Tíminn - 11.11.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 11.11.1972, Blaðsíða 17
Laugardagur 11. nóvember 1972 TÍMINN 17 Umsjón Alfreð Þorsteinsson „Þeir léku vel og komu okkur skemmti lega á óvart" — sögðu leikmenn Real Madrid, sem sigruðu IR 117:65 í Evrópukeppni meistaraliða í körfuknattleik. Liðið er það allra bezta, sem hefur leikið hér á landi „Þeir léku vel og komu okkur skemmtilega á óvart", sögðu leikmenn Real Madrid, þegar við spurðum þá um fyrstu minúturnar i leik ÍR og Real Madrid i Evrópukeppni meistaraliða, sem var leikinn i Laugardalshöllinni s.l. fimmtudagskvöld. „En þegar við vorum búnir að sjá út leikaðferð is- lenzka liðsins, þá fór þetta að ganga betur hjá okkur", bætti hinn skemmti- legi leikmaður Real Madrid, Vincente Ramos, við. „Leikmaður nr. 6 (Agnar Friðriksson), kom okkur á óvart og við sáum, að þarna var Íeik- maður á ferðinni, sem við þurftum að hafa gætur á." Já, svo sannarlega þurftu leikmenn Real Madrid að hafa gætur á Agnari, sem skoraði þrjár skemmtilegar körfur i byrjun leiksins, með skotum frá kantinum. tR-liðið átti skemmtilega spretti, en þeir dugðu ekki gegn sterkum leikmönnum Real Madrid, en liðið er það allra bezta, sem hefur leikið hér á landi. IR-ingar náöu uppkastinu i byrjun leiksins, en þeim tókst ekki að skora fyrstu körfuna, knötturinn skoppaði tvisvar á körfuhringnum. — Spánverjarnir sóttu næst,og vestur-þýzki risinn, Norbert Thimm (nr. 15), sendi knöttinn i netið. Agnar Friðriks- son jafnaði 2:2 og á 2. min. kom Kristinn Jörundsson ÍR-liðinu yfir, 4:2. Þegar staðan er 8:11 fyrir Real Madrid, biður þjálfarinn, Pedro Ferrandiz, um leikhlé, greinilega undrandi á getu 1R. En i þessu eina leikhléi Real Madrid i leiknum, gefur Pedro leikmönn- um sinum góð ráð. Birgir Jakobs- son lagar stöðuna i 10:11 og á 6. minútu kemur Agnar ÍR yfir við mikinn fögnuð áhorfenda. — Staðan er 12:11 fyrir 1R — ótrú- legt, en satt. Spánverjarnir kom- ast aftur yfir, og Agnar minnkar muninn i 14:15 með góðu skoti utan af kanti, sem „smassaði" i körfunni. Stuttu siðar skorar Agnar körfu á sama hátt,og var þá staðan 16:17. Nú mátti sjá, að Spánverjarnir höfðu góðar gætur á Agnari — þegar hann fékk knöttinn, fóru leikmenn Real Madrid strax út á móti honum, enda léku þeir sterka maður á mann vörn. En svo komlélegurleikkafli hjá tR-liðinu,og Spánverjarnir skor- uðu 21 stig, án þess að 1R gæti svarað. Það var ekki fyrr en á 14 min. að Agnar kom knettinum of- an i körfuna hjá þeim. — Staðan var þá orðin 18:38. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks (48 sek.), var ris- anum (206 cm) Thimm, visað af leikvelli með fimm villur, en hann var þá búinn að skora 14 stig — i staðinn fyrir hann kom annar risi (206 cm) Alberto Vinas (nr. 14) inn á.og með þessum risaskipt- um var Real Madrid búið að ná góðri forustu i hálfleik, 26:54. Fyrstu minúturnar i siðari hálf- leik skiptust liðin á að skora og var staðan 33:62, þegar Einar Ólafsson, þjálfari ÍR, bað um leikhlé. Strax eftir leikhléið, skor- uðu þeir Jose Merino (nr. 9) og Vicente Paniagua (nr. 8) góðar körfur — en tR-ingar svara með fjórum körfum i röð, frá Birgi Jakobssyni, Kolbeini Kristinssyni og Sigurði Gislasyni (tvær), og var þá staðan orðin 41:68. Ekki veit ég, hvort þjálfari Real Madrik, Pedro, hefur verið oðrinn hræddur, — þvi að hann setti nú bezta mann Real Madrid, Emiliano Rodriguez, inn á, en hann hafði þá ekki verið inná áð- ur. En hvað um það, með komu Rodriguez (nr. 10) breyttist