Tíminn - 14.11.1972, Side 1

Tíminn - 14.11.1972, Side 1
IGNIS KÆLISKÁPAR RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIÐJAN SIMI: 19294 2>Jió£éa4vé6xA. Á./ RAFTÆKJADEILD Hafnarslræti 23 Simar 18395 & 86500 ■- W - S.S.I. hefur farið fram á niðurfellingu skemmtana- og söluskatts vegna einvígisins I>ó—Reykjavik. Timaritið Frjáls verzlun birtir i siöasta hefti sinu stutta grein, seni nefnist „Verður milljón króna gróði af einviginu?” 1 rit- inu segir, að margt bendi til þess, að gróði verði af einviginu þegar allt komi til alls, en það muni kannski taka Skáksambandið nokkur ár að innheimta allar tekjur af cinviginu. Er nefnt sem dæmi tekjur af bókaútgáfu og segulmögnuðum tafimönnum, sem norskt fyrirtæki framleiðir sem ferðatafl. Þá eru tekin dæmi um fyrirtæki og einstaklinga á tslandi, sem hafa haft tekjur af einviginu. T.d. er sagt, að fyrirtækið, sem setti upp myndvörpuna góðu, hafi sett upp litlar 3 milljónir. Þá er sagt, að Póstur og simi hafi haft 30 milljónir i tekjur þann tima, sem einvigið stóð.eingöngu vegna ein- vigisins. Sagt er, að pósturinn hafi krafizt þess, að Skáksam- bandið borgaði uppsetningu á innréttingum vegna pósthúss i Laugardalshöllinni og borgaði kaup næturvarðar, sem settur var til að gæta tækjabúnaðar Landsimans i höllinni. Vegna þessa snerum við okkur til Guðmundar G. Þórarinssonar, forseta Skáksambands lslands, og s'purðum hann, hvort þessar fullyrðingar væru réttar. Guðmundur kvað margt af þessu vera rétt, og bætti þvi við, að það væru yfirleitt ekki neinir smáreikningar, sem Skáksam- bandinu bærust vegna einvigis- ins. Hann sagði, að það væri rétt að Skáksambandið hefði tekjur af umræddu ferðatafli. Taflið hefði verið selt viða um heim. t taflinu væri mynd af einviginu, sem væri Framhald á bls. 19 UMTALSVERÐAR KUFISK- VEIÐAR í UPPSIGLINGU Það er limt og limt af kappi á loftfarsverkstæðinu, og skortir þar ekki aðstoðarmenn. Hér á myndinni eru þeir Ágúst Harðarson og Ágúst Gunnarsson að verki. LOFTFARIÐ AO VERÐA FLUGFÆRT Stp—Reykjavík I gærkvöldi átti fréttamaður stutt tal við tvo af þeim loftbelgs- mönnum, þá Holberg Másson og Garðar Gislason, til þess að vita, hvað framkvæmdum liði. Kváðust þeir hafa gengið á milli fyrirtækja i gær og reynt að gartgá endanlega frá málum i sambandi við kostnaðarhliðina. Mátti segja, að fengist hefði loforð um stuðning frá fáeinum fyrirtækjum. Nokkur fyrirtæki hefðu sýnt áhuga á þvi að auglýsa á belgnum og eitt þeirra hefði þegar sent verðtilboð. — Þá höfum við verið að athuga nánar um skilyrði, sem opinberir aðilar setja. Viljum við taka fram, að flugmálastjóri hefur sérstaklega' sýnt okkur lipurð og viljað allt fyrir okkur gera. Einnig viljum færa verzlun- inni Optik þakkir fyrir að útvega okkur sérstök hlifðargleraugu. Við höfum haldfö áfram af fullum krafti við loftbelginn og verður hann tilbúinn til gasá- fyllingar á morgun (þ.e. þriðju- dag ). Einnig er karfan að verða tilbúin. Þá kváðust þeir myndu reyna að ganga frá sem mestu af hinum opinberu málum, svo og öllu i sambandi við öryggistækin. En ef i Framhald á bls. 19 Vonir eru að glæðast um það, að