Tíminn - 09.11.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.11.1972, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 9. nóvember 1972 TÍMINN Gunnar Marmundsson, verkstjóri i vélsmiðju K.R. á HvolsvelIi>stendur hér hjá einum mykjusniglinum, sem vélsmiðjan framleiðir ásamt fleiri landbúnaðartækjum. (Timamynd Róbert) Innlend smíði landbúnaðarvéla Erl—Reykjavik Vélsmiðja K.R. á Hvolsvelli stundar smiði á ýmiss konar landbúnaðartækjum, sem annars yrði að flytja inn og greiða með ærnum gjaldeyri. Þannig smiðaði vélsmiðjan á siðasta ári 43 hey- blásara, sem flestir fóru til sölu hjá SIS. Þá hóf smiðjan framleiðslu á baggafæriböndum, sem aðeins eru smiðuð eftir pöntunum og fást i þrem lengdum, 10, 12 1/2 og 15 metra. Hafa þau aðeins verið seld á félagssvæðinu, en níi hafa fyrir- spurnir um þau borizt viða að. Loks má svo geta mykjusnigla og dreifara, sem vélsmiðjan hefur smiðað nokkra. Þá hefur vélsmiðjan einnig smiðað fjölmargar vegristar og annast pipulagnir á félagssvæði kaupfélagsins. Þetta kom fram i viðtali, sem fréttamenn Timans áttu við Bjarna Helgason, sem veitt hefur verkstæðinu forstöðu, fyrir stuttu. Bjarni var þá að vinna að teikningu geymis fyrir laust korn, sem vélsmiðjan ætlar að fara að framleiða á næstunni fyrir bænd- ur i nágrenninu. Rafiðnaðarmenn vilja meiri hraða í virkjunum ÞÓ-Reykjavík Þing Rafiðnaðarsambands Is- lands, sem haldið var i Reykjavik dagana 4. og 5. nóvember s.l. lýsti óánægju sinni yfir þeim töfum, sem orðið hafa á nýtingu fall- vatna, þ.e. virkjanagerð. Þingið krefst þess, að flýtt verði áætlunum um virkjanagerð og bendir á, að hagnýting isl. fali vatna ogijarðhita tilorkufram leiðslu sé undirstaða isl. iðnþró unar, sem aftur sé forsenda þess, að þjóðin geti tryggt sér til Um 65.000 fjár var slátrað í Borgarnesi JE—Borgarnesi Sauðfjárslátrun hófst hjá Kaupfélagi Borgfirðinga i Borg- arnesi 13. sept sl. og lauk 30. okt. Alls var slátrað um 65.000 f jár, og er það rúmlega 7.000 kindum fleira en haustið 1971. Meðal- kroppþungi dilka var 13,81 kgien var 14,15 haustið 1971. Vegna rúmleysis i frystihúsi Kaupfélagsins i Borgarnesi voru um 250 tonn af kjöti flutt til Reykjavikur i sláturtið, en hinn hlutinn af óselda kjötinu, um 650 tonn, er geymdur i Borgarnesi — þó var litils háttar flutt út af kjöti og innylfum i sláturtið. Af gæruframleiðslu ársins munu um 36.000 stk. verða seld til Póllands, og fara þau i næsta mánuði, en afgangurinn fer til innlendra sútunarverksmiðja. 1 haust framleiddi kjötmjöls- verksmiðja sláturhússins mjöl og feiti,og mun framleiðslan verða notuð i fóður innan lands, en að nokkru fara til útflutnings. Þegar sauðfjárslátrun stóð yfir, unnu um 200 manns við slátur- og frystihús kaupfélagsins. Nú stendur yfir stórgripaslátr- un hjá kaupfélaginu i Borgarnesi. lengdar þau lifskjör, sem sam- bærileg eru við nálægar þjóðir. 1 þessu sambandi leggur þingið 'áherzlu á þá meginstefnu, að nýta raforku i auknum mæli til upphitunar ibúðarhúsa og uppbyggingar innlends stór- iðnaðar. Telur þingið, að með þvi að halda öllum arði af okkar vinnu innan landsteina sé bezt tryggt atvinnuöryggi. Þá fagnaði þingið þeirri al- mennu samstöðu landsmanna um útfærslu landhelginnar i 50 milur og verndun fiskimiðana, sem renna máttarstoðum undir is- lenzkan sjávarútveg. Formaður Rafiðnaðarsam- bands Islands er Magnús Geirs- son. Snjóalög að loka fjallvegum vestra GS—Isafirði. Vetur er sýnilega að leggjast að hér á Vestfjörðum, og fjallvegir hafa þegar teppzt. Tveir flutn- ingabilar hafa verið suður við Mjólkárvirkjun og ekki komizt norður