Tíminn - 11.11.1972, Qupperneq 10

Tíminn - 11.11.1972, Qupperneq 10
10 Laugardagur 11. nóvember 1972 «•1 mmm Hannes Jónsson félagsfræðingur skrifar: :!Í m m I! m m Framleiðslusamvinnan felur í sér róttaeka, en friðsaela og jákvaeða efnahagsbyltingu með því að uppræta arðrán af vinnu, sameina fjármagn og vinnu í höndum framleiðenda, stuðla að atvinnulýðræði og sjálfstæði hins vinnandi fólks Það er í senn athyglisvert og ánægjulegt, að á sama ári og SIS heldur upp á 70 ára afmæli sitt og Kaupfélag Þingeyinga minnist 90 ára farsæls starfs, skuli hafa vaknað áhugi hjá iðnsveinum á þéttbi'lissvæðinu Sunnanlands á þeirri grein samvinnunnar, fram- leiðslusamvinnunni, sem minnst hefur verið kynnt hér á landi, en hefur þó e.t.v. upp á mesta mögu- leika að bjóða i lifskjarabaráttu iðnsveina og launþega i mörgum greinum. Framleiðslusamvinnan sem úrræði i kjarabaráttu iðnsveina kom á dagskrá hjá rafvirkjum á fjölmennum fundi i Félagi islenzkra rafvirkja i nóvember 1971. Þá var samþykkt tillaga um stofnun nefndar til þess að gera frumkönnun á möguleikum fyrir stofnun framleiðslusamvinnu- félags rafvirkja. Ahugi rafvirkja fyrir framleiðslusamvinnu sem úrræði i kjarabaráttu þeirra efldist siðar stórlega á árinu 1972, þegar þeir áttu i fimm vikna verkfalli, sem snérist ekki bein- linis um kaup- og kjarataxta, heldur um það, hvort umsaminn ák væðisvinnutaxti skyldi almennt notaður eða ekki við greiðslu lyrir viss verkefni rafvirkja. Vegna þessa vaxandi áhuga rafvirkja, og reyndar annarra iðnstétta á framleiðslusamvinn- unni, þykir mér rétt að kynna hér nokkur meginatriði hugmynda- kerfis framleiðslusamvinnunnar, þótt ég hafi áður gert það i Timanum á árinu 1953 og skrifað um málið bæklinginn ,,Fram- leiðslusamvinnan” 1953 og varið hluta af kafla i bókinni .Verka- lýðurinn og þjóðfélagið” 1962 til þess að fjalla um málið. Spurningin um skiptahlut fjár- magns og vinnu. Rétt er að hafa það i huga þegar i upphafi könnunar á hugsjónum framleiðslusamvinnunnar, að allar hagfélagslegar stefnur og úrræði i kjarabaráttu vinnandi fólks eiga rætur sinar i spurning- unni um það, hver eigi að vera hlutur ljármagns og hver hlutur vinnu i tekju- og eignaskipting- unni i þjóðlelaginu. Þetta stafar af þvi, að hin eiginlega kjarabar- átta er i raun og veru alltaf átök persónugerfinga framleiðsluþátt anna um dreifingu framleiðslu- afrakstursins. Spurningarnar að baki þessum átökum eru: Hver er hinn réttláti hluti vinnunnar i framleiðsluafrakstrinum? Hvað á ljármagnið. og eigendur þess, að fá i sinn hlut? Hvernig á að skipta framleiðsluafrakstrinum á milli þeirra, sem vinna verkin, og hinna, sem leggja til fjármagnið og eiga fyrirtækin? Aðilar þessara átaka um fram- leiðsluafraksturinn hafa viöast hvar myndað sér samtök til þess að sameina krafta sina til árangursrikari baráttu i þessum átökum. Annars vegar eru stéttarfélögin, hins vegar félög atvinnurekenda. Hlutverk stéttarfélaga hefur verið það,að reyna að vinna sem bezt að hagsmunum hins vinn- andi fólks, að tryggja þvi sem hæst kaup, sem bezta vinnuað- stöðu, sem stærst hlutfall i fram- leiðsluafrakstrinum, En hlutverk félaga atvinnurekenda hefur verið það, að halda kjörum hins vinnandi fólks niðri að þvi marki, sem þjónar gróðasjónarmiðum eigenda fjármagns og fyrirtækja. Við þær aðstæður efnahags- skipulags okkar, að fjármagn og eignarréttur yfir lyrirtækjum sé mest megnis á hendi fjáreigna- manna og atvinnurekenda, en vinnan á hendi starfandi fólks, launþega, skapast hin hagfélags- legu skilyrði til þess, sem Karl Marx kallaði arðrán af vinnu. An þess að lara út i flóknar skýringar á þessu hugtaki má segja.að arðrán af vinnu byggist á þvi, að atvinnurékandinn græðir á þvi að hafa verkamann- inn, iðnaðarmanninn, laun- þegann, i