Tíminn - 11.11.1972, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.11.1972, Blaðsíða 4
TÍMINN Laugardagur 11. nóvember 1972 Sagan um loftfar menntaskólanem- anna í Hamrahlíð og fyrirætlanir þeirra U^ Þeir eru fimm félagar, Holberg Másson og Halldór Axelsson, báð- ir Vestmannaeyingar, Kyjólfur Jóhannsson frá Sauðárkróki og Garðar Gislason og Þorsteinn Þorgeirsson, Reykvikingar að uppruna.allir um tvltugt, nemend ur innan svonefnds áfangakerfis i mcnntaskólanum í llamrahlíð. Þetta eru sem sagt mennirnir, sem hafa teiknaðog búiðtil fyrsta Islenzka loftfarið. Ahöfn loftfars- ins munu skipa þeir þrir, sem fyrst voru nefndir, Garðar er gjaldkeri fyrirtækisins og Þor- steinn áhugamaður, sem lagt hef- ur hinum lið við undirbúninginn. Eins og þeir vita, er litið hafa á forsiðu Timans i dag, er það aetltin þeirra að fara á loft i loftfari sinu i næstu viku, ef verður nokkur kostur, og við getum ekki sagt, hvert ferðinni er heitið, þvi að þar ráða vindar og loftstraumar mestu. Upprifjun frá fyrri dögum Þessi fyrirætluri piltanna úr Hamrahliðarskólanum leiðir hugann aftur i timann, þegar einnig uppi voru á Islandi menn, sem létu sig dreyma um að fljúga — löngu fyrir daga allra flugvéla — áður en Ottó Lilienthal skrifaði hið fræga rit sitt, Der Vogelflug ,als Grundlage der Fliegekunst, eða Wright-bræður voru komnir til sögunnar. Manni dettur i hug pilturinn, sem ætlaði að fljúga yf- ir Hvitá af Skálholtshamri, og Hrútfirðingurinn Gunnlaugur Magnússon, faðir Björns Gunn- laugssonar stjörnufræðings, sem fjöldi sagna hermir, að hafi, með- al margs annars nýstárlegs, er hann fékkst við, smiðað sér ein- hvers konar svifflugu, sem fullyrt er, að honum hafi tekizt að lyfta sér á frá jörðu, en að lokum lask- að eða brotið i fjallshlið við eina slika tilraun. Það hafa sem sagt fyrr verið til hugvitssamir menn með ævintýraþrá i blóð- inu — menn, sem leitað hafa sér hugðarefna, sem voru af öðrum toga en þau, sem þorri fólks að- hyllist, og jafnvel ekki hikað við að stofna sér i hættu til þess að prófa, hvað takast mætti. Rétt eins og þeir félagar i Hamrahliðarskólanum nú gera. Löng saga og einn tilraunabelgur. Hugmynd þeirra menntaskóla- piltanna er ekki bóla, sem þotið hefur upp í skyndi. Hún á sér langan aðdraganda, og fleira hafa þeir félagar brallað en þetta, þvi að einn þeirra Holberg Más- son, er sá hinn sami og teiknaði eldflaugina, sem nemendur úr Hamrahliðarskóla ætluðu að skjóta á loft i fyrra — en tókst raunar ekki. — Þetta á sér alllanga sögu, sagði Holberg, þegar þeir félagar höfðu samið við Timann um einkarétt blaðsins til frásagna af þessari fyrirætlun. Það eru tvö ár liðin siðan við byrjuðum tveir, Eyjólfur og ég, hvor i sinu lagi, að glima við þetta viðfangsefni. Þannig grúskuðum við lengi, hvor i sinu horni, lásum og teikn- uðum og veltum vöngum, áður en við slógum okkur saman. Siðan myndaðist um þetta þessi hópur, sem nú stendur á bak við áform okkar. Við bjuggum fyrst til litinn loftbelg, sem við fengum leyfi til þess að sleppa á loft upp i til- raunaskyni. Það gerðum við upp á Sandskeiði núna fyrir þrem vik- um, og hann fór auðvitað sina leið eitthvað út i bláinn. Tilkostnaðurinn reyttur saman af sumarkaupinu Þeir voru þrir, sem komu