Tíminn - 11.11.1972, Qupperneq 3

Tíminn - 11.11.1972, Qupperneq 3
Laugardagur 11. nóvember 1972 TÍMINN 3 Listskreytingar opinberra bygginga til umræðu í borgarstjórn A siðasta fundi borgar- stjórnar flutti Alfreð Þor- steinsson (F) tillögu þess efnis, að borgarráði yrði falið að skipa þriggja manna nefnd, er gera skyidi tiliögur um list- skreytingar á opinberum byggingum i eigu Reykja- víkurborgar. Vitnaði Al- freð i grein, sem birtist i Les- bók Mbl nýlega, þar sem fjallað var um þessi mál, en sagði svo: „Vissulega er það svo, að eftir 40 ára stein- steypuöíd liggur mikil listræn eyðimörk i Reykjavik. En úr * þessu má bæta, og i þvi skyni er þessi tillaga flutt. Að vísu er það svo, að Reykjavikurborg ræður ekki yfir öllum stór- byggingum i Reykjavik, en samt eru býsna margar bygg- ingar á hennar vegum, sem gjarnan mætti frikka upp á. Til að mynda er bakhlið stúk- unnar á Laugardalsvelli kjör- inn flötur til skreytingar, nánast eins og strigi, sem listamaður á eftir að festa liti á.” t framhaldi af þessu sagði tillögumaður að nefna mætti mörg önnur dæmi, sérstak- lega hina ýmsu skóla borgarinnar. Reyndar væri það svo, að samkvæmt lands- lögum væri heimild til þess að verja ákveðinni prósentutölu af byggingarkostnaði skóla til listskreytinga, en það væri með höppum og glöppum, hvort það væri framkvæmt. Sagðist Alfreð vilja nefna einn skóla, sem væri þó til fyrir- myndar i þessu efni, enda þótt aðeins væri um innanhúss- skreytingar að ræað, en það væri Laugarnesskóli. Ölafur B. Thors (S) sagði, að enn einu sinni hefði Mbl. orðið hvati að frjórri hugsun borgarfulltrúa, eins og hann orðaði það. Kvaðst hann vera sammála þeirri hugsun, sem lægi að baki tillög Alfreðs Þorsteins- sonar, en taldi eðlilegra, að borgarráð hefði eftirlit og fylgdist með þvi að list- skreytingar yrðu gerðar á opinberum byggingum og flutti breytingartillögu þess efnis. Alfreð Þorsteinsson kvaðst vilja minna Ólaf B. Thors á þá alkunnu staðreynd, að mikill munur væri á Mbl. og lesbók blaðsins. Flestir væru sam- mála um ágæti lesbókarinnar, en það sama væri tæplega hægt að segja um Mbl.sjálft. Sagðist Alfreð styðja breytingartillögu ólafs, enda þótt hann teldi upphaflegu til löguna vænlegri til árangurs. Fiskleysi framundan á Dalvík HD-Dalvik Nýlega var gengið frá sölu á Björgvin EA311, sem er einn af a- þýzku „tappatogurunum” svo- nefndu, héðan af staðnum. Bátur- inn var seldur til Vestmannaeyja og verður væntanlega afhentur um áramót. Þetta hefur það i för með sér, að frystihúsið hlýtur að verða hráefnislitiðnæsta ár, eða þangað til nýr skuttogari frá Noregi kem- ur. Þó er væntanlegur i flotann einhvern tima i vetur nýr 45-50 tonna bátur, sem Snorri Snorra- son er að láta smiða, og bætir hann ástandið eitthvað. Afli snur- voðarbáta hefur verið litill und- anfarið og hráefnisleysið þvi sagt til sin strax. Enn er unnið að byggingafram- kvæmdum úti, en hér er að risa gluggaverksmiðja, sem verið er að steypa upp húsnæði fyrir. Til sölu 7 tonna Man vörubifreiðmeð framhjóladrifi, 2 1/2 tonns Fogo-krana og ámoksturs- tækjum. Upplýsingar