Tíminn - 10.11.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.11.1972, Blaðsíða 1
IGNIS KJELISKÁPAR RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIÐJAN SIMI: 19294 * ** 258. tölublað — Föstudagur 10. nóvember — 56. árgangur. Brezki togarinn Ssafa frá Fleetwood — landhelgisbrjótur, sem fékk á sig brotsjó fyrir sunnan land i gær. Timamynd Gunnar. Brezkur togari í nauðum Afturkallaði hjálparbeiðniog sigldiáleiðis til Bretlands með stórslasaðann skipverja þegar Ægir nálgaðist ÞÓ—Reykjavik. Brezki togarinn Ssafa FD 155, er i 11:111011111 staddur 150 sjómílur suöaustur af Vestmannaeyjum. Togarinn fékk á sig brotsjó á þessum slóðum eftir hádegi i gær, og rak hann stjórnlaus um tima, þar sem yfirbygging skipsins laskaöist mjög og stýrið varð fyr- ir skemmdum. Varðskip átti að koma til aðstoðar við togarann klukkan 21.30 i gærkvöldi, en ferðin sóttist seint, enda var veð- urhæðin 11-12 vindstig. Það var varðskipið Ægir, sem sent var togaranum til aðstoðar. En kl. 21.18 endurkallaði skip- stjóri togarans hjálparbeiðnina. Var þá annar brezkur togari kominn upp að hlið Ssafa og voru skipin komin á fulla ferð til Bret- lands. Virtist sem skemmdirnar væru ekki eins miklar og skip- stjórinn hugði i fyrstu. Um borð var slasaður maður. Er hann handlegsbrotinn og rifbeins- brotinn. Herkúlesflugvél frá Keflavikurflugvelli sveimaði lengi yfir togaranum, ef hann þyrfti á skyndilegri aðstoð að halda. Sjúkraliðinn i flugvélinni leiðbeindi um meðferð slasaða mannsins og gaf góð ráð um, hvernig búa ætti um meðslin þar til komið væri til hafnar. Flug- vélin lenti á Keflavikurflugvelli kl. rúmlega 22 i gærkvöldi. Það er ekki óalgengt að send eru út neyðarskeyti þegar skip verða fyrir áföllum, þótt siðar komi í ljós, að skemmdirnar eru ekki eins miklar og haldið var i fyrstu. En hitt er ekki algengt, að svona langur timi liði milli þess að hjálparbeiðni er send út og þar til hún er afturkölluð. Er ekki óliklegt, að skipstjórinn hafi heldur viljað sigla á löskuðu skipi með stórslasaðan mann innan- borðs, til Bretlands i vondu veðri, heldur en láta islenzkt varðskip aðstoða sig við að komasttilhafn- ar á Islandi. Það var um klukkan 15.55 i gær- dag, að Slysavarnarfélagi tslands Margrét drottning boð- ar blaðamannafund! Annan fimmtudag ber það til, er mun þykja allmikil tiðindi i Danmörku, að Margrét drottning heldur blaðamannafund. Það er einsdæmi, að danskur þjóðhöfðingi geri slikt, og al- kunna er, að föður Margrétar, Friðriki konungi, var meira en litið i nöp við blaðamenn og blaðaljósmyndara. Honum mis- þóknaðist mjög, þegar dóttir hans átti fyrr á árum tal við blaða- menn erlendis. Danskir útflytj endur voru aftur á móti ánægðir með það uppátæki, þvi að þeir töldu það greiða fyrir viðskiptum. Ástæðan til þess, að drottningin bregður nú út af venju feðra sinna á veldisstóli er sú, að htín vill auka vinsældir sinar. Þær raddir hafa heyrzt, að eðlilegast væri að gera Danmörku að lýðveldi. Þeir eru að visu ekki margir, er telja slikt einhverju varða, og hinir margfalt fleiri, er ekki vilja missa konung sinn eða drottningu af veldisstóli, en eigi að siður mun henni þykja rétt að