á fund Timans — Holberg, Halldór og Garðar — allir logandi af áhuga og með glampa i ungum augum. Þó að gjaldkerans, Garð- ars biði ekki nein háskaför eins og hinna tveggja, þá hefur hann einnig haft við sitt að glima. Þeir félagar eru ekki fjáðir menn, frekar en gengur og gerist um venjulega menntaskólanema, og enginn þeirra hafði neina upp- gripaatvinnu i sumar: Einn fékkst við verzlunarstörf, annar vann i vörugeymslu og þar fram eftir götunum. En af sumarkaupi sinu hafa þeir reytt það, sem þurft hefur til að kosta, og það mun þegar komið á annað hundr- að þúsund króna. — En við ætlum að fá eitthvað upp i kostnaðinn með þvi að láta fyrirtækjum i té auglýsingar, sem málaðar verða á belginn og körf- una, sagði hann. Og svo verðum við að öngla saman i aukinn til- kostnað, þvi að við ætlum að feta okkur áfram, ef skaplega tekst til i þetta sinn. Raunvisindastofnuhin mjög hjálpleg — Það hefur auðvitað farið óskaplegur timi i þetta allt, sögðu þeir Halldór og Holberg, og það reynum við ekki að meta til f jár. Það hafa flestir einhver áhuga- mál, sem þeir sinna, og þau eru menn ekki að verðleggja. Aðrir fara i kvikmyndahús eða sam- komuhús, eða sinna einhverju af öðru tagi en þessu sem hefur tekið okkur hugfangna, svo að það get- ur verið kaup kaups. Aftur á móti, er þvi ekki að leyna, að opinberar skrifstofur, sem við höfum orðið að snúa okk- ur til þeirra erinda að fá þar ým- iss konar leyfi, hafa verið dálitið seinar til afgreiðslu. Það hefur verið óskaplega vafningasamt og timafrekt að sannfæra embættis- mennina, og eftir þeim tima sjá- um við, auk þess sem það er bagalegt, að við erum nú orðnir viku á eftir áætlun, en fram undan eru próf, sem við megum ekki vanrækja. En svo eru lika til stofnanir, sem hafa verið okkur hin mesta hjálparhella, og þar viljum við einkum nefna raunvisindastofnun háskólans. Fólkið þar hefur verið boðið og búið til þess að greiða fyrir okkur, útvegað okkur gagn- legar bækur, miðlað okkur þekk- ingu sinni, þar sem okkur brast, og lagt á ráð með okkur um öryggisbúnað. Raunvisindastofn- unin hefur verið okkur ágætur fræðilegur bakhjarl. Notast við vetni vegna féleysis. Loftbelgurinn er ekki nein smásmiði, 1500 rúmmetrar. Hann fyllir salinn i Tónabæ, þar sem þeir félagar hafa haft bækistöð sina, að undanförnu. — 1 belginn fengum við dúk úr sérstakri tegund plastefnis, og þessi dúkur er aðeins 15/100 úr millimetra á þykkt. Við höfum sniðið hann sjálfir og sett hann saman með efnafræðilegum að- ferðum. Samskeytin eru styrkt á eftir með sérstakri gerð limbanda og limböndin, sem við notum, eru einn ldlómetri á lengd. Körfuna, sem mennirnir verða i, teiknuð- um við sjálfir eins og belginn, en hún er úr áli, sem er tiltölulega létt, og soðið saman. 1 loftbelginn verðum við að nota vetni, blandað köfnunarefni, og helium, héldu þeir félagar áfram. Það er þó ekki heppilegt að nota vetni, þvi að komist það i sam- ! i'U©*, -4- Þetta er loftfarið. f þvl eru um hundrað stykki, og það er tæpir þrjátiu metrar frá körfubotni upp á topp, með öðrum orðum: Jafnhátt Landa- kotskirkju. önnur mynd úr Tónabæ: Pakkar meðlimbönd, sem samtals eru einn kllómetri að lengd. Minna dug- ar ekki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.