Tíminn - 10.11.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.11.1972, Blaðsíða 5
Föstudagur 10. nóvember 1972 TÍMINN 5 Dr. Richard Beck: Landnámabók í ágætri enskri þýðingu Fyrst nafnskírteinið — síðan brennivínið Okkur Islendingum er það að vonum, ánægjuefni, þegar eitt- hvert af meiri háttar sagnfræði- legum eða fagurfræðilegum rit- um okkar kemur út i vandaðri þýðingu á viðlesnu erlendu máli. Verður það sérstaklega með sanni sagt, þegar um er að ræða jafn mikið grundvallarrit i sögu þjóðar vorrar og Landnámabók; en hún er nýlega komin út i ágætri enskri þýðingu, og nær með þeim hætti til enskumælandi lesenda viðsvegar um hinn menntaða heim. Ber þýðingin heitið: THE BOOK of SETTLEMENTS (Landnámabókl Þýðendurnir eru þeir Hermann Pálsson, sem óþarft er að kynna islenzkum les- endum, og Paul Edwards, er lagði stund á islenzku við háskól- ann i Cambridge. Er Hermann, eins og kunnugt er, kennari i is- lenzkum fræðum við Edinborgar háskóla, en Edwards kennari i ensku við sama háskóla. Rit- stjórn útgáfu þýðingarinnar hafa annazt þeir prófessorarnir Haraldur Bessason og Robert J. Glendinning, sem báðir eru kenn- arar við Fylkisháskólann i Mani- toba. Er þýðingin gefin út á veg- um Bókaútgáfu háskólans (The University of Manitoba Press, Winnipeg, 1972). Verð bókarinnar er $12.00 i vönduðu bandi. Ég naut þeirrar ánægju að lesa umrædda þýðingu i handriti , og bar hana gaumgæfilega saman við frumritið. Vissi ég þvi vel, hvers vænta mætti, er hún kæmi á prent. Endurlestur hennar i bók- arformi hefir staðfest þá skoðun mina, að þar er að öllu leyti um prýðilegt verk að ræða. Ritstjórarnir hafa leyst sitt verk mjög vel af hendi: Gagnorð- ur formáli þeirra dregur athygli, annars vegar, að grundvallar- gildi Landnámabókar og hins vegar, að nauðsyn enskrar þýðingar af henni er höfði til við- tækari lesendahóps heldur en eldri þýðingarnar. Láta þýðendur jafnframt i ljósi þá von, að i les- endahópi þýðingarinnar verði eigi aðeins stúdentar og fræði- menn, sem sérstakan áhuga hafa á fornnorrænum fræðum, heldur einnig almennir lesendur, er eiga sér áhugamál utan samtiðarinn- ar. Sýnist mér einnig full ástæða til þess, að þýðingin nái þeim til- gangi sinum, jafn vel og hún er úr garði gerð i alla staði. Þýðendurnir fylgja henni úr hlaði með itarlegri inngangsrit- gerð, sem svipmerkist af traust- um lærdómi, og er að sama skapi prýðisvel samin og hin læsileg- asta. Eins og þar er tekið fram, hafa þeir lagt til grundvallar þýð- ingu sinni nýjustu og traustustu útgáfu frumtexta Landnámabók- ar, sem sé, útgáfu dr. Jakobs Benediktssonar (islenzk fornrit, 1969). Ennfremur segja þýðend- ur, að þeir hafi, i túlkun sinni á textanum, drjúgum byggt á skoð- unum dr. Jakobs, og að kaflar i inngangsritgerð þeirra séu grundvallaðir á hinum snjalla inngangi hans að fyrrnefndri textaútgáfu hans. Inngangsrit- gerð þeirra er, i fáum orðum sagt, efnismikil, skilningsrik og um allt hin athyglisverðasta. Meðal annars benda þýðend- urnir t.d. á það, að þótt ættartölur skipi óhjákvæmilega mikið rúm i Landnámu.