Tíminn - 11.11.1972, Síða 19

Tíminn - 11.11.1972, Síða 19
Laugardagur 11. nóvember 1972 TÍMINN Rannsóknarlögreglan ófram á sama stað? Þegar lögreglustjórinn i Reykjavik, Sigurjón Sigurösson, flutti ræöu viö opnun nýju lög- reglustöðvarinnar við Hverfis- götu, sagði hann m.a. þegar hann lýsti húsaskipan: — A annarri hæð i Hverfisgötu- álmunni er rannsóknarlögregl- unni ætlað allmikið húsnæði, auk herbergja á 1. hæð og geymslu- rýmis i kjallara. Húsnæðið er enn ekki full tilbúið til notkunar, en mun verða um 25 herbergi auk ganga og snyrtiherbergja á um 750 fermetra gólffleti. t fyrirspurnaþætti i Morgun- blaðinu s.l. þriðjudag, spyr einn lesandi blaðsins að þvi, hvort rannsóknarlögreglan eigi ekki að fá húsnæði i nýju lögreglustöð- inni. Þórður Björnsson yfirsaka- dómari svarar spurningunni á þessa leið: „Sakadómur hefur ekki óskað eftir þvi undanfarin 8 ár að flytja úr Borgartúni 7 i nýtt húsnæði og mér vitanlega hefur engin ákvörðun verið tekin um slikt.” Þarna ber þessum tveim yfir- mönnum hjá lögreglunni bersýni- lega all mikið á milli. Þess vegna snerum við okkur til Baldurs Möllers, ráðuneytisstjóra, og spurðum hann hvaö þarna væri um að vera. Baldur sagði, aö sú hugmynd hefði komið fram fyrir mörgum árum, að sameina lögregluna undir eitt embætti. Þegar svo teikningar að nýju lögreglustöð- inni hafi verið gerðar, hefði verið talið æskilegt að hún yrði öll á einum stað, og húsið byggt með það i huga. Lagt hefði verið fram frumvarp á Alþingi fyrir tveim árum um að sameina lögregluna. En það hefði ekki fengið hljóm- grunn meðal þingmanna, sem ekki höfðu talið það æskilegt fyrr en gerð hafi verið endurskipu- lagning á opinberu réttarfari. Það sé yfirleitt skoðun þeirra, sem fari með þessi mál, að löngu sé orðið timabært að horfið verði frá rannsóknarréttarfari i ákæru- réttarfar. Skipuð hafi verið nefnd til að kanna þetta, ásamt öðru er varðar réttarfar hér á landi. Og á meðan hún væri að störfum og engar lagabreytingar hefðu kom- ið til, yrði húsnæðið hugsanlega tekið til annarrar notkunar. Lögreglan stjóra á vakt i einu, en auk þess verða sendir þangað menn frá nýju stöðinni i mesta annatiman- um. Athugasemd t grein Hannesar Pálssonar i Timanum sl. miðvikudag er skrá yfir þá menn, sem voru i flestum nefndum rikisins 1971. 1 þessari skrá er sagt, að „Benedikt Grön- dal, forstjóri og alþingismaður,” hafi verið i 12 nefndum. Þarna varð Hannesi á i mess- unni. Benedikt Gröndal forstjóri og Benedikt Gröndal alþingis- maður eru tveir menn, en ekki einn. Þar eð ég vil ekki, að nafni minn og frændi fái óorð af mér, óska ég tekið fram, að Benedikt Gröndal forstjóri i Hamri var að- eins i þrem nefndum og hlaut að- eins kr. 9.750 fyrir samkvæmt skýrslu fjármálaráðuneytisins. Hinar niu nefndirnar skrifast á minn reikning. Af þessum niu nefndum luku tvær störfum 1971, þrjár hafa ekkert starfað 1971 og 72, og tveim fór ég úr um siðustu áramót. Eru þá eftir tvær starfandi nefndir, og ein hefur bætzt við siðan. Ég þakka birtingu þessarar leiðréttingar. Benedikt