Tíminn - 10.11.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.11.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Föstudagur 10. nóvember 1972 ALÞINGI Umsjón: Elias Snæland Jónsson Miklar umræður á alþingi um nýtingu fallvatna og umhverfisvernd: Vistfræðilegar rannsóknir við frumrannsókn virkjana Miklar umræður urðu á fundi sameinaðs alþingis í gær um til- lögu til þingsályktunar um áætlun um nýtingu isienzkra orkulinda til raforkuframleiðslu, sem Stein- grfmur Hermannsson (F), Stefán Jónsson (AB) og Bjarni Guðna- son (SFV) flytja. 1 tillögunni er gert ráð fyrir, að rikisstjórninni verði falið ,,að láta gera og leggja fram áætlun um nýtingu islenzkra orkulinda til raforkuframleiöslu með tilliti til vistfræöilegra og búsetusjónar- miöa og um ráðstöfun slikrar raf- orku”. Gert er ráð fyrir, að við þá ætlanagerð beri m.a. að upplýsa og leggja áherzlu á eftirgreind atriði: „1. Kndurskoöa ber þær hug- myndir, sem fram hafa verið scttar um mesta nýtanlegt vatns- afl á landinu. 2. Draga ber fram sérhver þau áhrif, scm slik nýting vatnsafls- ins getur haft á umhverfið (vist- fræðilcg alhugun). :i. I.eggja bcr fram upplýsingar um aðra valkosti og um vistfræði- leg áhrif hvers og eins. 4. Skoða ber liina ýmsu valkosti með tilliti tii áhrifa á búsetu i landinu <vistpólitisk áhrif). 5. Kndanlcga áællun her að byggja á þeim valkosti, scm hef- ur sem minnst vistfræðilega skaðlcg áhrif og er æskilegur með tilliti til búsclu í landinu. (i. Taka bcr tillit lil líklegrar nýt- ingar jarðvarmans til raforku- framleiðslu. 7. I.eggja ber fram áætlun um eðlilega aukningu á raforkuþörf landsmanua til hinna ýmsu þarfa, og áætla ber cölilega skiptingu fá- anlegrar raforku til hinna ýmsu þarfa þjóðfélagsins.” Stcingrimur llcrmannsson (F) mælti fyrir tillögunni með itarlegri ræðu. Hann fjallaði fyrst um hina öru þróun efna- hagslegra framfara, sem gjör- breytt hefðu lifskjörum fólksins á skömmum tima i iðnþróuðum rikjum, og þróunin yrði sifellt ör- ari. Hin mikla áherzla, sem lögð hefði verið á hagvöxt og efna- hagslegar framfarir, heföi gert einstaklingana efnalega sjálf- stæða og útrýmt hungri og sárri fátækt i okkar heimshluta. Nú spyrðu menn hins vegar, hvert áframhaldandi hraðvax- andi þróun i sömu átt myndi leiða. Nefndi hann rannsóknir bandariskra visindamanna við tækniháskólann i Boston um eyð- ingu orkulinda heimsins fyrir árið 2050 með sömu áframhaldandi þróun, og taldi stefnubreytingu nauðsynlega fyrr eða siðar. Steingrimur ræddi einnig til- raunir til að gera framtiðarspár um þróun þjóðfélagsins og taldi þörf á slikri framtiðarspá. Kæmi þar til 1) að spá um þróun þjóð- félagsins með óbreyttri þróun, 2) þróunin eins og hún gæti orðið og 3) þróun þjóðfélagsins einsog viö vildum að hún yrði. Slik spá væri mjög flókið og erfitt viöfangsefni, en ljóst væri, að á einhverju sviði þyrfti að byrja, þvi brýna nauðsyn bæri til að lita á málin til langs tima. — Gerði þingsályktunartillagan ráð fyrir, að slik könnun og áætlun til langs tima um orkunýtinguna yröi gerð. Steingrimur ræddi siðan nánar um orkurnálin og það svið þeirra, sem tillagan fjallaði sérstaklega um. Aætlað væri, að nýtanlegt vatnsafl Islendinga væri 30-35 Gigawattsstundir, og væri aðeins búið að nýta 7-8% þess. ’69 hefði verið gerð áætlun um rannsóknir á nýtingu þessa vatnsafls og þar gert ráð fyrir forrannsóknum á um 77% orkunnar. Væri i áætlun- inni