þá gægist þar einnig fram margt það, er bregði birtu á skapgerð og sérkenni þeirra ein- staklinga, sem þar koma við sögu. Með öðrum orðum, að þar sé eigi aðeins um þurran söguleg- an fróðleik að ræða. Rökstyðja þýðendur þess. staðhæfingu sina með fjölda sannfærandi tilvitn- ana, er stórum auka inngangsrit- gerðinni lif i frásögn og litbrigði. Skal þá horfið að þýðingunni sjálfri. Orðréttur samanburður við frumritið leiðir það i ljós, að hún fylgir þvi trúlega, en er sam- timis færð i lipran og eðlilegan enskan málbúning, laus við þá fyrnsku i málfari, sem ósjaldan hefir verið megin galli á eldri enskum þýðingum af islenzkum fornritum. I jafn umfangsmiklu verki og hér er um að ræða, getur hins vegar eðlilega orðið skoð- anamunur um þýðingu einstakra orða og orðatiltækja, sem tiðum er þó einungis smekksatriði. Að öllu samanlögðu, hefir þýðendun- um tekizt framúrskarandi vel að þýða Landnámuimeð nákvæmni á nútiðar ensku, og halda jafnframt i rikum mæli blæ frumritsins og svip þess. Viturlega tel ég það ráðið, ekki sizt með hina almennu lesendur i huga, að þýðendur hafa, að þvi er ljóðformið snertir, farið frjálsum höndum um kveðskapinn i frum- ritinu, en eigi að siður, trúlega haldið merkingu visnanna sam- hliða miklu af myndauðgi þeirra. Eins og tekið er fram i inn- gangsritgerðinni, er þetta þriðja enska þýðingin af Landnámabók. Sú fyrsta er þýðing þeirra Guð- brands Vigfússonar og F. York Powell i hinu mikla ritsafni þeirra Origines Islandicæ (1905). Hin er þýðing T. Ellwood, The Book of the Settlement of Iceland (1908). Þýðendur unræddrar þýð- ingar láta þess sérstaklega getið, að þeir hafi haft hvorúga þessara eldri þýðinga til hliðsjónar, og liggur samanburður við þær þvi utan vébanda þessarar um- sagnar. Gagnorðar neðanmáls skýringar auka á gagnsemd þýðingarinnar, og sama máli gegnir um skrárnar yfir kaflafyrirsagnir og nöfn landnámsmanna. Bókin er mjög merkileg að ytri búningi. Hún er prýdd ágætum litmyndum af ýmsum stöðum á Islandi og landabréfum af mörg- um þeim stöðum, er við sögu koma. Auka myndirnar og landa- bréfin drjúgum þokka bókarinnar og almennt gildi hennar. Þessi timabæra merkisþýðing Landnámabókar er fyrsta bindi ritsafns um islenzk fræði, sem út kemur á vegum fylkisháskólans i Manitoba undir ritstjórn þeirra prófessoranna Haraldar Bessa- sonar og Robert J. G'.endinning. Er þetta fyrsta bindi safnsins sannarlega góð spá um framhald þess. En hin bindin, þegar i undir- búningi, eru islendinga saga dn Jóns Jóhannessonar i þýöingu prófessors Haraldar Bessasonar og Grágás i þýðingu prófessors Peter G. Foote og annarra, með inngangi og skýringum. Óþarft er að fjölyrða um það, hve mikilvæg þessi rit eru i sögu Islands og islenzkrar menningar, og verður þyðingum þeirra þvi vafalaust beðið með eftirvænt- ingu af fræðimönnum og öðrum unnendum fræða vorra. En sér- staklega megum við tslendingar vera þakklátir Manitobaháskóla fyrir útgáfu umrædds safns enskra þýðinga islenzkra merkis- rita, og tekur það ekki siður til ritstjóranna og þýðendanna. Skylt er emnig að geta þess, að ofannefndar útgáfur eru tengdar 1100 ára afmæli tslands byggðar 1974 og 100 ára Nýja tslands, meginbyggðar tslendinga i Kanada, árið eftir. Anægjulegt er það einnig til frásagnar, að is- lenzk samtök i Vesturheimi styðja útgáfur þessar með fjár- framlögum. Þl5-Reykjavik Landsambandið gegn áfengis- bölinu hélt 10. þing sitt laugar- daginn 28. október s.l. i Reykja- vik. A þinginu var samþykkt, að beina þeim tilmælum til heilbrigðisráðuneytisins, að þaö hlutist til um i samráði við dóms- og fjármálaráðuneytið, aö öll sala á áfengi frá Afengis- og tóbaks- verzlun rikisins verði bundin við nafn og nafnnúmer og persónu- skiljrikja sé krafizt viö af- greiðslu. Það er álit þingsins, að Metsölur í ÞÓ—Reykjavik. Sama góöa sildarveðrið hélzt i Danmörku alla siðustu viku. Þar seldu 19 islenzk sildveiöiskip og eitt seldi i Þýzkalandi. Alls seldu bátarnir 1224 lestir fyrir 24 milljónir islenzkra króna, og meðalverðið var að þessu sinni kr. 19.64. Flestir bátanna seldu fyrri hluta vikunnar, en eftir þvi sem leið á vikuna var minni og minni sild