Tíminn - 12.11.1972, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.11.1972, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Sunnudagur 12. nóvember 1972 Loftfaramir halda áfram frásögnum og lýsingum: „Berumst við út yfir sjó, getur svo farið, að við verðum að lenda í öðru landi" I vændum er stórvið- burður hér á islandi, sem ekki á sinn líka íallrisögu okkar, hvað eðli snertir. Það,sem hér um ræðir, er, eins og sagt var frá hér í blaðinu i gær, fyrirhuguð ferð mannaðs loftbelgs í næstu viku. Áhöfnin verður þrír ungir piltar úr Hamra- hl íðarskólanum, sem ásamt nokkrum öðrum hafa annazt alla gerð loft- belgsins. Einn aðal- maðurinn í fyrirtækinu er Holberg AAásson eldflauga- smiður með meiru. Frétta- maður átti viðtal við Holberg og innti hann nánar eftir öllum mála- vöxtum. Fer það i megin- dráttum hér á eftir. — 1 upphafi langar mig til að biðja þig að lýsa gerð loftbelgs- ins /allitarlega. Belgurinn sjálfur er úr plasti, nánar tiltekið polyetylen,(sem er eitt af hinum fjölmörgu plastteg- undum) og er það 0,15 mm áþykkt. Má geta þess, að það er helmingi þykkara en það plast, sömu teg- undar, sem notað er i þrýsti- belgjum. Þessir þrýstibelgir eru notaðir við veðurathuganir og innihalda margra kilóa þrýsting. Og gagnstætt þvi, sem er hjá okkur, er farmurinn (ýmis tæki) hengdur beint i belginn sjálfan. betta plast okkar er framleitt af fyrirtæki i Bretlandi,og fengum við það i ræmum, tveggja metra breiðum. Alls keyptum við um 350 metra af plastinu eða 700 fer- metra. — Er belgurinn styrktur eitt- hvað frekar? — Já, svo erum við með net yfir öllu saman. Þetta eru ýsunet með um 10 cm möskva. Er það um 18 metra á lengd og 37 metra á breidd. Ég hef unnið við netagerð áður og setti það saman, saumaði og gekk frá þvi sjálfur. bað þekur allan belginn og á neðan, þar sem það kemur saman, er þræddur i gegn kaðall. A þennan kaðal „splæsti” ég siðan 18 að- skilda kaðla um eða undir 15 metra löngum. Endar þeirra eru siðan festir við stálhring, burðarhring úr stálpipu, sem er 2,70m, i þvermál. úr hringnum koma 8 kaðlar niður i fjögur horn á körfunni, tveir i hvert horn. beir verða að likindum um tveir metrar á lengd. Allt eru þetta nælonkaðlar, 22 mm að þykkt. beir eru mjög sterkir og þola fleiri tonn og eru notaðir einfaldir m.a. til að draga bila. Við höfum þetta þannig til að dreifa þrýst- ingnum sem mest á hringinn, svo að ekki komi spenna á hann. — Hvernig eru svo plast- ræmurnar limdar saman? — Við limum jaðrana saman með sérstöku limi, en svo notum við einnig limband, 5 cm á breidd, yfir samskeytin báðum megin á dúknum. Þetta limband er afar- sterkt, svo sterkt, að með þvi að nota það aðeins öðrum megin, þá rifnar fyrr plastið, þótt sterkt sé, ef tekið er á. Reiknum við með að hafa notað um kilómetra af þessu limbandi. — Og lögun belgsins. Eftir hvaða formúlu hafið þið fariö þar? — Fyrst teiknuðum við belginn og gerðum áætlun um stærð hans, en reyndar stækkaði hann siðar mikið, unz hann var kominn upp i það, sem hann er núna. Upphaflega hugmyndin var, aö hann bæri aðeins tæki. Þá kom fram hugmynd um, að hann bæri einn mann, og þvi þá ekki að gera hann bara að þriggja manna fari. Það eru til ýmsar gerðir belgja.og við völdum eina þeirra. Þessi gerð er þannig, að efst er hálf- kúla, siðan kemur sivalningur, þ& byrjun á hálfkúlu, en keila neöst. Til að fá sem réttastan hring þarf sem flesta fleti. 