sagt, að spurningin um, hvort þessar rannsóknir yrðu gerðar næstu 5 árin, væri spurningin um það, hvort við ætluðum okkur að beizla þetta afl fyrir 1990. Steingrimur benti á, að i þess- ari rannsóknaráætlun væri yfir- leitt ekkert minnzt á vistfræðileg- ar rannsóknir, og væri það með tilliti til gjörbreyttra viðhorfa á þvi sviði, sem þessi tillaga væri flutt. Nauðsynlegt væri, að vist- fræöilegar rannsóknir væru eitt af grundvallaratriðunum við frumundirbúning virkjana, og vistfræðileg sjónarmið lögð til grundvallar. Jafnframt taldi hann, aö hafa yröi i huga við slikan undirbún- ing, aö skynsamleg búseta héldist i landinu. Þá benti hann einnig á, að ekki lægi eins mikið á við virkjun vatnsaflsins, eins og talið væri i áætluninni, þvi sú samkeppni frá kjarnorkunni, sem menn óttuð- ust, virtist nú vera mun lengur undan en þá var talið. Ýmsar helztu forsendur áætlunarinnar væru þvi brostnar, og yrði þvi aö breyta henni með tilliti til breyttra aðstæðna og viðhorfa. Loks lagði Steingrimur áherzlu á, að taka yröi þessi mál fyrir á nýjum og breiðari grundvelli, og vonandi gæti þessi tillaga orðið skref i áttina til viðtækra áætlana um framtiðarþróun islenzks þjóð- félags. Stefán Jonsson (AB), annar flutn ingsmaður, vitnaði i upphafi á ákvæöi málefnasamnings stjórnar- flokkanna um, að stuðlað verði að breyttu gildismati, og að við hagnýtingu islenzkra auölinda verði kostað kapps um alhliða náttúruvernd. Það væri með skir- skotun til þessara ákvæða, sem tillagan væri flutt. Rétt hefði þótt að byrja á vistfræðilegum rann- sóknum á nýtingu orkulindum til • raforkuframleiðslu vegna þess, að þetta væru auðugustu orku- lindir okkar næst á eftir fiski- miðunum, að umfangsmikil áætlanagerð er hafin án þess byggt sé á vistfræðilegum sjónar- miðum, og aö þegar hefur skorizt i odda i þessu máli og það svo, að legið hefði við vistpólitiskri borgarastyrjöld i landinu. Stefán rakti siðan itarlega hvað fælist i hinum nýju hugtökum um vistfræði, vistpólitik, og vist- kreppu sem nú væri notuð, og fjallaði um þá ógnvekjandi þróun i sambúð manns við umhverfi sitt, sem jafnvel gæti leitt til út- rýmingar alls lifs á jörðinni. Þá ræddi hann sérstaklega þróun þessara mála i Þingeyjar- sýslu, bæöi i sambandi viö Laxár- málið, Kisilgúrverksmiðjuna og ferðamannastrauminn við Mý- vatn, og taldi nauðsynlegt, að við tslendingar hefðum þessi viti til varnaðar og gerðum ráöstafanir til þess aö bægja hættunni frá. Kysteinn Jónsson (F) sagði, að til- lagan byggði á sömu sjónar- miðum og nýju náttúrverndar- 1 ö g i n , e n fjölluðu um tiltekinn þátt um- hverfismálanna. Benti hann á, ao i 29. gr. laganna væri kveðið á um, að virkjanir og önnur slik mannvirki skuli hönnuð i samráði við Náttúruverndarráð, og að við hönnun slikra mannvirkja verði tekið tillit til náttúruverndar- sjónarmiða. Þetta hafi verið al- gjör stefnubreyting, og Náttúru- verndarrað hefði frá þvi i april s.l. unnið að þvi að framkvæma þetta ákvæði laganna. Eysteinn rakti siðan aðgerðir Náttúruverndarráðs i þessu máli. Hefur ráðið haft samband við Orkustofnun, Vegagerðina og fleiri aðila, og þeir tekið þvi mjög vel að hafa náið samráð við Náttúruverndarráð um mann- virkjagerð og undirbúning mann- virkjagerðar. Hefði ráðið gert til- lögu um það til iðnaðarráðu- neytisins að sett yrði á fót sam- starfsnefnd Orkustofnunar og ráðsins til að tryggja, að frá upp- hafi verði tekið