Tíminn - 11.11.1972, Page 6

Tíminn - 11.11.1972, Page 6
6 TÍMINN Laugardagur 11. nóvember 1972 Stórbrim á Bolungavík Krjúl-Bolungarvik Hér hefur ekki gefið á sjó i hart nær viku, en á meðan gæftir héldust var afli allgóður og komu bátarnir gjarnan að með þetta 10- 20 tonn úr róðri. Atvinna hefur þvi verið næg, og ekki var lokið við að vinna úr afla fyrri viku fyrr en á fimmtudag. Stórbrim hefur verið hér undanfarna daga, enda veður- hæðin mikil. Ekki er gott að segja um skemmdir af völdum veðursins ennþá,en þó er ljóst að fremsti hluti lengri skjólgarðsins hefur sigið eitthvað. Langt er þó enn til þess að hann hvefi i djúpið, slik hafa stundum orðið örlög hafnargaröa. Ófært hefur verið inn til tsa- fjarðar, en nú er unnið að snjó- mokstri á leiðinni. Það er mjólkin, sem gerir okkur háða ts- firðingum, hún er bæði flutt hingað og sótt. Reyndar fer kúa- bændum stöðugt fækkandi og eru nú aðeins þrir eftir. ÁRBÓKIN 1972 KOMIN ÚT SB-Reykjavik ,,Arið 1971 — stórviðburðir lið- andi stundar i máli og myndum, með islenzkum sérkafla” er kom- in út hjá Bókaútgáfunni Þjóð- sögu. Er þetta sjöunda bókin i röðinni, en árbækurnar hafa frá upphafi verið metsölubækur. t Is- lenzka kaflanum eru að þessu sinni 69 myndir, þar af 9 litmynd- ir. Þjóðsaga stefnir að þvi að stækka islenzka sérkaflann, þar sem hann eykur gildi bókarinnar mjög. Arbókin 1965 er uppseld og takmarkað upplag er til af 1966, sem var sú fyrsta með isl. sér- kafla. Verið er að prenta upp 1968, 1969 og 1970, sem eru allar upp- seldar. Arbókin 1971 kostar 1660 krónur með söluskatti. Arbókin er gefin út i samvinnu við Weltrundschau Verlag i Sviss og er hún prentuð i Ziirich. Is- lenzki textinn er settur i Prent- húsi Hafsteins Guðmundssonar að Bygggarði á Seltjarnarnesi. Forstjóri Þjóðsögu er Hafsteinn Guðmundsson. Gisli Ólafsson rit- stjóri, annaðist ritstjórn erlenda kaflans i isl. útgáfunni, en Björn Jóhannsson, fréttastjóri tók sam- an islenzka sérkaflann. Undir- búningur Arbókar 1972 er þegar vel á veg kominn. Þeir skapa islcnzku útgáfu Arbókarinnar: f.v. Gfsli Ólafsson, ritstjóri, Hafsteinn Guðmundsson, forstjóri og Björn Jóhannsson, fréttastjóri. (Timamynd GE) Rán bjargaði norsku flutningaskipi Þó-Reykjavik Togarinn Rán GK 42 bjargaði norska flutningaskipinu Lanto frá Stafangri, þegar hann var að koma úr söluferð frá Þýzkalandi. Norska skipið var með bilaðar vélar og tók Rán það i tog. Var haldið áleiðis til Wick i Skotlandi, Bannað að flytja fé yfir Hvítá Sauðfjárveikivarnarnefnd, hef- ur bannað alla sauðfjárflutninga yfir Hvitá i Árnessýslu fyrst um sinn. Til þessa er gripið vegna tannloss þess og kýlapestar i sauðfé, sem magnazt hefur á svæði frá Hvalfjarðargirðingu austur að Hvitá. Þessi sjúkdómur, eða sjúkdóm- ar, ef tveir eru, virðast bráð- smitandi eins og skýrt var frá hér i blaðinu. og náðu skipin þangað siðari hluta dags i gær. Skipunum gekk frekar illa að ná til Wick, þar sem veður var vont og haugasjór var. Nýtt rækjuverð ÞÓ-Reykjavik Búið er að ákveða verð á rækju frá 1. nóvember til 31. desember 1972. Lágmarksverð á rækju, ó- skelflettri i vinnsluhæfu ástandi verður: stór rækja, 220 stykki i kílóinu eða færri, hvert kiló kr. 25.00. Smá rækja, 221 til 350stykki i kilóinu, hvert kiló kr. 14.00. Verðið er miðað við, að seljandi skili rækju á flutningstæki við hlið veiðiskips. 