yfir. Breiðadalsheiði og Botnsheiði hafa nú verið ruddar, en það getur orðið skammgóður vermir, ef veður harðnar. Á vetrum fara menn á vélsleð- um á milli Isafjarðar og Súg- andafjarðar, og hefur oft borið við, að Botnsheiði hefur verið far- in svo til daglega. Yfir Breiða- dalsheiði komast vélsleðar ekki sökum þess, hvernig til hagar, og hefur dregizt bagalega úr hömlu hjá vegagerðinni að ryðja þar vetrarveg, svo að sleðum verði þar við komið. Mannabein áður fundist í Skarfanesi Það er ekki i fyrsta skipti nú, að vart vcrður mannabeina á þeim stað i Landsveit, er línu- lagningarmennirnir fundu beina- grindurnar i haust. A nitjándu öld komu einnig mannabein fram i dagsljósið, þar sem Skarfanes hið elzta hafði verið, og ef til vill hefur það borið við oftar. A nitjándu öld sótti sandurinn mjög á, og blésu þá upp leifar bæjarrústanna i Skarfanesi elzta, sem og kirkju- garðinn að nokkru leyti. Það er grjótið, sem eftir lá, er hefur varnað þvi, að allur jarðvegur hyrfi burt úr hinum gamla graf- reit. Sá Skarfanesbær, sem reistur var, þegar sandur lagði Skarfa- nes elzta i eyði endur fyrir löngu, var yfirgefinn árið 1864, einnig vegna sandágangs og býlið þá endurreist þar, sem það var fram á daga núlifandi manna. SB-Reykjavik Rafmagn fór af Mosfellssveit og Kjalarnesi um kl. 14.45 i gær. Raímagn komst aftur á linuna að dælustöð við Reyki um kl. 16.40, en áfram var unnið að þvi að koma ljósinu á Kjalar- nesið. rð Hekluelda og Nleð sjó fram Skagfirðingar halda Flóamarkað Næstkomandi laugardag 11. nóvember efnir Skagfirzka Söng- sveitin til Flóamarkaðar i and- dyri Breiðholtsskóla, og verður þar á boðstólum fjólbreytt úrval af hverskyns vörum auk köku- basars. Skagfirzka söngsveitin var stofnuð fyrir tveim árum af Skag- firðingum i Reykjavik og ná- grenni. Hún hefur haldið söng- skemmtanir allviða m.a. i Mið- garði i Skagafirði, Bifróst á Sauð- árkróki og Félagsheimili Sel- tjarnarness og á útiskemmtun á Sauðárkróki i tilefni aldarafmæl- is bæjarins 3. juli 1971. Hefur hún ávallt lagt áherzlu á að kynna skagfirzk ljóð og lög, og hefur ný- lega sungið inn á fimmtán laga hljómplötu lög skagfirzkra tón- skálda. Hefur söngsveitin þannig aukið mjög myndarlega starf Skagfirðingafélagsins i Reykja- vik. Fé það, sem safnast á Flóa- markaðinum á laugardaginn> verður notað til kaupa á hljóðfæri til undirleiks á æfingum söng- sveitarinnar. Stp—Reykjavik. Á kvöldvöku Ferðafélags ts- lands i Sigtúni i kvöld verða frumsýndar tvær nýjar kvik- myndir eftir 'Osvald Knudsen. Mun dr. Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur, flytja inngangsorð að myndunum. Má i leiðinni geta þess, að á dagskrá kvöldvokunn- ar er auk þess myndagetraun og dans. Fréttamaður hafði samb. við Ósvald Knudsen i gær og spurði hann eftir nýju myndunum. Kom fram i viðtalinu,að önnur myndin er frá gosinu i Heklu 1970, Við Hekluelda, en henni fylgir tezti (eða tal) samið og flutt af Sigurði Þórarinssyni, og tónlist eftir Magnús Blöndal Jóhannsson. Hin myndin kallast Með sjó fram og var gerð i fyrra. Er hún um fjör- ur landsins, fulgalifið þar og fleira. Texta með henni hefur Óskar Ingimarsson samið og Magnús Blöndal tónlistina. Aðspurður, hvort hann hefði ekki eitthvað i bigerð, sagði Ósvaldur, að svo gæti vart heitið, þessu væri öllu nýlokið. En þó kom það ótvirætt fram i svari hans, að einhverju bjó hann yfir, þótt ekki vildi hann gefa neitt upp um það. Þær munu nú vera orðnar á milli 30 og 40 myndirnar, sem ósvaldur Knudsen hefur gert gegnum árin og sýndar hafa ver- ið. Þeir eru án efa fáir hérlendis, sem ekki hafa séð einhverjar af myndum hans, en margar þeirra eru frábærar og hafa átt sinn þátt i að opna augu fyrir fegurð lands okkar og nauðsyn þess, að halda henni óspilltri. 