Tíminn - 11.11.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 11.11.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Laugardagur 11. nóvember 1972 aði á nýútsprungnum blómunum. Venjulega snerist talið um Evrópu- mennina, sem bjuggu i bænum, um Burma eða um Búddismann. Hann hafði næstum snúizt til Búddatrúar vegna þessara morgunsamræðna þeirra, og hefði hann ekki við það misst stöðu sina i klúbbnum, væri hann áreiðanlega búinn að skipta um trú. Majórinn var í þungu skapi, þar sem hann hjólaði i myrkrinu eftir veginum til Paterons. Bóluefnið var búið á sjúkrahúsinu, það þurfti hann að segja Paterson. Caldwell hafði skyndilega dáiö af blóðtappa. Hvorki Fielding né ungfrú Ross ætluðu að fara úr bænum. Ungfrú Ali- son unga hálfenska, hálfburmanska hjúkrunarkonan, sem frú McNairn hafði kallað „telpuna hans doktor Fieldings” — hún gat ekki ákveðið sig. Austrið og vestrið háðu harða baráttu i huga hennar. Ráðvillt og vansæl hafði hún gersamlega misst stjórn á sér inni á skrifstofu Fieldings um daginn. Niðurstaðan varð sú, að majórinn og Paterson áttu að gefa þvi gætur, þegar þeir færu fram hjá sjúkrahúsinu út úr bænum, hvort hún biði þeirra. t einu vetfangi, þegar majórinn var rúman kilómetra frá húsi Pater- sons, sprakk rismyllan i loft upp. Hávaðinn var yfirþyrmandi og öflug- ur þrýstingur feykti majórnum af hjólinu. Hann reis skjögrandi á fætur, hriöskjálfandi eftir áfallið og righélt sér i stýrið á hjólinu til áð halda jafnvæginu. Svo virtist sem allar ljós- týrurnar i myrkrinu bak við hann heföu slokknað, slik var birtan af sprengingunni og eldinum, sem á eftir fylgdi. A andartaki blossuðu eld- tungurnar hátt upp, og húsið hans Patersons bar greinilega við eldhaf- iö. Reykjarbólstrarnir, svartari en sjálft náttmyrkrið, stigu til himins og birgðu stjörnurnar hverja á fætur annarri. A þessari stundu fann majórinn, að veru hans i Burma var lokið. Ein- hvers staðar úti i myrkrinu milli pálmanna og lágreistu kofanna i bæjarhluta þeirra innfæddu, kvað við margraddað hræðsluóp, og majórinn heyrði hlaupandi fótatak, sem fjarlægöist. Já, hlaupa burt, hugsaði hann vansæll og bitur. Hlaupa burt frá öllu saman, það er það eina, sem ég get gert. Hlaupa burt —. Það sem eftir var leiðarinnar hjólaði hann ekki, heldur leiddi hjólið við hlið sér, meðan hann nálgaðist eldhafið i myllunni og reykskýið, sem hafði byrgt stjörnurnar fyrir honum. Þegar Paterson kom auga á Brain majór koma þarna með hjólið dröslandi með sér, brauzt gremjan fram i honum. Góðvild sú, sem hann hafði fundið til gagnvart öllum fyrir áhrif frá kampavininu fyrr um daginn, var nú með öllu horfin. Aftur fann hann einungis til and- styggðar og viðbjóðs á hinum Evrópumönnunum. Svo sá hann majórinn koma, fölan og þreytulegan, leiðandi reiöhjólið sitt yfir flötina. Hann kom tveim timum of seint, en samt hjólaði hann ekki, heldur leiddi hjólið við hlið sér i rólegheitum! „Brain, hvar i fjáranum hafið þér haldið yður allan þennan tima?” „Ég hef verið á sjúkrahúsinu þar til nú...