Tíminn - 10.11.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 10.11.1972, Blaðsíða 11
10 TÍMINN Köstudagur 10. nóvember 1972 Föstudagur 10. nóvember 1972 TÍMINN 11 Þrjár nýjar bækur frá Almenna bókafélaginu Almenna bókafélagiö hefur sent frá séKþrjár bækur, Útverði islenzkrar menningar, ritgeröa- safn eftir dr. Itichard Beck, Uppreisnina í grasinu, fyrstu skáldsögu Arna Larssonar, og t fylgd meö Jesú, leiösögubók i máli og myndum. Forlagið kynnir sögu Arna á svo- felldan hátt: „Efnisþráður sögunnar er ekki augljós við fyrstu sýn, þvi að sagan er byggö upp af mörgum sjálfctæðum köflum og minnir gerð hennar i mörgum tilvikum á kvikmyndir. Að sögn höfundar er sögunni ætlað að vera „heimspekilegt landnám i um- hverfi, þar sem engin menningar- leg hefð er fyrir hendi”. Arni Larsson er Reykvikingur, fæddur 1943. Hann varð stúdent frá MR 1964 og las um skeið lög- fræði við Háskóla Islands, en sneri sér þá aö bókmenntanámi og ritstörfum. Ljóð, smásögur og greinar hafa birzt eftir hann i blöðum og timaritum. Uppreisnin i grasinu er 96 bls. að stærð. Höfundur á sjálfur hug- myndina að káputeikningu auk þess hann hefur teiknað þrjár myndir i bókina. Um bók Richards Becks segir, að höfundur greini þar frá nokkrum þeim mönnum úr hópi „andlegra höfðingja ensku- mælandi”, sem öðrum fremur hafa borið hróður tslands fyrir brjósti og eflt hver á sinu sviði þekkingu heimsins á sögu hennar og menningu að fornu og nýju. Menn þessir eru George P. Marsh, bandariski fjöl- fræðingurinn og athafna- maðurinn; Henry W. Longfellow skáld Bayard Taylor, rithöfundur og sendiherra Willard Fiske, prófessor; Arthur M. Reeses, bókmenntamaður; Charles Venn Pilcher, biskup i Ástraliu, og siöast en ekki sizt Vilhjálmur Stefánsson landkönnuður. I stuttum formála að bókinni segir Tómas Guðmundsson skáld m.a.: „Ekki orkar það tvimælis, að það sé oss íslendingum sjálfsögð ræktarskylda að vita deili á þeim ágætismönnum, sem á ýmsum timum hafa borið hróður þjóðar vorrar fyrir brjósti og eflt hver á sinu sviði þekkingu heimsins á menningu hennar að fornu og nýju. Saga þeirra kemur oss öll- um viö, og vér eigum þeim þökk að gjalda. En það ætla ég, að lesendum þessarar bókar muni ekki siður verða tiðhugsað til höfundarins sjálfs, þess manns, sem flestum fremur á heima meðal þeirra útvarða þjóðar vorrar, er þar er sagt frá...” Um I fylgd með Jesú segir, að hún sé „leiðsögn um Nýja testa- mentið i máli og myndum”. Bókin er i stóru broti, en myndir eru um það bil 180 talsins, flestar i mörgum litum, og eru þar á meðal 87 heilsiðulitmyndir. Hefur brezkur ritstjóri, David Alexander, valið myndirnar og sett við þær skýringar, en sr. Magnús Guðjónsson hefur snúið texta hans á islenzku. Þá má sér- staklega geta þess, að tilvitnanir i þrjú fyrstu guðspjöllin og Postulasöguna eru sóttar i nýja og óprentaða bibliuþýðingu Hins islenzka bibliufélags, og mun mörgum þykja forvitnilegt að kynnast þeim. 1 inngangsorðum, sem herra biskupinn, dr. Sigurbjörn