Tíminn - 12.11.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 12.11.1972, Blaðsíða 15
Sunnudagur 12. nóvember 1972 TÍMINN 15 Haukur Sævaldsson verkfræðingur: Nýr íslenzkur stóratvinnuvegur SUNNUDAGUR 12. nóvember 1972 17.00 Endurtekið efni. ,,Ein er upp til fjalla"Fræðslumynd um rjúpuna og lifnaðarhætti hennar, gerð af Ósvaldi Knudsen. Þulur og textahöf- undur dr. Finnur Guð- mundsson. Ljóðalestur Þorsteinn ö. Stephensen. Tónlist Magnús Blöndal Jó- hannsson. Áður á dagskrá 17. september s.l. 17.25 Carl Wolfram þýzkur visnasöngvari kynnir gamla söngva og gömul hljóðfæri i sjónvarpssal. Þýðandi Óskar Ingimarsson. Áður á dagskrá 30. ágúst s.l. 18.00 Stundin okkar. 1 þættin- um er rabbað um seli og sýndar ljósmyndir og kvik- myndir af þeim. Einnig er flutt gömul þjóðsaga og lesið kvæði um seli. Þá verður sýnt , hvernig búa má til grímur á einfaldan hátt, og loks kemur þáttur úr myndaflokknum um Linu Langsokk. Umsjónarmenn: Ragnheiður Gestsdóttir og Björn Þór Sigurbjörnsson. 18.50 Enska knattspyrnan 19.40 Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 island, sönnun á land- rekskenningunni? Kvik- mynd eftir þýzka kvik- myndagerðarmanninn Hans-Ernst Weitzel um jarðfræði Islands og rök þau, sem hér er að finna fyrir kenningunni um rek meginlanda. Þýðandi Kristján Sæmundsson. Þulur Jóhann Pálsson. 21.00 Elisabet I. Framhalds- leikrit frá BBC. Lokaþáttur. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. Efni 5. þáttar: Eftir af- töku Mariu Stúart magnast mjög hatur kaþólskra Evrópumanna i garð Englendinga. Filippus II Spánarkonungur, sem lengi hefur gælt við hugmyndina um árás á England, lætur nú loks til skarar skriða og sendir flota sinn áf stað. En flotinn er illa undir herför- ina búinn. Mikill hluti skip- anna týnist i óveðri, en Englendingar sjá fyrir hin- um. Elisabetu berst and- látsfregn Leicester lávarð- ar, sem henni var forðum manna kærastur, en stjúp- sonur hans, Essex jarl, er kominn til mikillar virð- ingar við hirðina. 22.30 Að kvöldi dags.Sr. Árni Pálsson flytur hugvekju. 22.40 Dagskrárlok. MÁNUDAGUR 13. nóvember 1972 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Bókakynning Eirikur Hreinn Finnbogason, borgarbókavörður getur nokkurra nýútkominna bóka. 20.40 Mannheimur i mótun. Franskur fræðslumynda- flokkur. ,,I páfans sal” Mynd um Vatikanið og lif þeirra, sem búa innan marka Páfarikisins. Þýð- andi og þulur Dóra Hafsteinsdóttir. 21.25 Kátir söngvasveinar. Bandariskur skemmtiþátt- ur. Kenny Rogers og „Frumútgáfan” leika og syngja. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 21.50 Erfiðir dagar. Sænskt sjónvarpsleikrit eftir Evu Norman. Leikstjóri östen Braathen. Leikendur Christina Schollin, Anders Nyström og Rolf Skoglund. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. Leikurinn fjallar um hjón, sem taka ungan eitur lyfjaneytanda inn á heimili sitt, og hyggjast leiða hann á betri veg. I fyrstu gengur allt vel, en siðar vaknar sú spurning, hvort pilturinn sé fremur þangaö kominn til að njóta hjálpar eða veita hana. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 22.55 Dagskrárlok. Einhver þýðingarmesta iðn- grein meðal háþróaðra iðnaðar- þjóða er stálframleiðsla. Fram á siðari ár var stálframleiðsla að mestu bundin við þau lönd, þar sem járngrýti og kol fannst i jörðu og hrájárnið framleitt i svo- kölluðum háofnum. Eftir að stálnotkunin jókst til mikilla muna um allan heim og járnúrgangur (brotajárn) fór að verða verulegur, skapaðist það vandamál, aö fjarlægja þurfti brotajárnið, en samtimis var það ljóst, að ódýrara hlaut að veraað endurvinna stál úr brotajárninu en að grafa hráefnin úr jörðu með ærnum tilkostnaði. Endur- bæta þurfti þó tæknilegan búnað til þess að hagkvæmt væri að endurnýta brotajárnið. Sú við- leitni leiddi til þess,að stórkost- legar framfarir hafa orðið á tæknilegri þróun ljósbogaofnsins (sem hefur rafmagn sem orku- gjafa), steypingaraðferðum á stálinu og völsun þess. Jafnframt þessari tækniþróun hefur brota- járnsiðnaðurinn (söfnun þess og vinnsla) orðið viða um heim þýðingarmikil atvinnugrein og undirstaða stáliðnaðarins i löndum, sem engin náttúrleg hráefni til stálgerðar hafa. Bætt samgöngutækni og hin