Tíminn - 09.11.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.11.1972, Blaðsíða 6
o i íitiii^i^ rimmtudagur 9. november 1972 ALÞINGI Umsjón: Elías Snæland Jónsson Landbúnaðarráðherra um mjólkursölumálin á alþingi: Núverandi skipulag mjólkur- sölumálanna hefur reynzt vel - leggja verður megináherzlu á fyllstu hreinlætiskröfur og lágan dreifingarkostnað 1 KnX nU/vMnli< « X n lrlr /\«1 K • \ A < r /\ << A < /Y /\ ’&ssstMssiöittt ii ]'irin]iiiiíiiiniifi[iii''iimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiriiniiiiiiriiiiiiiniiiiiiiiiiii|iiiímini|ii~iníiiiiinminnrii]ii i ..... — Ég legg á það áherzlu, að ekkert það verði gert til breytinga á núverandi sölufyrirkomulagi mjólk- ur og mjólkurvara, sem ekki tryggir, að fyllstu hreinlætiskrafa sé gætt og dreifingarkostnaði haldið i skefjum, — sagði Halldór E. Sigurðsson, land- búnaðarráðherra, i umræðum á Alþingi i gær um frumvarp Ellerts B. Schram (S) og fleiri sjálf- stæðismanna um breytingar á lögum um fram- leiðsluráð landbúnaðarins og fleira. Jafnframt sagðist ráðherrann telja rétt, að mjólkursölumálin væru tekin til sérstakrar athugunar og það kannað, hvort breytingar þyrfti að gera á núverandi fyrir- komulagi. Mál þetta var til fyrstu umræðu i neðri deild á mánudag, og var framhald þeirrar umræðu i gær. I frumvarpinu er i stuttu máli gert ráð fyrir, að fleiri verzlunaraðilar en nú er,fái leyfi til sölu á m.jólk og mjólkurvörum, og að komið verði upp sérstakri sjö manna nefnd til að fjalla um umsókn matvöruverzlunar um slikt sölu- leyfi. Landbúnaðarráðherra lagði áherzlu á, að ávallt þyrfti að hafa i huga tvö meginatriði varðandi dreifingu mjólkur og mjólkur- vara. bað væri, að stu hreinlætis- kröfum væru fullnægt, og að kostnaði við dreifinguna væri haldið i skefjum. Hann sagði.að hreinlætiskröfur væru miklar, og hefðu verið auknar ár frá ári. bar mætti ekki slaka neitt á. Kostnaður við dreifinguna hef- ur verið hér mjög litill, sagði hann, miðað við það, sem gerist hjá öðrum þjóðum, og það þarf einnig að haldast. Ráðherra taldi, að það kerfi, sem búið hefði verið við i nær fjóra áratugi, hefði reynzt mjög vel, og hefði enginn landbúnaðar- ráðherra lagt i að gera stökk- breytingar á þvi kerfi — þar á meðal ekki fyrirrennari sinn, sem hefði ekki beitt sér fyrir byltingu á þessu sviði þau 12 ár.sem hann sat i ráðherrastóli. Nauðsynlegt væri að halda áfram að þróa kerfið á skipulegan hátt, eins og gert hefði verið.og fleiri aðilar gætuáttaðild að sölunni eftir þvi sem verzlanir stækkuðu og bötn- uðu. Hins vegar væri ljóst, að ef mjólkurvörur ætti að selja i öllum matvöruverzlunum, myndi kostnaður aukast og hreinlætis- kröfum yrði ekki eins vel fylgt eftir. Ráðherra kvaðst vel geta hugs- að sér, að láta nefnd kanna þetta mál sérstaklega.Hann hefði um tima haft i huga, að endurskoðun þessa máls kæmi inn i almenna endurskoðun á framleiðsluráðs- lögunum, en horfið frá þvi siðar, þar sem ná þyrfti sem beztu sam- komulagi um málið. Kæmi vel til greina að skipa nefnd til að kanna málið frá öllum hliðum, en megninatriði væri, að gera ekkert annað i mjólkursölumálunum en það, sem tryggði áfram áður- nefnd grundvallaratriði um hreinlæti og kostnað. Kllert B. Schram (S), fyrsti flutningsmaður, ræddi mál þetta itarlega og svaraði þeim rökum, sem fram komu i umræðunum s.l. mánudag gegn frumvarpinu, einkum frá Agústi borvaldssyni (F). Taldi Ellert augljóst, að fyr- Ilaildór K. Sigurðsson, land- búnaðarráðherra. Agúst borvaldsson (F),svaraði margvislegum atriðum i ræðu Ellerts, og kvað stóryrði hans ei til þess fallin að vinna málinu framgang. Hann kvað forsvarsmenn Mjólkursamsölunnar siður en svo vera á móti breytingum, ef þær Kllcrt Agúsl Stcfán Ingólfur. irsvarsmenn Mjólkursamsölunn- ar væru á móti