Tíminn - 11.11.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.11.1972, Blaðsíða 5
Laugardagur 11. nóvember 1972 TÍMINN 5 Bækur Hörpu- útgáfunnar Yfir fold og flæði, nefnistsjálfs- ævisaga Sigfúsar M. Johnsen, rit- höfundar og fyrrverandi bæjar- fógeta i Vestmannaeyjum. Sigfús hefur komið viða við um ævina. Hann hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum hins opinbera um nærri hálfrar aldar,skeið inn- anlands sem utan,og auk þess rit- að hálfan tug bóka. Saga Vest- mannaeyja.sem kom út i tveim bindum,hlaut einróma lof lærð- ustu sagnfræðinga og háskóla- kennaraiOg ein skáldsaga hans varð metsölubók á sinum tima. Siðasta bókin og hin sjötta i röð- inni er sjálfsævisaga Sigfúsar, fjallar um mann sem lengi hefur lifað, margt séð og kann frá ýmsu að segja. Útileguinannasögur, er þriðja bindið, sem ísafold gefur út af hinu mikla þjóðsagnas. Jóns Arnasonar. Þetta bindi er eins og hin fyrri tvö. Huldufólkssögur og Galdrasögur, úrval þessa flokks þjóðsagna valið af Óskari Hall- dórssyni mag. og myndskreytt af hinum þekkta listmálara og skop- teiknara Halldóri Péturssyni. Fá- ar hugmyndir hafa verkað eins sterkt á imyndunarafl þjóðarinn- ar og útilegumannabyggðir og ibúar þeirra bak öræfa og há- fjalla. Einar beztu þeirra eru meðal helztu bókmenntaperlna þjóðarinnar,og fátt er málsmekk unglinga hollara en hið listræna tungutak alþýöu íslands eins og það speglast tærast i þessum frásögnum, sem geyma bæði ótta og óskadrauma um hinar huldu öræfabyggðir útlaganna. Draugasó'gur, verða fjórða bindið i þjóðsagnasafninu. Draugatrúin var einn snarasti þáttur i þjóðtrúnni, Isafellsmóri, Þorgeirsboli, Húsavikurskotta stóðu mönnum jafn ljóslifandi fyrir hugskotssjónum og hetjur fornsagnanna og sumar frásagn- irnar eru æsispennandi hrollvekj- ur,sem standa flestum þessháttar . frásögnum nútimans þeim mun framar sem málfar og frásögn eru listrænni. Isafoldarprentsmiðja hóf út- gáfu úrvals þessarra þjóðsagna fyrir meir en 70 árum og þá voru þessar bækur lesnar upp til agna i bókstaflegum skilningi af ungum sem öldnum. Þessar bækur verða án efa jafnkærkomnar unglingum nútimans sem þær voru öfum þeirra og ömmum um siðustu aldamót. Daviðeftir dönsku skáldkonuna Anne Holm. Þessi bók er verð- launabók úr hinni miklu Norður- landakeppni um beztu barnabók ina. Bókin segir frá 12 ára dreng, sem elst upp i fangabúðum i ónefndu landi. Honum tekst aö flýja með aðstoð fangavaröarins og kemst eftir miklar raunir og ævintýri til Danmerkur. Þetta er bók,sem boðar að þrátt fyrir kúg- un og ofbeldi mun frelsið og kær- leikurinn sigra að lokum. Þessi bók hefur verið metsölubók i Danmörku og viðar. Þýðinguna gerði Orn Snorrason. Ilrólfur á Bjarnarey, eftir Pet- er Dan, er fyrsta bókin i nýjum flokki drengjabóka, sem nefnast Vikingabækur Isafoldar. Þessar bækur segja frá Hrólfi.syni vfk- ingaforingja á Bjarnarey.og vini hans Patreki. Þeir komast i hin mestu ævint/ri og háska, eru teknir til fanga af Serkjum'og koma ekki aftur tiJ heimalands sins, Danmerkur ,'fyrr en eftir mörg ár og miklar svaðilfarir. Þetta eru kjörbækur allra röskra drengja. Næsta bók verður Hrólf- ur tekinn til fanga. Þýðinguna gerði Orn Snorrason. Loftfararnir að starfi i Tónabæ á föstudagsnóttina. Hér sjást aðeins þrir hlutar dúksins, sem i loftbelginn fer, af átján jafnstórum. Loftfararnir tilvonandi: Holberg Másson, Halldór Axelsson og Eyjólfur Jóhannsson. Timamyndir: Gunnar. Enn ein stór- *»•£* giofin Nýlega barst Krabbameins- félagi Islands 100 þúsund króna gjöf. Félagið veit ekki hver gef- andinn er, þar sem hann vill ekki láta nafns sins getið. Þetta er önnur stórgjöfin á stuttum tima, sem félaginu berst. Að sjálfsögðu eru slikar gjafir vel þegnar og stjórn félagsins vill hér með færa þessum rausnarlega gefanda kærar þakkir fyrir. band við súrefni, fylgir þvi sprengihætta. Við hefður viljað fá helium, en það er svo dýrt, að varla er fyrir aðra en þá , sem standa i striðsrekstri að nota slikt — þá vantar aldrei peninga til neins. Vetnið höfum við fengið hjá áburðarverksmiðjunni i Gufunesi og slökkviliðið veitti leyfi til flutnings á kútunum, sem það er i, en þá fengum við hjá rafmagns- veitunni. Vegna vetnisins verður að gæta mikillar varúðar. Að visu getur ekki kviknað i þvi, nema til komi neisti. En plast getur rafmagnast i loftinu, svo að sjá verður við þvi, að til sliks komi. Við munum 1 fyrsta lagi lofttæma belginn með dufti, sem eyðir súrefni, og reyna að afhlaða hann til þess að