Tíminn - 10.11.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 10.11.1972, Blaðsíða 15
Föstudagur 10. nóvember 1972 TÍMINN 15 inu. Brjóstin komu greinilega i ljós undir silkiskálunum. Hún andvarp- aði þunglega. „Æ, þessi eilifu hlaup á sjúkrahúsið! Kemur Fielding með eftir allt saman?” „Nei.” „Kemur hún þarna hjúkrunarkona með, hvað hún nú heitir — Alison?” „Hún getur ekki ákveðið sig.” „Það er vegna þess, að hún er snarvitlaus i Fielding” „Það hef ég ekki hugmynd um.” ,,0-jú, þessar blendingsstelpur, þannig eru þær!” Vindhviða feykti til blöðunum á nokkrum pálmum, sem stóðu i einu horninu, og hljóðið var þvi likt sem Burmakonan kæmi hlaupandi á bastskónum sinum. Frú Portman reis upp við dogg, þegar hún heyrði það, en varð einskis vör og var á ný gagntekin af eyðileikanum, sem hvildi yfir mannlausum staðnum. Afur fór hún að hugsa um kvöldin, notalega anganina i myrkrinu undir trjánum, snertinguna af snöggs- legnu grasinu, hlýju eftir sólskin dagsins, ilminn af rauðu jasminblóm- unum, og eiminn af reyknum frá bæjarhluta heimafólksins. Hún varð allt i einu gagntekin af heimþrá og sagði: „Mér þykir svo leiðinlegt að þurfa að fara héðan! Að þurfa að vera án alls þessa hér.... Það er allt öðru visi i Indlandi.” Með snöggri hreyfingu settist hún upp og við það ólöguðust baðfötin á henni, svo að neðsti hlutinn af hvitum, kringlóttum brjóstunum kom i ljós — það sem Betteson hafði svo oft laumast til að horfa á. Hún var sannfærð um, að Paterson væri að horfa á það, en sat þannig hreyfing- arlaus. „Nú megum við til með að leggja af stað,” sagði hann. „Endilega strax? Langar yður alls ekkert i bað?” Hann hristi höfuðið og lauk úr bollanum. Hún hlustaði vel til að full- vissa sig um, að konan væri hvergi nærri, lagðist siðan afturábak i grasið aftur, teygði sig makindalega og leit á hann með hálfopinn munninn. Loks sagði hún: „Æ, fimm minútur i viðbót, verið svo vænn. Þetta er þó i siðasta skiptið, sem ég kem hér. Hér hef ég átt margar unaðsstundir, en nú er þvi öllu lokið.” Hann þagði. „Má ekki bjóða yður annan tebolla?” spurði hún. „Eða eitthvað að drekka? Eitthvað til að drekka kveðjuskál?” „Já, kveðja er þetta að minnsta kosti,” sagði hann. Hannstóðupp ogendurtók: „Ég bið yðari úti i bilnum,” lagði siðan a'f stað upp tröppurnar i átt til dyranna. Litlu seinna gekk hún eftir sólheitri stéttinni milli grasins og ertu- blómanna, og einhverra hluta vegna fannst henni hún ekki vera sá sigr- aði i viðureign þeirra, það hefði henni þó áreiðanlega fundizt, hefði við einhvern annan verið að etja. t þetta sinn tók hún ófarirnar ekki nærri sér. Hægt og rólega fór hún úr baðfötunum og stóð nakin á gólfinu, eins og þegar hún kom. Hún bar baðpúðurá allan likamann, nuddaði þvi um með höndunum,þar til húðin varð mjúk og slétt. Hjartað hamaðist i brjósti hennar, meðan hún klæddi sig. Þetta hefði gengið miklu betur, ef þau hefðu verið þarna saman i myrkrinu. Hlýja þétta myrkrið og rennislétt vatnið i lauginni hefðu orðið vitni að tilfinningum og athöfn- um, sem ekki þyldu dagsljósið. Hún gat aldrei gleymt snertingum ókunns karlmannslikama i röku myrkrinu hér. Þegar hún yfirgaf klúbbinn, fann hún til eftirvæntingar, og i annað skipti þennan dag sagði hún við sjálfa sig, að þegar til kæmi gæti ferða- lagið, sem framundan var orðið henni til hinnar mestu ánægju. Þegar þau voru komin hálfa leið til bústaðar Patersons, mundi