Tíminn - 11.11.1972, Síða 9

Tíminn - 11.11.1972, Síða 9
Laugardagur 11. nóvember 1972 TÍMINN 9 Útgefandi: Framsóknarflokkurínn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór^g:;:;:; Wfí. arinn Þórarinsson (ábm.).'Jón Helgason, Tómas Karlsson;; ;S 'Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Tlmans)kýýýr Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gfslasoji, • Ritstjórnarskrif-j:;:;:;:;:; stofur í Edduhúsinu viö Lindargötu, símar 18300-18306^;;;;;;;; Skrifstofur i Bankastræti 7 —afgreiöslusfmi 12323 — auglýs ;::: ;:; ingasimi 19523. Aörar skrifstofur:simi 18300.. Askriftargjaid;:;:;:;:;: 225 krónur á mánuöi innan lands, i lausasölu 15 krónur ein';:;;;;x: takið. Blaðaprent h.f. Beinu skattarnir Blöð st.iórnarandstæðinga gera sér nú tiðrætt um beinú skattana og telja þá allt of háa. Þvi fer þó fjarri, að beinu skattarnir séu hærri nú en i tið fyrrv. stjórnar, heldur eru þeir lægri i fjölmörgum tilfellum. Þetta hefur verið sannað með mörgum augljósum dæmum, og nægir að visa til þess, sem áður hefur verið gerð grein fyrir hér i blaðinu um þetta efni. Á þeim tima, þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn fóru með völd, ræddu mál- gögn þessara flokka ekki um það, að skattarnir væru of háir. Á siðasta þinginu, þar sem þessir flokkar höfðu meiri-hluta, var þeim annað ofar i hug en að lækka beinu skattana á einstakl- ingunum. Þeir beittu sér þó á þvi þingi fyrir eftirminnilegri skattabreytingu, en hún var fólgin i þvi, að gera hlutabréfaarð skattfrjáls- an að verulegu leyti. Hagsmunir stórra hluta- bréfaeigenda voru leiðtogum Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins ofar i huga en hagsmunir lágtekju- og miðlungstekjufólks. Þess er svo rétt að geta, að þvi var ákveðið haldið fram af þingmönnum Framsóknar- flokksins, Alþýðubandalagsins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, að beinu skatt- arnir væru orðnir of háir i tið fyrrv. rikisstjórn- ar á lágtekjumönnum og miðlungstekjufólki. Þess vegna er það ekki takmark fyrir núv. stjórn að halda beinu sköttunum i svipuðu horfi og þá var eða aðeins lægri á fólki, sem hefur lágar tekjur eða miðlungstekjur. Þessir flokk- ar þurfa að standa við fyrirheit sin frá þessum timum um að gera betur við lágtekju- og mið- lungstekjufólk i þessum efnum en „viðreisnar- stjórnin” gerði. Stighækkandi tekjuskattar voru réttlátt og sjálfsagt tekjuöflunarform á þeim tima, þegar tekjuskiptingin var mjög misjöfn. Nú hefur tekjuskiptingin jafnazt og launamunur orðið minni en áður. Þvi verður að gæta þess, að stighækkandi tekjuskattur jafni ekki út eðli- legan launamun, þannig t.d. að rauntekjur ófaglærðs manns og faglærðs verði hinar sömu. Þess verður lika að gæta.að tekjuskattur leggst tiltölulega þyngst á launastéttirnar, þvi að framleiðendur og milliliðir, sem sjálfir geta reiknað sér laun, hafa lag á þvi að sleppa betur, hversu fullkomið sem skattaeftirlitið er. Þess vegna eiga launastéttirnar að telja sér það ekki minna áhugamál, að tekjuskattar séu hæfilegir en að hækka sjálft kaupið. Kauphækkanirnar koma að takmörkuðu gagni, ef um helmingur þeirra fer i skatta. Þetta allt verður að taka með i reikninginn við þá framhaldsathugun skattamálanna, sem nú fer fram. Núverandi stjórnarflokkar verða að fylgja fram þeim tillögum, sem þeir fluttu til lagfæringar á þessum málum, þegar þeir voru i stjórnarandstöðu. Heilindi Sjálfstæðismanna og Alþýðuflokks- manna i skattamálunum má hins vegar ráða af þvi, að eina skattabreytingin, sem þeir höfðu áhuga á á siðasta stjórnarári sinu, var að gera