Tíminn - 11.11.1972, Qupperneq 13

Tíminn - 11.11.1972, Qupperneq 13
Laugardagur 11. nóvember 1972 TÍMINN 13 Frú Tove Engilberts og Ragnar Jónsson i Smára standa hcr fyrir framan tvö stærstu og dýrustu mál- verkin á sýningunni. Það til vinstri ber heitið Fjallið helga, en hitt kallast Liggjandi módel (Madame). Er sú siðarnefnda frá 1937. Kaupmannahafnar árið 1927 og innritaðist i Listaakademiuna þar. Við nám i Höfn var hann til 1930, en 1931 hélt hann til Osló og stundaði nám við Akademiuna þar til 1933. Arin 1934-1940 eða um 6 ára skeið var Jón búsettur i Kaupmannahöfn, en þá snéri hann aftur heim til Islands, með Esjunni um þá frægu höfn Petsamó á Kólaskaga. Jón hélt fjölmargar sýningar hér heima og erlendis, og flest meiri háttar söfn austan hafs og vestan eiga myndir eftir hann, enda var hann geysiafkastamikill málari. Arið 1969 hélt hann sina siðustu sýningu, i Casa Nova. Eft- ir það málaði hann litið af oliu- málverkum, enda hafði heilsunni þá hrakað mjög. Eftir heimkom- una 1940 stóð Jón að þvi að koma upp hér sýningu á grafikmyndum (um 1943), en áður hafði hann 1 :ð þátt i slikum sýningum á Norðurlöndum. Á Alþjóðlegu grafiksýninguna (Friðarsýning- una) i Leipzig árið 1959 var valin ein grafik-mynd eftir Jón (island nr. 1) sú eina frá öllum Norður- löndunum á sýninguna. Hlaut sú mynd viðurkenningu i Múnchen og hangir nú i ráðhúsi borgarinn- ar. Myndir Jóns eru flestar figúra- tivar, en seinni árin snéri hann sér nokkuð að abstrakt-myndum, þó ætið með figúratifum blæ. Að sögn frú Tove eru fyrirmyndirnar að mestu sóttar i hugarheim listamannsins og bera sterkan keim persónuleika hans. Þótti honum bezt að mála við tónlist, vandaða klassiska tónlist. Sýningarsalurinn uppi á lofti er hinn skemmtilegasti. Er þar hátt til lofts og rúmgott, og einnig veita stórir vegg- og þak- gluggarnir góða birtu. Sagði frú Tove, að komið hefði til tals að halda þarna fleiri sýningar, á verkum annarra listamanna. Meðal annars kæmi til greina, að efna til grafiksýningar á næst- unni, en Jón átti i fórum sinum mikið af myndum eftir ýmsa listamenn. Verk Jóns sjálfs eru ærið mörg, skipta vafalaust þús- undum. Eru þaö bæði skissur og fullkláruð verk, en eins og margir listamenn hafði Jón þann hátt á að vinna að nokkrum verkum samtimis. Gat þá skeð, að sumar þeirra yrðu útundan einhverra hluta vegna og stæðu eftir sem hálfnuð verk, eöa aðeins drög að verki. Kvað frú Tove það vafa- laust margra ára verk, að koma skipulagi á og flokka allar þær myndir, sem Jón lét eftir sig. Eins og þegar er fram komið er sýningin á heimili listamannsins, en það virðist auka enn á áhrif myndanna og veita þeim geð- þekkari blæ, að sjá þær i þvi um- hverfi, þar sem þær voru skapað- ar. Birgitta — Það var ætið draum- ur pabba aö koma upp listasafni hér i húsinu. — Og hver veit. Ef til vill verð- um við þess aðnjótandi að sjá risa upp safn i þvi viðkunnanlega húsi, Flókagötu 17, i framtiðinni. Og seint verður ofgert i þvi að bæta aðstöðu listamanna hér i landi. Þessi mynd kallast, Á sjúkrahúsi. SÝNING Á VERKUM JÓNS ENGILBERTS Stp-Reykjavik 1 dag klukkan fjögur verður opnuð sýning á málverkum eftir Jón heitinn Engilberts. Verður sýningin opin alla daga frá 4 til 10 i tvær til þrjár vikur. Er hún i vinnustofu listamannsins i húsi hans, Flókagötu 17, sem þau hjónin komu sér upp 1941 og frægt varð af bók Jóhannesar Helga, Húsi málarans, fyrir tiu árum. Myndirnar eru 