Tíminn - 09.11.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.11.1972, Blaðsíða 1
IGNIS KÆLISKÁPAR RAFTORG SIMI: 26660 RAFIÐJAN SIMI: 19294 257. tölublað — Fimmtudagur 9. nóvember — 56. árgangur. Horft yfir hluta Breiðholtshverfis úr lofti. — Timamynd: Gunnar. Lengsta íbúðarhús landsins A vegum Framkvæmda- nefndar byggingaráætlunar er verið að vinna að byggingu fjöl- býlishúss i Breiðholti, sem full- gert mun hafa að geyma 200 ibúðir,og má þvi reikna með, að þar búi i framtiðinni viðlika fólksfjöldi og í meðal kauptúni við sjávarsiðuna. Það sem vekur þó mesta athygli i sam- bandi við þetta hús, er lengd þess, — en fullgert mun þetta verða lengsta ibúðarhúsasam- stæða á landinu>322 metrar. Bygging hússins hófst fyrir tæpu ári, og áætlað er, að fyrstu 20 fbúðirnar verði teknar i notk- un ijanúar n.k.,og siðan 20 ibúðir i hverjum mánuði upp frá þvi. Ibúðirnar verða seldar fullfrá- gengnar með dúkum á gólfum og teppum á stigagöngum. Hús- næðismálastofnunin sér að mestu um sölu ibúðanna, en Reykjavikurborg á einnig nokk- urn hlut að máli. Ekki er fjarri lagi, að i þessari húsalengju verði viðlika margir úbúar og i vænu kauptúni, þegar fólk er komið i allar ibúðirnar — liklega svona einhvers staðar mitt á milli Búðakauptúns i Fá- skrúðsfirði og Sandgerðis. Má þá segja, að fullnýttur sé sá bletturinn, og megi kannski ekki öllu þröngbýlla vera. Byggingin sést á miðri mynd- inni hér að ofan, og eins og hún ber með sér, eru hlutar hennar misjafnlega langt á veg komnir — fjærstu húsin komin undir þak, en aðeins búið að gera grunn þeirra, sem neðst eru á myndinni. ___^L iiRA BPB Bkssv—L témaí. æ tf IBS W HSSP^Í kæíi- IbSHíL ^^^^TO|j X>/wri jjLct/tAfi&UtH, A.£ RAFTÆKJADEILD Hafnarslræti 23 Simar 18395 & 86500 Yf/r- gangur Breta á Vestfjaroa- mioum l»0—Keykjavik. Linubátar, sem voru á sjó frá Veslfjöroum i gær, kvörtuðu und- an yfirgangi brezkra togara inn- an riOsjómilna fiskveiðimarkanna úl af Látrabjargi. Bátarnir kvörtuðu við Land- helgisgæzluna, sem sendi varð- skip á vettvang. Þe_gar varðskipið kom á staðinn og togararnir urðu þess varir, drógu þeir upp vörp- urnar og sigldu til hafs. Að sögn Landhelgisgæzlunnar var um að ræða þrjá brezka togara, en ekki var vitað um nöfnin á þeim. ls- lenzku linuveiðararnir munu allir hafa orðið fyrir einhverju veiðar- færatjóni. Hörður Jónsson, skipstjóri á Gylfa frá Patreksfirði, sagði i viðtali við Timann i gærkvöldi, aö þeir á Gylfa hefðu verið á þeim slóðum, þar sem togararnir tog- uðu yfir lóðirnar. „Við sluppum alveg á Gylfa", sagði Hörður, ,,en Þrymur frá Patreksfirði, Tungufell frá Tálknafirði, Kristján Guð- mundsson og Ólafur Friðbertsson i'rá Súgandaf. misstu allar lóðir. En ekki veit ég>hvað þeir misstu mörg bjóð". Hörður sagði, að þegar bátarn- ir hefðu komið út i fyrrakvöld, þá hefðu togararnir haldið sig norðan við bátana. Siðan breyttu togararnir um togstefnu. „Einn togaranna tók strax stefnu á ljósabauju frá°Þrymi og fór þar yfir lóðir bátsins, og á þessu sést bezt, að hér var ekki um neitt óviljaverk að ræða", sagði Hörð- ur. Siðan sagði Hörður, að þeir á Frh. á bls. 15 Yfir 70 hross nætur- langt á flugvellinum - á meðan umbúnaour í flugvélinni var lagfærður Stp—Reykjavík. Fimm stórir bílar stóðu i alla fyrrinótt úti á Reykjavfk- urflugvelli, fullir af sunnlenzk- um hrossum, sem senda átti úr landi flugleiðis til Saar- briicken i Þýzkalandi. i þeim vor sextiu og tvö folöld og tólf hross fullorðin. Orsök þess, að töf varð á brottför var sú, aö Páll Pálsson yfirdýralækn- ir vildi ekki veita heimild þess, að hrossin yrðu flutt með flugvélinni eins og umbúnaði hennar var háttað. Flugvélin átti að leggja af stað beint i fyrrakvöld, og var fyrst ekið með hrossin Ut á Granda, þar sem þau voru vigtuð. Siðan var haldið með þau suður á flugvóll. Þegar yfirdýralæknirinn kom á vett- vang, kvað hann upp úr með það, að hrossin yrðu ekki send með flugvélinni með sinu samþykki fyrr en lagfærður hefði veriðumbúnaður i henni. — Ég sagði þeim, að þeir fengju ekki vottorð frá mér til flutninganna fyrr en umbúnað urihn hefði verið lagfærður til samræmis við ákvæði reglu- gerðar um slika flutninga, sagði Páll i gær i simtali við fréttamann. En auðvitað gátu þeir farið samt — ég hafði ekkert vald til þess að stöðva ílugvélina. Þess ber einnig að geta, að Páll tók það fram, er fréttamaðurinn ræddi við hann, að gripaflutningar um- rædds flugfélags á undanförn- um árum hefðu gengið vel og alveg slysalaust. Sjónarvottur hefur sagt blaðinu, að i skilrúmunum i flugvélinni hefðu verið aðeins einnar tommu þykk borð, sem boltuð voru saman, en bolt- arnir hefðu sýnilega sums staðar rifnað út úr borðunum i fyrri ferðum. Hann taldi einn- ig, að átta til niu folöldum hefði verið ætlað að vera i hverri stiu. Skemmst er af þvi að segja, að unnið var i alla nótt að endurbótum á þessum umbún- aði i flugvélinni, og klukkan rúmlega hálftiu i gærmorgun lagði hún loks af stað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.