hlutabréfagróða skattfrjálsan. Þvi til viðbótar munu Reykvikingar svo minnast aukaálags- ins, sem Geir Hallgrimsson lagði á fasteigna- skattinn og útsvörin á siðastl. vori, algerlega að óþörfu. A.M. Rendel, The Times: Verður Kanada efnahags- lega háð Bandaríkjunum? Slítur Quebec tengslin við Kanada? TVÖ myrk ský eru á lofti yfir Kanada. Annaö er sistækk- andi,en eigi að siður fjarlægur möguleiki á algerri efnahags- legri drottnun Bandarikja- manna. Hitt er hættan á aðskilnaði fylkjanna, þar sem meirihluti ibúanna er af frönsku bergi brotinn. Þetta skýið er enn myrkara og uggvænlegra, en margir vona eigi að siður, að það muni dreifast og hverfa með timanum. Kanadamenn skiptast i þrennt. Stærsti hópurinn, 41 af hundraði, er kominn af ensku- mælandi innfly tjendum . Annar hópur, 27 af hundraði, er af frönsku bergi brotinn. Þriðji hópurinn er af ýmsum uppruna, en samlagast sem óðast enskumælandi mönnum. Þessi hópur er i upphafi út af innflytjendum frá Þýzkalandi, Ukrainu, Póllandi, Italiu og allmörgum öðrum rikjum, einkum þó i Evrópu. KANADAMÖNNUM er öllum ljóst, að þeim hefði verið ger- samlega ómögulegt að iðn- væðast jafn ört og raun er á orðin,ef bandarisks fjármagns og bandariskrar tækni hefði ekki notið við. Þeir vita einnig, að kanadisk fyrirtæki, sem Bandarikjamenn ráða, vinna og flytja yfir landamærin sistækkandi hluta af afrakstri kanadiskra auðlinda, og á þetta jafnt við um timbur, oliu og vatnsafl sem eir og aðra málma. Trudeau hefur fullyrt, að auðlindir Kanada séu svo miklar og nýting þeirra svo hlutfallslega skammt á veg komin, að þjóðin hafi efni á að greiða iðnvæðinguna með þessum hætti enn um alllanga framtið, án þess að eiga á hættu að glata valdinu á örlögum sinum. önnur efnahagsleg ógn veldur mörgum enn meiri kviða og sýnist bráðari. Hún er i þvi fólgin, að sistækkandi hluti af iðnaði Kanada verði á valdi alþjóðlegra fyrirtækja, sem stjórnaðer frá New York, Chicago og Detroit, en hinn háþróaðri og arðgæfari hluti framleiðslunnar verði látinn fara fram Bandarikjamegin við landamærin. ÞARNA mun að leita orsaka þess, að Kanadamenn sækjast eindregið eftir þvi að semja á næsta ári um náintengslvið hið stækkaða Efnahagsbandalag Evrópu, og vakir tæknileg samvinna ekki siður fyrir þeim en almenn viðskipti. Við- skipti Kanadamanna við aðildarriki Efnahagsbanda- lagsins nema 14 af hundraði heildarviðskiptanna við út- lönd. Er þvi sýnilegt, að nýtt samkomulag við þau getur ekki ógnað aðstöðu Banda- rikjamanna ýkja mikið, en það gæti eigi að síður fjarlægt nokkuð möguleikann á þvi, að Bandarikin veröi ein um þessi viðskipti i náinni framtið. Evrópumenn eru sjálfir að færa út kviar sins efnahags- bandalags. Er þvi naumast nema eðlilegt,að þeir spyrji Kanadamenn, hvers vegna þeir sameinist ekki Banda- rikjunum sem fimm ný fylki eða meira. Svarið yrði ávallt á eina leið eftir þvi, sem ég hef komizt að raun um, hvort sem við- - mælandinn talar ensku eða frönsku: ,,Ég er Kanada- Trudeau maður og vil varðveita þjóð- erni mitt.” Sé spurt um nánari ástæður fyrir þessum vilja,eru þær ekki ætið ljósar, en yfir- leitt virðist rikjandi það álit, að mildara andriimsloft riki i kanadiska samfélaginu en þvi bandariska, ofbeldisátök á götum úti þekkist ekki og mengun sé miklu minni i borgunum. Sama gildir ekki siður um vötn og ár, en þar er einmitt komið að yfirburðum Kanada yfir fjölmörg önnur riki. Þá virðist keppnin um að komast áfram i Kanada ekki jafn áköf og heltakandi og hún er i Bandarikjunum. FJÖLMIÐLAR Bandarikja- manna minna Kanadamenn daglega á þetta, svo og ýmis- legt