Gröndal (0987-5476), alþingismaður. ..Framhald af bls. 1. en Rússar hafa keypt islenzkar ullarvörur i mörg ár. Verðið á þessu ári hefur verið gott, sagði Úlfur, en það sem veldur okkur áhyggjum er verðið á næsta ári, þar sem laun innan- lands og sjálft hráefnið ullin hafa hækkað gifurlega. Þessvegna höfum við farið fram á, að ef gerðar verða ráðstafanir i sam- bandi við útflutning á sjávar- afurðum, að þá verði þessi út- flutningur látinn njóta sömu réttinda. Þessa dagana er Útflutnings- miðstöð iðnaðarins, að skipu- leggja sýningar fyrir næsta ár, og búizt er við að i desember-mánuði liggi nokkurn veginn ljóst fyrir, hvar Islendingar koma til með að sýna vörur iðnaðarvöru á árinu 1973. Að lokum sagði Úlfur, að það væri fyrirtækið American Express, sem sæi um söluna á kápunum 40 þúsund, og hefði sala á þeim gengið mjög vel i Banda- rikjunum. Iðnvarningur Víðivangur Framhald af bls. 3. birzt hefði í Lesbók Mbl. um þessi efni! En hvað sannar þetta, getur Eykon spurt. Ekkert. Mbl. er og verður bezta og heiðar- legasta fréttablaðiö hvað sem hver segir!!!! —TK Frá þessari nýju stöð verður. þjónað gamla miðbænum, þ.e.a.s. frá Þingholtunum vestur i Garða- stræti og einnig höfninni. Hefur þetta svæði lengi veriö eitt það annasamasta hjá lögreglunni, þó að á seinni árum hafi örlitið dreg- ið úr þvi með stækkun borgarinn- ar. Frá þessari stöð fer fram al- menn löggæzla, auk þess sem þar mun verða tekið á móti kvörtun- um, sektargreiðslum og öðru er viðkemur lögreglunni. Þetta er önnur hverfisstöðin, sem lögreglan tekur i notkun. Hin er i Árbæjarhverfi, og næst er fyrirhugað að taka i notkun stöð i Breiðholti. Gamla lögreglustöðin verður notuð áfram, a.m.k. eitt- hvaðfram á næsta ár. Þar verður fjarskiptastöð lögreglunnar svo og neyðarsiminn (11166) þar til nýja fjarskiptakerfið kemur til landsins, en þvi er hugað húsnæði i nýju lögreglustöðinni. Nú er i fyrsta sinn um langt skeið full- skipað i lögreglulið borgarinnar, sem telur 192 menn — og er þá sem næst einn lögregluþjónn á hverja 440 ibúa Reykjavikur. TRÚLOFUN AR- HRINGAR — afgrciddir samdægurs. Sendum um allt land. HA L L D Ó R Skólavörðustíg 2 Hilfnað erverk þá hafið er sparnaðnr skapar verðmati Samvinnnbankinn Guðsgjafaþula Halldórs Laxness er komin út Veturinn er koininn og með honum á að koma snjór. Ekki eru þó allir jafn hrifnir af snjónum. Bileigend- ur formæla og lögreglan aðvarar inenn i fjölmiðlum, en börnin fagna, enda er snjórinn tilvalið leiktæki. Þessi mynd var tekin á Tómasarhaganum á miðvikudaginn, er fyrsti sleðatæki snjóriim var fallinn þar. (Timamynd GE) TK—Reykjavik. Út er komin hjá forlagi Helga- fells „Guðsgjafaþula” eftir Halldór Laxness. A káðusiðu segir svo m.a.: „Guðsgjafaþula er rituð i endurminningastil með tilstyrk „sögumanns”, greinargerð um liðið timabil. Þessi sögumaður er rithöfundur, en verzlar lika með fugla. Hann kemur fyrst við i frá sögn árið 1920 i Kaupmanna- höfn, þarnæst 1938 i norðlenzk- vestfirzku sildarplássi. Djúpvik. Og loks i London eftir