetrar. Afli er sæmilegur og er það einkum stðrufsi sem veiðist. Gissur seldi nýlega 40 lestir af ufsa i Þýzkalandi og fékk góða söluÞálandaðiSkálafellnýlega 15 lestum úr tveimur lögnum. Gæftir hafa verið slæmar frá Þor- lákshöfn undanfarið. ¦¦¦ í Þriðjudagur 7. nóvember 1972 ¦n Afturendi strætisvagnsins stóð út I götuna, þar sem hann var kyrrstæður á milli akbrauta.(Timamynd S.I) Hass í getnaðarverjum Klp—Reykjavík. A föstudag tóku tollveröir á Keflavikurflugvelli 19 ára gaml- an pilt, sem var að koma með flugvél frá Kaupmannahöfn og gerðu leit á honum og farangri hans að fiknilyfjum. Við nánari athugun fundust á honum innan klæða nokkuð magn af vel flnu hassi og einnig pillur, sem saxað- ar höfðu verið niður. Ekki var bú- ið að rannsaka hvaða pillur þetta voru þegar við könnuðum málið i gærdag. Kókoshnetur og Avocados SB—Itcykjavík. A ferskvörunámskeiði, sem SÍS hélt nýlega fyrir starfs- menn kaupfélaga á landinu, voru kynntar nokkrar nýjar tegundir ávaxta, sem fengnar hafa verið til reynslu frá Dan- niörku. Ætlunin er að hefja innflutning þessara ávaxta eftir þvi sem ástæður leyfa. Má nefna ávöxtinn „Avocados", sem kemur frá tsrael, og er að lögun svipaður stórri peru, en bragðið er sagt ekki ósvipað og af banana. Kinnig er Kivi-ávöxtur, sem er litiií, brúnn að lit og ferskur á bragð. Hann kemur frá Nýja-Sjálandi. Þá er Lime- ávöxtur, sem er eins og Ijós- græn sitróna og mjög bragð- sterkur. Auk þessa eru kókos- hnetur, kastanluhnetur og nýr ananas. Norðfirð- ingur drukknar ÞÓ—Reykjavik. 45 ára gamall maður Eyþór Svendsaas, drukknaði er hann féll útbyrðis af vélbátnum Gullfinni frá Neskaupstað á laugardaginn. Gulifinnur var að draga linu um 10 milur út af Norðfjarðarhorni þegar slysið varð. Hinn skipverj- inn, á bátnum voru aðeins tveir skipverjar, Eyþór heitinn og Rafn Einarsson. Rafn var frammi á bátnum að sinna einhverjum störfum, þegar hann leit aftur eft- ir örstund, þá sá hann hvar Eyþór var i sjónum skammt frá bátnum. Rafn hljóp þegar til og skar á lin- una, en þegar hann átti eftir nokkra metra að Eyþóri sökk hann. Veður var gott þegar slysið bar að. Eyþór var fæddur i Neskaup- stað 21. desember 1927. Piltur þessi hefur áður verið handtekinn i sambandi við hass, og vissi fiknilyfjadeild lögregl- unnar, eðahassdeildineins og hún er nefnd ööru nafni, um ferðir hans. Voru hafðar gætur á komu hans til landsins og látið til skara skríða, þegar hann kom á föstu- daginn. Hann hefur nú verið úr- skurðaður i allt að 20 daga gæzlu- varðhald meðan á rannsókn málsins stendur. Eins og fyrr segir fannst hassið og pillurnar á piltinum innan Fastagestirnir komu fyrstir Klp—Reykjavik. Lögreglan i Reykjavik fékk góöan tima um helgina til að koma sér fyrir i nýju lögreglu- stöðinni við Hverfisgötu. Var helgin með allra rólegasta móti, og aðsögn varðstjóra óvenjuróleg miðað við fyrstu helgi i mánuði. Fyrsta bókunin i dagbók lög- reglunnar á nýju stöðinni var kl. 13,25. Þá gaf lögregluþjónn skýrslu um heimilislausan mann sem tekinn hafði verið á Slysa- varðstofunni og settur i geymslu. Sama var upp á teningnum i næstu tveim bókunum, þar voru i bæði skiptin heimilislausir menn, sem teknir voru og settir i fanga- klefann. Fyrsta málið sem kom til kasta varðstjóra, sem var Páll Eiriks- son, var vegna konu sem ekið hafði i veg fyrir strætisvagn með þeim afleiðingum, að farþegi i vagninum slasaðist. Var konan yfirheyrð en siðan sleppt. Lögregluþjónar á nýju stöðinni voru almennt mjög ánægðir með breytinguna, enda mikill munur að koma úr þrengslunum á gömlu stöðinni i þessar nýju og glæsi- legu vistaveru við Hverfis- götuna. Lestin brann í jarðgöngunum NTB—Tókió Að minnsta kosti 29 manns fór- ust, er eldur kom upp i hraðlest I jarðgöngum, skammt frá bænum Fukui i Japan. 