leik- ur Real Madrid til batnaðar og liðið fór hægt og sigandi að auka forskot sitt. Þegar 4. min. voru til leiksloka, var staðan orðin 48:101. En þá var risanum Vinas visað af leikvelli með fimm villur og við það breyttist leikurinn. — Siðustu 4 min. leiksins sigruðu tR-ingar 17:16 og lokastaða leiksins varð 65:117. Minni munur en margir höfðu búizt við. IR-liðið með Agnar Friðriks- son sem sinn bezta mann, náði oftaðsýna skemmtilega kafla, en liðið réði ekki við ofureflið. Einu Bezti körfuknattleiksmaður, sem hefur leikið hér á landi — Emiliano Rodriguez læðir knettinum hér i körfuna. Hann lék inn á I siðustu 8. min. og skoraði 16 stig. . (TimamyndRobert) Nýjar regl- ur kynntar N.k. mánudag boðar Tækni- nefndHSt dómara, þjálfara og forsvarsmenn handknattleiks- deildatil fundar að Hótel Esju kl. 20.15, en þá verða kynntar nýjar handknattleiksreglur, sem dæmt verður eftir i kom- andi íslandsmóti. Hér á myndinni scst Agnar Friðriksson (nr. (>> skora körfu — hann skoraði 22 stig fyrir ÍR. Leikmenn Real Madrid höfðu gætur á Agnari — það er risinn Thimm, sem reynir aðhindra Agnar. (Timamynd Róbert) sinni i leiknum kom fyrir skemmtilegt atvik, sem áhorf- endur kunnu svo sannarlega að meta. Kolbeinn Kristinsson (183 cm)fór i uppkasteinvigi við risann Alberto Vinas (206 cm.) — Kol- beinn hafði betur og áhorfendur fögnuðu gifurlega. Real Madrid er mjög skemmti- legt lið — það allra bezta, sem. hefurleikið hér á landi. Skemmti- legustu leikmenn liðsins eru hin- ir litlu bakverðir, Vicent Ramos (nr. 5), sem er 180 cm. á hæð og Juan A. Corbalan (nr. 14) og cm. á hæð. Þá eru risarnir Rullan ( nr. 12), Vinas ( nr. 14) og Thimm (nr. 15) drjúgir undir körfunni og i fráköstum. En þeirra allra skemmtilegastur er hinn frábæri körfuknattleiksmað- ur Emiliano Rodriguez, sem er galdramaður með knöttinn, karf- an er eins og sildarnót i auganu á honum — hann hreinlega hittir i hana, hvenær sem hann vill. t þessar átta minútur, sem hann var inná, skoraði hann 16 gullfall- eg stig. Allir Spánverjarnir skoruðu stig i leiknum og skiptust þau þannig: Paniagua 18, Rodriguez 16, Rullan 16, Brabender 14, Thimm 14, Vinas 12, Merino 10, Ramos 8, Corbalan 6 og Cabrera 3. Fyrir tR skoruðu þessir leik- menn: Agnar 22, Kristinn 13, Brigir 13, Sigurður 7, Einar 6, Pétur 2 og Kolbeinn 2. Þess má geta»að Anton Bjarnason lék ekki með tR að þessu sinni. Dómararnir Harry Keats (England) og Oscar Patterson (Sviþjóð) dæmdu leikinn mjög vel. — SOS. Fundur í fulltrúa- ráði Fram Fundur verður haldinn i dag hjá fulltrúaráði Fram. Hefst hann kl. 15 i Alftamýrarskól- anum. Stjórnin. Verður leikið í dag? Ef flugveður verður frá Vestmannaeyjum i dag, þá verður leikið til úrslita i Bikarkeppni KSI á Melavell- inum kl. 14.00. Tólk það, sem hefur áhuga á að sjá leikinn, er beðið að fylgjast með há- degisfréttunum i útvarpinu, þvi að i þeim verður sagt frá þvi, hvort Eyjamenn komast til meginlandsins. Til úrslita leika FH og Eyjamenn. Frjálsarídag Innanfélagsmót Armanns i frjálsum iþróttum fer fram i Baldurshaga kl. 16.20 i dag. Mótið er fyrir 14 ára og yngri, og verður keppt i 50 m hlaupi og langstökki. Grótta og Haukar á morgun Á morgun kl. 21.00 fer fram siðari leikur Hauka og Gróttu, en leikið verður um það.hvort liðið leiki i 1. deild i vetur. Leikurinn fer fram i iþrótta- húsinu á Seltjarnarnesi. Fyrri leikur liðanna fór fram á mið- vikudagskvöldið og sigraði þá Haukar 17:9.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.