Tíminn - 11.11.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.11.1972, Blaðsíða 7
Laugardagur 11. nóvember 1972 TÍMINN Fjölþjóoleg fyrirtæki rannsökuð Meðal samþykkta, sem gerðar voru á fundi efnahags- og félags- málaráðs Sameinuðu þjóðanna, var ein þess efnis að fara þess á leit við aðalframkvæmdastjóra SÞ, að hann skipaði sérfræðinga- nefnd til að rannsaka fjölþjóðleg fyrirtæki. Meginhlutverk sérfræðinganna á að vera að rannsaka hvern þátt þessi fyrirtæki eiga i þróuninni, sérstaklega i þróunarlöndunum, og hvaða áhrif starfsemi þeirra hafi á alþjóðleg samskipti. Nefndinni verður falið að skila niðurstöðum, sem viðkomandi lönd geti siðan notað við mótun stefnu sinnar i samskiptum við fjölþjóðleg fyrirtæki. Ennfremur eiga sérfræðingarnir að gera til- lögur að alþjóðareglum um þessi mál. beir eiga að skila skýrslu sumarið 1974, en þess er vænzt að unnt verði að leggja bráðabirgða- niðurstöður fyrir fund ráðsins sumarið 1973. Málefni þróunarlandanna voru mjög til umræðu á þessum fundi ráðsins. Lögð var áherzla á að þr- dunarlóndin ættu fulltrúa á öllum alþjóðlegum samningafundum um efnahagsmál, sér i lagi þeim fundum er gætu haft þýðingu fyrir gjaldeyris- og viðskiptamál þróunarlandanna. Hátt uppi og langt niðri Allt siðan keðjudrifið var fundið upp á reiðhjólum árið 1874 hafa hjólaframleiðendur reynt að endurbæta það, en breytingarnar hafa verið sára- litlar i þá nær öld, sem menn hafa framleitt reiðhjól. Bretarnir tveir á myndunum hafa útbúið sérstaklega gerð reiðhjól, sem þeim finnst henta sér betur en þau sem hægt er að- fá keypt i verzlunum. Náunginn á háa hjólinu segir, að svona hátt uppi hafi hann mun betri yfirsýn yfir umferðina,og sé þvi minni hætta á,að hann lendi i árekstri. Hins vegar er hjólið valtara fyrir vikið. Karlinn á lága reiðhjólinu segir, að það hafi mikla kosti i för með sér að hjóla á svona farartæki. Hann lieeur á maganum á „sætinu" og er mun stöðugri en ef hann situr, það er miklu léttara aö stiga slikt reið- hjól og siðast en ekki sizt,það er mun auðveldara að hjóla á móti vindi. Trimmaði í Moskvu. Kinalifselexir okkar tima, trimmið, sem var allra meina bót fyrir tveim árum, er nú ekki lengur i tizku á Islandi. Mikill áróður var rekinn fyrir, að allir ættu að fara að stunda iþróttina trimm, sem aldrei var skilgreind með öðru en þvi, að ungir sem gamlir ættu að punta sig i iþróttabúninga og hamast undir berum himni. Það var hamast i nokkra mánuði. sund- staðir voru yfirfullir, jafnvel þegar sólar naut ekki. Hafði þetta svo góð áhrif, að trimmararnir komust allir til hestaheilsu og þurfa ekki að trimma meir. Þeir, sem nú sækja sundstaðina að slaðaldri, eru nákvæmlega þeir sömu, sem gerðu það áður en trimm- öld hófst. En i Moskvu eru þeir stað- fastari. Þar er trimmað allan ársins hring og ár eftir ár. Þessi mynd er tekin i Sokolinki garðinum á sunnudagsmorgni og trimma Mosvkubúarnir þar berir i 15 stiga gaddi. DENNI DÆMALAUSI Loksins vann pabbi i kappakstri við trukk mamma.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.