Tíminn - 12.11.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.11.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Sunnudagur 12. nóvember 1972 42-45% kauphækkun og 25-30% kaupmáttaraukning Kaupmáttur dagvinnutímakaupsins síðan 1959 Grein þessari fylgja tvö linurit, sem segja athyglisveröa sögu — um kaupmátt dagvinnukaups Dagsbrúnarmanna á árunum 1959- 62, miðaö við 2. taxta Dags- brúnar. Sé miðað við krónutölu kaupsins annars vegar og fram færsluvisitölu hins vegar, kemur i ljós, að kaupmáttur timakaupsins hefur aðeins verið 7% meiri árið 1970, sem var siöasta heila stjórnarár „viðreisnarinnar”, en hann var 1959, sem var siðasta árið áður en „viðreisnarstjórnin” kom til valda. Þess munu ekki finnast dæmi i nálægum löndum, að kaupmáttaraukning tima- kaups hai'i ekki orðið nema 7% á þessum tima. Þó litur þetta enn verr út, ef miðað er við visitölu vöru og þjónustu, en af mörgum ástæðum er réttara að miða við hana i þessu sambandi en við framfærsluvisitöluna. Þá litur dæmið þannig út, að kaupmáttur dagvinnutimakaupsins var 11.2% minni 1970 en hann var 1959 og 5.6% minni á árinu 1971. Það er fyrst á þessu ári, sem hann verð- ur meiri, eða 12.5% meiri en hann var 1959. 011 ,,viðreisnar”árin 1960- 70hefur hann verið minni en hann var, þegar „viðreisnar”- stjórnin kom til valda, ef miðað er við visitölu vöru og þjónustu. Mikið áfall Framangreindar tölur leiða það glöggt i Ijós, að hin mikla aukning þjóðartekna á þessum árum hefur ekki fallið verka- mönnum eða öðrum. láglauna- stétlum i hlut. Hun hefur farið annað vegna þeirrar braskstefnu, sem þá var rikjandi. Þetta sýnir lika vel, hvilikt áfall það hefur verið fyrir verkalýðsstéttirnir, að vinstri stjórnin féll haustið 1956. Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn notuðu sér strax tækifærið eftir að þeir voru búnir að koma fram kjör- dæmabreytingunni með tilstyrk Alþýðubandalagsins, til að lækka kaupið og þrengja hag verkalýðs- stéttanna á annan hátt. Þrátt fyrir hörðustu varnarbaráttu verkalýðssamtakanna, varð kaupmáttúr timakaupsins minni öll „viðreisnarárin”, ef miðaö er /iö visitölu vöru og þjónustu, en íann var 1959. Og þetta gerðist á aeim tima, þegar þjóðar- lekjurnar jukust meira en nokkru sinni fyrr. Svona gifurlegt tjón varð verkalýðnum það áfall, sem hlauzt af falli vinstri stjórnarinnar 1958. Varnar- baráttan 1 Fréttabréfi Kjararannsóknar- nefndar frá þvi ágúst 1971 er að tinna glöggt yfirlit um þá varnar- baráttu. sem verkalýðssamtökin urðu að heyja á árunum 1960-70, án þess þó að geta tryggt sama kaupmátt dagvinnutimakaups og á árinu 1959. Samkvæmt þessu yfirliti var tala vinnustöðvana á þessum ár- um, sem hér segir: 1960 3 vinnustöðvanir 1961 70 1962 24 1963 66 1964 4 1965 66 1966 23 1967 60 1968 67 1969 137 ” ' 1970 68 Tapaðir vinnudagar vegna verkfalla urðu sem hér segir á þessum árum: 1960 680 1961 278.437 1962 99.982 1963 206.773 1964 10.441 1965 84.469 1966 5.254 1967 18.171 1968 221.939 1969 149.843 1970 303.743 Samtals hafa tapaðir vinnu dagar vegna verkfalla numið 1.378.732 á þessum eilefu árum.og er það algert heimsmet i verkföll- um á þessum tima samkvæmt skýrslum Alþjóðlegu