i sima 97-7433, Neskaupstað. Gunnarsmenn úti í kuidanum Asakanir Ellerts Schram I opnu bréfi til Eykons um.að mönnum og skoðunum innan Sjálfstæðisflokksins sé mis- munað i Mbl., hafa vakið nokkra athygli;ekki sizt vegna þess.að þær koma beint niður i liinar fögru lýsingar Eykons á frjálslyndi og viðsýni Mbl., sem er opið fyrir umræðu og öllum skoðunum. Þessi mismunun manna i Mbl. kemur mjög giögglega i ljós i sambandi við frásagnir af fundum borgarstjórnar Reykjavikur. Þær frásagnir spegla einnig vel átök innan Sjálfstæðisflokksins milli Gcirs og Gunnars. Það fer ákafiega litið fyrir Gunnari Thoroddsen á siðum Mbi. En það er einnig reynt að sveipa þá menn, sem styðja Gunnar Thoroddsen, hjúpi þagn- arinnar á siðum Mbl. Þcgar Geirs-menn tala I borgarstjórn,er þvi slegið upp með myndariegum hætti ásamt mynd strax daginn eftir.Ef Gunnars-menn, eins og t.d. Kristján J. Gunnarsson eða Albert Guðmundsson, tala i borgarstjórn,er gert eins litið úr þvi i Mbl. og frekast er kostur. Ef ekki er hjá þvi komizt að geta inála, sem Gunnars-menn flytja i borgar stjórninni, kemur stutt frá- sögn, myndarlaus, eftir dúk og disk á litt áberandi stað i blað- inu. Menn geta sannfærzt um þetta incð þvi einfaldlega að fletta Mbl. frá sfðustu miss- erum. Heiðarleikinn En fyrst farið er að ræða um frásagnir Mbl. af fundum borgarstjórnar Reykjavikur, er rétt að minnast á annað atriði uin heiðarleika hins góða fréttablaðs og taka til þess nýlegt dæmi. Nú i vikunni var slegið upp fjögurra dálka frétt með mynd af Ölafi B. Thors, borgarfull- trúa. Fyrirsögn og upphaf fréttarinnar cr svohljóðandi: „ölafur B. Thors i borgar- stjórn: Skylda yfirvalda að prýða byggingar listaverkum. A fundi borgarstjórnar Rcykjavikur sl. fimmtudag varsamþykkt tillaga frá Ölafi B. Tliors, borgarfulltrúa, þar sem lýst var yfir þeim vilja borgarstjórnar, að opinberar byggingar borgarinnar yröu skreyttar listaverkum, þar sem þess væri kostur. Var borgarráði falið að gæta þessara sjónarmiða við gerð og hönnun slikra bygginga. Ennfremur var borgarráði falið að kanna, hvar æskilegt væri og þá á hvern hátt komið yrði fyrir listaverkum i eða við þær opinberu byggingar, sem borgin hefur þegar reist”. Þessu fylgir svo til viðbótar löng frásögn. Uppsetning og frásögn Mbl. er öll á þann hátt, að hér sé hreyft nýju merku máli og þaö hafi veriö borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, sem frumkvæðiö hefði haft og áhugann. Svo var þó ekki. Alfreð Þor- steinsson, bor ga rf u lltrúi Framsóknarflokksins, hafði flutt þetta mál inn i borgarstjórn. Alfreð lagði til, að 3ja manna nefnd yrði þegar falið að gera tillögur um þessi efni. Hlutverk ólafs Thors var að draga úr gildi tillögu Alfreðs með breytingatillögu, sem fól i sér, að málinu var visað til borgarráðs, en það er hin hefðbundna aðferð ihalds- ins til að svæfa góð mál, sem minnihlutafulltrúarnir flytja. Mbl. segir ekkert frá ræðu Al- freðs Þorsteinssonar um þetta mál annað en,að hann hafi I ræöu sinni minnzt á grein, sem Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.