Tíminn - 09.11.1972, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.11.1972, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Fimmtudagur !). nóvember 1972 1 Ph y ■ Ijó llol im\ turi l 1 ifft' :: t■■■- II I : : 1 II 1 tt ftmJ ' ttirnJJJJJJl „What's hidden there?" Svanfriður LP — stereo Svanfriftur, Svan 1. Jafnvel þótt ekki væri tekið tillit, til þess, að um fyrstu plötu hljómsveitarinnar er að ræða, er hún svo vel heppnuð, að allir geta vel við unað, ekki sizt við, aðdáendur hljómsveitarinnar og þessarar rokk-tónlistar yfirleitt. Þeir félagar i Svanfriði lýstu þvi yfir strax eftir stofnun hljóm- sveitarinnar, að ekki aetluðu þeir að grafa sig lengi i bilskúrum við æfingar, heldur að „spila sig saman” opinberlega. Og aðeins viku eftir að ákveðið var af þeim að stofna hljómsveitina Svanfriði komu þeir fyrst fram. Siðan hafa þeir haft nóg að gera — og vel það — og eru nú ein bezta hljómsveit af þessari tegund, sem við tslendingar höfum áttt. Þrátt fyrir vandlætandi höfuð- hristingar ýmissa manna — þará meðal min — , sem héldu fram i upphafi að ekki væri gerlegt fyrir hljómsveit að „spila sig saman” opinberlega, hefur Svanfriði tekizt það eftirminnilega. Þegar ég heyrði þessa plötu fyrst fyrir rúmum tveimur mánuðum hafði ég ekki hug- mynd um hvaða hljómsveit þetta var en ég vissi aftur á móti, að mér þótti platan harla góð. Siðan hafa sem sé liðið tveir mánuðir og þegar ég hef verið að hlusta á plötuna undanfarna daga, hef ég orðið æ hrifnari. Galla, sem skipta umtalsverðu máli, hef ég ekki fundið — en að sjálfsögðu ræður smekkur þar að mestu um. Á plötunni ergeysilegur kraftur og liísgleði, það, sem hefur svo oft vantað á islenzkar hljóm- plötur, eft i rm i n n i 1ega „Mandala”. Og að aðeins hafi verið notaðir rúmir 40 timar til upptökunnar er hérumbil kraftaverk. Ástæðan fyrir þvi er aftur á móti sú, að Svanfriður hélt ekki utan fyrr en eftir nokkurra vikna strangar æfingar, þannig að þeir vissu nákvæmlega hvernig þeir ætluðu að gera þessa plötu. Auk þess er Pétur Kristjánsson, söngvari hljóm- sveitarinnar, þeim hæfileikum gæddur, að geta unnið mjög auð- veldlega i stúdiói: Gunnar Jökull sagði mér eftir að hafa tekið upp þá margfrægu plötu „Wonderland of Eden” (lag Einars Vilberg) i London um árið, að hann hefði aldrei unnið með manni i stúdiói sem hefði verið jafn öruggur og einmitt Pétur. Það sannast enn á þessari plötu Frómtfrá sagt hefur mér aldrei þótt Pétur verulega skemmti- legur söngvari en hér kemur hann mjög vel út. Röddinni beitir hann svo vel, að hún verður eiginlega hljóðfæri i sjálfu sér — og það er einmitt það, sem Mick Jagger hefur orðið frægastur fyrir. Beztur er Pétur (eins og oft áður) i kraftmiklum lögum eins og til dæmis fyrsta lagi plötunnar — og kannski þvi bezta — „The Woman Of Our Day”, eftir gitarleikar- ann, Birgi Hrafnsson. Birgir sjálfur, sem til skamms tima þótti ekki nema i meðallagi góður gitarleikari, hefur haldið áfram að taka jafn stórstigum framförum og hann sýndi fyrst i fyrrasumar og viða á plötunni sýnir hann gifurlega skemmtileg tilþrif. Bæði lög hans, áðurnefnt og „What Now You People standing By?” eru mjög skemmtilegog vekja hjá manni grunsemdir um, að Birgir fitli við ýmislegt á siðkvöldum annað en að hlutsta á plötur. Frumraun bassaleikarans, Gunnars Hermannssonar, i tó- smiðum heitir „The Mug” og er allmikið betra en margir aðrir hafa látið frá sér fara i fyrsta skipti. Auk þess er Gunnar með betri