öllum breytingum i mjólkursölumálunum, hverjar sem þær væru, og sagði, að frum- varpið væri fyrst og fremst flutt til þess að knýja fram breytingar á ófremdarástandi. bá lýsti hann ánægju sinni með, að landbúnaðarráðherra vildi taka þessi mál til endurskoðunar, og kvaðst vona að svo yrði. horfðu til bóta fyrir framleiðend- ur og neytendur, og taldi skyn- saml., að sett yrði nefnd til að kanna hvort fullyrðingarnar um úrelt skipulag væru réttar. Vildi hann þvi stuðla að þvi, að ráð- herra skipaði slika nefnd með fulltrúum framleiðenda og neyt- enda. Agúst ræddi einnig mörg atriði varðandi mjólkurdreifinguna og núverandi kerfi, og benti m.a. á, að árið 1970, hefðu bændur fengið i sinn hlut 72.06% af andvirði mjólkur og mjólkurvara — en viða i nágrannnalöndum okkar fengu bændur einungis 40-50% andvirðis vegna mun hærri kostn- aðar. Stefán Valgeirsson (F), tók undirýmisatriði i ræðu Agústs og sagði, að eftir ræðu flutnings- manns væri ljóst, hvaða hags- muni flutningsmaður bæri fyrir brjósti. bað væru ekki hagsmunir neytenda,heldur allt annarra að- ila. Stefán kvaðst ekki hafa heyrt kvartanir um núverandi ástand mjólkursölumálanna, nema frá kaupmönnum, og væri óverjandi að slá þvi fram, að um eitthvert ófremdarástand væri að ræða. Hann lýsti fylgi sinu við, að nefnd væri faliö að kanna málin og hvað breytingar á núverandi kerfi hefðu i för með sér. Ingóifur Jónsson (S), lýsti yfir samþykki sinu við þá skoðun landbúnaðarráðherra, að kanna þyrfti þetta mál ofan i kjölinn, og minnti á samþykkt framleiðslu- ráðs frá i fyrra um, að skipuð yrði nefnd i þvi skyni. Taldi hann það vanrækslu, að slikt hefði ekki þegar verið gert. Hann taldi sum atriði frumvarpsins stefna i rétta átt, en önnur þyrfti að athuga, og hefði flutningsmaður lýst vilja sinum til að breyta frumvarpinu. Ingólfur taldi, að ekki væri rétt að flaustra að neinu i þessu máli, og kvaðst ekki geta stutt neinar þær breytingar, sem gætu valdið bændum tjóni. Landbúnaðarráðherratók aftur til máls, og itrekaði, að núverandi skipulag hefði reynzt vel — enda tryði þvi tæpast nokkur, að fyrr- verandi landbúnaðarráðherra hefði ekki gert á þvi breytingar i 12 ár, ef um ófremdarástand væri að ræða eins og flutningsmaður hefði fullyrt. Ráðherrann itrekaði einnig, að ekkert skipulag væri það gott, að ekki mætti eitthvað bæta það, og væri þvi eðlilegt að láta athuga það nánar. Ef hann skipaði nefnd i málið, þá yrði hún þannig sam- sett, að öll sjónarmið kæmu fram. Hann lagði jafnfr. áherzlu á, að ekki mætti gefa mjólkursölumál- unum of lausan tauminn og aldrei missa sjónir af þeim grundvallar- atriðum, að fyllstu hreinlætis- kröfur væru uppfylitar og dreifingarkostnaði haldið eins litlum og frekast væri unnt. NORRÆNA TON- USTARHÁTÍÐIN Fundir voru i báðum deild- um Alþingis i gær. 1 efri deild var einungis eitt mál á dagskrá — frumvarp til laga um veitingu rikisborgar- aréttar. Dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu, sem siðan var visað til nefndar. Botnvörpu- og flotvörpuveiöar. í neðri deild voru tvö mál á dagskrá. f fyrsta lagi frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum um bann gegn veiðum með botnvörpu og flot- vörpu, en þetta frumvarp er lagt fram til staðfestingar á bráðabirgðalögum frá þvi i ágúst 1972. Málið hefur þegar hlotið afgreiðslu i efri deild, og mælti sjávarútvegsráðherra fyrir frumvarpinu, sem síðan var visað til annarrar umræðu. í öðru lagi var á dagskrá neðri deildar framhald fyrstu umræðu um frumvarp til laga um breytingu á lögum um framleiðsluráð laridbúnaðar- ins og fleira, sem Ellert B. Schram og fleiri sjálfstæðis- menn flytja. Fyrirspurn um skipu- lag vöruflutninga. Eitt þingmál var lagt fram i dag. Var það fyrirspurn i sam- einuðu þingi til samgönguráð- herra um framkvæmd þingsályktunar um skipulag vöruflutninga og jöfnun flutningskostnaðar. Fyrir- spyrjandi er Matthias Bjarna- son (S), og er fyrirspurnin svohljóðandi: 1. Hvað hefur verið gert til þess að framkvæma þings- ályktun frá 5. april 1971, um skipulag vöruflutninga og jöfnun flutninskostnaðar? 