41 og mestmegnis oliumálverk, en þó eru nokkrar vatnslitamyndir innan um. Myndirnar eru frá timabilinu 1927-1969, og hafa aðeins þrjár þeirra komið fyrir almennings- sjónir áður. Eru þær allar til sölu nema ein, sjálfsmynd, og er verð þeirra frá 5 þúsund upp i 200 þús- und krónur. Myndirnar frá árinu 1969, en þær eru einhverjar þær siðustu, sem listamaðurinn mál- aði, eru tiu talsins, þar af tvær vatnslitamyndir. Er fréttamann og ljósmyndara bar að garði i Flókagötu 17 i gær, var all mjög farið að herða að með frosti, og þvi var notalegt að koma inn i hlýja og vistlega stofu á heimili eftirlifandi konu lista- mannsins, frú Tove Engilberts. Stofan er á neðri hæð hússins, en uppi á lofti er sýningarsalurinn. Ber hún glögg einkenni þess, að þar hefur listamaður búið, og alla veggi prýða málverk, eftir Jón og fleiri listamenn. Auk frú Tove voru þarna viðstödd dóttir henn- ar, Birgitta Engilberts, og hinn þjóðkunni maður, Ragnar Jóns- son i Smára, en hann átti mjög mikinn þátt i undirbúningi sýn- ingarinnar. Ber og að geta þess, Jón Engilberts listmálari. að uppsetningu hennar önnuðust tveir listmálarar, bræðurnir Benedikt og Veturliði Gunnars- synir. Yfir góðgerðum var spjall- að um listamanninn, lif hans og starf, en siðan var fréttamönnum sýndar myndirnar uppi i sýn- ingarsalnum. Eins og menn muna lézt Jón Engilberts þann 12. febrúar á þessu ári i Reykjavik. Hér i borg var hann einnig fæddur, 23. mai 1908. Snemma hneigðist hugur hans að málaralistinni, og 13 ára að aldri hóf hann nám i þeirri grein hjá Mugg. Siðan lærði hann hjá Ásgrimi Jónssyni og Jóni Stefánssyni, unz hann sigldi til OPIÐ LAUGARDAGA KLUKKAN 9-12 HÖGGDEYFAR sem hægt er að stilla og gera við ef þeir bila. TJTV ARMULA 7 - SIMI 84450 í-á'< SERFRÆÐINGAR ru' A+y • v.; >w* r rl . 1 ‘t ; \ » Stöður tveggja sérfræðinga i lieila- og taugaskurðlækning- um viö Borgarspitalann eru lausar til umsóknar. Stöðurnar veitast frá I. janúar 1973. Laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Reykjavik- ur við Reykjavikurborg. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist hcilbrigðismálaráði Reykjavíkurborgar fyrir 7. desember 1972. Upplýsingar um stöðurnar veitir yfirlækn- ir skurðlækningadeildar. Reykjavik, 6. nóvember 1972. r'C V-iv • u f>’ J • 'l' * v Á .* f •/ , Ileilbrigðismálaráð £*. Reykjavikurborgar. Rafgeymir 6B11KA — 12 volta 317x133x178 m/m 52 ampertimar. Sérstaklega framleiddur fyrir Ford Cortina. SÖNNAK rafgeymar i úrvali . rr T* ARAAULA 7 - SIAAI 84450 I Aðstoðarlæknar V-Ls' I Stiiður tveggja aðstoðarlækna við lyflækningadeild Korgarspitalans eru lausar til umsóknar. Stöðurnar veitast frá 1. janúar 1973. Laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Reykjavikur við Reykja- vikurborg. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist heilbrigðismálaráði Reykjavikur- borgar fyrir 12. desember 1972. Upplýsingar um stöðurnar veitir yfirlæknir deildarinnar. Reykjavik, 10. nóvember 1972. Ileilbrigðismálaráð Ileykjavikurborgar. kS' m & vr ■:>r $ FRA FL UGFHLÆCilVlJ Skrifstofustúlka óskast Flugfélag íslands óskar að ráða vana skrifstofustúlku til starfa i skipulagsdeild félagsins. Nauðsynlegter.að umsækjendur séu vanar enskum bréfa- skriftum og vélritun. Umsóknareyðublöð, sem fást i skrifstofum félagsins, skilist til starfsmannahalds i siðasta lagi 20. þ.m. FLUGFELAGISLAKDS, u

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.