bassaleikurum, sem maður heyrir i. Á plötunni er frammi- staða hans með fádæma ágætum. „Sound” hans er hreint og fallegt og ákaflega skýrt. Ekki er laust við að Sigurður Karlsson, trommuleikari, hafi stillzt eitthvað eftir að hann fór i Svanfriði. Enn er hann villtur — en ekki trylltur, eins og hann var svo gjarnan með Ævintýri. En enn gerir Sigurður mikið. Munurinn er sá, að hann gerir það smekklegar og jafnar en áður og á plötunni spilarhann virkilega á trommurnar notar þær fyrir annað og meira en rythmahljóð- færi. Fyrsta og eina lagið, sem hann hefur samið, „Give Me Some Gas”, er skemmtilegt og hafa ýmsir hér i kringum mig spáð að það verði vinsælt. 1 heild er Svanfriður ákaflega hrá hljómsveit, kannski öllu meira á sviði en á þessari plötu. Vafalaust má skrifa Sigurð Rúnar Jónsson, tónlistarmann virtuoso, fyrir þeirri fin- pússningu, en auk þess að hafa aðstoðað þá félaga riflega við út- setningar og æfingar, leikur hann á nokkur hljóðfæri á plötunni og hefur vafalaust gefið ýmis góð ráð i sambandi við upptökuna. í ofanálag eru tvö lög plötunnar eftir hann: annað er spilað á pianó og sög (það er samt ekki nógu skemmtilegt, til að standa uppúr: ég er nokkuð viss um, að hægt hafi verið að sveigja sagar- skrattann töluvert meira) og hitt á fiðlu. Bæði þau lög eru ..instrumental”, eingöngu leikin, „Did You Find It?” og „Finido”. Það siðarnefnda er leikið aðeins einu sinni á eina fiðlu, en með bergmálstækni kemur það út sem að minnsta kosti tvær slikar, frá- bærlega vel samstilltar — eða ósamstilltar. Annars hef ég oft- sinnis heyrt Sigurð Rúnar (Didda fiðlulgera skemmtilegri hluti en hann spilar á þesssari plötu. Textarnir eru allir á ensku og raunar er nafn hljómsveitarinnar eina islenzka orðið, sem fyrir- kemur á plötunni og umslaginu. Eins og i fyrri tilfellum slikum er það gert i þvi augnamiði að koma plötunni á erlendan markað — og er óskandi að af sliku verði ein- hverntima. Róbert Arni heitir skáldið og á myndinni i opnu umslagsins er hann með höfgi i augum eins og kúbanskur byltingarmaður, löngu dauður. Það er dálitið athyglisvert, að textarnir þurfa ekki nauðsynlega að vera auðkennani fyrir skoðanir meðlima hljómsveitar- innar og þykir mér það dálítill galli. En i þeirri trú, að fjór- menningarnir skiljiraunverulega þankagang Róbert Árna og meiningar hans, skal horft framhjá þessu atriði i bili. Róbert Árni fjallar um baráttu mannsins við sitt innra sjálf endurskoðun á gömlu og úreltu verðmætamati, löngun eftir sjálf- stæðara lifi, sem á stundum virðist ekki vera svo langt undan fjármagnskúgun, meðvitaða og ómeðvitaða og sitthvað fleira á þessari linu. 1 titillaginu segir hann: „It’s easy to get hurt when you’re human/ You just have to search your own heart...” Orkar það ekki tvimalis að hafa þetta „just” þarna með? Málið hlýtur að vera flóknara en svo aðhægtsé að afreiða það með þvi að segja að það eina.sem þurfi að gera, sé að grannndskoða sitt eigið hjarta. En i „My Dummy” segir hann: ...I’m about to flee up to the highest tree/ There I am safe/ And it will be my cave/ There I’ll always be free of my dummy....” Einhvern veginn hef ég á tilfinn- ingunni, að þessar linur séu i hópandi mótsögn við það, sem Róbert segir i fyrri tilvitnuninni. En hann viðurkennir einnig, að hann sé óttasleginn, án þess að vita fyllilega hvers vegna: „It’s without a soul/ Listening to rock ’n’ roll/ Whata shame but I’m not to blame/ It respects no law/ Still, I’m