á markaðnum vegna stöðugra ógæfta. Eins og svo oft áður fékk Loftur Baldvinsson frá Dalvik hæst verö, en hann seldi 115 lestir fyrir 2.1 milljón króna. Ólafur Sigurðs- son frá Akranesi fékk hæsta meðalverðið, 26 krónur fyrir kilóið. Jólamerki á Akureyri Kvenfélagið Framtiðin á Akureyri hefur um áratuga skeið gefið út jólamerki, og hefur frú Alice Sigurðsson teiknað merkið að þessu sinni. Kvenfélagið hvetur alla Akur- eyringa og Norðlendinga til þess að styrkja gott málefni með þvi að kaupa jólamerki „Fram- tiðarinnar”, en allur ágóði rennur til elliheimilis Akureyrar. Útsölustaður i Reykjavik er Frimerkjahúsið, Lækjargötu 6 a. með þessu móti yrði auðveldara að framfylgja lögum og reglu- gerðum, m.a. varðandi áfengis- kaup ungmenna og sú hætta, sem erá þvi,að eldra fólk kaupi áfengi fyrir þau, verði miklu minni en ella. Einnig var samykkt að beina þvi til dóms- og fjármálaráðu- neytisins, að nafnskirteini verði gerð á þann veg, að fölsun þeirra sé útilokuð. Sömuleiðis telur þingið rétt, að fæðingardagur verði tilgreindur á nafn- skirteininu með mjög skýrum stórum stöfum, svo að fæöingar- daginn megi_ greina fljótt og auðveldlega. Formaður Landsambandsins gegn áfengisbölinu er nú Páll V. Danielsson. Sala endurskins- merkja hafin Erl—Reykjavik Umferðarráð hefur nú dreift endurskinsmerkjum til sölu i allar mjólkurbúðir á höfuö- borgarsvæðinu, svo og i kaup- félögin úti á landi. Sala þeirra mun standa i tvær vikur. I skammdeginu gerist þess mikil þörf að nota endurskins- merki einkum þó fyrir þá, er ganga dökkklæddir þvi að talið er aö dökk flik endurkasti aðeins um 5% af þvi ljósmagni, er á hana fellur, en alhvit flik aftur á móti um 80%. Ef bifreið ekur með háum ljósum, sést dökkklæddur vegfarandi án endurskinsmerkja i 100 m fjarlægð. Sé annarri bifreið mætt um leið, sést hann aðeins i 50 m fjarlægð. Ef sámi maður hefði endurskinsmerki, sæist hann i allt aö 300 m fjarlægð. Sé bifreið ekið með lágum ljósum, sést endurskins- merkjalaus maður aðeins i 35 m. fjarlægö, en bæri hann endur- skinsmerki sæist hann i 130 m fjarlægð. Bezt er að hafa endurskins- merki neðarlega á flikum, gjarnan á ermum eða buxnaskálmum, þvi að þeir hlutar eru alltaf á hreyfingu. Nauðsynlegt er að festa merkin bæði að framan og aftan á flikurnar. Endurskinsmerkin, sem nú eru seld, eru svokölluð straumerki, og eru þrjú lftil merki i hverjum poka. ORÐSENDING TIL VOLVO EIGENDA öryggiseftirlit Volvo-verksmiðjanna í Gautaborg hefur farið þess d leit við umboðsmenn Volvo um allan heim, að þeir Idti fara fram skoðun d Volvo bifreiðum, sem bera eftirfarandi verksmiðjunúmer. Óskað er eftir þessari skoðun vegna hugsan- legrar mdlmþreytu d kælispaða og möguleika d óhreinindum í stýrisstangarenda, sem komið hefur fram í einstaka bifreið, sem framleiddar voru í þessum framleiðsluflokkum. Verk- smiðjunúmerið er í skoðunarvottorði bifreiðarinnar. Númeraflokkarnir eru þessir: 142 — 2ja dyra Verksmiðjunúmer: 282,282 og lægri tölur 144 — 4ra dyra 294,235 og lægri tölur 145 — Station 124,803 og lægri tölur 120 — Amazon 312,500 og hærri tölur 220 — Amazon Station 70,300 og hærri tölur öryggiseftirlit Volvo biður eigendur Volvobifreiða með þessi verksmiðjunúmer vinsamlegast að hafa samband við ritara verkstæðis Veltis h.f. í síma 35-200. Þar sem tiltölulega fdar Volvobifreiðir með þessum númerum eru d íslandi, mun skoðun þessari væntanlega verða lokið d skömmum tíma. Því eru viðkomandi Volvo-eigendur beðnir að hringja við fyrsta tækifæri. AB VOLVO PERSONVAGNAR TECHNICAL DEPARTMENT GOTEBORG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.