Tíminn - 11.11.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 11.11.1972, Blaðsíða 20
(iústaf VI. Adólf, clzti rfkjandi þjóöhöfóingi f heimi. NÍRÆÐUR f DAG NTB—Stokkhólmi. Gústaf VI. Adólf Sviakonungur á niræöisafmæli i dag. Konungur óskaöi aö halda upp á daginn i friöi og ró, en ákveðiö hefur verið, aö hafa 14 klukkustunda hátiða- höld af finasta tagi. ólof Palme á að stjórna hátiöahöldunum. Flokkur Palmes, jafnaðar- mannaflokkurinn, hefur siðan hann var stofnaður, haft á dag- skrá sinni að afnema konung- dæmi i Sviþjóð, en samt sem áður er það Palme, sem heldur hátiðarræðuna i dag, konungi til heiðurs. Þrátt fvrir hinn háa aldur, er konungur við beztu heilsu og mun hann verða miðpunktur hátiða- haldanna, allt frá þvi að fáninn verður dreginn að húni með lúðrablæstri kl. 9 árdegis, þar til tjaldið fellur eftir hátiðasýningu i konunglegu óperunni um kl. 23 i kvöld. TIMBRI STOLIÐ Á SEYÐISFIRÐI Guðmundur Karl Jónsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, skýrði Timanum frá þvi i gær, að stolið hefði verið talsveröu magni af timbri frá kaupstaðnum. Seyöisfjarðarbær er að byggja 8 ibúða blokk i kaupstaðnum. Var timbrinu stolið, þar sem það lá við bygginguna. Um er að ræða rúmlega 600 metra af borðum af stærðinni 1x6 og 1x7 þumlungar. Verðmæti timbursins mun vera um 40 þúsund krónur. Guðmundur sagði, að ekki hefði oröið vart við neitt grunsamlegt timbur i kaupstaðnum og lægi grunur á, að timbrið hefði verið flutt á brott og upp á hérað. Vildi hann biðja þá, sem einhverjar upplýsingar gætu gefið um timburstuldinn að láta lögregluna á Seyðisfirði vita. Nýja miðhorgarstöð lögreglunnar verður til húsa i austurcnda Tollstöövarbyggingarinnar við Tryggva- götu. Varðstjórar þar veröa fjórir, þeir Jónas S. Jónasson, Haukur Matthiasson, Gylfi Jónsson og GIsli Björnsson, og cru þcirþrir fyrstnefnduá þessari mynd, sem einnig er af innganginum i þessa nýju lög- reglustiið. (TimamyndGE) Lögreglan áfram í miðbænum Nýja miðborgarstöðin verður til húsa i austurenda Tollstöövar- innar við Tryggvagötu. Það er hún i 120 fermetra húsnæði á jarð- hæð, sem innréttað hefur verið á mjög látlausan og smekklegan hátt. í þessari stöð veröa að jafn- aði 4 lögregluþjónar auk varð- Framhald á bls. 19 Klp—Rcykjavík. Það fcr nú að verða næstum vikulegur viðhurður, að lögreglan i Reykjavik flytji f ný húsakynni. Um siöustu helgi flutti hún með megin-þorra liðsins úr gömlu lög- reglustööinni viö Pósthússtræti i nýtt húsnæði við Hverfisgötu, og i gær flutti hún cnn úr gömlu stöð- inni, að þessu sinni i næsta nágrenni, þar sem miöborgarstöð hennar er ætlað að veröa til fram- húðar. Þangþurrkstöð á Reyk- hólum við Breiðafjörð? SB—Reykjavik. Siðan 1950 hafa staðiö yfir rannsóknir i Rannsóknarráöi rik- isins um nýtingu þangs og þara hér við land. Nú liggur fyrir skýrsla um niöurstööur rann- sóknanna. Kemur þar fram, að grundvöllur fyrir verulcgri fram- leiðslu af þurrkuðu þangi er á Reykhólum í Barðastrandasýslu. Niðurstöðurnar byggjast fyrst og fremst á þvi, að þang er mjög mikið við Breiðafjörð og þess er auðveldlega aflað þar. Á Reyk- hólum er jarðhiti, sem nota má til skolunarog þurrkunar á þanginu. Það fyrirtæki til þangþurrkun- ar, sem hér um ræðir er allstórt á isl. mælikvarða. Stofnkostnaður er áætlaður um 128 milljónir, en auk þess þarf um 60 milljónir vegna hafnargerðar, vegagerðar, raflinu og jarðvarmaveitu á staðnum. Markaðir virðast vera fyrir hendi a.m.k. fyrir 4000 tonn af þangmjöli árið 1974, með aukn- ingu, sem nemur 1000 til 1500 tonnum á ári, þar til 10.000 tonna ársframleiðslu er náð, en hráefni við Breiðafjörð virðist nægilegt til svo mikillar framleiðslu. Tundur- dufl NTB—Washington. Bandarikin hafa nú gefið fyrir- skipanir um að tundurduflin verði slædd upp úr höfnum n-viet- namskra hafnarborga, sem lokað var i sumar. 