Tíminn - 08.11.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.11.1972, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 8. nóvember 1972 TÍMINN 7 Otgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristján Benetiiktsson. Ritstjórar: Þór-:^ arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson/:; Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timans)J:;: Auglýsingastjóri: Steingrimur, Gfslasoíiu Ritstjórnarskrif-;:;: stofur í Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306;:;: Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiöslusimi 12323 — auglýs :;:; ingasimi 19523. Aörar skrifstofurtsimi 18300.. Askriftargjalá;:; 225 krónur á mánuði innan lands, I lausasölu 15 krónur ein'j; takið. Blaöaprent h.f. Broslegar þversagnir Málflutningur stjórnarandstöðunnar i efna- hagsmálum frá þvi núverandi rikisstjórn kom til valda er orðinn æði broslegur. Þegar unnið var að gerð kjarasamninganna i nóvember og desember á sl. ári^héldu málgögn stjórnarandstöðunnar uppi þeim áróðri, að vegna góðs viðskilnaðar „viðreisnarstjórnar- innar” væri unnt að bæta kjör launþega veru- lega, og skorað var á verkalýðsforingja að sætta sig ekki við neitt smáræði. Þegar kjarasamningarnir voru gerðir, töldu málgögn stjórnarandstöðunnar, að kjara- bæturnar hefðu ekki mátt verða minni. Allir þingmenn stjórnarandstöðunnar greiddu svo auðvitað atkvæði með frum- vörpum rikisstjórnarinnar um styttingu vinnu- viku og lengingu orlofs. Stjórnarandstaðan var auðvitað einnig með þvi, þegár kjör sjómanna voru bætt verulega og fiskverð hækkað. Vegna kosningaverðstöðvunarinnar 1970-71 og vegna kjarasamninganna reyndist óhjákvæmilegt að hækka verðlag ýmissa vara. Gengisbreytingar erlends og hækkanir á ýmsum vörum á heimsmarkaði leiddu einnig til nokkurra verðhækkana. Þá héldu stjórnarandstöðublöðin þvi óhikað fram, að búið væri að taka allar kjarabæturnar af launþegum aftur og vel það. Auðvitað fæst enginn verkalýðsleiðtogi i Sjálfstæðisflokknum eða Alþýðuflokknum til þess að viðurkenna það, að samið hafi verið um of miklar kjarabætur i kjarasamningnum i desember. Hins vegar munu þeir allir viður- kenna, að til allsherjarverkfalls með tilheyr- andi tjóni fyrir þjóðarbúið hefði komið, ef i boði hefði verið eitthvað minna. Kjarasamningarnir, sem gerðir voru i fyrra; voru grundvallaðir á þjóðhagsspá,er gerði ráð fyrir verulega meiri þjóðartekjum en raun hefur orðið á þessu ári vegna þess áfalls, sem sjávarútvegur og fiskvinnsla hefur orðið fyrir, og stafar af stórminnkuðum afla þeirra tegunda, sem hafa gefið mestan arð, og vegur minnkandi þorskafli þar þyngst. í leiðara Mbl. i gær* er þvi haldið fram, að aflabrögð hafi ekki versnað, heldur eigi efna- hagsvandinn rætur i kjarasamningunum. Samið hafi verið um allt of miklar kjarabætur til handa launþegum. Mbl. lýsir orsökum efnahagsvandans svo: „Á timabilinu 1. september 1971 til 1. júni 1972 hækkaði tímakaup i fiskvinnslu um 35.7% Af þessari hækkun nemur kostnaðaraukning vegna styttingar vinnutimans um 10% og visi- töluhækkun kaupgjalds 9.81 visitölustigi. Kost- naðaraukning vegna lengingar orlofs nam 1 1/3%. Auk þessarar miklu hækkunar á vinnu- launakostnaði hafa fiskvinnsla og aðrar at- vinnugreinar orðið að taka á sig margvislega aðra hækkun útgjalda”. Það broslega við þetta allt saman er svo það, að Mbl. ætlar launþegum að fyllast heilagri reiði gegn rikisstjórninni fyrir það, að