koma i veg fyrir rafmögnun. Jarðtenging verður höfð á honum, bæði við flugtak og lendingu, og loks höf- um við sjálfir fundiö upp sérstak- an öryggisloka, tvöfaldan, sem við notum, þegar lofti er hleypt úr belgnum. Loks verður að sjálf- sögðu talstöð i loftfarinu, og verð- um við i beinu sambandi við flug- umferðarstjórnina. Mælitæki munum við hafa, er sýna hæð, hitastig, loftþrýsting og fleira, og hæðarmælirinn verður sjálfritandi. Margvíslegar varúöar- ráðstafanir — Við höfum snúið okkur til varnarliðsins á Keflavikurflug- velli meö beiðni um aðstoð og öryggisgæzlu, en það hefur allt orðið að fara i gegnum varnar- málanefnd með þeim vafningum, sem þvi fylgja. En við munum vonandi fá sérstaka búninga til varnar kulda, ef við lendum til dæmis i sjó, hlifðarhjálma, neyðarblys og annað þess háttar. Sömuleiðis fallhlifar og þjálfun i notkun þeirra. En við vitum ekki, hvort það tekst. Aloft förum við hvort heldur verður. Loks er þess að geta, að þyrla verður til taks, svo að ekki verður sagt, að við flönum út i þetta án talsvert mikilla varúðarráðstaf- ana, þótt auðvitað séum við reynslulausir og styðjumst ein- vörðungu við bóklestur. Vilja helzt komast noröur yfir öræfin Aður en við leggjum af stað i al- vöru, verður loftfarið prófað tvi- vegis, og þá hafður i þvi strengur. Fyrst ætlum við að fara i svo sem tiu metra hæð, en i seinna skiptið i fimmtiu til hundrað metra hæð. Þegar sjálf loftferðin hefst, þarf að vera nokkurn veginn heið- skirt og ekki mjög misvindasamt. Við verðum að vita nákvæmlega áttir og vindhraða i svo og svo mikilli hæð frá jörðu, og siðan munum við reyna að halda okkur i þeirri hæð, þar sem skilyrði eru æskilegust. Við eigum að geta haft á þvi stjórn, hvort við förum upp eða niður, en ráðum litið við annað. Við léttum körfuna þegar við viljum hækka okkur, fleygjum út kjölfestu, sem við hugsum okk- ur, að verði meðal annars fræ og áburður, svo að þetta geti orðið nýstárlegt landgræðslustarf með i bland, núna i vetrarbyrjun, en þegar við viljum lækka okkur, hleypum við vetni úr belgnum með því að taka i streng niðri i körfunni. Við teljum heppilegast, ef við gætum verið i svo sem þriggja kilómetra hæð og við hugsum okkur að láta loftfarið fara norður yfir, ef loftstraumar leyfa. Þar er hugmynd okkar að lenda einhvers staðar i byggð, ef lukkan lér og okkur ber ekki afleiðis. En þá kann þó að reyna á, hvaö öryggisráðstafanir þær, sem gerðar verða, eru haldgóðar. Auövitað er hugsanlegt, að viö berumst út á sjó. Aftur á móti er- um við ekki sérlega hræddir við að rekast á fjöll eða kletta, þvi að við eigum að geta ráðið hæðinni. Við firrum alla aöra, ábyrgð — Við viljum geta þess að lok- um, sögðu þeir félagar, að við gerum þetta ekki i nafni skólans né á nokkurn hátt á ábyrgð nokk- urs annars aðila en okkar sjálfra. Við ræddum þetta ekki við Guö- mund Arnlaugsson rektor, og þá ákvörðun tókum við hans vegna, svo að hann væri firrtur allri ábyrgð, ef eitthvað bjátaði á. Við höfum fengið tryggingu á tækj- um, sem okkur hafa veriö lánuð, og einnig ef við völdum öðrum tjóni. Aðrar tryggingar getum við liklega ekki fengið, nema hvað einn okkar er liftryggður. Vinir okkar og vandamenn eru náttúr- lega dálitið uggandi, og það er eðlileg umhyggja, sem við met- um og viröum, þó að við ætlum að fara okkar fram. Og auðvitað stigum viö upp i körfuna, þegar til kemur, og hefjum ferðina i þeirri staðföstu trú, að okkur lánist fyr- irætlun okkar, þótt þeim, sem fjær standa, kunni að sýnast hún glæfraleg. Og með það kvöddu þeir félagar að sinni, þvi að 1 mörgu var enn að snúast og hver stund dýrmæt. A þeim var ekkert hik að sjá. Og næstu daga munu Timamenn hitta þá kumpána annað veifið og fylgjast með þvi, hvernig allt þokast áfram að settu marki: Ferðfyrsta islenzka loftfarsins til þess staðar, sem enginn kann enn að nefna. — j.h. Nýtt jólakort Ásgrímssafns SB-Reykjavik Jólakort Asgrimssafns á þessu ári er gert eftir oliumálverkinu „A Þjórsárbökkum, Hekla i kvöldskini” Mynd þessa málaði Asgrimur áriö 1918. Kortið er að sömu stærö og fyrri kort safnsins, með islenzkum dönskum og ensk- um texta á bakhlið, ásamt mynd af Asgrimi við vinnu sina. Kortiö er prentaö i Vikingsprenti, en Myndiðn sá um ljósmyndun og Litróf geröi myndamót. Agóði kortasölunnar er notaður til aö greiða viögerð og hreinsun gamalla listaverka safnsins. Kortin eru aðeins til sölu i As- grimssafni og Baðstofunni i Hafnarstræti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.