Einarsson, hefur skrifað lætur hann svo um mælt, að hér sé komin út „fögur bók og handhæg sem er vel til þess fallin að örva menn við lestur Nýja testa- mentisins. Þær skýringar, sem myndunum fylgja, og hinar beinu tilvitnanir, miða að þvi, að þau spor á ferli mannkyns, sem hafa orðið öðrum dýpri og áhrifameiri, verði skýrari i huga lesandans, hin helga saga verði nálægari staðreynd bæði sem atburðarás i mannheimi liðins tima og sem veruleiki eilifs uppruna og gildis.” 1 fylgd með Jesú er mjög vönduð bók að öllum frágangi, enda óvenjufögur eins og efni hennar hæfir.” Hannes Pdlsson frá Undirfelli: Þegar farið er að kryfja bókina „Nefndir og ráð rikisins 1971”, þá fer ekki hjá þvi,að fólk fari að at- liuga hvar þjóð okkar er stödd varðandi fjárhagslegt siðferði. Toppmenn þjóöfélagsins, sem ættu að bera höfuðábyrgð á fjár- hagslegu og andlegu siðferði þjóðarinnar,hlaða á sig svo mörg- um aukastörfum, að það er með öllu ómögulegt, aö þeir geti unnið sitt aðalverk — sem þeir hafa þó sæmileg laun fyrir — sómasam- lega, og nefndarstörf þeirra hljóta að verða fljótfærnislega unnin. Tökum t.d. ráðuneytisstjórann i fjármálaráðuneytinu, sem hlýtur að gegna mjög ábyrgðarmiklu og timafreku starfi. Hann telur sig geta verið i 15 ráðum og nefndum, og tekur i laun fyrir slika auka- vinnu kr. 34.975,- aö meðaltali á mánuði árið 1971, þó hefur hann ekki hafið laun sin fyrir for- mennskuna i skattalaganefnd- inni, sem varla hefðu orðið minni en kr. 100.000.- ef miða ætti við laun formanns i nefndinni um tekjustofna sveitarfélaga. Ráðuneytisstjórinn i fjármála- ráðuneytinu hefur sér til hægri handar svonefndan hagsýslu- stjóra, hann virðist hafa fengið kr. 290.034,- fyrir nefndarstörf á árinu 1971, eða að meðaltali kr. 24.170.- á mánuði. Þetta eru mennirnir, sem hafa það að aðal- starfi að gæta hófsemi i rikisút- gjöldum. Almenningi til leiðbeiningar skal þess getiö, að föst mánaðar- laun ráðuneytisstjóra munu nú vera kr. 73.125.-, þingmanna kr. 65.520,- og prófessora kr. 62.010. Launaskrið hefur orðið talsvert rá 1971 svo föst mánaðarlaun iafa verið nokkru minni 1971 neldur en þau eru nú. Til hægri verka fyrir almenning ylgir hér meöaltalsgreiðsla fyrir ukastörf á mánuði hjá nokkrum áðuneytisstjórum, prófessorum )g bankastjórum á þvi herrans sri 1971. Þess þarf varla að geta, ið nær þvi allar þær nefndir og ill þau ráð, sem laun hafa tekið irið 1971, er arfur frá viðreisnar- tjórninni. Það er von, að Gylfa .yki litil framleiönin hjá land- únaðinum. Nokkur skýringardæmi. Ráðuneytisstjórar: Jón Sigurðsson lljálmar Vilhjálmsson Brynjólfur Ingólfsson Gunnlaugur Briem Jón Arnalds Torfi Asgeirsson Birgir Thorlacius Baldur Möller Páll Sigurðsson kr. 419.705,- = kr.34.975,- kr. 332.776,- kr. 253.126.- kr. 248.174,- kr. 246.455,- kr. 244.992.- kr. 242.600,- kr. 164.657.- kr. 163.500.- kr. 27.731,- kr. 21.094.- kr. 20.681,- kr. 20.538,- kr. 20.416,- kr. 20.217,- kr. 13.721.- kr. 13.625.