vinnumála- stofnunarinnar, þegar miöaö er viö ibúatölu. Þó eru ekki taldir hér hinir fjölmörgu töpuðu vinnu- dagar, sem hlutust óbeint af verkföllunum, þ.e. tapaðir vinnu- dagar hjá þeim, sem ekki tóku beinan þátt i þeim, en urðu að fella niður vinnu vegna þeirra. Þrátt fyrir þessa hörðu varnar- baráttu verkalýðssamtakanna á „viðreisnarárunum” 1960-70, tók- st ekki að halda óbreyttum kaup- mætti dagvinnutimakaupsins hjá verkamönnum. Þvert á móti var hann 11.2%, minni árið 1970 en 1959, þegar miðað er við visitölu vöru og þjónustu. Slikt varð tjón verkalýðsins af þvi, að vinstri sljórnin varð að fara frá völdum haustið 1958. Bylting Aðurnefnd linurit sýna, að al- ger umskipti hal'a orðið i þessum málum með valdatöku núv. rikis- stjórnar. Sé miðað við visitölu vöru og þjónustu.er kaupmáttur dagvinnutimakaupsins nú 112.5 stig, ef kaupmátturinn 1959 er merktur með tölunni 100. Hins vegar varð meðaltal kaupmáttar dagvinnutimakaups á árinu 1971 ekki nema 94.2 stig og árið 1970 ekki nema 88.8 stig. Knnþá meiri verður þessi mun- ur þó, ef miðað er við frarhfærslu- visilöluna. Sé kaupmáttur dag- vinnutimakaupsins á árinu 1959 merktur með tölunni 100, er hann nú 135.1 slig, en var til jafnaðar á árinu 1971 114.2 stig og til jafnað- ar á árinu 1970 107 stig. Þannig er ekki ofmælt, þó að sagt sé, að alger bylting hafi orðið i þessum efnum með tilkomu núv. rikisstjórnar. svo stórkostlega hefur kaupmáttur dagvinnutima- kaupsins aukizt. 42-45% kauphækkun Það sést enn betur, að rétt er að tala um byltingu i þessum efnum, þegar borinn er saman kaup- máttur dagvinnutimakaupsins 1. júli 1971 og 1. júli 1972. Þá sést sú kaupmáttaraukning, sem hefur orðið siðan núv. rikisstjórn kom til valda. en i framangreindum samanburði hel'ur verið miðað við meðaltal ársins 1971, en það er mun hærra en kaupmátturinn var 1. júli 1971. þar sem kaup hækkaði siðustu mánuði ársins. Fyrst er þá að bera saman dag- vinnutimakaupið eins og það var 1. júli 1971 og 1. júli 1972. Sá samanburður litur þannig út og er miðað við 3 helztu taxta Dags- brúnar. 1. júli 1971 1. júli 1972 Hækkun 2. taxti 79.60 115.10 44.6% 3. taxti 82.05 116.60 42.1% 4. taxti 83.15 118.00 41.9% Samkvæmt þessu hefur kaupið hækkað i aðaltöxtum Dagsbrúnar um 42-45% á timabilinu 1. júli 1971 til 1. júli 1972. Þetta er meiri kauphækkun en nokkuru sinni hefur orðið hjá láglaunafólki á einu ári. 25-30% kaupmáttaraukning Þá er að athuga þá kaup- máttaraukningu, sem orðið hefur hjá verkamönnum. Á umræddum tima 1. júli 1971 til 1. júli 1972 hækkaði fram- færsluvisitalan úr 155 stigum i 170 stig eða um 9.7%.Samkv. þvi hef- or kaupmáttur dagvinnutima- kaups annars taxta aukizt um 31.8%, þriðja taxta um 29.6% og fjórða taxta um 29.4%. Segja má þvi, að kaupmáttaraukningin sé jm 30%), ef miðað er við fram- færsluvisitölu. Á þessum sama tima hefur visi- lala vöru og þjónustu hækkað úr 162 stigum i 184 stig, eða um 13.6%). Samkvæmt henni hefur kaupmáttur dagvinnutimakaups annars taxta hækkað um 27.3%, þriðja taxta um 25.1% og fjórða taxta um 24.9%. Segja má þvi, að samkvæmt visitölu vöru og þjón- ustu sé kaupmáttaraukningin um 25%. Takmarki náð Eins og kunnugt er, var þvi lýst yfir i