hún allt i einu að hún hafði gleymt baðfötunum. Af gömlum vana hafði hún skilið þau eftir i búningsherberginu. „Heyriðþér, við bókstaflega verðum að snúa við og sækja þau! Þetta eru einu sómasamlegu baðfötin min, og þau voru anzi dýr. Hvernig á ég að komast af án þeirra? Þér verðiðað snúa við, heyrið þér það! ” „Ég sendi Tuesday eftir þeim,” svaraði hann. Hún opnaði munninn til mótmæla, en margar öflugar sprengingar heyrðust hinum megin við fljótið og bundu enda á allar slikar tilraunir. Sprengingarnar voru ekki þagnaðar rétt fyrir miönættið, þegar majór Brain kom hjólandi út til Patersons. Bærinn var lýstur upp með hundruðum litilla lukta, sem vörpuðu gulum flöktandi bjarma á pálm- ana, og liktust þeir helzt leikhúspálum i þessari birtu. Hátt yfir myrkri jarðarinnar héngu luktir himinsins, ótölulegur grúi stjarna, þær voru eins og óendanleg margföldun á gulu flöktandi týrunum. Það er bæði synd og skömm að yfirgefa Burma á svona fagurri nóttu, hugsaði majórinn. Hann var þreyttur og einmana eftir erfiðan dag á sjúkrahúsinu, þar sem hann hjólaði ljóslaus eftir hálfauðum götunum. Hann hafði haft umsjón með karladeildinni i dag. Það var að minnsta kosti gott, hugsaði hann, að vera ekki eins mikill efnishyggjumaður og Portman og Paterson, sem þeystu áfram i bilum og höfðu engan tima til að gefa náttúrunni gaum. Majórinn bar ennþá merki hermennsk- unnar þótt hann væri löngu hættur þjónust. Hann lifði af smávægileg um eftirlaunum, sem leyfðu ekki, að hann ferðaðist með neinum glæsi- brag. Þetta var mjög venjulegur maður, en hann hafði aldrei kvænzt — ekki vegna þess, að hann hefði ekki haft efni á þvi, heldur einfaldlega vegna þess. að hann haföi ekki áhuga fyrir hinu kyninu. Stundum furð- aði hann sig á þvi, hvers vegna hann endaði sem ritari i enska klúbbn- um, þar sem hann hafði ekkert annað en kvenfólk i kringum sig frá morgni til kvölds. Þessar evrópsku konur látu i sólbaði úti við laugina, þar til þær voru orðnar dekkri á hörund en innfæddu- og blendingskon- urnar, sem þær þóttust fyrirlita svo mjög. Þó var ein kona, sem majórinn bar virðingu fyrir, en það var ungfrú Ross. Hún hafði boðið doktor Fielding þjónustu sina án þess að vilja þiggja laun fyrir vinnuna, af þvi aðhún vissi, að það vantaði vinnukraft á sjúkrahúsið. Doktor Fielding var mikilhæfur og duglegur maður, sem hvarvetna naut virðingar. En hvorki hann né majórinn höfðu megnað að sannfæra ungfrú Ross um, að réttast væri fyrir hana að fara úr bæn- um ásamt hinum Evrópumönnunum. Hún hafði tekið óhagganlega ákvörðun. Majórinn var farinn að lita á kjólinn hennar ungfrú Ross sem ótvi- rætt tákn um lifsskoðun hennar, hreina, flekklausa og hvita. Af þeim konum, sem majórinn hafði kynnzt i Burma, var hún sú eina, sem tek- izt hafði að varðveita hreinleika sinn, ekki likamlega eða kynferðislega eða i umgengni sinni við annað fólk, heldur hafði henni tekizt á óskilj- anlegan hátt að varðveita heilbrigðan hugsunarhátt og hreint hjarta. t sál hennar var ekki nokkur saurugur afkimi. Það var ekki hin kristna trú, sem hafði haft þessi góðu áhrif á hana, eins og maður gæti vænzt og vonað, heldur búddisminn. Takmarkalaus skilningur og umburðar- lyndi gagnvart mannfólkinu gengu eins og rauður þráður i gegnum lif hennar. Hún var ætið reiðubúin, þegar mest lá við. Ahrif hennar á majórinn voru djúp og varanleg. Ungfrú Ross var i enska klúbbnum, eins og hinir Evrópumennirnir, og hún var vön að fá sér bað snemma á morgnana, venjulega fyrir klukkan sex áður en vatnið var orðið gruggugt, eins og hún orðaði það. Majórinn gerði sér oft ferð niður i klúbbinn á morgnana til að ræða við hana i ró og næði, meðan loftið var ennþá tært og svalt og döggin glitr- 1255 Lárétt 1) Ógnun,- 6) Litur.