- á mánuði. á mánuði. á mánuði. á mánuði. á mánuöi. á mánuði. á mánuði. á mánuði. á mánuði. Jón Sigurðsson, sem var for- maður i nefndinni varðandi breytingar á skattalögunum, hef- ur ekki hafið laun fyrir þau nefnd arstörf á árinu 1971 og Torfi Asgeirsson ekki hafið laun sin fyrir störf i Yfirfasteignamats- ólafur Björnsson, fyrrv. alþm. hefurfengið kr. Guðlaugur Þorvaldsson kr. Magnús Magnússon kr. Magnús Már Lárusson kr. nefnd 1971, svo ætla 'má.> að nefndalaun þessara manna, verði allmiklu hærri á árinu 1971 en*iér er talið. Þá verður ekki hjá þvi komizt að benda á nefndalaun blessaðra prófessoranna, sem virðast hafa rúman tima til hjáverka. 323.103,- eða kr. 26.925.- á mánuði. 256.403,- eða kr. 21.367.- á mánuði. 177.181,- eða kr. 14.765,- á mánuði. 149.871.- eða kr. 12.489,- á mánuði. Svo koma þeir voidugu menn bankastjórarnir. Kyrst er Jóhannes Nordal, seðlabankastj. með kr. 474.425.- eða kr. 39.535.- á mánuði. Óskar Hallgrimsson kr. 276.196.- eða kr. 23.016.- á mánuði. Davið Ólafsson, seðlabankastj. kr. 249.420.- eða kr. 20.785.- á mánuði. Bragi Hannesson kr. 182.960.- eða kr. 15.247.- á mánuði. Eftirtaldir menn hafa tekið laun fyrir störf i 2-4 nefndum og heildar- greiösla farið yfir 100 þús. krónur.: Þorbjörnssonar og Ævars ísbergs virðast ekki vera fyrir nefndar- störf heldur ómælda yfirvinnu. Loks er þess að geta, að ein- hverjir kunna að draga þá álykt- un af skránni, sem birtist i Timan um á miðvikudaginn, að svo eöa svo margar nefndir séu talnadálkinum. Þetta getur verið villandi. Þessi tala sýnir aöeins hvar viðkomandi menn vitjuöu laun fyrir störf i mörgum nefnd- um árið 1971, og þar kann eitt- hvað að hafa verið óhafið til við- bótar. Hannes Pálsson. Nefndir og ráð ríkisins fl«« 1. Sigurbjörn Þorbjörnsson, rikisskattstjóri kr. 379.173.- Ílif 2. Baldvin Jónsson, hæstaréttarlögm. kr. 368.971,- 3. Ævar Isberg, lögfræðingur kr. 274.959.- 4. Davið ólafsson, seðlabankastjóri kr. 249.420,- • 5. Birgir Kinnsson, fyrrv. alþm. kr. 196.034.- 6. Birgir Kjaran, forstjóri og fyrrv. alþm. kr. 182.850.- 7. Matthias Bjarnason, alþingismaður kr. 173.997.- 8. Páll Asgeir Tryggvason, deildarstjóri kr. 171.815,- 9. Einar ólafsson, bóndi kr. 169.000,- 10. Magnús Jónsson, bankastj. og fyrrv. ráðh. kr. 165.928.- 11. Jón Skaftason, alþingismaður kr. 161.504,- 12. Jóhann Hafstein alþingism. og fyrrv. ráðh. kr. 155.300,- 13.Sigurður Ingimundarson, forstjóri kr. 150.860,- 14. Ilöskuldur Jónsson, stjórnarráðsfulltrúi kr. 148.163.- 15. Helgi Bcrgs, bankastjóri kr. 147.114.- fjjl 16. Björn Hermannsson, deildarstjóri kr. 144.318,- 17. Tómas Vigfússon, byggingameistari kr. 138.204.- ||l|p 18. Páliní Jónsson, alþingismaður kr. 131.000.- 19. Benedikt Sigurjónsson, hæstaréttardómari kr. 129.360.- . 20. Ragnar Arnalds, alþingismaður kr. 128.900.- 21. Hallgrimur Dalberg, deildarstjóri kr. 113.221,- : 22. Sigurður Jóhannsson, vegamálastjóri kr. 101.447.