siðara strið. Þetta er hið mikla „timabil Norðurlandssildarinnar”. Aðal- söguhetjan Bersi Hjálmarsson, Islandsbersi öðru nafni, er sildar- spekúlant af þeirri tegund, sem uppi var i þann tiö. Reyndar er þessi sildarkaupmaður varla neinnar tegundar, hann er náttúrufyrirbæri og sögulegt undur. Hann er sömuleiðis ein- hver skemmtilegasta persóna, sem komið hefur fyrir i sögum Halldórs Laxness. Sildin er alls staðar i baksýn, dularfull, óútreiknanleg, einnig þegar hún er komin á land. Henni fylgir rökleysi i lifi manna og at- höfnum. Guðsgjafaþula er mikill aldarspegill. Siðalögmál, trú, pólitik, einkum verkalýðspólitik þessa tima, hættir manna, hug- myndir og búnaöur, allt birtist i óvæntu og stundum miskunnar- lausu ljósi. Samt er frásögn sögu- manns blandin mikilli mildi. Hann er gestur i heimi at- hafnanna. Og það er Bersi Hjálmarsson reyndar lika. Hann er a.m.k. af tveimur heimum. En um það fjallar sagan.” 1 eftirmála bókarinnar segir höfundurinn Halldór Laxness, m.a.: Bókin er blendingur af ýmis- konar ritsmiðum, svo sem ævi- minningum, heimsádeilu, blaða- greinum, kveðskap, sagnfræði, smásögum og sagnafróðleik og þar fram eftir götunum; en umfram allt er þetta skáldsaga, diktur bæði að formi og efni. A erlendu máli mundi svona form liklega heita essay-roman. Margir munu veita þvi athygli að fylgt er fordæmi íslendingasagna i þvi að skirskota til heimildar- manna sem heföu getað verið til þó hitt sé eins vist aö svo hafi ekki verið. Fyrir bragðið er ekki vænlegt til árangurs að leita i hillum hjá bókamönnum að ritum sem i er vitnað i textanum og þó höfundanöfn séu nefnd og menn kannist við þau, er þó vissara að bera ivitnanir saman við rit, sem hafa „öll réttindi áskilin”. Happdrætti Háskóla íslands Föstudaginri 10. nóvember var dregið i 11. flokki Happdrættis Háskóla Islands. Dregnir voru 5.100 vinningar að fjárhæð 32,320.000 krónur. Hæsti vinningurinn fjórir milljón króna vinningar, komu á númerið 240. Voru allir miöarnir seldir i umboði Frimanns Fri- mannssonar i Hafnarhúsinu. Þetta er i annað skiptið i ár, sem þetta númer kemur upp með vinning. 200.000 króna vinningurinn kom á númer 1771. Tveir miðar af þessu númerki voru seldir i Aöal- umboðinu i Tjarnargötu 4, en hinir tveir hjá Arndisi Þorvalds- dóttur, Vesturgötu 10. 10,000 kronur : 914 - 962 - 1183 - 1745 - 1876 - 1927 - 2735 - 340 8 - 4264 - 7415 - 7670 - 7959 - 8596 - 9707 - 10561 - 11541 - 11862 - 12335 13505 - 14675 - 16208 - 17236 - 17427 - 19007 - 19160 - 19811 - 230§8 - 23401 - 24365 - 25052 - 25645 - 26496 - 26755 - 26870 - 27057 - 27094 - 27100 - 27493 - 27699 - 28438 - 28905 - 29429 r 29567 - 32406 - 33032 - 33291 - 34389 - 34828 - 34889 - 3531 1 - 37586 - 38197 - 38562 - 38715 - 39363 - 40194 - 41731 - 42354 - 42981 - 43553 - 43850 - 44619 - 45918 - 46577 46834 - 46960 - 47810 - 48601 - 49500 - 49595 - 49816 - 51270 - 53706 - 54582 - 55980 - 56459 - 56504 - 57331 - 57805 - 58048 - 58675 - 59186 - 59308 - 59731 _ 59932

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.