1 frétt frá Verðlagsráði sjávar- útvegsins segir, að verðið hafi verið ákveðið með atkvæðum oddamanns og fulltrúa seljanda gegn ákvæðum fulltrúa kaup- enda. Stjórnarráðið, eins og það leit út, er það var byggt sem fangahús fyrir tveim öldum. Umtalsveröar breytingar hafa oröið á húsinu á þessum tlma, t.d. er löngu kominn einn stór kvfstur á framhliðina i stað þeirra þriggja litlu, sem þarna sjást. En aldrei hefur verið unnið jafn nákvæmlega að breytingunum og nú, þegar i einu og öliu skal stuðzt við forn skjöl og teikningar, sem finnast kunna. Skrifstofa forseta í Stjórnarráðshúsið? Erl-lteykjavik Við brottflutning utanrikis- ráðuneytisins úr gamla stjórnarr ráðshúsinu rýmkaði þar mjög, og henda nú allar líkur til að skrif- stofa forseta islands verði þar i framtiðinni. Enn er ekki fuil gengið frá þessu, en llannes Jóns- son, blaöafulltrúi rikisstjórnar- innar, staðfcsti i viðtaii við Tim- ann i gær, að þctta væri i athugun og ekkert virtist þvi til fyrirstöðu, aö af gæti orðið. 1 þessari hreinlegu og yfirlætis- lausu byggingu hefur löngum verið aðsetur æðstu stjórnar þjóðarinnar, og enn verður svo, flytji forsetinn skrifstofu sina i Reykjavik þangað, en hún hefur frá upphafi verið i Alþingishús- inu. Aðsetur stiftamtmanns var i húsinu i um það bil öld, en það var upphaflega byggt sem fangelsi, eins og flestum mun kunnugt. Eftir að landið hlaut sjálfstæði var farið með stjórn æðstu mála úr þessu húsi, en öll þurftu þau að sjálfsögðu að hljóta staðfestingu konungs. Eftir að landið varð lýð- veldi og forseti varð æðsti yfir- maður þjóðarinnar, fluttist æðsta vald landsins úr húsinu, en nú eru sem sagt aliar horfur á að þaö flytjist þangað aftur. Nú er verið að athuga um hugsanlegar breytingar, sem þarf að gera á húsinu, en þær eru ekki stórvægilegar og útlits- breytingar að utan engar. Þrengslin, sem riktu, er utan- rikisráðuneytið var þarna lika til húsa, höfðu það i för með sér, að búið var að skipta öllu húsinu nið- ur i smáherbergi með lausum skilrúmum. Nú verður eitthvað af þessum skilrúmum fellt burtu og aðrar smávægilegar breytingar gerðaTj einkum að þvi er tekur til dyra og húrðaven_þær verða sam- ræmdar hinum eíztu. Meginuppi- stöðu hússins verður ekkert hagg- að. I tvö hundruð ára sögu hússins hafa að sjálfsögðu verið gerðar á þvi umtalsverðar breytingar, allt eftir þvi sem hæfði hlutverki þess i hvert skipti. Útlitsbreytingar hafa orðið á húsinu á þessum tima, en i upphafi voru þrir smá- kvistir á framhliðinni, svo sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Langt er siðan þeir hurfu, og sá eini stóri, sem nú er þar, kom I þeirra stað. Breytingarnar, sem nú eru að hefjast, eru allar i höndum húsa- meistara rikisins, og er nú unniö að undirbúningi þeirra á Teikni- stofu Gunnars Ingibergssonar. Verður