- Greiðslur til Sigurbjörns yfirskriftina á aftásta Saga fyrir venjulegt fólk Ein af nýju bókunum i ár er eft- ir ungan blaðamann, sem heitir Snjólaug Bragadóttir. Af þvi að maður er alltaf dálitið forvitinn, þegar ný bók er að koma i heim- inn, gaf ég mig á tal við Snjó- laugu og bað hana að segja mér eitthvað um nýju bókina, sem heitir „Næturstaður”. — Hvernig er sköpunarsaga þessarar bókar, Snjólaug? Var hún lengi i smiðum? — Sköpunarsagan i heild nær yfir timabilið frá miðjum nóvem- ber i fyrra og fram i miðjan mai. En á þessu timabili tók ég mér fri frá þessu, að minnsta kosti tvis- var i heilan mánuð og nokkrar styttri hvildir. Ég held þvi, að segja megi, að bókin hafi orðið til á skömmum tima. — Er þetta fyrsta tilraun þin til yrkinga? — Ja, einhvern tima endur fyrir löngu skrifaði ég eina vélritaða siðu, sem átti að vera upphaf á skáldsögu, en þá missti ég þolin- mæðina og fleygði þeirri fram- leiðslu. Siðan hef ég ekkert reynt fyrr en núna. — En ertu þá ekki nógu mikill tslendingur til að hafa verið að reyna að yrkja frá þvi þú manst eftir þér? —Ef þú átt við að yrkja ljóð þá er ég saklaus af öllu þess háttar. Hef aldrei reynt að koma saman visu á ævi minni. — Ertu samt ekki Norðlending- ur? — Jú, jú. f húð og hár. Fæddist á Skáldalæk i Svarfaðardal og ólst upp á Akureyri. — Hvað er bókin stór? — Hún er svona meðaltetur. Eitthvað nálægt 140 blaðsiðum held ég. — Það þykir nú vist alltaf nær- göngult að spyrja höfunda um efni bóka. En má ég ekki fá eitt- hvað að vita, hvað i þinni bók stendur? —- Jú, enda kemur það i ljós. Þetta er saga úr Reykjavikurlif- inu eins og það er nú. Aðalpersón- urnareru þrjár ungar konur, sem búa saman i leiguibúð. Ástæöan til þess að þær eru þarna, er ein- faldlega sú, að þær voru i hús- næðisvandræðum eða einhverjum öðrum vandræðum. Þegar þær byrja búskapinn saman, þekkjast þær mjög litið, en þegar á liöur, kemur i ljós að þær eru mjög ólik- ar á flestan hátt. Þær bregðast misjafnlega við vandamálum, og hver um sig hefur sinar skoðanir á hlutunum. — Þetta skapar auðvitað spennu i söguna? — Það leiðir að minnsta kosti af sér mörg ný vandamál fyrir þessar þrjár konur. Sum leysast, önnur ekki. En það fer ekki hjá,að þær hafi áhrif hver á aðra og jafn- vel breyti hver annarri dálitið. — Fléttast ekki nein ástarmál inn i söguna? — Jú, það fléttast ýmislegt inn i, lika ástarmál. En eftir tvö ár leysist sambúðin upp og bókin endar, þegar ibúðin stendur tóm. — Þú viðurkenndir þarna áðan, að einn af þáttum bókarinnar væru ástamál. Segirðu eitthvað frá karlafari þessara kvenna? — Þar fer ég ekki i smáatriði, en ef lesendur vilja hafa meira af þyi, geta þeir bara imyndað sér eitthvað á milli linanna. — Þú ætlar þá ekki að kitla les- endur með neinni bersögli? — Nei alls ekki. — Þú sverð af þér allar skáld- skapariðkanir i fortiðinni. En hvað um framtiðina? Ætlarðu að halda áfram? — Ég hefði ekkert á móti þvi, mér finnst gaman að skrifa. En ég ætla ekki að leggja hart að mér, ekki streitast við að skrifa, ef það vill ekki koma nokkurn