tillit til um- hverfissjónarmiða við undirbúning mannvirkjagerðar. í undirbúningi væru tillögur um hliðstætt samstarf við vegagerð- ina. Eysteinn sagði, að meginatriði væri, að Náttúruverndarráð hefði þau fjárráð, að það gæti af gagni framkvæmt þetta ákvæði laganna, þvi ráðið þyrfti að fjalla um geysimörg mál og yrði að fá aðgang að sérfræðingum til að geta sinnt þessum málum sem skyldi. Magnús Kjartansson (AB) iðnaðar- ráðherra sagðist hafa sent um- rædda tillögu til umsagnar Orkustofnunar, þegar hún var lögð fram og las umsögn stofnun- arinnar um tillöguna. Þar kom m.a fram, aö þegar yfirstandandi virkjunarfram- kvæmdum væri lokið, hefði 8,2% nýtanlegs vatnsafls verið virkjað. Orkustofnunin segir, að vist- fræðilegar rannsóknir, séu hluti af reglulegum rannsóknum stofnunarinnar. A þessu ári verði 6 milljónum varið til slikra rann- sókna, og áætlað væri að verja 3.6 milljónum til þeirra á árinu 1973— þar af 2.6 milljónum til rannsókna á Þjórsárverum. Stofnunin leggur við virkjunar- rannsóknir mesta áherzlu á þá þætti, sem hafa mest áhrif á virkjunarkostnað. Ekki er for- takslaust hægt að segja, að leggja beri megináherzlu á einn þáttinn — eins og t.d. vistfræðilegar rannsóknir — allsstaðar — það fer eftir aðstæðum á hverjum stað, segir i umsögninni. Rannsaka verður alla þætti og meta svo niðurstöðurnar á grundvelli þeirra. Þá skýrði ráðherra frá þvi, að i tillögum Orkustofnunar um fjár- veitingu á næsta ári væri m.a itarlega fjallað um nauðsynlegar vistfræðilegar rannsóknir vegna hugsanlegra virkjana á Jökulsá á Fjöllum, á Þjórsá og Hvitársvæð- inu, og eins varðandi Austur- landsvirkjun auk rannsóknanna i Þjórsárverum. Ráðherran sagði, að ljóst væri að Orkustofnunin hefði viðtækar vistfræðilegar athuganir með höndum, en alltaf mætti og þyrfti að gera betur. Varðandi sjálfa tillöguna sagði ráðherra, að hún væri of þröng. Hún fjallaði aðeins um orku- framleiðslu en t.d. ekkiumnotkun orkunnar og þau áhrif, sem notkunin hefði á umhverfið. Taldi hann nauðsynlegt, að málið yrði tekið fyrir á viðtækari grundvelli, þar sem lögð yrði áherzla á, að nýting orkulindanna væri með þeim hætti, að landsmenn hefðu úrslitavald yfir efnahagsl. að hún drægi úr hagsveiflum, stuðlaði að Framhald á bls. 19 Stjórnarfrumvarp á Alþingi: DÓMENDUM HÆSTA- RÉTTAR FJÖLGAÐ Lagt var fram á Alþingi i gær stjórnarfrumvarp til laga um breyt- ingu á lögum frá 1962 um Hæstarétt tslands. Ein meginbreytingin, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, er að fjölga dómendum i Hæstarétti úr finnn i sex. Jafnframt er kveðið á um breytta starfstilhögun, sem dóinendafjölgun gerir kleift að ráðast i. Þá er lagt til i frumvarpinu, að breytt verði ákvæðum hæsta- réttarlaga um áfrýjunarupphæð og um atriði, er varða áfrýjunar- frest. Sömuleiðis, að samræmd verði ákvæði um fresti i tilteknum tilvikum. I greinargerð með frumvarpinu kemur fram, að dómendui Hæstaréttar hafa samið laga- frumvarpið. Um fjölgun dómenda segirm.a. i greinargerð, aö dóm- endur séu enn fimm, eins og þeg- ar Hæstiréttur tók til starfa 1920, þótt fjöldi dómsmála fyrir réttin- um hafi vaxið mjög. „Raunar má einnig geta þess, aö vinnuskilyrði dómenda eru fjarri þvi að vera góð, og húsnæði að ýmsu leyti eigi við hæfi. Er að sumu leyti verr búið að dóminum en flestum eða öllum dómaraem- bættum i Reykjavik. Dómendur hafa enga aðra aðstoð en þá, sem hæstaréttarritari getur