i einu og öllu stuðzt við upphaflega gerð hússins, en það var byggt á árunum 1761-71 af konunglegum dönskum bygg- ingameistara, Georg David Ant- on, en hann byggði jafnframt Við- eyjarstofu. Er nú unnið að könnun gagna i þjóðskjalasafni til að allt megi fara sem bezt, og er það sannarlega gleðilegt, þegar svo vandlega er unnið að bótum og varðveizlu gamalla og merkra húsa. Auk áðurtalinna breytinga á herbergjaskipan, sem enn er ekki fullljóst hverjar verða, þarf að endurnýja raflagnir, en þær munu orðnar lélegar, og eins þarf að koma upp skemmtilegri lýs- ingu, sem hæfir húsinu betur. Að breytingunum loknum munu að öllum likindum verða á neöri hæð hússins skrifstofur forseta Isíands og forsætisráðherra ásamt fundaherbergi rikisráðs. A efri hæðinni verða þá skrifstofur ráðuneytisstjóra og annars starfsfólks forsætisráðuneytisins auk blaðafulltrúa rikisstjórnar- innar. Neskaupstaður: Byggingamót brotna og 12 tonna bótur skemmdist BG-Neskaupstað. Rétt um liádegi i fyrradag skall á ofsaveður með mikilli fann- komu á Neskaupstað. Stóð veðrið af norðaustri og þegar svo stendur á, að veðurhæðin er mikil, og áttin er af noröaustri, þá kallast þessi veður Nipukolls- veðui> þar sein vindurinn stendur af Norðljarðarnipu. t veðrinu fuku byggingamót, sem búið var að slá upp af tveim grunnum og hlutust talsverðar skemmdir á mótunum, fyrir utan að það þarf að slá upp fyrir veggjunum aftur. Þá brotnuðu rúður i nokkrum húsum og þak- plötur rifu sig lausar og fóru á flug, en af þessum orsökum munu ekki hafa hlotizt alvarlegar skemmdir. 12 tonna bátur, Hafrún, lá við aðalbryggjuna. t veðrinu lamdist báturinn utan i bryggjuna og brotnaði hann mikið. Þegar sem verst leit út með bátinn, var það tekið til bragðs að hleypa bátnum á land. Miklar uphleypingar hafa verið i Neskaupstað að undanförnu og af þeim sökum hafa bátar litið getað róið. Togskipið Barði landaði á mánudaginn 70 lestum af fiski, eftir stutta útivist. Austfirzkir sjómenn kvarta — þýzkur togari reyndi að toga yfir vörpu Hólmatinds ÞÓ—Reykjavik. Austfirskir sjómenn hafa orðið fyrir miklum ágangi erlendra togara innan nýju fiskveiðilög- sögunnar að undanförnu. Hafa sjó menn Austanlands oft kvartað til Landhelgisgæzlunnar, en án árangurs. Skuttogarinn Hólmatindur, sem var að veiðum 32 sjómilur frá Vestra-Horni á föstudags- kvöldið varð fyrir ágangi v- þýzkra togara. Tveir v-þýzkir togarar voru á veiðum þarna, og allt i einu beygði annar þeirra að Hólmatindi, auðsjáanlega i þeim tilgangi að toga yfir vörpu Hólmatindar, og um leið að slita hana. Þetta tókst ekki hjá Þjóð- verjanum, og þá beygði hann snöggt fram fyrir Hólmatind á bakborða, og sneri vitlaust borð að Hólmatindi. Skipstjóranum á Hólmatindi tókst að koma i veg fyrir árekstur varpanna með þvi, að setja á fulla ferð. Þegar hér var komið leizt þeim á Hólmatindi ekki á þennan félagsskap og fluttu þeir sig á aðrar slóðir. Ekki tókst að ná skráningarnúmerum af þýzku togurunum, þar sem ljóskastari Hólmatinds var bilaður.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.