hún hafi gengið allt of langt i þvi að bæta kjör þeirra en sanngjarnt geti talizt!. ERLENT YFIRLIT Tekst Walter Scheel að halda velli? Á því velta úrslit vestur-þýzku kosninganna 19. þ.m. Walter Seheel. SÁ MAÐUR, sem mestu hefur ráðið um stjórnmála- þróunina i Vestu-Þýzkalandi siðustu árin — er tvimælalaust Walter Scheel, formaður Frjálslynda flokksins, þótt meira hafi borið á Willy Brandt sem kanslara og leið- toga stærri stjórnarflokksins. Segja má með miklum rétti, að timamót hafi orðið i vestur- þýzkum stjórnmálum, er Walter Scheel tók að sér forustu Frjálslynda flokksins veturinn 1968. Úrslit þingkosninganna, sem fara fram i Vestur- Þýzkalandi 19. þ.m., munu einnig ráðast mest af þvi, hvort Scheel og flokki hans tekst að halda velli eða ekki. Til þess að flokkur þurrkist ekki út i kosningum i Vestur- Þýzkalandi, verður hann annað hvort að fá kjördæma- kosinn þingmann eða a.mk. 5% af heildaratkvæða- magninu. Mjög óliklegt er, að Frjálslyndi flokkurinn fái kjördæmakosinn þingmann og þvi veltur allt á, að hann nái 5% markinu. Hann fékk 5.8% i þingkosningunum 1968. Nái hann þvi marki nú, má telja nokkurn veginn vist, að stórnarflokkarnir haldi velli og Brandt verði kanslari áfram og Scheel utanrikisráð- herra. Mistakist flokknum það hins vegar, eru mestar likur á, að Kristilegi flokkurinn fái meiri-hluta á þingi. FRJÁLSLYNDI FLOKKURINN, sem var myndaður i Vestur-Þýzka- landi eftir siðari heims- styrjöldina, var byggður á mjög ósamstæðum öflum. Innan hans var að finna bæði frjálslyndustu öflin og ihalds- sömustu öflin i Vestur-Þýzka- landi. Ihaldsöflin réðu lengi vel mest og og hafði flokkur- inn þá stjórnarsamstarf við kristilega demókrata. Árið 1966 fengu hinir yngri menn flokksins, þar á meðal Scheel, þvi framgengt, að stjórnar- samstarfið við kristilega demókrata var rofið, og vildu þeir þá mynda stjórn með so'síaldemókrötum. Foringjar sósíaldemókrata kusu heldur að mynda stjórn með Kristi- lega flokknum. Sú stjórn hélzt fram að þingkosningunum 1969. Árið 1968 varð Scheel for- maður Frjálslynda flokksins. Hann markaði flokknum strax róttæka stefnu, einkum þó i utanrikismálum. M.a. lagði flokkurinn áherzlu á, að reynt yrði að semja við kommúnistarikin, og að sú staðreynd yrði viðurkennd, að þýzku rikin væru tvö. Þetta og annað sýndi, að undir forustu Scheel stefndi flokkurinn að samvinnu við sösíaldemó- krata. Það kom enn betur i ljós, þegar Heinemann var kosinn forseti i marzbyrjun 1969, þvi að hann hefði ekki náð kosningu án stuðnings frjálslyndra demókrata. Þar var Scheel fyrst og fremst að verki. f kosningabaráttunni 1969 fór Scheel ekki dult með, að hann kysi heldur samstarf við sösíaldemókrata en kristi- lega demókrata. Þetta varð þess valdandi, að flokkurinn tapaði verulega atkvæða- magni , en jafnframt gerði þetta stjórnarsamstarf hans og so'síaldemókrata mögulegt eftir kosningarnar. 1 sameiningu mörkuðu þeir Brandt og Scheel þá utanrikis- stefnu, sem siðan hefur verið fylgt, en hún er i fullu samræmi við yfirlýsingar þær sem frjálslyndir demðkratar gáfu fyrir kosningar 1969. Á flokksþingi Frjálslynda flokksins, sem var haldið fyrir skömmu, var eindregið yfirlýst, að hann myndi halda áfram samstarfinu við sösfaldemókrata, ef flokk- arnir fengju meiri-hluta á þingi. Bersýnilegt var á þinginu, að Scheel nýtur mikils álits i flokknum, enda hefur hann reynzt vel sem utanrikisráðherra, þótt oft hafi borið