full- komna tækni hinna svokölluðu dvergstálgerða (mini-mills) hefur leitt til þess,að þjóðir, sem áður höfðu engan stáliðnað, framleiða nú orðið milljónir smálesta af stáli, sem flutt er út um allan heim, þótt megnið af hráefninu sé innflutt. Fram- leiðsla þessara þjóða á stáli hefur orðið til þess.að þar hefur þróazt margs konar iðnaður, sem hagnýtir framleiðslu stálgerð- anna. Ekki er lengur um það deilt, að lifsnauðsynlegter fyrir Islendinga að stórauka iðnað á næstu árum, og er raunar þegar hafinn undir- búningur á auknum virkjunar- framkvæmdum til hagnýtingar raforku, sem er undirstaða iðnaðarins. Þótt nú þegar sé unnið að undirbúningi ýmissa iðnaðarfyrirtækja, er’þó íjóst, að sem flestum stoðúm verður að renna undir eflingu iðnaðarins. Það hefur löngum háð islenzkum iðnaði, að innanlands- markaður er þröngur, en mikið fjármagn þarf til uppbyggingar markaða erlendis og þvi erfitt að koma á fót iðnaði i nægilega stórum og heppilegum einingum, þannig að samkeppnisfær væri um verð og gæði. Við lslendingar notum mjög mikið af steinsteypu til mann- virkjagerðar og þar af leiðandi mjög mikið af steypustyrktar- stáli, sem allt er flutt inn erlendis frá. Er möguleiki fyrir okkur að framleiða eigið steypustyrktar- stál úr innlendu brotajárni á sam- keppnisfæru verði og samtimis læra hina nýju iðngrein, þannig að eftir tiltölulega skamman tima gætum við verið.tilbúnir til átaka á stærri vettvangi og hafið út flutningsframleiðslu i stórum stil? Þessu leyfi ég mér að svara hiklaust játandi. Stálfélagiö h/f og starfsemi þess. Stálfélagið h/f er undirbúnings- félag, sem hefur það markmið að kanna, hvort hagkvæmt er að reisa hér verksmiðju til fram- leiðslu á steypustyrktarstáli og nýta til þess efni sem aðalhráefni. Þessum athugunum er nú lokið, og eru niðurstöður mjög hag- stæðar að dómi forráöamanna Stálfélagsins. Stofnkostnaður verksmiðj- unnar er áætlaður 350 milljónir króna að viðbættu rekstursfé 35 milljónum króna. Innlendur markaður fyrir verk- smiðjuna er áætlaður árið 1975 eftirfarandi: Steypustyrktarstál 10.000 tonn, söluverð 175 millj.kr. Vir til naglaframl. 1.000 tonn söluverð 15 millj.kr. Minni stálprófilar 1.000 tonn söluverð 17 millj.kr. Markaður alls 12.000 tonn, söluverð 207 millj.kr. Gjöld eru áætluð eftirfarandi: Fjármagnskostnaður ....................56.0 millj.kr Vinnulaun ....................37.5 millj.kr. Innlent brotajárn 11.500 tonn ....................26.0 millj.kr. Innflutt brotajárn 2.300 tonn ....................8.0 millj.kr. Innflutt hráefni og rekstrarv. ................. .31.5 millj. kr. Orka...............11.0 millj. kr. Annar kostnaður .. .. 6.0 millj. kr. Gjöldalls.........176.0 millj. kr. Hagnaður af rekstri verk- smiðjunnar myndi þvi nema um 31.0 millj. króna fyrir skatta. Eins og sjá má af sölutekjurti, er heildarmarkaðurinn af unnú stáli aðeins áætlaður um 12.000 tonn. Er þvi hér um aö ræða verk- smiðju, sem aðeins framleiðir litið brot af þvi, sem æskilegt er talið af stálverksmiðju, jafnvel þótt um dvergstáigerð sé að ræða, en algengust ársafköst þeirra er- lendis eru 100-150 þúsund tonn. Astæðan fyrir þvi, að mögulegur er rekstur svo litillar stálgerðar hérlendis, er sú, að innflutnings- tollar á steypustyrktarstáli gera það að óvenju verðmikilli vöru. Að visu minnka þessir tollar verulega, ef framleiðsla steypu- styrktarstáls hérlendis yrði hafin, og hverfa algerlega árið 1980, en gert er ráð fyrir, að aukin hagnýting vélakosts með stærri markaði þá muni vega upp þá tekjurýrnun, sem tollinum nemur. Þessi niðurstaða Stálfélagsins leiöir i ljós, að við tslendingar getum innleitt hina nýju fram- Framhald á bls. 19 Þarna er óiiýtuni bilum hrúgað saman. Frystiskápar og kistur í úrvaii frá Bauknecht * Fljót og örugg frysting. * Öruggar og ódýrar í rekstri. * Sérstakt hraðfrystihólf. * Einangraðar ad innan meö áli. . * Eru meö inniljósi og læsingu. * 3 öryggisljós.sem sýna ástand tækisins og margir fleiri kostir. Greidsluskilmálar eða staðgreiðsluafsláttur. Leitið upplýsinga strax. (Baukn b cht veit hvers konan þarfnast o O Samband íslenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Ármúla3 Reykjavík sími 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.