kúfiskveiðar verði stundaðar i vaxandi mæli á komandi árum, þar sem markaður virðist fyrir Landhelgisviðræðurnar: Einar og Lúðvík ræða við Breta ÞÓ—Reykjavik Rikisstjórn islands hefur tjáð rikisstjórn Bretlands, að hún sé fús til viðræðna um landhelgis- málið, og er nú aðeins eftir að ákveða hvar og hvenær þessar viðræður fari fram. Einar Ágústsson utanrikisráð- herra tjáði blaðinu i gær, að fyrir hönd rikisstjórnarinnar myndu hann og Lúðvik Jósefsson sjávar- útvegsmálaráðherra ræða við Breta. Þá er verið að leita að dag, sem hentar báðum þjóöunum vel, og um leið verður athugað, hvort viðræðurnar fari fram i Reykjavik eða Lundúnum. kúfisk vestan hafs, og verður sýnishorna aflað til þess að senda á markað. — Hafrannsóknarstofnunin hefur nú i þrjár vikur haft bát, Jón Bjarnason, við leit að hörpudiski hér i Faxaflóa, sagði Hrafnkell Eiriksson, fiskifræð ingur, en hvort tveggja er, að illa hefur viðrað og litið fundizt. En nú er komið gott veður, og nú verður byrjað að leita að kúfiski, og við gerum okkur rökstuddar vonir um, að sú leit beri betri árangur. Kúfiskurinn er á grunnum sjó, þó á nokkuð mismunandi dýpi, og við höfum orðið varir við hann i Akranesforum, við Kjalar- nes, Gróttu og Engey, til dæmis, jafnvel allt inn undir Reykja- vikurhöfn. En sjálfsagt er kúfiskur á mjög mörgum stöðum viða við landið, svo að þetta gætu orðið umtalsverðar veiðar, ef sala verður greið á bandariskum markaði. Kúfiskinn má meðhöndla á margan hátt, sagði Hrafnkell — selja hann frystan og óunninn, og Ung Akureyrarstúlka gift píanósnillingi þannig er greiðast að selja mikið magn af honum, en einnig er hann bæði soðinn niður og unnið úr honum súpuefni. 1 Banda- rikjunum er tegund, sem skyld er kúfiskinum i islenzka, notuð i súpuefni, en tilraunir, sem Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins gerði fyrirnokkru með niðursuðu, gáfu ekki sem bezta raun. Aðalgallinn var sa, að hann vildi veröa seigur. —JH Þórunn ólafsdóttir og eiginmaður hennar, Martin Berkowsky. Myndin var tekin i fyrra í Baltimore i Bandarikjunum. Stp—Reykjavik Telja verður Islendinga fremur tónlistarelskandi þjóð og má margt 'nefna þvi til staðfestingar. Nægir i þvi sambandi að benda á, hve þeir eru margir islenzku listamennirnir, er aukið hafa hróður landsins á sviði tónlistar viða um heim. Tveir erlendir pianóleikarar, sem kvæntir eru islenzkum konum, hafa undanfarin ár dvalizt hér á»landi, óslitið eða öðru hvoru. Þetta eru listamenn, sem tvimælalaust teljast á heimsmælikvarða, og hafa þeir mjög orðið til að efla islenzkt tón- listarlif og glæða áhuga almennings á tónlist yfirleitt, hvor á sinn máta. Vladimir Askenazy þarf vart að kynna land- mönnum,svo mikið sem um hann hefur verið rætt og ritað, siðast i sambandi við Listahátiðina siðastliðið vor. Kona hans er Þórunn Jóhannsdóttir, dóttir Jóhanns Tryggvasonar tónlistar- kennara, sem undanfarin *20 .ár hefur veriö búsettur i Englándi. Philip Jenkins hefur nokkur siðustu ár starfað sem kennari við Tónlistarskólann á Akureyri. Hann er nú i ársfrii frá skólanum Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.