1 gærkvöldi var enn verið að leita i braki lestar- innar i jarðgöngunum. Um 080 manns hafa verið fluttir i sjúkrahús, flestir með reyk- eða gaseitrun. Farþegar náðu að komast út úr lestinni og reikuðu um dimm göngin klukkustundum saman, án þess að finna útganga. Lest sem kom úr gagnstæðri átt, bjargaði 100 manns, en margir komust út úr göngunum með þvi að mynda keðju. Flestir farþega sváfu, er eldurinn kom upp i veit- ingavagninum og breiddist hratt út. Þá var lestin komin um 5 km inn i göngin, lestarstjórinn reyndi að losa hina brennandi vagna frá, en þá fór rafmagnið af og lestin stanzaði. Dagblöð i Japan gagnrýndu rikisjárnbrautirnar i dag fyrir slæma loftræstingu i göngunum og ennfremur er þvf haldið fram að ekkert hafi verið gert til að hjálpa fólki út. Askja með skreið til Nígeríu í dag ÞÓ—Reykjavik. Askja, skip Eimskipafélags Reykjavikur, leggur i dag af stað til Nigeriu með fullfermi af skreið. Skipið fer með 10 þúsund pakka til Lagos, og er reiknað með að siglingin til Nigeriu taki 16 daga, með viðkomu i Las Palmas. Bragi Eiriksson hjá Samlagi skreiðarframleiðenda sagði I gær, að þetta 'magn hefði verið selt til Nigeriu fyrir nokkru, og þegarþessi skreiðværi farin, yrði engin skreið fáanleg á Islandi fyrr en i vor, ef þá einhver fiskur yrði hengdur upp i vetur. Sagði Bragi, að búið væri að opna skreiðarmarkaðinn i Nigeriu aft- ur, en að visu væri það háð viss- um leyfum. Ástandið væri þannig nú, að auðvelt væri að selja skreið á Nigeriumarkaðinn, þar sem mörg leyfi væru ónotuð. Askja er ekki væntanleg til landsins aftur fyrr en eftir ára- mót, en skipið mun lesta vörur i Afriku og einnig i Bordeaux i Frakklandi. klæða og var það falið I verjum eða togsmeygjum, eða hvaða nafni nú fólk vill gefa þeim hlut. Mun það hafa verið gert af ótta við hasshundinn, sem er þefvis mjög, en i umbúðum sem þessum á hann vont með að finna hina réttu lykt af hassinu. Strætisvagn í sjúkra- flutningum KIp—Reykjavík. 1 gær ók bifreið, sem var á leið eftir Kringlumýrarbraut I hliðina á strætisvagni, sem var kyrrstæður I eyjunni á milli Kringlumýrarbrautar og Sléttuvegar. En þaryfir mega aðeins strætisvagnar aka. Eyjan er það litil, að afturendi vagnsins stendur út i götuna,' þegar hann þarf að stöðva, og ók billinn á þann endann. Eng- in slys urðu á fólki I þessum á- rekstri og tók næsti vagn á eft- ir farþegana. Þegar þeir voru komnir yfir tók vagnstjórinn eftir þvi, að það var að liða yf- ir tvær konur í bilnum. Var hann þá staddur skammt frá Slysavarðstofunni og sneri þvi bílnum þangað, þar sem lækn- ar tóku við konunum. BUSAVIGSLA A ISAFIRÐI tsfirðingar ráku upp stór augu, er þeir áttu leið hjá mennta- skólanum I bæ sinum laugar- daginn 28. október. Yfir anddyri skólans var kominn viðlika bún- aður og kaupmenn höfðu fyrrum á stafni pakkhúsa sinna. Fram af svölunum sköguðu heljarmiklir bjálkar, sem i dinglaði hjólald og hluti úr botnvörpu. Uppi á bjálk- unum sátu einhverjir úr hópi efri- bekkinga klofvega með vatns- fötur i höndum. Það leyndi sér ekki, hvað á seyði var. Brátt voru nýnemar leiddir út um dyrnar, og voru þeir látnir i vörpuna einn af öðrum og siðan dregnir upp. Þeir, sem á bjálkunum sátu, steyptu yfir þá sjó og krapavatni. Þegar upp kom, var lesinn yfir þeim langur lestur og haft yfir það heit, að þeir skyldu vera efribekkingum auð- sveipir og undirgefnir. Að þvi búnu var þvi lýst yfir, að þeir væru teknir i tölu siðaðra manna. A spjaldi, sem fest hafði verið upp, mátti lesa einkunnarorð þessarar athafnar: „Enginn verður óbarinn biskup". Varpan átti á hinn bóginn að minna á, hvar á landi Isafjarðarskólinn er. Þessari athöfn lauk ekki fyrr en eftir hálfa aðra klukkustund, en þá höfðu lika allir nýnemar verið vörpudregnir og krapi ausnir. Ekið á mann- lausan bíl S.l. föstudag var ekið á mann- lausa bifreið, sem var á bilastæð- inu við Vogaskóla. Bifreiðin er Volkswagen 1302 ljósblár að lit. Hún skemmdist mikið en öku- maður bifreiðarinnar, sem tjón- inu olli, hvarf af staðnum. Sá mun afa ekið rauðum bil, og eru þeir, sem hafa orðið varið viðíerðir hans og séð áreksturinn beðnir um að gefa sig fram við rann- sóknarlógregluna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.