1 viðtalinu bar á góma tjón, sem Ósvaldur varð fyrir i fyrra, er hann missti kvikmyndatökuvél, gamla en góða, sem hann hafði áður notað meðst, ofan i Grims- vötn, er hann var þar á ferð, þeg- ar hlaupin urðu á þessum slóðum. Fór þar taska og vél á bólakaf og ,,kom hvorugt upp siðan", eins og geta má nærri. Vélin var ótryggð með öllu, svo tjónið var áll tilfinn- anlegt. Þá eru tilfinningatengslin við slika gamalreynda gripi ætið sterk. Sameiningarmál í Alþýðuflokknum Tveir af leiðtogum Alþýðu- flokksins, Benedikt Gröndal, varaformaður, og Eggert G. Þorsteinsson, ritari, hafa byrjað nóvembermánuð með greinum i Alþýðublaðið um saneiningarmálið. Skoðanir þeirra virðast tals- vert skiptar um afstóðuna til málsins. Benedikt Gröndal hefur tröllatrú á kosninga- bandalagi við Samtök frjáls- lyndra og vinstri mann. Eggert G. Þorsteinsson hefur hins vegar litla trú á sam- einingartalinu og telur að kjósendur Alþýðuflokksins verði ekki færðir inilli dilka forspurðir. Um eitt virðast þeir þó sammála og tala um það i fyllstu alvöru, að hluti Framsóknarflokksins, þ.e. Samband ungra Framsóknar- mann muni kjúfa sig frá flokknum til að taka þátt i iiinum nýja „Jafnaðarmanna- flokki islands." Kenedikt Gröndal setur skipulag hins nýja kosninga- bandalags upp i táknmynd og lelur að liinn nýi flokkur eigi að hafa Verkamannaflokkinn bre/.ka að skipulagsfyrir- mynd. Vm þá aðila, aðra en Alþýðuflokkinn og Samtök frjálslyndra og vinstri manna, sem gerast vildu aðilar að nvju kosningabandalagi segir Benedikt m.a.: „Önnur sambönd, sem kynnu að vilja taka þátt i stofnun Jafnaðarmanna- flokksins, svo sem Samband ungra framsóknarmanna, er hefur gerl ályktanir i þá átt." 3 hópar Eggert G. Þorsteinsson segir að uppi séu þrjár skoðanir i Alþýðuflokknum um afstöðu til sameiningar- málsins. Hann segir þær þcssar: ,,l. Þá, sem vilja sam- einingu við Frjálslynda og vinstri menn og e.t.v. unga framsóknarmenn eða lilula þeirra. 2. Þá, sem vilja alls ekki ncinar frekari viðræður um samciningu við einn eða neinn og að allar frekari viðræður verði stöðvaðar. 3. Þá, sem eru tortryggnir á að viðræðurnar beri nokkurn árangur, annan en neikvæðan, cn tclja þó framhaldsviðræður óhjákvæmilegar." Af grein Eggerts verður það greinilega ráðið, að hann er málsvari hóps nr. 3. i niðurlagi greinar sinnar segir hann m.a.: ,,A siðasta flokksþingi okkar urðu þvi ekki teknar neinar ákvarðanir með eða móti samviiinii við einn eða neinn — Spurningin, sem við svöruðum var sú, — aö viö að frekari viðræður um sameiningu eigi scr stað, eða að þær veröi stöðvaðar nú þegar? Meðan jafnmargir hlutir i þessu hugsanlega samstarfi eru óþekktir, — eða eins og sjómenn segja gjarnan — of margir endar lausir, — þá tel cg og taldi óskynsamlegt að stöðva viðræður nú. Það verður að fá fram niðurstöður viðræðnannaog bera þær siðan uiidir það fólk, sem með okkur hcfur staðið I gegn um öll áföll og hræðist ekki að mæta fleiri. Hvað stoðar okkur að taka ákvarðanir um samvinnu og samstarf i þessa átt eða hina, ef okkar traustasta stuðnings- fólk fylgir okkur ekki? ekki? Sameinaður og einhuga Al- þýðuflokkur er það eina, sem getur orðið grundvöllur þess að allir islenzkir jafnaðar- menn sameinist i einum flokki. Naumur meirihluti innan ALþýðuflokksins til samstarfs og samvinnu i þessa átt eða hina nægir ekki til árangurs" - T.K.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.