látið i té, ef frá er skilin vélritunaraðstoð. Er mikil þörf á sérfróðum að- stoðarmanni við könnun ýmissa heimilda og er brýnt að fá heimild til ráðningar sliks manns hið fyrsta. Mjög er orðið timabært að fjölga dómendum i Hæstarétti. Vinnuálagið á dómendur er miklu meira en svo, að við megi una. Stafar það af málamergð og ónógri vinnuaðstöðu. I frv. er mælt svo fyrir, að dómendur verði 6 i stað 5 nú. Gerir það kleift að koma við nokkurri vinnuskipt- ingu innan dómsins við úrlausn einstakra mála. Er lagt til að heimilt verði, að hin smærri mál dæmi þriggja manna dómur, en öll meiriháttar mál dæmi fimm manna dómur, en ekki er gert ráö fyrir, að sex dómendur skipi dóm. Meginreglan verður sú, að fimm dómendur skipi dóm. Deilda- skipting er nú tiðkuð i öllum æðstu dómstólum á Norðurlönd- um og viða i millidómsstigum”, — segir i greinargerðinni. Fundur var i sameinuðu alþingi i gær, og mörg mál á dagskrá. Langmestar um- ræður urðu um tillögu til þingsályktunar um áætlun um nýtingu islenzkra orkulinda til raforkuframleiðslu, sem Steingrimur Hermannsson og fleiri flytja, og sem nánari grein er gerð fyrir annars staðar. Vátryggingarstarfsemi ríkisrekin Þá var tekin fyrir þingsá- lyktunartillaga um rikis- rekstur á vátryggingastarf- semi, sem Bragi Sigurjónsson (A) og Pétur Pétursson (A) flytja. Gerir tillagan ráð fyrir, að „öll vátryggingastarfsemi i landinu skuli rikisrekin, og leggur fyrir rikisstjórnina, að hún láti þegar semja varðandi þetta frumvarp að lögum, sem komið geti til meðferðar yfir- standandi þings.” Framsögumaður, Bragi Sigurjónsson, taldi þaö nánast sjálfsagt, að rikið; sem nú þegar væri langstærsti tryggingatakinn tæki þessi mál öll i sinar hendur, svo að þau fjái kjölfestu og stjórn, sem viðhlitandi sé fyrir al- menning. Umræður um kavíar- verksmiðju Bragi Sigurjónsson mælti einnig fyrir þingsályktunartil- lögu um kaviarverksmiðju á Norðausturlandi, þar sem lagt er fyrir rikisstjórnina, aö hún láti kanna hið fyr-sta möguleika á þvi, að koma upp og reka fullkomna kaviar- verksmiðju á Norðurlandi til að vinna grásleppuhrogn. Staðarval fari eftir hag- kvæmni og atvinnuþörf. Miklar umræður urðu um málið, og tóku þátt i þeim auk framsögumanns Stefán Val- geirsson (F), Gisli Guð- mundsson (F) og Jón Árnason (S) Nánar verður skýrt frá umræðunum siðar. Bátar fyrir Hafrann- sóknastofnunina Loks mælti Jón Arnason (S) fyrir tillögu, sem hann flytur til þingsályktunar, ásamt tveimur öðrum sjálfstæðis- mönnum, um bætta aðstöðu fyrir Hafrannsóknastofnun- ina. I tillögunni segir, að alþingi álykti „að heimila rikisstjórninni að láta smiða i islenzkum skipasmiða- stöðvun tvo vélbáta af stærðinni 50-80 rúmlestir til afnota fyrir Hafrannsókna- stofnunina.” Búf járræktarlög Mörg mál voru lögð fram á alþingi i gær. Þar ber hæst frumvarp til búfjárræktarlaga en það frumvarp er að efni til flutt óbreytt frá þvi, sem siðasta búnaðarþing samþykkti það. Verður frum- varpinu nánar gerð skil siðar. Fyrirspurn Lögð var fram i dag fyrir- spurn frá Þórarni Þórarinssyni (F) til viðskipta- ráðherra, svohljóðandi: >'l. Hve hárri upphæð nemur bundið innistæðufé I Seðla- bankanum? 2. Hve hárri upphæð nemur endurkaup Seðlabankans á af- urðavixlum atvinnuveganna 1. sept. 1971 og 1. sept. 1972, og hvernig skiptust þau milli at- vinnuveganna?” Dnnur þingmál Þá hafa þrjár þings- Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.