full of awe..” Einhver sagði einhvern tima, að það, sem væri ef til vill bezt við þessa kynslóð, væri að hún virtist ekki hrædd við að viðurkenna þann ótta, sem hún finndi með sér og að mótsagnirnar virtust ekki valda henni sérstökum áhyggjum : þær væru hluti af dag- legu lifi og starfi. Likast til er það rétt — og þar með er ég allavega skák. En i heildina þykja mér textar Róberts Árna góðir, sérlega „The Woman Of Our Day”. Hann kemur vel til skila þvi, sem maður veltir fyrir sér dags daglega: barnsleg gleði og bjart- sýni keppir við ótta, örvæntingu og svartsýni. Og alternativið, sem hann bendir á, er grannd- skoðun hjartans: „What’s Hidden There?” Titillagið er eftir Jón Ragnars- son, sem fyrir mörgum árum spilaði með þeim Pétri og Birgi i fyrstu útgáfu hljómsveitarinnar Pops. Synd og skömm er að ekki hafi heyrzt meira frá Jóni eftir það, þvi maðurinn er rikur af hæfileikum — og utan þess hef ég heyrt, að hann eigi töluvert af efni, sem er ekki siður gott en lag hans hér. Upptaka var gerð i „Mjaestic Recording Studios” i London undir stjórn Svanfriðar og Rogers Wilkinson, mjög þokkaleg upptaka, reyndar góð. Pressun er einnig mjög fullnægjandi og umslag Baldvins Halldórssonar er það bezta, sem hann hefur gert hingað til. Þegar ég hugsa mig um, man ég að hvert umslag hans hefur verið „það bezta” og getur það varla visað á annað en jákvæðar og stöðugar framfarir. Teikningin á framhlið virðist vera úr goðafræðinni, allavega eru landvættirnir mættir (voru ekki landvættir á „Mandala”?) galvaskir og einhversstaðar þóttir ég hafa séð þjáðan Útgarða-Loka. Mjög skemmtileg mynd og vel útfærð. f opnu umslags eru færðar sérstakar þakkir til „Ingo”, Ingi- bergs Þorkelssonar, sem var eins — konar reddari við undirbúning plötunnar og undir þær þakkir leyfi ég mér að taka privat. Svanfriður eiga þakkir skilið og heiður fyrir að hafa gefið út þessa plötu (einhver sagði á kostnað Verðlistans!) og færi ég þeim, fyrir hönd vina og vandamanna, miklar kveðjur. Pétri Kristjáns- syni og brúði hans sendi ég minar árnaðaróskir. ó.vald. Stór-dansleikur Veitingahúsinu Lækjarteig 2 í kvöld Dansað á öllum hæðum frá kl. 9-1. Skemmtið ykkur þar sem í jöldinn og fjörið er! 3 geysivinsælar hljómsveitir Trúbrot — Haukar Kjarnar BÆNDUR Við seljum: Fólksbíla, Vörubila, Dráttarvélar, og allar gerðir búvéla. BÍLA, BATA OG VERÐBRÉFASALAN. Vift Miklatorg. Simar IKS75 og 18677. bankinn cr baklijarl BÚNAÐARBANKINN vada MagnúsE. Baldvinsson K. ' laugavegi 12 A Sími 22804 ..íílj Austfirðingar Haustfagnaður verður föstudaginn 10. nóvember kl. 21. í Miðbævið Háaleitisbraut. Dagskrá: Félagsvist, Jón Gunnlaugsson skemmtir, dans. Allir Austfirðingar og gestir velkomnir. Austfirðingafélagið i Reykjavik. SOLO- ELDAVÉL (minni gerð, ekki miðstöð) emeleruð, vel með farin, óskast til kaups. Simi 19941, Ásvallagötu 69, Reykjavik. Hjálpræðisherinn. Yfirforingjar Hjálpræðis- hersins, Kommandör Haa- kon Dahlström og frú, koma i heimsókn. Samkomur föstudag, laugar- dag og sunnudag. Allir velkomnir. I-kar^ur Lagerstærðir miðað við múrop: Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm 210 - x - 270 sm Aðrar stærðir smiðaðar eftir beiðni. GLUGGAS MIDJAN SiðumJa 12 - Simi 38220 HáUnað erverk þá hafið er sparnaðnr skapar verðmsti Samvinnnbankinn TRÚLOFUNAR- HRINGAR — afgreiddir samdægurs. Sendum um allt land. HALLDÓR Skólavörðustíg 2 VELJUM ÍSLENZKT

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.