Tíminn - 10.11.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.11.1972, Blaðsíða 7
Föstudagur 10. nóvember 1972 TÍMINN 7 Jackie Onassis: Ég er komin að þeirri niðurstöðu, að maður eigi ekki að heimta of mikið af lifinu. ¥ Varið ykkur á fallegu strákunum Karlmenn ættu ekki að ör- vænta þótt þeir séu ekki glæsi- legir i útliti. 1 Þýzkalandi var gerð könnun á, hvers konar menn konur vildu fyrir eigin- menn, og var þá eingöngu átt við ytra útlit. Eitt þúsund konur voru spurðar um þetta atriði. Aðeins tiu kusu sér fallega eiginmenn, en 990 vildu ekki sjá sætu strákana. Allur hópurinn hélt þvi fram, að fallegir karlmenn væru þreytandi. Sérstaklega höfðu eiginkonurnar slæmar kvart- anir fram að bera. Glæsilegir eiginmenn krefjast of mikils af eiginkonunum. Þeir eru yfirleitt ótrúir, sjálfglaðir og eigingjarn- ir. Þeim hefur verið spillt með eftirlæti mæðra sinna og fyrr- verandi vinstúlkna. Þeir eignleikar sem konurnar vildu aðprýddu menn þeirraeru að þeir séu vingjarnlegir og þægilegir i umgengni, örlátir og skemmtilegir. Útlitið skiptir minnstu máli. * Svifaseinn dómstóll Réttvisin er stundum svifa- sein,en þeir, sem uppvisir verða að lagabrotum, verða að taka út sina hegningu þótt seint sé. Fyrir nokkrum vikum voru tveir menn dæmdir i fjársektir i borginni Verona á ítaliu. Zeffirenio Berti var dæmdur i 50 króna sekt og Lugi Verini var gert að greiða 40 króna sekt. Báðir voru mennirnir ákærðir fyrir sama afbrotið, þeir fóru ekki eftir fyrirmælum um að slökkva ljósin i ibúðum sinum, þegar loftvarnarmerki var gefið i borginni i heimsstyrjöldinni siðari. ★ Sólarhrings löng kvik- mynd. Lengsta samfellda kvikmynd, sem nokkru sinni hefur verið sýnd, var rennt gegnum sýningarvélarnar i litlu kvik- myndahúsi i London s.l. laugar- dag. Voru sýndir allir þættir sjónvarpsþáttanna um Forsyte- ættina, sem BBC gerði og hafa verið sýndir viða um heim, m.a. i islenzka sjónvarpinu. Stóð sýningin yfir i nákvæm- lega 24 klukkustundir, en þætt- irnir voru sýndir i 26 liðum i sjónvarpi. 1 kvikmyndahúsinu eru aðeins 165 sæti og seldust upp á skömmum tima löngu fyrir sýninguna. En þegar hún hófst voru sárafáir gestir i salnum, en fólkið kom og fór þegar á sýninguna leið. Framkvæmda- stjóri kvikmyndahússins sagði, að svo virtist sem sýningar- gestir kæmu aðallega til að sjá tiltekna þætti, sem það missti af, þegar þeir voru sýndir i sjón- varpi. Margir sátu þó klukku- stundum saman i kvikmynda- húsinu, og komu með nestis- pakka með sér og sumir púða til að sitja á. Brezki markvörðurinn Gordon Banks lenti i bilslysi 22. október s.l. Glerbrot lentu i auga Banks og hefur hann legið á sjúkrahúsi siðan slysið varð. Bank segir að hann haldi i þá vonarglætu að hann fái fulla sjón aftur og geti tekið þátt i knattspyrnuleikjum, en læknar hans eru ekki vissir um að svo geti orðið. Hann verður að hafa bindi fyrir auganu i nokkrar vikur og er enn ekki hægt að segja um hvort hann fær sjónina á meidda augað aftur, eða hvort það verður full sjón. Ef svo fer, að Banks nái ekki sjón á auganu er l'erli hans sem knattspyrnu- manns, og vafalitið bezta mark- varðar i heimi lokið. Banks leikur með Stoke City, og einnig er hann, eða hefur verið landsliðsmarkmaður nr. eitt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.