Tíminn - 12.11.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.11.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 12. nóvember 1972 Til hvers er farið í kirkju? Ekki mun of mælt, að fáar starfsstéttir fái meiri aðfinnslur og-gagnrýni, svo notað sé eitt af eftirlætisorðum nútimans, en prestar. Segja má, að prestur á tslandi sé nokkurs konar syndahafur, sem hægt er að kasta i öllu þvi versta, og vei honum, ef hann vill reyna að verja sig eða bera af sér brigzlin. En ótrúlegt má samt þykja, þótt prestur sé dæmdur eftir öðru siðferðismati og þá miklu strang- ara en annað fólk, og sé þá talinn óhæfur að flestu, þá ætlast sama fólkið til alls hins bezta af honum, þegar i nauðir rekur. Helzt mætti halda, að það héldi þá,að hann væri Guð, en ekki maður. Kannski Guð fengi nú heldur ekki gott umtal hjá sumum, ef þeir eða þær segðu eins og kerlingin forðum: ,,t>ú nýtur þess Guð, aðég næekki til þin.” En þá er þó hægt, heldur en ekkert, að skeyta skapi sinu á prestinum. Til hans er auðvelt að ná, að minnsta kosti með orðum og umtali. En svona er það, og þvi verður vist ekki breytt. Enda gerir það vist ekki mikið til þessum f'SlÉÍ' stundarbörnum og ,,ónýtu þjónum.” Hitt er öllu verra, ef það gengur yfirhin eilifu verðmæti i boðskap og krikju Krists. Til hvers er farið i kirkju? Er það til að taka þátt i guðs- þjónustunni, eða til að gagnrýna prestinn? Tökum dæmi, sem varpað gætu Ijósi yfir þetta málefni. Stundum koma fréttamenn og blaðamenn i kirkju, ekki sizt, þegar biskup vigir presta eða helgidóma eða annað, sem fólk vill frétta af, að þar fari fram. f fyrra fóru blaðamenn um allt til að telja áheyrendur og birtu siðan vafasamar niðurstöður talninga sinna. Við eina slika messu voru nokkrir blaðamenn viðstaddir á fremstu og yztu bekkjum og voru hinir prúðustu. Þegar presturinn steig i stólinn og hóf þar bæn sina beygði einn blaðamanna höfuð sitt og spennti greipar likt og ósjálfrátt. En hann fékk samstundis vel útilátið olnbogaskot. Það var frá félaga hans, sem hvislaði: ,,Við erum hérna til að fylgjast með þvi sem fram fer, en ekki til að taka þátt i guðsþjónustunni. Hættu þessu. Við erum bara við- staddir.” Gæti þetta kannski verið af- staða fjöldans? Við erum bara viðstaddir, en ekki þátttakendur. En er það hið rétta? Væri það ekki raunverulega hið sama sem að loka íyrir inn- streymi frá þvi hlutverki helgi- getiðveríð g * Westinghouse uppþ til innbyggingar, fríttst toppborði. ir fáanleg og með Tekur inn kalt vatn, er með 2000 w elementi og hitar í í 85° (dauðhreinsar). Innbyggð sorpkvörn og ryggisrofi í hurð. Þvær frá 8 manna borðhaldi Ijósstýrðu vinnsiukerfi. Er ódýrasta uppþvottavélin á markaðinum. KAUPFÉLÖGIN VIDA UM LAND Samband islenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Ármula 3 Reykjavik simi 38900 dómsins, sem guðsþjónustan getur veitt og á aö veita? Kæmum við ekki i kirkju til að finna nálægð og snertingu guðs- andans, sem birtist i fegurð, speki, elsku og krafti, hvort sem það hefur orð eða tóna að tækjum? Sá, sem ætlar allra náðarsam- legast að hlusta á það, sem sagt er, hvort sem um er að ræða predikun, útför, eða útvarps- messu, hlusta með gagnrýni og útásetningar að markmiði, hann tekur ekki raunverulegan þátt i hinu innra