Tíminn - 11.11.1972, Page 1

Tíminn - 11.11.1972, Page 1
IGNIS KÆLISKÁPAR RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIOJAN SÍMI: 19294 * * # Loftfarið vcrður jafnhátt Landakotskirkju, enda fyllti loftbelgurinn salinn i Tónabæ, þar sem hann var limdur saman á föstudags- nóttina. Þetta er auðvitað aðeins lítill hluti hans. Yzt til vinstri eru tveir aðstoðarmenn, en sfðan kemur Garðar Gíslason, gjaldkerinn, og yzt til hægri Holberg Másson og Eyjólfur Jóhannsson, sem fara munu loftferðina, ásamt Halldóri Axelssyni er vantar á myndina. —Timamynd: Gunnar. Tíminn: Eínka- Islenzkt loftfar réttur - á að fara á loft með þrjá menn í körfunni í næstu viku kann að — Islandsmet er fallið okkur i skaut, þótt loft- farið lyftist aðeins örfáa sentimetra frá jörðu, sögðu ungu mennirnir úr Hamrahlíðarskóla, sem tekið höfðu sér sæti i svarta leðurbekknum i ritstjórnarskrifstofu Tímans. En við höfum samt ekki varið fé og mikilli fyrirhöfn til þess að koma okkur upp heilu loftfari vegna þess konar íslandsmets. Við ætlum að fljúga svo sem tvö eða þrjú hundruð kíló- metra — norður eða austur á land eftir þvi sem vindur blása. Þeir hafa sem sagt haft eitthvað svipað fyr- ir stafni að undanförnu og Zeppelin greifi alda- mótaárið. Þeir hafa teiknað og búið til stóran loftbelg með körfu neð- an í, og þessa dagana er allt til reiðu. Þeir eru fimm, sem að þessu standa, og þrir þeirra ætla að fljúga, en tveir eru liðsmenn, sem munu halda sig á jörðu niðri, þegar hinir leggja af stað í þá svaðilför, er ekkert fordæmi er um, að neinn íslendingur hafi lagt i hérlendis fram á þennan dag. Tveir þeirra eru ættaðir úr Vestmannaeyjum, en hinn þriðji er af Sauðár- króki. — Við verðum að koma þessu í kring í næstu viku, sögðu piltarnir, hvergi bangnir, þótt ein- hverjum kunni að virð- ast fyrirætlun þeirra glæfraleg. Við erum þegar orðnir viku á eftir áætlun, og orsökin er sú, hve ýmsar skrifstofur, sem við höfum þurft að leita til, eru þungar i vöfum.En við getum ekki beðið lengurvegna prófa í skólanum, sem hef jast 8. desember. Því að náminu viljum við ekki kasta fyrir róða, þó að við höfum áhugamál, sem eru dálítið fjarri al- faraleiðum. Um þessa óvenjulegu ráðagerð piltanna, loft- farsgerð þeirra, undir- búning og fyrirætlanir má lesa á4.,síðu Tímans dag— sem og væntan- lega hina næstu daga, þar eð blaðið hef ur feng- ið einkarétt á efni, sem varðar þetta fyrirtæki Fimm óra samningur um sölu á íslenzkum iðnvarningi? ÞÓ—Reykjavik. „Nú er búiö að afgreiða 40 þúsund kápur úr isienzkri ull, sem samið var um að sclja til Bandarikjanna,” sagði Úlfur Sigurmundsson hjá Útflutnings- miðstöð iðnaðarins i samtali við blaðið. „Salan á kápunum hefur gengið Ijómandi vel og um þessar mundir er verið að semja um næstu sendingu. Miklar likur eru til að nú verði samið til fimm ára i einu, og ef úr verður þá verða þetta afarmikil viðskipti á islenzkan mælikvarða. Hafa Bandarikjamenn talað um að kaupa tvöfalt meira af ullarvöru árlega en i fyrra, og að auki hafa þeir bætt við keramikvörum, silfurvörum og húsgögnum, en þær vörur höfum við ekki selt að ráði til Bandarikjanna ennþá,” sagði Úlfur. Um þessar mundir er Icelandic Import með vörukynningar i þrem borgum Bandarikjanna, og stendur hver vörukynning yfir i vikutima. Fyrst var haldin sýning V kæll- skápar RAFTÆKJADEILD Hafnarslræti 23 Simar 18395 & 86500 Þröngundir Grænuhlíð ÞÓ-Reykjavik. Leiðindaveður hefur verið á miðunum kringum Island siðustu dægur, og þvi hafa erlendir togar- ar litið getað aðhafzt innan 50 sjó- milna fiskveiðimarkanna. Samkvæmt upplýsingum Land- helgisgæzlunnar, þá voru 24 brezkir og þýzkir togarar I vari undir Grænuhlið i gærdag, og eftirlitsskipin Ranger Brisar og Fridtjof héldu sig einnig á þeim slóðum. Læst í fyrsta sinn í 37 ár Þegar lögreglan flutti úr gömlu stöðinni við Pósthússtræti i nýju miðborgarstöðina, sem þar er skammt frá, fóru menn að tala um að nú þyrfti að læsa gamla húsinu á kvöldin og nóttunni. Var þá farið að leita að lykli að úti- dyrahurðinni en hann fannst hvergi, enda liðin nær 37 ár siðan þeirri hurð var siðast læst. Þetta hús er áreiðanlega eina húsið i gamla miðbænum, sem staðið hefur opið dag og nótt i 37 ár, en hér eftir mun það verða lokað og læst á nóttunni, þvi að keyptur var stór og vandaður smekklás til þeirra hluta. A myndinni sést Sigurjón Sigurðs- son lögreglustjóri, læsa þessari frægu hurð i fyrsta sinn i öll þessi ár, en það var gert s.l. föstudags- kvöld. Sigurjón Sigurðsson lögreglu- stjóri með kápuna á handleggn- um við dyr gömlu lögreglustöðv- arinnar i Pósthússtræti. Það eitt er eftir að stiga yfir þröskuldinn og loka. —Timamynd GE. i Minneapolis — St. Paul, siðan verður vörukynningin i Louisville og St. Louis. Þessar vöru- kynningar fara fram i stór- verzlunum þessara borga, og mesta áherzlan er lögð á kynningu ullarvara, aðrar islenzkar vörur eru sýndar um leið, en þá meira i sýningarskyni en söluskyni. Úlfur sagði, að sala á ullar- vörum hefði einnig aukizt i Evrópu á þessu ári, sérstaklega i Danmörku, en einnig mætti segja að verulega söluaukning hefði orðið i Bretlandi og Þýzkalandi, og ekki mætti gleyma Rússlandi, Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.