það er ekki meira bóluefni til þar”, svaraði majórinn. „Skitt með bóluefnið! Hvar er farangurinn yðar?” „Hér.” Majórinn hafði litinn hermannabakpoka á bakinu og dátapela i hendinni. „Þetta og svo hjólið”. „Hvað segið þér: reiðhjólið?” „Er ekki rúm fyrir það eða hvað?” „Nei biðið nú hægur!” öskraöi Paterson. „Hendið þvi inn i húsiö og látið okkur ekki sjá þaö aftur”. „Já, en ég vil taka það með”. Majórinn lét sig ekki. „Hvað er það, sem þér viljið?” „Taka það með”. „Ætlið þér að hjóla á þvi?” „Nei, en það hlýtur að vera hægt að koma þvi fyrir aftan á öörum hvorum bilnum”. Paterson var orðinn orðlaus af reiði. Tengivagnarnir tveir, sem verkamennirnir i myllunni höfðu útbúið, voru hlaönir af benzini og vatni, farangursrúm bilanna voru troðfull af vistum, og inni i bilunum þurftu þau aðgeyma persónulegar eigur sinar.fjöldann allan af töskum og kössum. Bilarnir voru nú þegar of hlaðnir. Og svo kom bjálfinn hann Brain með reiðhjóiið sitt. Ekki myndavél eða sjónauka eða stórt og mikið Búddalikneski úr bronsi, eins og Betteson hafði dregið með sér, og Paterson hafði veriö fljótur að losa sig við, heldur reiðhjól! Það allra heimskulegasta og ónauðsynlegasta sem hugsazt gat undir þessum kringumstæðum. Auk þess var ákaflega óþægilegt að koma þvi fyrir. „Það fer ekki svo mikið fyrir þvi”, sagði majórinn. „Nei, næstum ekki neitt!” „Ég er ekki með neinn farangur og get setið hvar sem er”. „Það er mér andskotans sama um”, svaraði Paterson. „Hentu skrapatólinu inn i húsið”. Majórinn hikaði andartak. Honum fannst hann eygja lausn á innri baráttu sinni við þetta árgreiningsefni. Hann velti þvi fyrir sér, hvort vafi hans um, hvort hann ætti að fara með, væri nú loks á enda. Ef til vill kæmist hann nú að réttri niðurstöðu. Ákvörðun doktors Fieldings og ungrú Ross var aðalorsök vafa hans og ráðleysis. „Fari hjólið ekki með, fer ég ekki heldur”. Aftur kom Paterson ekki upp nokkru orði. 011 áttu þau fyrir höndum ferð, sem byggðist á vistum, vatni.benzini og dálitilli heppni-,og svo stóð Brain þarna og barmaði sér yfir hjóíi. „Það gæti verið, aö við hefðum not fyrir það á leiðinni”, hélt Brain áfram. „Uppi i fjöllunum?” Haldið þér það! Það er ekki rúm fyrir það! Þegar ungfrú Ross og ungfrú Alison eru komnar, þá-” „Ungfrú Ross verður kyrr”. Sumir verða kyrrir, aðrir fara með og einn vill taka hjólið sitt með. Paterson stóð ráðþrota gagnvart þessari takmarkalausu heimsku i fólkinu. „Fer ungfrú Alison þá með?” „Það er ekki öruggt. En ef hún fer, stendur hún tilbúin fyrir utan sjúkrahúsið, þegar við förum framhjá”. „En hvað hún er tillitssöm!” I sama mund féll bárujárnsþakið á myllunni með ærandi hávaða. Neistaflugið lýsti upp flötina og húsið. Paterson leit á majórinn, hann hélt dauðahaldi i hjólið og starði áhyggjufullum angistaraugum á rústirnar af myllunni. Hin höfðu öll sams konar svip, þau liktust ráð- villtu og hröktu flóttafólki, sem gert er ódauðlegt á einni ljósmynd með hjálp skerandi birtunnar frá flasslampanum. Skyndilega fann Paterson, að þrátt fyrir allt skildi hann majórinn fullkomlega. Hann haföi aftur fundið snert af góðvildinni frá þvi um hádegið. „Nú, jæja þá, bittu þá hjóliðuppá tengivagninn meðbenzininu”. Majórinn steingleymdi vafanum og ráðleysinu og fór að leiða hjólið að bilnum. Óþolandi seinlæti hans var meira en nóg fyrir Paterson. „En flýtiðyður, fjandakornið! Við hin erum tilbúin að leggja af stað, við biðum aðeins eftir yður”. 