stjórnarsáttmálanum, að rikisstjórnin teldi mögulegt með nánu samstarfi launafólks og rikisstjórnar að auka i áföngum kaupmátt launa verkafólks, bænda og annars láglaunafólks um 20% á næstu tveimur árum og muni hún beita sér fyrir þvi, að þvi marki verði náð. Samkvæmt framansögðu hefur þessu marki þegar verið náð i sambandi við verkafólk, en bændur hafa fengið kaup sitt hækkað með hliðsjón af þvi. Fiskverð til sjómanna hefur verið hækkað um 50% siðan núv. rikisstjórn kom til valda. Það liggur vitanlega i augum uppi, aö þetta hefur þvi aðeins náðst, að gengið hefur verið nærri atvinnurekstrinum. 42-45% kaup- hækkun á einu ári eykur að sjálf- sögðu rekstrarkostnað atvinnu- veganna og verður að sjálfsögðu tilfinnanlegra, þegar við bætist aflabrestur og óhagstæðar gengisbreytingar erlendis. Þess vegna er nú lika þannig komið, að gera verður sérstakar ráðstafan- ir til að tryggja atvinnurekstur- inn. Takmarkið i efnahagsmálum nú er þvi jöfnum höndum að tryggja afkomu atvinnuveganna og að treysta þá kaupmáttar- aukningu, sem náðst hefur á fyrsta valdaári núv. rikis- stjórnar. Víti til varnaðar Það hefur verið áréttað i ályktunum ýmissa verkalýðs- samtaka að undanförnu, að ekk- ert skipti nú meira máli ásamt þvi að tryggja kaupmáttaraukn- inguna, en að viðhalda nægri at- vinnu. Mikilvægi þessa skilja menn bezt með þvi að rifja upp atvinnuleysið, sem hlauzt á sið- asta kjörtimabili af völdum gengisfellingarstefnunnar. Sam- kvæmt áðurnefndu fréttabréfi Kjararannsóknanefndar námu tapaðir vinnudagar vegna at- vinnuleysis á árunum 1968-71 sem hér segir: 1968 269.500 1969 589.500 1970 333.700 1971 (jan.-jún.) 116.570 Raunverulega varð atvinnu- leysið á þessum árum miklu meira en þessar tölur gefa til kynna, þvi að fjarri fór þvi, að all- ir, sem voru atvinnulausir i skemmri eða lengri tima, létu skrá sig. Atvinnuleysið, sem varð á þess- um árum sökum rangrar stjórnarstefnu, er vissulega viti til varnaðar. Hörmungarsaga þessara ára. sem birtist i at- vinnuleysi og verkföllum, má ekki endurtaka sig. Til þess hefur þjóðin falið núv. stjórnarflokkum völdin.^að hún ætlast til, að þeir komi i veg fyrir það. En til þess að svo geti orðið,þarf samstarf rikisvalds og stéttarsamtaka. Vinstra samstarf Stjórnarandstöðublöðin leggja nú mikið kapp á þann áróður, að við mikinn vanda sé að fást i efnahagsmálunum og reki hann rætur til þess, að láglaunastéttum og millistéttum hafi verið skammtað of riflega. Við öðru er vitanlega ekki að búast frá Jó- hanni. Geir og Gylfa. Vissulega er vandinn talsverður, en hvergi nærri óyfirstiganlegur. Til þess að sigrast á honum, þarf fyrst og fremst samstilltan hug þeirra, sem vilja treysta hlut alþýðu og millistétta. en eitt grundvallar- skilyrði þess er sæmileg afkoma atvinnuveganna og næg atvinna. Sé þessi hugur fyrir hendi, þarf engu að kviða. 1 Mbl. og Visi er enn einu sinni farið að hlakka yfir sundurlyndi ihaldsandstæðinga. Áreiðanlega er þaö þó of snemmt. Þeir, sem hafa unnið að þvi með góðum árangri á undangengnu ári að bæta hlut láglaunafólks og milli- stétta, munu ekki hlaupast frá þvi verki. þegar sizt gegnir. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.