vinnu og greiða honum lægri laun heldur en verðmæti það, sem vinna hans skapar og atvinnurekandinn fær fyrir starf launþegans i útseldri vinnu, vöru eða þjónustu. t krafti eignayfirráða sinna yfir fyrirtækjum og atvinnuvegum, hafa eignamenn ekki aðeins sópað saman gróða á grundvelli þess,sem Karl Marx kallar arð- rán af vinnu,heldur lika öðlast mikið efnahagslegt vald. Hafa þeir óspart beitt þessu efnahags- lega valdi til þess að reyna að hafa áhrif á, að rikisvaldi og lagasetningu væri beitt i þágu eignamanna, fulltrúa fjármagns, og þá á kostnað hins vinnandi fólks, sem háð hefur kjarabaráttu sina á grundvelli verkalýðs- hreyfingar, en sina pblitisku umbóta- og réttindabaráttu á grundvelli starfsemi pólitiskra umbótaflokka, eftir að stjórn- skipulagið fór að þróast i átt til meira og virkara lýðræðis, jafn- réttis og félagslegs réttlætis. Eðli valdsins. Þar sem að eðli valdsins felur i sér möguleika eins til þess að ákveða breytni annars, þá hafa yfirráð eignamanna yfir fjár- magni og fyrirtækjum falið i sér viss yfirráð yfir launþegum á vinnumarkaðinum. Eignamenn hafa m.ö.o. öðlazt vald, manna- forráð og myndugleika, i krafti auðs sins, en eðli valdsins er, að handhafi þess drottni yfir þeim, sem þvi er beitt gegn, og að þolandi valdsins hagi breytni sinni eða framkvæmdum i samræmi við vilja handhafa valdsins. Atvinnurekendavaldið er hluti af efnahagslega valdinu og hand- hafar þess hafa eftir getu beitt þvi i eigin. þágu. Með vaxandi afli verkalýðshreyfingar hefur hlut- deild hennar i efnahagslega valdinu þó smáaukizt og er alltaf að aukast, en atvinnurekenda- valdiðrýrnar aðsamaskapi, þótt enn vanti mikið á jafnræði þar á milli. Mismat á mönnum á grundvelli valds. Auði og atvinnurekendavaldi hefur yfirleitt fylgt frekja, en fátæktin hefur leitt til vanmeta- kenndar og undirlægjuháttar. 1 krafti sins efnahagslega valds hefur atvinnurekandinn og eignamaðurinn drottnað yfir vinnandi fólki, sem selur honum vinnu sina og framkvæmir boð hans og skipanir á vinnu- markaðinum. Þessi valdasamskipti atvinnu- rekenda og launþega hafa skapað mismat á mönnum. f krafti valds sins yfir atvinnurekstrinum hefur atvinnurekandinn og eigna- maðurinn fengið mannaforráð á vinnumarkaðinum og bólgnað út i sjálfsáliti, frekju og trú á eigið ágæti og eigið mikilvægi fyrir þjóðfélagið. Samhliða þessari sjálfságætisbólgu hefur farið til- hneiging til þess að lita niður á launþegann, sem hefur verið þolandi efnahagslega valdsins i valdasamskiptum aðila vinnu- markaðarins. Enda þótt mann- kostir kunni að hafa verið i öfugum hlutföllum við umráð yfir fjármunum og fyrirtækjum, hefur hinn undirgefni launþegi, þolandi efnahagslega valdsins, verið vanmetinn, en atvinnu- rekandinn, handhafi efnahags- lega valdsins, oí.Tietinn. Þetta mismat á mönnum eftir afstöðu þeirra til efnahagslega valdsins hef,ur ekki aðeins endur- speglað misskipti framleiðslu- afrakstursins á milli fjármagns og vinnu, sem Karl Marx kallaði arðrán, heldur hefur það einnig i margvislegum myndum haft bein áhrif á meðferð pólitiska valdsins. T. d. var kosningaréttur Samvinnufélagið Hreyfill var stofnað sem framleiðslusamvinnufélag leigubilstjóra 11. nóvember 1943, og er þvi 29 ára I dag. Þaö hefur dafnað vel í nærri þrjátiu ára starfi, hefur nú 355 félagsmenn, sem reka 267 bila, en auk þess rekur félagið benzinafgreiðslu og hjólbarðaverkstæði. t stjórn félagsins eru Þórður Ellasson formaöur, Ingimundur Ingimundarson varaformaður, Grimur Runólfsson ritari og meðstjórnendur Roy Breiðfjörðog Þorleifur Gíslason. Framkvæmdastjóri er Einar Geir Þorsteinsson. A myndinni eru höfuðstöðvar Hreyfils á horni Grensásvegar og Miklubrautar. ‘ (Timamynd G.E.)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.