veginn átakalaust. — Þessi bók hefur þá kannski brotizt út? — Já, það má segja það. — En þá er eitt, sem Islending- ar eru svo óskaplega viðkvæmir Snjólaug Bragadóttir fyrir: Eiga personur bókarinnar sér raunverulegar fyrirmyndir? — Jah. Nú veit ég ekki hvað segja skal. Þetta er kannske dá- litið undarlegt, en aðalpersónurn- ar þrjár eru að meira eða minna leyti ég sjálf. Þeirra reynsla er oft byggð á minni. Ég þori ekki að gera fleiri játningar, en það er al- veg áreiðanlegt, að engin heil manneskja i bókinni á sér fyrir- mynd i raunveruleikanum. — En svo má ég til að spyrja þig um eitt, sem ég veit að er ærið nærgöngult: Kviðirðu ekki fyrir þvi að sjá bókina i búðargluggum og að lesa um hana ritdóma. — Ég held,að ég hlakki nú held- ur til að sjá hana. En um ritdóm- ana er það að segja, að ég kviði þeim ekki. Ég hef lesið flesta rit- dóma undanfarin ár og siðan margar þeirra bóka, sem um var dæmt,og ég verð að segja, að mér finnst bókmenntagagnrýni oft hafa við litil rök að styðjast. Hún verður aldrei neinn Hæstaréttar- dómur, — hvorki um mina bók né aðrar. Það eru lesendurnir sjálf- ir, sem velja og hafna. Þessi bók min á heldur ekki að vera neitt bókmenntalegt afrek, heldur af- þreyingarsaga fyrir venjulegt fólk, skrifuð á venjulegu máli. — Þú vilt þá álita, að það verði erfitt að koma við bókmennta- fræðilegri gagnrýni? — Ég vildi óska,að það yrði gersamlega ómögulegt. — Nú ert þú bæði húsmóðir og blaðamaður i fullu starfi. Hvenær hefurðu tima til að skrifa? — Aðallega á næturnar. Fyrst skrifaði ég á kvöldin, en þegar fram i sótti, byrjaði ég um mið- nættið og sat oft við til fimm og sex á morgnana. Þetta er ágætis timi til skrifa. —Næsta bók verður þá ef til vill næturverk? — Ef það verður einhver „næsta bók” býst ég við, að hún verði að öllu leyti næturverk, og mætti kannske þar af leiðandi kallast myrkraverk. Að svo mæltu fellum við Snjólaug talið. Við óskum henni öll til hamingju með bókina og hlökkum til að sjá, hvort hún ber á sér nokkur einkenni myrkra- verks, þegar hún kemur fram i dagsljósið. — VS. Þjóðlífssaga að vestan Einar frá Hergilsey Hann kallar sig Einar frá Hergilsey, og skáldsagan hans heitir Meðan jörðin grær. Annars heitir hann Einar Guðmundsson fullu nafni, og er bóndi að Seftjörn á Barðaströnd — nýbýli, sem hann hefur reist að Brjánslæk, En höfundarnafnið helgast af þvi, að hann fæddist i Herbilsey og ólst þar upp til ellefu ára aldurs. Hann er Breiðfiröingur i húð og hár og forfeður hans langt i ættir aftur. Okkur þótti forvitnilegt að eiga við hann orðaskipti, þvi að það er nýlunda nokkur, þegar allt i einu kemur út skáldsaga eftir fertugan bónda, sem ærnum verkum hefur að sinna við bú sitt frá morgni til kvölds — meira að segja mann , sem reist hefur allt frá grunni. — Ég held að það sé kveikjan að þessari sögu minni, sagði Einar, að mér varð litið inn um glugga á eyðibýli. Þar sá ég ýmsa muni, sem fólkið hafði skilið eftir, meðal annars grænmálað jólatré. Mér