öllu meira á Brandt á þvi sviði. Samvinna milli þeirra hefur verið góð. WALTER SCHEEL er fæddur i Solingen 8. júli 1919, þar sem faðir hans var smá- kaupmaður, en lengra fram er hann kominn af bændaættum. Eftir að hafa lokið mennta- skólanámi^gekk hann i skóla fyrir bankamenn. Hann var kvaddur i herinn 1939, og var orustuflugmaður mestöll striðsárin. Þegar striðinu lauk.var hann orðinn yfir- foringi, sæmdur a.m.k. tveimur járnkrossum fyrir vasklega framgöngu. Hann settist að i Solingen að striðinu loknu og varð fulltrúi hjá allstóru fyrirtæki þar. Siðar fluttist hann til Ddsseldorf og opnaði þar skrifstofu, sem veitti fyrirtækjum hagsýslu- legar ráðleggingar. Hann veitti sjálfur skrifstofunni for- stöðu og hlaut gott orð i þvi starfi og fékk lika nóg að gera. Það kom þá i ljós, að hann er glöggur og fljótur að átta sig á málum, skýrir mál sitt vel og er þægilegur og skemmtilegur i umgengni. Hann er einn bezti ræðumaðurinn i hópi þýzkra stjórnmálamanna um þessar mundir. Einkum lætur honum vel að svara spurningum, enda beitir hann mjög þeirri aðferð á kosningafundum/að veita kjósendum kost á að spyrja sig spjörunum úr. Scheel gekk i Frjálslynda flokkinn árið 1946 eða skömmu eftir að hann kom heim úr styrjöldinni. Ári siðar var hann orðinn formaður flokks- félagsins i Solingen og rétt á eftir bæjarfulltrúi. Arið 1950 var hann kosinn á fylkisþingið i Díisseldorf/Og árið 1953 náði hann kosningu á þingið i Bonn. Hann hefur átt óslitið sæti þar siðan. Á ÞESSUM tima hafði Scheel sérstakan áhuga á málefnum þróunarlandanna svonefndu og kynnti sér þau eftir föngum. Hann var til- nefndur fulltrúi flokks sins á Evrópuþingið i Strassbourg 1955 og hefur oftast átt þar sæti siðan. Hann var kjörinn þar formaður nefndar, sem kynnti sér mál þróunarlanda og hvernig bezt yrði komið til hjálpar. Á vegum þessarar nefndar ferðaðist Scheel m.a. til Afriku, Suður-Ameriku og Asiu. Hann lét mál þessara landa mjög til sin taka bæði á Evrópuþinginu og á þinginu i Bonn. Schel átti mikinn þátt i þvi, að 1961 var ákveðið að setja á stofn i Bonn sérstakt ráðuneyti, sem skipulagði aðstoð viö þróunarlöndin, og var Scheel skipaður fyrsti ráð- herra þess. Þvi starfi gegndi hann til 1966, er samstarf við frjálslynda demókrata og kristilega demókrata rofnaði Hann setti sér i upphafi það mark, að Vestur-Þjóðverjar veittu þróunarlöndunum i beina og óbeina aðstoð ekki lægri upphæð en 5 milljarða marka á ári. Árið 1969 var þessi upphæð komin i 89 milljarða marka ,og var þá bæði um framlög og lán opin- berra aðila og einkaaðila að ræða. Aðstoð Þjóðverja við þróunarlöndin hefur reynzt þeim mjög mikilvæg og er það m.a. þakkað þvi, hve vel Scheel skipulagði þessa starf- semi i upphafi. Scheel er sagður mikill starfsmaður, og oftast er vinnudagur hans langur. 1 fri- timum sinum dvelst hann i bústað, sem hann á i austur- risku ölpunum. Hann er tvigiftur. Fyrri konu sina missti hann 1966 eftir 24 ára hjónaband. Þau áttu einn son. Árið 1969 giftist hann ekkju, sem var 13 árum yngri en hann og var röntgenfræðingur að menntun. Þau kynntust á spitala, er Scheel gekk undir erfiða nýrnaaðgerð, Hann er sagður vel hraustur nú, enda þarf hann á þvi að halda, þar sem segja má, að kosninga- baráttan standi dag og nótt, en siðan styrjöldinni lauk,mun ekki hafa verið háð harðari kosningabarátta i Þýzkalandi en nú. Þ.Þ. —TK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.