1 okkar belg eru ræmurnar um eitt hundrað. Belgurinn er um 700 fermetrar, hæðin frá botni körfunnar og upp á topp belgsins um 30 metrar (svipað og turn Landakots- kirkju), þvermál belgsins, þar sem hann er breiöastur, er 12 m og ummálið 37 m. Rúmmálið er um 1500 m. — Er ekki mikill ventlabúnaður á öllu saman? — Efst á toppi belgsins verður tvöfaldur útstreymisventill með siu á milli. Hann verður að sjálf- sögðu að vera efst og snúa upp, þar sem vetnið i belgnum er léttara en andrúmsloftið og leitar þvi upp. Þá verður þrýstingurinn og að vera meiri i belgnum en fyrir utan, svo að vetnið komist út. Sian þjónar þeim til- gangi að hindra,að súrefni komist inn i belginn eða minnka alla vega það magn, en þannig verður eldhættan minni. Við hönnum þessa ventla sjálfir, og hef ég aldrei vitað til, að búnir hafi verið til slikir ventlar áður. Það hefur Texti: Steingrímur Pétursson Myndir: Gunnar Andrésson aldrei verið talin þörf á þvi að hafa nema einfaldan ventil, þannig að þegar opnað er streymi gasið beint úr. Til þess að auka enn öryggið hafði ég hann tvö- faldan, svo að það ætti ekki að vera nein hætta með útstreymið. Ventillinn sjálfur er úr krossvið og blikki.og úr honum verður band niður i körfuna, þannig að hægt verður að stjórna honum þaðan. Okkur hefur einnig dottið i hug að hafa litið rautt ljós uppi á toppi belgsins, ef til þess kæmi, að við lentum i myrkri'. Neðst á belgnum verður háls, þar sem við höfum aðstöðu til að setja gasið á hann og einnig út- búnaður til þess að við getum hreinsað sem mest súrefni úr belgnum. Þá ber einnig að geta eins stórs neyðarstykkis á belgnum, en ég kem að þvi siðar, Gasið í loftbelgnum — Viltu nú ekki segja mér nánar frá gasinu, sem þið notið, hvaðan þið fáið það og hvernig það verður sett á belginn. — Gasið fáum við i Aburðar- verksmiðjunni i Gufunesi.og er það blanda af tveim loftteg- undum, 75% vetni (Hydrogen) og 25% köfnunarefni (Nitrogen). Við fáum kúta hjá Rafveitunni ,og verður tappað á þá uppi i Aburðarverksmiðju, og þeir siðan fluttir á bilum upp á Sandskeið, þar sem gasinu veröur dælt á belginn. Aður en það verður, þurfum við að ná sem mestu af súrefni út belgnum. Annað hvort gerum við það með þvi, að koma af stað bruna og eyða þannig súr- efninu, eða að við eyöum þvi með sérstöku efni. Verður sett bæði köfnunarefni og helium i belginn til að lyfta honum,áður en súr- efnishreinsunin fer fram. Siðan dælum við gasinu i belginn að þvi marki, sem við höfum hugsað okkur. Við höfum reiknað ná- kvæmlega út, hve marga kúta þarf að tæma i belginn, en ætlunin er að fylla hann ekki. Hálfur á hann að vera fær um að gegna sinu hlutverki. — Hver er þungi loftbelgsins, með farmi og öllu.áætlaður? — Við verðum þrir áhöfnin, og með öllum útbúnaði, fallhlifum o.fl. gæti þyngd hvers orðið um 150 kg. Þar eru komin 450 kg. Belgurinn með neti og fleiru gæti orðið ein 100 kg, karfan með öllum útbúnaði annað eins. Þá eru kominn 650 kg, það er þunginn, sem hann gæti mestur orðið. Við þessa tölu bætist svo ballestin, fræ, áburður og eitt- hvað af sandi, og auk þess akkeri og vir niður úr körfunni. Akjósan- legt væri, að þessi þungi yrði um 100 kg. Útbúnaðurinn uppi á Sandskeiði verður þannig, að hægt verði að hleypa á úr minnst, tveim kútum i einu, og verður áfylling hafin daginn áður en við leggjum upp, en hún tekur vafalaust nokkra tima. Smám saman mun svo belgurinn þenjast út og lyftast, unz réttu magni er náð, en hann verður festur við jörð með köðlum. Þegar haldið verður upp og við áframhaldandi siglingu, munum við svo beita ballestinni og ventlinum við að stjórna hæðinni. Verður band úr út- streymisventlinum niður i körf- una, eins og áður segir, þannig að öll stjórntæki verða handhæg. Enda væri annað ekki hægt, þar sem bilið milli körfu og ventils verða að likindum einir 28 metrar Gerð körfunnar — Þið hafið vitanlega valið