varð þetta hugstætt, og ég fór að velta þvi fyrir mér, að þarna hefði getað gerzt saga, og sú saga varð smám saman til i huga minum. Þó hefði ég liklega ekki færzt það i fang að skrifa hana, ef brjósklos i baki hefði ekki hamlað þvi um tima, að ég gæti stundað erfiðisvinnu — ég var þess konar sjálfsmennskuþræll sem varla fær tónstund nema veikjast. Ég hafði oft áður byrjað á sögum, en svo hafði allt lent i úti- deyfu hjá. Nú var ég hvattur til að þess að ljúka sögunni, leggja ekki árar i bát. Það gerði einn af rit- dómurum dagblaðanna og ég leiddist til þess að halda áfram. Raunar hafði hún upphaflega að- eins átt verða smásaga. Sagan hefur verið þrjú ár i smiðum, og siðan ég varð vinnu- fær aftur, hef ég ekki haft tima af- lögu nema á kvöldin og nóttunni. Stundum hafa þó liðið margar vikur, án þess að ég snerti hand- ritið, — og það má heita, að ég hafi hætt á köflum. Nú sögusviðið — þú spyrð um það. Það er tvimælalaust i ætt við Vestfirði sunnan verðan, kemur liklega einna helzt heim viö Arnarfjörð, þótt hvergi verði það fundið með þeim ummerkjum, sem lýst er i bókinni. Persónur eru allmargar, og þær eru allar min hugarsmið, og engin atvik sem ég hef spurnir af, höfð að uppistöðu. Eígi að siður er sagan sönn i þeim skilningi, held ég að par Dirtist liliö sjáltt ems og það er. Ekkert er utan þess ramma, sem hefði getað veriö, og ég hef reynt að hafa söguna látlausa og eðlilega, forðasta allar ýkjur og hundakúnstir. Sögutiminn er svona frá þvi seint á striðsárunum og fram undir 1950, en þá urðu viða snögg umskipti i afskekktum byggðar- lögum. Hvað meira ég hef um þessa sögu mina að segja — ætli þaö sé nokkuð? Hún er farin frá mér og það verður ekki aftur tekið, og nú verð ég að eiga það undir dómi fólks i landinu, hvernig þessu hugarfóstri minu farnast. Mér verða það auðvitað gleðitiðindi, ef almenningur hefur af henni ein- hverja ánægju, þvi að það er fánýt iðja að skrifa sögur, sem enginn getur fest við hugann. Annars bið ég þess rólegur, hvernig henni reiðir af. J.H. Ég skrifa af því að mig langar að gera gagn Áður en langt liður mun koma út bók, sem heitir, Að hurðarbaki. Höfundur er Maria Skagan. En um hvað fjallar bókin og i hvaða tilgangi skrifaði höfundurinn hana? Þessu fáum við litillega að kynnast i eftirfarandi spjalli. Fyrsta spurningin, sem fyrir Mariu var lögð, var eitthvað á þessa leið: — Hvert er meginefni bókar þinnar? — Bókin gerist i endurhæf- ingarhæli á Norðurlöndum. Þar er brugðið upp svipmyndum af fólki, sem á við mismunandi örðugleika að etja. Inn i þetta er svo ofið ýmsum örlagaþáttum úr iifi þessa fólks. — Eru persónurnar yfirleitt sjúklingar? — Já. Þar kemur meðal annars við sögu fólk, sem gengið hefur undir ýmsar beinaaðgerðir, og hefur fyrir þær sakir misst mátt að einhverju leyti, en er þó ról- fært. Svo er nú stólafólkið. En það er alls ekki i sama báti, eins og ætla mætti. Sumir geta ekið hjólastól sinum aðrir ekki. Sumir geta hoppað um á hækjum, studd- ir