1256 Lárétt 1) Auðlindir,- 6) Lukka.- 8) Sunna.- 10) Vond 12) Væl.- 13) Samtenging,- 14) Muldur,- 16) Fléttuðu.- 17) Stafur,- 19) Súlu.- Lóðrétt 2) Fiskur.- 3) Leyfist,- 4) L a n d n á m s m a ð u r . - 5) Ávextir,- 7) Svað.- 9) Óviðráðanleg,- 11) Hrós.- 15) Dreg úr,- 16) ólga.- 18) Eins.- Ráðning á gátu No. 1255 Lárétt 1) Hótun,- 6) Sér.- 8) Lóa,- 10) Tem,- 12) Ok,- 13) Tá,- 14) TUV.- 16) Far.- 17) öra,- 19) Ákall.- Lóðrétt . 2) Ósa,- 3) Té.- 4) Urt,- 5) Flott.- 7) Smári.- 9) Óku.- 11) Eta,- 15) Vök,- 16) Fal,- 18) Ra.- D R E K I irnar Hver, (yðar hátign 1 il !i iiiiiilllinll Biill Laugardagur 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Óskalög sjúklinga. 14.40 tsienzkt mál. 15.00 Gormánuður. Vetrar- komuþáttur með blönduðu efni. Umsjón hefur Jón B. Gunnlaugsson. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Stanz. Arni Þór Eymundsson og Pétur Sveinbjarnarson sjá um þáttinn. 16.45 Siðdegistónleikar. 17.40 Útvarpssaga barnanna: 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Við og fjölmiðlarnir. Einar Karl Haraldsson fréttamaður sér um þáttinn. 19.40 Bækur og bókmenntir. Hjörtur Pálsson dagskrár- stjóri ræðir við Stéfan Július- son bókafulltrúa rikisins. 20.00 Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar. 20.55 Framhaldsleikritið: „Landsins lukka” eftir Gunnar M. Magnúss Leikstjóri: Brynja Benediktsd'óttir. Fjórði þáttur: Sýslumannsfrúin i Skagafirði. 21.45 Gömlu dansarnir. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. MMIiilill LAUGARDAGUR 17.00 Kndurtekið efni. Iljólið. Bandarisk fræðslumynd um hjólið i þjónustu mannsins. Rakin er saga þess frá fyrstu tið og fjallað um þýðingu þess i þjóðfélögum nútimans. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. Áður á dagskrá 27. september s.l. 17.30 Skákkennsla. Umsjónarmaður Friðrik Ólafsson. 18.00 Þingvikan. Þáttur um störf Alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 18.30 iþróttir Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. Illé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 llve glöð er vor æska. Brezkur gamanmynda- flokkur. 5.C sjálega uppá- búinn. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 20.50 Vaka Dagskrá um bók- menntir og listir á liðandi stund. Umsjónarmenn Björn Th. Björnsson, Siguröur Sverrir Pálsson Stefán Baldursson. Vésteinn Ólason og Þorkell Sigur- björnsson. 21.30 Ilægláti Ameriku- maðurinn. (The Quiet American) Bandarisk bió- mynd frá árinu 1958, byggð a samnefndri skáldsögu eftir Graham Greene. Leik- stjóri Joseph L. Mankiewicz. Aðalhlutverk Audie Murphy, Claude Dauphin, Michael Redgrave og Giorgia Moll. Þýðandi Briet Heðinsdóttir. Myndin gerist i Saigon i Vietnam árið 1952. Ungur Bandarikjamaður er sendur til Saigon. til þess að stjórna þar ákveðnum 'hernaðar- aðgerðum. Hann verður ást- fanginn af vietnamskri stúlku. En kvennamálin draga dilk á eftir sér, þvi fleiri renna hýru auga til stúlkunnar en hann ein. 23.30 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.