2. Hverjir eru það, sem vinna að framkvæmd þessa máls og með hvaða hætti? 3. Hefur verið leitað sam- starfs við helztu aðila flutningakerfisins og, ef svo er, hverjar eru undirtektir þeirra? 4. Hefur rikisstjórnin tekið ákvörðun um að leggja ákveðnar tillögur fyrir Alþingi, sem nú situr, til jöfnunar á flutningskostn- aði, svo að allir landsmenn sitji við sama borð i þessum efnum? Sameinað þing í dag. I dag kl. 14 er fundur i sam- einuðu þingi, og eru þar 12 mál á dagskrá, allt þings- ályktunartillögur. Norræna tónlistarhátiðin hin þréttánda i röðinni var haldin i Osló siðastliðið haust. Er hátið þessi haldin annað hvert ár og verður næst haldin i Kaup- mannahöfn árið 1974. Á hátiðinni voru flutt tvö is- lenzk verk, Læti fyrir hljómsveit og tónband eftir borkel Sigur- björnsson og Kvir.tett fyrir blásara eftir Jón Ásgeirsson. Blaðadómar voru hinir vinsam- legustu. Um verk borkels segir m.a þetta: Margt bendir til,að is- lenzk tónskáld séu að hverfa frá hinum þjóðlega stil, sem ein- kenndi verk þeirra fyrr á árum. Læti eftir borkel Sigurbjörnsson einkennist af þéttum vef, bæði i hljómsveitinni og tónbandinu. betta er á margan hátt heillandi verk, flókið , en þó skýrt formað...(Morgenbladet 1/9) ...betta var skemmtileg hljóm- sveitarfantasia, þar sem fjöl- skrúðugur efniviður var með- höndlaður mjög skipu- lega...(Arbeiderbladet 1/9) Um verk Jóns Ásgeirssonar segir m.a... betta er stutt verk, samið i léttum og gáskafullum anda og brá fyrir þjóðlaga- áhrifum. Verkið höfðaði mjög til leikgleði flytjendanna...(Morgen- bladet 4/9)... Kvintett Jóns Ásgeirssonar er vel unnin tón- smið i upprunalegum og aðgengi- legum stil (Arbeiderbladet 4/9). Verk Jóns Ásgeirssonar er samið i léttum nýklassiskum anda áheyrilegt og áhugavert um leið...(Dagbladet 4/9) TÍU UMSOKNIR UM RÍKISBORGARARÉTT Ólafur Jóhannesson, dóms- málaráðherra, mælti i gær fyrir frumvarpi tii laga um veitingu rikisborgararéttar á fundi efri deildar. bar er lagt til, að 10 einstaklingar öðlist rikisborgara- rétt. en umsækjendur fullnægja allir þeim skilyrðum, sem sett liafa veriö um rikisborgararétt. Frumvarpið gerir ráð fyrir, að eftirtaldir einstaklingar öðlist rikisborgararétt: 1. Boucher, Antony Leifur Estcourt, Reykjavik, nemandi f. i Englandi 8. mai 1954. 2. Brown, Margrét Ragnheiður, Reykjavik, húsmóðir, f. á Is- landi 17. febrúar 1949. 3. Bury, Susan, Reykjavik, kennari,f. i Englandi 5. maí 1944. 4. Heidenrich, Freddy Andreas, Neskaupstað, sjómaður, f. i Danmörku 8. júni 1954. 5. Jensen, Gissur, Selfossi, mjólkurfræðingur, f. á Islandi 12. janúar 1944. 6. Jensen, Jóhanna, Hellu, hús- móðir, f. á tslandi 17. ágúst 1946. 7. Jespersen, Eva Melberg, Reykjavik, barn, f. i Dan- mörku 16. mai 1965. 8. Johansson, Birgit Maria, Reykjavik, húsmóðir, f. i Svi- þjóð 6. april 1924. 9. Poulsen, Jakup Juul Johan Hendrikson, Reykjavik, sjó- maður, f. i Færeyjum 10. októ- ber 1947. 10. Wenger, Eric Martin, Kópa- vogi, barn, f. i Bandan'kjunum 2. september 1959. bá er i frumvarpinu óbreytt ákvæði frá þvi á siðasta þingi um, að nýir rikisborgarar, sem heita erlendum nöfnum, skulu taka sér islenzkt fornafn, og börn hans skulu taka sér islenzk nöfn sam- kvæmt lögum um mannanöfn. Hins vegar er felld niður sú heimild, sem var samþykkt við afgreiðslu frumvarps um rikis- borgararétt i fyrra, til dóms- málaráðherra, að veita undan- þágu frá þessum ákvæðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.