spelkum. Siðan skiptast menn i hópa, eftir þvi, hvort þeir hafa einhverja von um áframhaldandi bata, eða ekki. Enn skiptast sögu- persónur minar i hópa eftir liðan. Sumir hafa þrautir, aðrir ekki. Ég tek lika til meðferðar fólk, sem getur gengið, en á mjög erfitt með að sitja. Mig langar að skjóta þvi hér inn, að þeir, sem þannig er ástatt um, eru mjög illa settir i okkar nútimaþjóðfélagi, þar sem flest setgögn er bagalega lág, með langri og afturhallandi setu. Þannig er þetta i bifreiðum, kvik- myndahúsum og viðast hvar á opinberum stöðum. — Þannig er sem sagt þitt fólk? Þetta eru persónur bókarinnar? — Einmitt. En önnur ytri kjör og þjóðfélagsleg aðstaða persón- anna er lika mjög mismunandi. Sumir geta aflað sér menntunar og komizt i lifvænlega atvinnu. Sumir komast i heppilegt hús- næði, samanber frú eina i bók- inni. Aðrir eiga ekki i önnur hús að venda en elliheimili, og enn aðrir eru svo heppnir að komast á fyrsta flokks hjúkrunarhæli, þar sem er bæði hjúkrunarþjónusta og vinnuaðstaða. — Einmitt sams konar hæli og það, sem Sjálfs- björg, landssamband fatlaðra, er nú að reisa við Hátún. Hvar gerist sagan? — Þú sagðir áðan, að sagan gerðist á Norðurlöndum. Hugsarðu þér hana gerast i ein- hverju sérstöku landi — eða gæti hún gerzt hvar sem er? — Ég held nú, aö aðstaða fatlaðs fólks sé svo lik á Norður- löndum, að saga eins og þessi gæti gerzt i hverju þeirra sem væri, þótt Danir standi að visu mjög framarlega i endurhæfingu. Jú, það er aldrei nema satt: Sag- an gerist i Danmörku. — Læturðu sögupersónurnar bera erlend nöfn? — Já, já. Þær heita dönskum, norskum og jafnvel sænskum nöfnum. Það er þarna fólk frá öðrum Norðurlöndum einnig, þótt sagan gerist i Danmörku. — En er ekki neinn tslending- ur? — Jú. Það er nú reyndar einn tslendingur, sem er eins konar tengiliður á milli hinna persón- anna og lesandans. — Á sagan sér rætur i endur- minningu um dvöl á sliku endur- hæfingarhæli? — Já. Ekki er nú alveg hægt að neita þvi. — Eru raunverulegar fyrir- myndir að persónunum? — Þetta hugtak „raunveruleg- ar fvrirmvndir” er nú ákaflega erfitt úrlausnar. Ég man ekki betur en að einn góðkunnur rit- höfundur hafi kvartað yfir þvi, þegar hann hafði nýlega skrif- að skáldsögu, að það hefðu hringt til sin tiu menn og allir húð- skammað sig fyrir að hafa haft sig að fyrirmynd — hver um sig var sannfærður um, að einmitt hann væri fyrirmyndin. Og hvernig er persóna i raun og veru? Sami maður hefur allt aöra mynd i minum hugarheimi en i þinum. — Viltu ekki segja mér eitt- hvað fleira um bók þina? — Jú. Það er eitt, sem mig langar að taka fram: Eitt af þvi, sem skiptir fólki bókarinnar i andstæður, er hugsunarháttur þess sjálfs. Sumir verða beiskir og geta ekki hugsað um annað en það, sem þeir hafa misst. Aðrir gera sem mest úr þeim möguleik- um, sem fyrir hendi eru,og reyna að njóta þess, sem unnt er að njóta. í ákveðnum tilgangi... — Það má þannig lita á bókina sem boðskap til þeirra, sem hafa orðið