óvinsælt i stefnu Banda- rikjamanna, ekki . hvað sizt styrjöldina i Vietnam. Hvort sem Kanadamenn gera sér rétta hugmynd um Bandarikin eða ekki, þá sætta þeir sig fús- lega við um tiu af hundraði lakari lifskjör en Bandarikja- menn njóta til þess að halda frelsi sinu. Þeir urðu engu að siður óttaslegnir i fyrrasumar, þegar Nixon forseti ákvað allt i einu að leggja 10% skatt á allan innflutning. Kandamenn voru alls ekki kvaddir til ráða, en rikisstjórn landsins hélt fram, að þessi ákvörðun Bandarikjaforseta yki á atvinnuleysið i landinu, sem var ærið fyrir. Eldri kynslóðin man einnig vel eftir kreppuárunum, sem höfðu meiri og varanlegri áhrif en hinar miklu fórnir Kanadamanna i heims- styrjöldunum báðum. Kanadamenn vita mætavel, enda þótt þeir ihugi það senni- lega ekki hversdagslega, að valdhafarnir i Ottawa gætu ekki — þrátt fyrir ihygli og vandvirkni, — haldið efna- hagslifinu á réttum kili, ef alvarleg kreppualda bærist að nýju yfir landamærin. Undir niðri er þeim stöðugt áhyggju- efni, hve mjög þeir eru háðir markaðinum i Banda- rikjunum. ATHUGULIR Kandamenn hafa þó enn meiri og áleitnari áhyggjur af þeim möguleika, að skilnaðarhreyfing Quebec- búa kunni að rjúfa fylkjasam- bandið. Kandamenn voru nálega 21,6 milljónir sam- kvæmt manntalinu árið 1971, og fast af 27 af hundraði töldu frönsku sitt móðurmál. Þetta eru nálega allt afkomendur frönsku landnemanna, sem eftir urðu i landinu árið 1763, þegar nýlendustjórn Frakka hvarf á burt og eftirlét Bretum tilkall sitt til Kanada i lok sjö ára striðsins. Afkom- endur frönsku landnemanna bjuggu beggja vegna St. Lawrensfljóts, stunduðu einkum landbúnað og prestarnir voru einir um leið- sögn þeirra og menntun. Ég átti tal um þetta við enskumælandi Kanadamann. Hann viöurkenndi fúslega, að búseta frönskumælandi Kanadamanna ætti sér lengri sögu en búseta enskumælandi manna, en tók fram, að frönskumælandi ibúar landsins hefðu i raun og veru aldrei viðurkennt sáttmálann frá 1867, þegar Quebec var sameinað öðrum fylkjum Kanada. Mikill meirihluti afkomenda frönsku landnem- anna talar aðeins frönsku og hefur af gildum ástæðum talið sig álitna annars flokks þegna, enda hafa þeir ekki getað tekið þátt i stjórn landsins eða hinum umfangs- meiri viðskiptum, sem fram fara á ensku. ENSKUMÆLANDI Kan- adamenn hafa haldið áfram i 200 ár að sækja i vestur, færa út kviar sinar og iðnvæðast. Þeir héldu ávallt, að frönskumælandi þegnar rikisins rynnu saman við aðra landsmenn smátt og smátt, og margir trúa þvi enn. En frönskumælandi menn héldu sér aðgreindum áfram og fjölgar afar ört. Fyrir um það bil tiu árum hurfu bæöi enskumælandi og frönskumælandi Kanadamenn frá einangrun sinni. Frönsku- mælandi mönnum varð ljóst, þegar sjónvarpið tók að sýna þeim heima i stofu, hve tækni- byltingin var orðin mikil og hve lifskjörin fóru stór- batnandi bæði i Banda- rikjunum og meðal ensku- mælandi Kandamanna, að þeir höfðu orðið alvarlega aftur úr i efnahagskapp- hlaupinu. Þeir sáu ennfremur fram á, að þeir ættu ekki — eins og sambúð ensku- og frönsku-mælandi manna var háttað — nema um tvennt að velja. Annað hvort yrðu þeir að fara að nema á ensku, nota hana við dagleg störf og hafna sérstöku þjóðerni, eða að rjúfa fylkjasambandið að öðrum kosti. Aðskilnaður er alls ekki óframkvæmanlegur. Hitt er öllum jafn ljóst, að hann eyði- 'egði efnahagslifið i Kanada öllu. Óséð er enn, hvort nokkur meðalvegur er finnanlegur, en eftir fylkis-kosningar i Quebec að tveimur árum liðnum kynni það að skýrast betur. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.