- 8) Fugl,- 10) Aga.- 12) Jökull,- 13) Nes,- 14) Röð,- 16) Skip,- 17) Bráð- lynda.- 19) Bæn.- Lóðrétt 2) Reykja.- 3) Stafur.- 4) Planta.- 5) Elegant.- 7) Jurt,- 9) Keyröu ' 11) Borða.-15) tslaus blettur,- 16) Fól.- 18) Guð.- Ráðning á gátu No. 1254 Lárétt 1) Indus.-6) Ern,- 8) Löm.- 10) Nót,-12) Dr,- 13) Ró,-14) Uni.- 16) Ból.- 17) Nár.- 19) Innúr.- Lóðrétt 2) Nem,- 3) Dr.- 4) Unn,- 5) Eldur,- 7) Stóli,- 9) Orn,- 11) óró,- 15) Inn,- 16) Brú.- 18) An,- lili H ■ Föstudagur 10. nóvember 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunieikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45:Liney Jóhannesdóttir heldur áfram lestri þýðing ar sinnar á sögunni um „Húgó og Jósefinu” eftir Mariu Gripe (12). Tilkynn- ingar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Spjallaö við bændur kl. 10.05. Morgun- poppkl. 10.25, Hljómsveitin Marmelade syngur og leik- ur. Fréttir kl. 11.00. Tónlistarsaga: Endurt. þáttur Atla Heimis Sveins- sonar (3). Kl. 11.35: Suisse Romande hljómsveitin leik- ur „Carnival” op. 9 eftir Schumann: Ernest Anser- met stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. .3.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.15 Við sjóinn. Bergsteinn A. Bersteinsson fiskmatsstjóri talar um nánasta umhverfi manna (endurt.) 14.30 Siðdegissagan: ..Draumur um Ljósaland” oftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur.Höfundur les (16). 15.00 Miðdegistónleikar: Sönglög. Margaret Price syngur „Þrjár sonettur Petrarca” eftir Lizst, Jam- es Lockhart leikur á pianó. Gottlob Frick syngur ariur eftir Tsjaikovský, Halévy og Lortzing. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. .6.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 16.25 Popphornið. örn Peter- sen kynnir. 17.10 Lestur úr nýjum barnabókum. 17.40 Tónlistartimi barnanna. Þuriður Pálsdóttir sér um timann. 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspcgill. 19.3 5 Þingsjá. Ingólfur Kristjánsson sér um þátt- inn. 20.00 Frá vorhátiöinni i Prag á þessu ári. Tékkneska kammersveitin leikur verk eftir Vivaldi, Mozart, Dvorák, Carillo og Galindo. Einleikarar: Henryk Szeryng og Josef Suk. Stjórnandi: Josef Vlach. 21.30 Ferðalög og vcður- hræðsla. Gestur Guðfinns- son flytur erindi. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. útvarps- sagan: „útbrunnið skar” eftir Gráham Greene. Jó hanna Sveinsdóttir les þýð- ingu sina (9). 22.45 Lög unga fólksins. Ragn- heiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 23.45 Fréttir i stuttu máli. FÖSTUDAGUR 10. nóvember 20.00 Fréttir 20.25 Vcður og auglýsingar 20.30 B lá stu rsaðf erðin. Bandarisk fræðslumynd um þess lifgunaraðferð. Sýnt er með teikningum og likönum, hvernig aðferðinni er beitt, og leikin atriði um björgun mannslifa með þessu móti. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 20.50 Fóstbræður Brezkur sakamálaflokkur. Leynivigslan. Þýð. Vilborg Siguröardóttir. 21.40 Sjónaukinn. Umræðu- og fréttaskýringaþáttur um innlend og erlend málefni. 22.40 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.