fyrir heilsufarslegum áföll- um af einhverju tagi? — Að vissu leyti má segja það. Það er einhvers staðar til mál- tæki, sem segir, að skapgerð sé örlög. Það er áreiðanlega mikið til i þvi. — Ætlar þú ekki bók þinni að verða til gagns þeim, sem orðið hafa fyrir lömun eða öðrum sjúk- leika? — Jú. Það langar mig sannar- lega til að verði. Þessi bók min er fyrra bindi af tveimur, sem ég ætla að skrifa. — Varstu lengi að skrifa þessa bók? — Já, ég var nokkuð lengi að þvi. Skrifaði svona kafla og kafla i einu. — Þú hefur verið búin að hugsa hana mikið? — Já, það er alveg rétt. Ég var mikið búin að hugsa um þetta. Þetta er að verulegu leyti spurn- ing um tilgang og örlög. — Það er bezt, að menn dæmi um það sjálfir, þegar þeir hafa lesið bókina. — Já, vissulega. Það er undar- legt að hugsa til visindanna, sem leggja þessa feiknaáherzlu á að smiða djöfulleg tæki —sprengjur og annað— til þess að kvelja fólk og pina og láta það lamast. Skyldi ekki eins vera hægt aö finna upp tæki, sem eyða sársauka. Deyfi- lyf koma að takmörkuðum not- um, auk þess sem þau eru hættu- leg og misnotuö lika. Kviðir ekki rit- dómunum... — En svo við vikjum aftur aö bókinni þinni: Hvaða bókaforlag gefur hana út? — Þaö er Guðjón Ó. Guðjóns- son. Eftir aö það birtist kafli i Sunnudagsblaöi Timans — kafl- inn hét Janus — þá hringdi Guðjón ó. til min og bauð mér að gefa handritið út. — Þú veizt auðvitað ekki, hvenær hún sér dagsins ljós? — Ekki nákvæmlega. En hún var i prentun, siðast þegar ég vissi, svo það liður sjálfsagt ekki á löngu, unz hún kemur. Maria Skagan — Kviðir þú ekki neitt fyrir að sjá hana i búðargluggum? — Ég hef bara alls ekki velt þvi neitt fyrir mér. — Þú kviðir þá ekki heldur ritdómunum? — Ég hef ekki einu sinni leitt hugann að þeim. Hið eina, sem ég kviði.er ef ég get ekki gert nógu mikið gagn með bókinni. Nógu mikið, segi ég. Auðvitað gerir maður aldrei nógu mikið. En ég hefði viljað koma einhverju til leiðar með þessu. Ég er að reyna að gera gagn — og aðra hluti læt ég mig litlu varða. Það er svo mikið til af þjáningu i veröldinni, að ég held, að rithöfundarskrekk- ur hljóti að vera hégómi, sem ekki er hugsandi um. Mig minnir það vera i leikritinu Sjúka fólkið eftir Maxim Gorki, sem eftirfarandi orðaskipti eiga sér stað: „Hvernig liður yður?” „Vel, þakka yður fyrir”. „Það gleður mig”. „Gleður það yður i raun og veru, að öðru fólki liði vel?” „Já, vissulega, Mér er hagnað- ur i þvi, að fólki i kringum mig liði vel”. Ef til vill er þetta sú einfaldasta hagfræði, sem til er — og jafn- framt sú sannasta. Hún þyrfti að gilda bæði i sjúkramálum og stjárnmálum. Þá yrði vafalaust öðru visi um að litast i heiminum en nú er. Þegar Maria Skagan hefur svo mælt, er ekki annaö eftir en að kveöja og þakka henni spjallið. Þess væri óskandi, aö bókin henn- ar, sem skrifuð er i svo göfugum tilgangi, verið höfundi sinum og lesendum bæöi til gagns og gleði. — VS. 111 , ■ ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.