1 Washington var lit- ið á þetta sem tákn þess að friður væri i nánd. Blaðið Washington Post birti fréttina fyrst, en varnarmála- ráðuneytið hefur hvorki gert að játa þvi ná neita, að slæðingin eigi að fara fram, strax og vopna- hléssáttmálinn hefur verið undir- ritaður. 1 stöðvum bandariska flotans fékkst hins vegar staðfest, að litið flugvélamóðurskip, „mchon" hafi á fimmtudaginn tekið stefnuna til vesturs á Kyrrahafi, en „Inchon” er úr tundurduflaslæðadeild flotans og um borðeru 24 þyrlur, sem notað- ar eru við slæöingu. Tundurduflagirðingarnar voru lagðar i hafnirnar i mai sl„ sam- kvæmt skipun Nixons. Þær eru þannig úr garði gerðar, að duflin missa sprengimátt sinn eftir ákveðinn tima, en ekki hefur ver- iðskýrtfrá hversu langur hann er i þessu tilviki. Fyrirtækið Alginate Industries i Skotlandi hefur gert tilboð um kaup á ákveðnu magni af þurr- kuðu þangi og ef ganga á til samninga við fyrirtækið, verður að stefna að þvi, að verksmiðjan geti tekið til starfa vorið 1974. Það þýðir, að leggja þarf veg I Karls- ey strax næsta vor og fram- kvæmd við höfn þarf að hefjast strax og vinnutækjum verður komið á staðinn. Þá þarf að stað- festa pantanir tækja i marz-april á næsta ári. Skýrslan, sem samin er af dr. Vilhjálmi Lúðvíkssyni hefur verið send rikisstjórninni til meðferðar og er nauðsynlegt að afgreiðsla hennar þar verði hin skjótasta. Nánar verður sagt frá skýrsl- unni i blaðinu siðar. Ný símanúmer hjá lögreglunni Klp-Reykjavik Með tilkomu hinnar nýju lögreglustöðvar I Tollstöðinni við Tryggvagötu og aðal- stöðvarinnar við Hlemmtorg, verða nokkrar breytingar á simanúmerum lögreglunnar. Neyðarsiminn verður áfram 11166, en nýtt númer kemur fyrir þá, sem óska eftir sér- stökum upplýsingum frá lög- reglunni. Verður það 11110 i staö 10763, sem tekið var i notkun fyrir viku. Fólki gekk erfiðlega að muna gamla númerið og var þvi fengið nýtt, sem betra er að muna. Hér eftir þýðir ekki að hringja i 11166 til að leita upplýsinga um eitt og annað, þvi verður ekki svaraðnema isima 11110. Þá kemur nýt númer i Mið- borgarstöðina — 11014 en i Ar- bæjarstöðinni verður áfram saman númer-81166. Happdrætti Framsóknar- flokksins Happdrættisskrifstofan Hringbraut 30, eropin til hádeqis i dag. Þeir sem fengið hafa heimsenda miða eru hvattir til að nota tækifærið og gera skil. Á afgreiðslu Timans Bankastræti 7, er einnig tekið á móti uppgjöri svo og hjá trúnaðar og um- boðsmönnum happdrættisins úti á landi. Einnig hefur happdrættið gíróreikning nr. 3 44 44 við Samvinnubankann og má greiða inn á það númer i bönkum spari- sjóðum og pósthúsum um allt land. Flensan ókomin — en bólusetning samt hafin Klp-Reykjavik Undanfarna daga hafa ýmis fyrirtæki hcr I Reykjavik látið bólusetja starfsfólk sitt gegn Asiu-influensunni, sem oftast skýtur upp kollinum hér á landi i lok nóveinber. Einnig hcfur verið bólusett á Heilsu- verndarstöðinni milli kl. 16.00 og 18.00 daglega sfðan um miðja viku. Að sögn Guðjóns Magnús- sonar aðstoðarborgarlæknis er samt engin ástæða til að rjúka af stað og láta bólusetja sig, þvi enn hefur alþjóða heil- brigðiseftirlitið ekki tilkynnt að flensunnar hafi orbið vart i Evrópu eða Bandarikjunum. Að sjálfsögðu er þó rétt fyrir aldraðfólk og lasburða að láta bólusetja sig sem fyrst, en þeir sem hraustari eru, geta andab léttar, enda ekkert að óttast a.m.k. fyrst um sinn. Laugardagur 11. nóv. 1972 Haig lítt fagnaðí S-Víetnam NTB—Saigon. Alexander Haig, hershöfðingi, sérlegur útsendari Nixons for- seta, kom i gær til Saigon til við- ræöna við Thieu forseta um friðarsáttmálann. Thieu fagnaði hershöfðingjanum litt og hélt fast við andstöðu sina við einstök at- riði sáttmálans. Eftir viðræðurnar við Haig i gær, kallaði Thieu saman fund i öryggisráði landsins. Saigonblað- ið Tin Song, styöur Thieu i einu og öllu, hafði i gær mikið út á sátt- málann að setja. Jafnframt er i N-Vietnam haldið uppi i útvarpi og blöðum áskorunum á Nixon og Bandarikin að undirrita sáttmál- ann sem fyrst.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.