lifi, hjartslætti guðs- þjónustunnar. Áheyrandi, hversu góður og vitur sem er, getur ekki orðið sama og þátttakandi, fyrri en hann stigur yfir vébönd helgi- dómsins og lifir guðsþjónustuna i auðmýkt, lotningu og tilbeiðslu. Meðan hann varðveitir sina ,,kritisku” afstöðu með dómara- hamarinn á lofti verður hann i fjarlægð frá kjarna helgistundarinnar. Ég minnist kvöldstundar heima hjá ágætum prófessor i guðfræði- deild. Hann var frjálslyndur og fágætur maður á allan hátt og vildi gjarnan kynna nemendum sinum allar hliðar starfs og lifs. Nú átti einmitt að taka fyrir að ræða og ihuga predikunarstarf presta og afstöðu fjöldans til þess. Til að auðvelda þetta höfðu nemendur valið sérstakan prest, sem lá vel við gagnrýni; sem kallað er, og predikanir hans. Og vissulega dundi haglél hnit- miðaðra orða yfir þennan vesa- lings mann, sem var viðs fjarri. Naumast var það nokkuð i orðum hans, predikunum og starfsaðstöðu, sem ekki fékk harða dóma og mátti teljast viti til að varast. Prófessorinn sjálfur sat hljóður og hugsandi. Allt i einu sneri einn hinna ungu ræðumanna og gagnrýnenda sér að honum og spurði, hvað honum fyndist um prest þennan og predikanir hans. Og prófessorinn svaraði þessum orðum, sem siðar urðu ýmsum fgugunarefni: ,,Ég veit þetta ekki. Ég fer alltaf i kirkju sem þátttakandi i guðs- þjónustu en aldrei til að gagn- rýna. bá tekur maður ekki eftir göllunum og kannski ekki heldur kostunum. Maður bara finnur Gug ” Arelíus Nielsson. Exem-sjúkiingar Psorias-sjúklingar Framhaldsstofnfundur samtaka Exem- og Psoriasis- sjúklinga verður haldinn að Hótel Sögu, Súlnasal, mið- vikudaginn 15. nóvember, kl. 20.30. Verða þá samtökin endanlega stofnuð. Allir Exem- og Psoriasissjúklingar, og velunnarar þeirra eru hvattir til að mæta. Mætum vel og stundvislega. Undir búnin gss tjórnin. n i SÖKMRK mmwmm’wmm þjónusta - saia - hleðsla - viðgerðir Alhliöa rafgeymaviðgerðir og hleðsla Notum eingöngu og seijum járninnihaldslaust kemiskt hreinsað rafgeymavatn Næg bílastæði — Fljót og örugg þjónusta RÆSIÐ BlLINN MEÐl SÖNNflK j JOHNS-MANVILLE Tæhniver AFREIÐSLA I Laugavegi 168 — Simi 33-1-55 «••••* ♦••••• •••• •••••• ■•••♦•• •••••• •••••• ♦••••• ♦••♦•• •♦•♦♦• glerullareinangrun TíííT: •♦♦♦•• •♦♦•♦• •♦•♦♦♦ :: ♦ ♦♦• • ••• ♦ ♦♦♦ er nú sem fyrr vinsælasta og öruggjega ódýrasta glerullar- einangrun á markaðnum í dag. Auk þess fáið þér frían álþapþír með. Hagkvæmasta einangrunarefnið í flutningi. Jafnvel flugfragt borgar sig. H MUNIO lli Fa:i:t-gl', r.t xmv. ♦•••♦• ♦••••♦ HHH ,♦♦•♦•• '•♦•••• ♦♦♦♦•• I i alla einangrun Hagkvæntir greiðsluskilmálar Sendum hvert á lar JON LOFTSSON HR Hringbraut12lÉ® 10 600 Glerárgötu 26. Akureyri. Sími 96-21344 ••*•♦♦ ffeeefi HHh ♦••♦•• ♦♦♦♦♦• ♦•♦♦♦♦ Íjjjjtj;*****•••••♦••«•••♦♦••*••♦••••••♦•♦•♦••••••••«••••••••' »♦♦♦♦♦•♦•♦♦•••••••••••------- •♦♦♦^}}}*}*»**••♦••♦••♦♦••♦••♦••••••••••♦♦•••••••••♦••♦••••• ••••*♦••♦♦••♦♦••••••••♦♦••••••♦•••••••♦•••••♦•♦• *♦♦•♦•••♦••♦•••< ••••••••♦•••••••••♦••••••< •••••••••••••••••••••••••< ♦•♦♦•• ••♦♦•• •••••♦ •••••• ••♦♦♦♦ •••••♦ •••••• •••♦•• •♦♦♦♦♦ •♦♦♦♦♦ •♦••♦♦ •••♦♦• ••♦••• ••♦••• •••••• ••••••••• ••••••••••♦• •••••••••••• •••••••••••• ••••••••••♦• ••••••••♦••t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.