koma til móts við almenning til þess að þagga niður raddir, sem eru konung- dómi andvigar. barst hjálparbeiðni frá Ssafa, en Vestmannaeyjaradió hafði lekið á móti kálíi togarans, en þá hafði togarinn fengið á sig mikinn brot- sjó á fyrrgreindum stað. Sagði skipstjóri togarans, að hann væri stjórnlaus og sjór væri kominn i skipið. Slysavarnarfélagið brá skjótt við og hafði samband við Land- helgisgæzluna, sem þegar sendi varðskipið til aðstoðar hinum nauðstadda togara. Ennfremur var haft samband við Varnarliðið og það beðið um að senda flugvél á vettvang. Sendi það strax Herkules björgunarvél af stað og var flugvél komin að togaranum. rétt fyrir klukkan 19 i gærkvöldi. Þá var togarinn kominn á skrið aftur og lónaði hann hægt undan veðrinu. Togarinn Ssafa FD 155 hefur áður komið við sögu i haust. Það var úti fyrir Vestfjörðum, en þá reyndi skipstjórinn á Ssafa að koma i veg fyrir að Ægir gæti klippt á vira eins landhelgis- brjótsins. Ssafa er röskar 400 brúttólestir að stærð, og var byggður árið 1958 i Goole. SLÆMT VEÐUR ÚTI FYRIR VESTFJÖRDUM Fyrir Vesturlandi var slæmt veður i gærkvöldi, og var spáð vaxandi veðri og isingu. Um 20 brezkir togarar voru þá komnir i var undir Grænuhlið. A þessum slóðum voru einnig^ þýzka eftir litsskipið Fridtjof og brezka eftiv litsskipið Rp.nger Brisar. lslenzkt varöskip var einnig statt undir Grænuhlið. kæli- skápar RAFTÆKJADEILD Hafnarslræti 23 Símar 18395 & 86500 Tveir brezkir á ísafirði - tvísýnt um annann ÞÓ-Reykjavik. Brezka eftirlitskipið Ranger Brisar kom tii Isafjarðar i fyrri- nótt með veikan skipverja af brezka togaranum Peter Scott frá Grimsby. Aður en eftirlitsskipið fór til Isafjarðar bað það Land- helgisgæzluna um leyfi, sem þeg- ar var veitt. — Þess má geta að Peter Scott var fyrsti togarinn, sem fékk að finna fyrir klippum islenzku varðskipanna. Annar brezkur sjómaður liggur á sjukrahúsinu á Isafirði, er hann af togaranum Macbeth frá Hull. Er maðurinn þungt haldinn og er tvisýnt um lif hans. Þingeyingar standa fyrir sínu Erl-Reykjavik A miðvikudaginn fæddu fjórar konur fimm börn i sjúkrahúsinu á Ilúsavik. Þetta lilviiu að gleðja þá, sem orðnir voru hræddir um framtið Þingeyinga. En til samanburðar má geta þess, aíi fyrstu fjóra mánuði ársins 1970 fæddust þar aðeins þrjú börn. Urðu þá margir uggandi um vöxt og viðgang þessa einstæða stofns. Nú virðist sem sagt rofa heldur til i þessum málum og stofninn vera að sleppa úr þeirri úlfa- kreppu, sem hann virtist kominn i. Þingeyingar eru sennilega hættir að flytja pilluglös heim til sin úr apótekunum, og árangur- inn lætur ekki á sér standa, svo sem að ofan má sjá. Raunar hafði fyrr á þessu ári. sannast, að Bárðdælir eru ekki dauðir úr öllum æðum. Stúlkan með teninginn í gær áskotnaðist okkur mynd sem við getum ekki látið undir hofuð leggjast að birta. Hún er af Manu litlu Jensdóttur, sem vann halft fjórða hundrað þúsund krón- ur i getraunakeppninni á döeun^ um. & Ems og menn minnast trúlega notaði hún tening, sem pabbi hennarsmiðaði handa henni, þeg- ar til þess kom að ákvarða, hvaða tolur ætti að skrifa á seðilinn hennar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.