eins léttan efnivið i körfuna og unnt var? — Grind körfunnar er öll úr áli. Botnflöturinn er fjórir fermetrar, 2x2 metrar, og hæðin 2,30 metrar. Botninn verður styrktur með þverslám (eins og sjá má á með- fylgjandi mynd), en vert er að taka fram, að verkfræðingur hefur farið yfir alla gerð körf- unnar, styrkleikann og hvernig kraftarnir liggja i henni, þannig að það á að vera i bezta lagi. Botninn verður klæddur álplötum og eins veggirnir upp i 1,20 m hæð. Botninn og veggirnir verða siðan klæddir svampi og auk þess verður ábreiða i botninum. Þessi útbúnaður er nauðsynlegur vegna hins mikla kulda málms- ins, þegar komið er upp i mikla hæð. Þá er áætlað að klæða þakið einhverju eldvarnarefni, t.d. asbesti, og á bilinu milli lág- veggjanna og þaks verður að likindum þunnt plast, vegna roks- ins. Reynt veröur aö hafa öryggisbúnaðinn sem mestan og beztan. Vart þarf að taka fram, að loft- sigling sem þessi getur verið hið mesta hættuspil. Hvaða ráð- stafanir hafið þið gert til að tryggja öryggi ykkar sem bezt? — Að öllum likindum fáum við fallhlifar hjá Varnarliðinu og einnig sérstaka þurrbúninga, flugmannabúninga, sem ekki geta blotnað og halda manni á floti i sjó og vatni. Þvi fylgja sér- stakir skór, vettlingar og hjálmur. Viö munum hafa björgunarfleka, litinn fyrir- ferðar. Það er bezt að taka það strax fram, að við munum hafa og höfum haft náið samstarf við Varnarliðið og Varnarmála- deildina, Flugþjónustuna og fleiri aðila. Þau tæki og sá útbúnaður, sem hér er sagt frá, eru ekki fengin ennþá, en frá þvi verður HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN RlKISINS Mmifsm 2IA OG 3JA HERBERGJA IBUÐIR TIL SÖLU 90 SÖLUÍBÚÐIR Auglýstar eru til sölu 90 ibúðir, sem verið er að byggja á vegum Framkvæmdanefndar byggingaáætlunar i fjölbýlishúsum við Gyðufell, 12-16 og Iðufell 2-12 i Reykjavik. Eru ibúðir þessar tveggja og þriggja herbergja. Þær verða seldar fullgerðar (sjá nánar i skýringum með umsóknunum) og afhentar þannig á timabilinu júni -september 1973. Kost á kaupum á ibúðumþessum eiga þeir, sem eru fullgildir félagsmenn i verkalýðsféiögum (innan A.S.l.) svo og kvæntir/giftir iðnnemar. Brúttóflatarmál 3ja herbergja ibúðanna (með hlut i stigahúsi og einkageymslu) er 80,7 fermetrar og áætlað verð þeirra er kr. 1.640.000,-. Brúttóflatarmál 2ja herbergja ibúðanna (með hlut i stigahúsi og einkageymslu) er 65,5 fermetrar og áætlað verð þeirra er kr. 1.320,-. 3ja herbergja ibúðirnar eru 54 talsins og 2ja herbergja ibúðirnar eru 36 talsins. Þeim er hyggjast sækja um kaup á 4ra herbergja ibúðum skal bent á, að þær verða auglýstar til sölu fyrri hluta næsta árs. GREIÐSLUSKILM ALAR: Greiðsluskilmálareruiaðalatriðum þeir, að kaupandi skal, innan 3ja vikna frá þvi að honum er gefinn kostur á ibúðarkaupum, greiða 5% af áætluðu ibúðarverði. Er ibúðin verður afhent hon- um skal hann öðru sinni greiða 5% af áætluðu ibúðarverði. Þriðju 5% greiðsluna skal kaupandi inna af hendi einu ári eftir að hann hefur tekið við ibúðinni og fjórðu greiðsluna skal hann greiða tveim árum eftir að hann hefur tekið við ibúðinni. Hverri ibúð fylgir ibúðarlán stofnunarinnár til 33ja ára, er svarar til 80% af kostnaðarverði. Nánari upplýsingar um allt, er lýtur verði, frágangi og söluskil- málum er aðfinna i skýringum þeim, sem afhentar eru með um- sóknareyðublöðunum. Umsóknir um ibúðarkaup eru afhentar i Húsnæðismálastofnuninni. Umsóknir verða að bcrast fyrir kl. 17 hinn 8. desember n.k. Reykjavik, 8. nóvcmber 1972, Uúsnæðismálastofnun rikisins. HÚSNÆÐISMALASTOFNUN ríkisins LAUGAVEGI77, SlMI 22453

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.